Vísir - 03.04.1959, Blaðsíða 11

Vísir - 03.04.1959, Blaðsíða 11
TÖstuclaginn 3. apríl 1959 VfSIB 1!! V.-ðslendingur látinn. Hafsteinn Sigurðsson. Þann 16. febrúar 1959, and- aðist í almenna spítalanum í Neenora, Ontario, Thomas Edward Johnstone (Hafsteinn Sigurðsson), 93ja ára gamall. Á fyrstu árum sínum í þessu landi, rak Hafsteinn sig á það, að flestum hérlendum mönnum gekk illa að bera fram nafnið hans, það var afbakað, gert grín að því og snúið allavega upp á það eftir því sem hægt var. Hafsteinn kunni þessu illa, þvi honum þótti of vænt um .sitt íslenzka nafn til þess að láta annarra þjóða fólk þeyta því á milli sín með allskonar kerskni, svo hann tók það ráð, að breyta um nafn, taka annað sem var alveg óskilt íslenzku nafni, án þess þó að ástæðan væri sú, að hann skammaðist sín fyrir það að vera íslend- ingur. Fjarri því, það get eg borið um, því að eg kynntist Hafsteini vel og fann að hann var sannur íslendingur undir enska nafninu. Og síðar hygg eg að hann hafi séð eftir því að breyta nafni sínu, en hann fékk þetta nafn löggilt og gekk und- ir því ætíð síðan. Hafsteinn tók mikinn þátt í íslenzku félagslífi í Keewatin á meðan þar var nokkur sem tal- aði íslenzku og hafði þar fé- lagssamtök. Hann var skáld- mæltur vel, las mikið af ís- lenzkum bókum og fylgdist vel með öiju sem gerðist í opinber- um málum á íslandi, eftir því sem möguleikar leyfðu. En þegar árin liðu fram, hvarf hann að mestu leyti fs- lendingum hér, öðrum en þeim, sem áttu heima í Keewatin og Kenora. En kona hans var á- kaflega vel íslenzk og hafði oftar en einu sinni orð á því við mig, að henni féll illa að Hafsteinn skyldi breyta nafni sínu, en hún sagði það væri ekkert við því að gera af því áð hann hefði íátið löggilda það. Hafsteinn var einn af elztu frumbyggjum íslendinga í Kanada. Hann var fæddur á ís- landi 19. júlí grið 1865 cg flutt- ist til Kanada árið 1876, og vann fyrlr sér við ýmiskonar vinnu, unz hann flutti til Dar- lington Bay í Keewatin árið 1887. í Keewatin stundaði hann viðarhögg og fiskveiðar fyrst í stað eða þar til hann réðist til ,JLake of the Woods Milling Co.“ í Keewatin 1893 og vann hann hjá því félagi alltaf þang- að til hann var settur á eftir- laun árið 1936. 31. október 1890 kvæntist Hafsteinn éftirlifandi konu sinni, Ingibjörgu Magnússon, Þorkelssónar, Rafnssonar (Rabbi). Hún var fædd á Grímsstöðum a Seltjarnarnesi við Reykjavík 25. maí 1872. Þau áttu langa samleið og hjónabandið var dásamlegt og samvinna hin bezta gegnum langt æfiskeið. Það var haldið upp á gullbrúðkaupsafmæli þeirra árið 1940 ,og demanstaf- mæli þeirra árið 1950. Árið 1956 var haldið upp á 66. gift- ingarafmæli þeirra; þá var Hafsteinn 91 árs en Ingibjörg 84 ára og þá bæði við állgóða heilsu og hugsaði hún af mestu Prýði um heimilið þótt aldurinn væri orðinn hár. Hafsteinn og Ingibjörg voru elskuð og virt af öllum í Kee- watin og áttu því marga góða og trygga vini þar, sem og víða annars staðar. Þau eignuðust aldrei barn sjálf, en þau tóku til fósturs þrjú börn og gengu þeim í for- eldrastað. Börnin hétu Ingman og Ena, sem bæði eru fyrir löngu látin, og Esther, sem nú er gift og á heima í Winnipeg. Hafsteinn var Skagfirðingur að ætt. Guðmundur Jónsson Aust- fjörð, andaðist 11. marz 1959 á Grace sjúkrahúsinu hér í borginni 76 ára að adri. Hann var frá Tókastöðum í Hjaltastaðaþinghá í Norður- múlasýslu og fluttist til Kan- ada fyrir 55 árum. Hann var smiður og húsamálari að iðn og stundaðd þá vinnu í Winni- peg og víðar. Lengst af átti hann heima að Hecla, Man. Hann lifa sonur, Sigurður, búsettur að Hekla og tvær dætur, Margret (Mrs. H. Schwabe) í Winnipeg, Christ- ine (Mrs. K. Grahn í The Pas, Man. og sjö barnabörn og ein systir, Jennie Johnson í Pasa- dena, Kaliforníu. Guðmundur var greindur vel, bókelskur og ritfær í betra lagi. Reit oft í íslenzku blöðin, Heimskringlu og Lögberg. Útförin fór fram frá lúthersku kirkjunni í Mikley, séra Jón Bjarman flutti kveðjuorðin. Hinn látni var lagður til hinztu hvíldar í grafreit byggð- arinnar við hlið konu sinnar Guðfinnu, er lézt fyrir all- mörgum árum. Sjávarútvegsmál - Frh. af 4. síðu: maður stjórnar Hlutatrygginga- sjóðs. Hafnargerð og lendingarbætur. Fundurinn telur brýna nauð' syn á því að auka hafnargerðir og lendingarbætur svo að fiski- flotinn hafi sem bezt tök á að nýta fiskimiðin. Skal leggja áherzlu á, að fjárveiting sé fyrir hendi til að ](júka framkvæmdum á hverj- um stað á sem skemmstum tíma, enda verði sú meginregla upptekin að verkin verði boð- in út. Þá bendir fundurinn á nauð- syn þess að keypt verði fullkom ið sanddæluskip til landsins. Fyrningarafskriftir. Fundurinn áréttar ályktun síðasta landsfundar um nauð- syn þess, að heimilaðar verði ríflegar fyrningarafskriftir af hvers konar byggingum og tekj um, sem notuð eru við fiskveið- ar og fiskvinnslu, þ. á m. ver- búðum og bryggjum. Johan Rönning h.f. Raflagnir og viðgerðir i öllum heimilistækjurn. — Fljót og vönduð vinna. Sími 14320. Johan Rönning h.f. Rósir í pottum og afskornar Gróðrarst. v. Miklatorg. Sími 19775. BÍL vill skattleggja segul- bandstæki í heimahúsum. ¥i!S leita að ráði£in ti8 vernd&Dnar upptöku. Aðalfundiu- Bandalags ísl. listamanna var nýlega haldinn í baðstofu Naustsins og var fjöl sóttur. í stjórn Bandalagsins höfðu verið tilnefndir af sjö sam- bandsfélögum þessir menn: Fyrir hönd Rithöfundasam- bandsins íslands Snorri Hjart- arson, sem er kjörinn fqrseti i sambandsins, en hann tilnefndi jfulltrúa leikara Brynjólf Jó- hannesson sem varaforseta þess. Fulltrúi Tónskáldafélags- ins Jón Leifs var kjörinn ritari Bandalagsins, en gjaldkeri Jó- hannes Jóhannesfeon, fulltrúi myndlistarmanna. Meðstjórn- endur eru Bryndís Shram, full- trúi listdansara, Ágús Pálsson fyrir hönd arkitekta og Einar Vigfússon fulltrúi Félags ísl. tónlistarmanna. Á aðalfundinum voru m. a. samþ. þessar ályktanir: „Aðalfundur Bandalags ísl. listamanna mótmælir eindreg- ið frumvarpi. því sem borið hef- ur verið fram á yfirstandandi Alþingi um að leyfð skuli í heimahúsum hljóðritun hug- verka án heimildar höfunda og flytjenda, og án endurgjalds til þeirra, og skorar á flutnings menn frumvarpsins að draga það til baka. Aðalfundurinn telur að með framangremdu ; frumvarpi kynni að skapazt hættulegt fordæmi fyrir alla vernd andlegra verka og list- rænnar vinnu — fordæmi, sem gæti einnig haft áhrif á mat annars eignaréttar v og á at- vinnuvernd -annarra vinnandi stétta í framtíðinni," „Fundurinn beinir því til stjórnar Bandalagsins að und- irbúa til umræðu og e. t. v; af- greiðslu á næsta fundi tillögu um ■■ fyrirkomulag varðandi vernd listaverka, sem tekinn er á segulband í heimahúsum og flutning þeirra.“ íitséliir VÍS8S AUSTURBÆR: Hverfisgötu 50. — Vciziiun. Hverfisgötu 69. — Florida. Hverfisgötu 71. — Verzlun. Hverfisgötu 74. — Veitingastofa. Hverfisgötu 117. — Þröstur. Söluturninn — Hlemmtorgi. fiaukastræíi 12. — Adlon. Laugavegi 8. — Boston. Laugavegi 11. — Adlon. Laugavegi 30 B. — Söluturiniiu. Laugavegi 34. — Veitingastofan. Laugavegi 43. — Silli & Valdi. Laugavegi 64. — Vöggur. Laugavegi 86. — Stjörnukaffi. Laugavegi 116. — Veitingastofan. Laugavegi 126. — Adlon. Laugavegi 139. — Ásbyrgi. Snorrabraut. Austurbæjarbar. Einholt 2. — Billiard. Hátún 1. — Veitingastofan. Vitastíg. — Vitabar. Samtún 12. — Drífandi. Miklubraut 68. — Verzlun. Mávahlíð 25. — Krónan. Leifsgötu 4. — Veitingastofan. Barónsstíg 27. — Veitingastofan. fi ~jT ‘i ifif 11 : í . 1 i. 1. « 1 í I ' ■ i -JÚtLi 3 r • í. •a«áiT. i TfT'-fU I. r.-S < t i>: -ft SUÐAUSTURBÆR: Tf Skólavörðustíg. — Gosi. ! j i 1 j \ Bergstaðastræti 10. — Verzlun. !; Bergstaðastræti 40. — Verzlun, i i Bergstaðastræti 54. — Veitingastofan. Fjölnisvegi 2. — Víðir. , i Lokastíg 28. — Veitingastofan. | i - Þórsgötu 14. — Þórskaffi. 1 ' ! |’ í ! * Óðinsgötu 5. — Veitingastofan. I , j Týsgötu 1. — Havana. 1 ' i j Klapparstíg. — Verzlun. i | Frakkastíg 16. — Veitingastofan. j 1 1 * MIÐBÆR: f , ... Söluturninn við Arnarhól. i 1 Hreyfilsbúðin við Arnarhól. : j Söluturninn við Lækjartorg. Pylsusalan við Austurstræti. Hressingaskálin við Austurstræti. BJaðasalan, S. Eymundsson, Austurstræti. Sjálfstæðishúsið. — Austurvöll. Söluturninn. — Kirkjustræti. Aðalstræti 8. — Adlon. ; i : rj7f Veltusund. — Söluturninn, . ! i I I : > VESTURBÆR: , ", ' i ' *- Vesturgötu 2. — Söluturninn. Vesturgötu 14. — Adlon. j Vesturgötu 29. — Fjólan. Vesturgötu 45. — West-End. Vesturgötu 53. — Veitingastofan. Mýrargötu. — Vesturhöfn. BrEeðraborgarstíg 29. — Veitingastofan. Framnesvegi 44. — Verzlun. Sólvallagötu 74. — Veitingastofan, Kaplaskjólsvegi 1. — Verzlun. Melabúðin. — Verzlun. SÖrlaskjóI. — Sunnubúð. Straumnes. — Verzlun. Hringbraut 49. — Silli & Valdi. Blómvallagötu 10. 'i-r- Veitingasíofan. Fálkagötu 1. — Reynisbúð. ÚTHVERFI: Lauganesvegi 52. — Söluturninn. Lauganesvegi 52. — Laugancsbúð. Brekkulækur 1. LangheUsvcgi 42. — Verzlun G. Langhcltsvcgi 52. — Saga. Langhoiísvegi 131. — Veitingastofan. Langhcltsvegi 174.—- Verzlun. 'Skipasiiml. — Rangá. Rcttarholtsvegi 1. — Söluturninn. Ilólmgarði 34. — Bókahúð. j Grensásvogi. i— Ásinn. Fossvogur. —- Verzhm. Kópavogsháls. — Biðskýlið h Borgarholtshraut. — Biðskýlið. Silfurtún. — Biðskýlið við Ásgarð. Hótel Hafnarfjiirðar. Strandgötu 33. — VeitingigtsfsK. Söluturninn við Álfaskeit. Aldan, veitingastofan við Strandgötu. | rt i Mj» ÍJi FT tjlEÉ I l f; I J ‘ ? ^ n ■V

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.