Vísir - 06.04.1959, Síða 1
ÉS. ir*.
Mánudaginn 6. apríl 1959
75. tbJ.
Þorsbtofmiffi 28%
sterkari en í fyrra.
Síldarmerkingar hefjast í apríl.
I miðri fyrri .viku fór togar- j
inn Fylkir í fiskileit til Austur-!
Grœnlands. Ferð þessi er far-
in á vegum fiskileitarnefndar
og er Jakob Magnússon fiski-
fræðingur með skipinu ásamt ^
tveim aðstoðarmönnum frá
fiskideildinni. Skipstjóri er
Sœmundur Auðunsson.
Fregnir hafa ekki boi'izt frá
Fylki enn, sagði Jón Jónsson
fiskifræðingur við Vísi í morg-
un. Þessi ferð er ekki beinlínis
farin til að leita að nýjum fiski-
svæðum, heldur til að ganga úr
skugga um fiskimagn og veiði-
von við Austur-Grænland.
Hvað hafa athuganir á fisk-
stofninum hér við land leitt í
3jós á þessari vertíð?
Rannsóknir sýna, að uppstað-
an í stofninum er 8, 9 og 10 ára
fiskur. Aldursdreifingin er eins
og búizt var við og okkur telst
svo til, að styrkleiki stofnsins
sé um 20 prósent meiri en í
fyrra. Hins vegar var áberandi
mikið af þorskinum, sem veidd-* 1
ist í janúar og febrúar, 4 ára
fiskur, eða frá 1955.
Athuganir á þorskstofninum
hafa verið samfelldar frá 1928.
Fiskideildin hefur trúnaðar-1
menn í hverri verstöð og gera
þeir nauðsynlegar mælingar og
athuganir. Út frá athugunum
þeirra eru svo reiknaður styrk-
leiki stofnsins.
Hvað um síldarrannsóknir?
Það er ekkert farið að gera
ennþá, en ætlunin er að sú ný-
breytni verði tekin upp að
merkja síld hér fyrir sunnan
land í apríl. Það hefur verið
gert áður.
----m----
Harry S. Triunan fyrrv.
Bandaríkjaforseti hefur lýst
sig sambykkan Eisenhower
forseta um nauðsyn efna-
hagslegrar aðstoðar.
Netabátar uppi við land-
steina hér í grennd.
Bjöm Pálsson á annríkt:
Fleygði 300,000 kr.
úr flugvélintti---------
o,f/ fór séötui of/ sótti
sjikkling austur ts firðL
Þetta er „Sæljón“ frá Reykjavík. Myndin er tekin s.l. föstudag
fyrir vestan Þrídranga. Þegar flugvélin rennir sér niður undkr
bátinn líta mennirnir upp og veifa og að sjálfsögðu er „Karlinn“
í glugganum. Þeir liafa tekið sér augnabliks frí við dráttinn, til
að fagna örlítilli tilbreytingu. I vatnsskorpunni bólar á fiski í
netinu.
Fá góðan afla á færi á 3 faðma tíýpi.
Frá fréttaritara Vísis.
Akranesi í morgun.
Heildarafli Akranesbáta var
5831 lest á mánaðamótum marz
apríl og var þá 844 Iestum
meiri en á sama tíma í fyrra.
Aflahæstu bátarnir eru Sig-
rún, sem var þá með 497 lestir,
Sigurvon 479, Ólafur Magnús-
son 423 og Höfrungur 400. Sig-
rún er enn aflahæst og var í
gær búin að fá 540 lestir.
Fiskur hefur gengið mjög
grunnt og er nú fjöldi hinna
stóru netabáta með net sín upp
í landsteinum í Kollafirði og
við Kjalarnes. Þar hefur verið
talsverður afli undanfarið. —
Nokkrir bátar eru með net sín
í Forinni og þar fékk einn 20
lestir í gær.
Það er sjaldan að fiskur hef-
ur gengið eins grunnt og nú
hér inni í Faxaflóa. Hafa bátar
fengið afla á færi á þriggja til
fimm faðma dýpi. Vegna ó-
gæfta hefur verið lítill afli hjá
trillunum, en í fyrstu þremur
róðrum í fyrri fiku fengu þeir
allt upp í þrjú tonn á tvö færi
yfir daginn.
Björn Pálsson sótti lamaða
piltinn á laugardag, og er hann
nú í sjúkrahúsi hér. Björn byrj-
aði annars daginn með að fljúga
vestur til Patreksfjarðar og
henda 300 þúsund krónum út
um glugga.
Þannig stóð á, að Friðþjóf Jó-
hannesson vantaði þetta fé í
kaupgreiðslur og var ekki unnt
að koma peningunum með öðru
móti án mikilla taf. Á Patreks-
firði er ekki hægt að lenda, svo
að allt var undirbúið þannig, að
móttakendur skyldu vera á
túni nokkru. „Gekk þetta eins
vel og kosið varð,“ sagði Bj. P.
Hverskonar ráiffiingarumboð hefur
kyitérasíða Tímans tekið að sér?
Birtfr viðtal við menn, seiti fara tand úr Eandi
tlS að ráða nektardansmeyiar, og boðar komu
þeirra hingað.
Kynórasíða Tímans svo-
kölluð — og ekki að ástæðu-
lausu — hefur löngum þótt vera
málsvari næsta sérkennilegrar
„menningar“ eða lífsviðhorfa.
Þó munu liöfundar hennar
ekkí hafa talið sig komast veru-
lega í feitt eða geta starfað með
nægum árangri, fyrr en þeir
áttu tal við tvo förumenn, sem
voru hér á ferð í síðustu viku.
; Er virðingin og lotningin fyrir
I mönnum þessum svo mikil, að
1 ekki nægir minna en að titla þá
„herra“ í hvert skipti, sem þeir
eru nefndir, og fagnaðarefnið
er, að þeir eru væntanlegir hing
að aftur eftir fáeina daga í sér-
stæðum tilgangi — sem Tíman-
um þykir að sjálfsögðu mjög
lofsverður.
„IIerrar“ þessir segjast nefni-
lega reiðubúnir að ráða ungar,
íslenzkar stúlkur í næturklúbb
einn, sem þeir segjast vera við-
riðnir í London, og er tekið
fram — til þess að sýna fram á
menningargildið — að þær eigi
Framh. á 2. siðu.
í viðtali við fréttamann Vísis í
morgun. „Þeir fengu peningana
beint í fangið.‘
Til Fáskrúðsfjarðar
I flaug Björn' Pálsson og sótti
lamaða piltinn. Hann er nokkru
eldri en ætla mætti af fyrri
l fregnum Vísis um þetta, eða 17
| ára. Hann heitir Sigurbjörn
Stefánsson, Hólagerði, og var
hér um hreint slys að ræða. Pilt
ar voru að kasta til fiski inni í
frystihúsi og notuðu fiskstingi,
og er Sigurbjörn beygði sig nið-
ur vildi svo óheppilega til, að
fiskstingur lenti í enni honum
og fór inn úr beini. Blæddi inn
á heilann og er pilturinn lamað-
ur öðrum megin. Honum leið
heldur betur, er síðast fréttist.
Til Grundarfjarðar
fór Bj. P. tvívegis á laugar-
dag. í fyrra sinnið til þess að
sækja konu, sem hafði beðið þar
sjúkraflutnings, og svo um
kvöldið, til að sækja niann, sem
hafði orðið fyrir slysi á sjó, lent
í vírum og marist. Heitir hann
Pétur Guðmundsson, ungur
maður, — hann er trésmiður en
fór á sjó fyrir annan, sem einn-
ig hafði slasast.
^ Fjórir A-Berlínarbúar hafa
verið handteknir fyrir að
Iesa vestur-þýzk „hazar-
blöð“ og ásfarsögur.
Tvö framboð
ákveðin.
Enn liafa verið ákveðin tvö
framboð af hálfu Sjálfstæðis-
flokksins — á ísafirði og í
Vestmannaeyjum — og voru
þau bæði ákveðin cinróma.
Frambjóðandi p. ísafirði verð
ur Kjartan J. Jóhannsson
læknir, sem verið hefur þing-
maður kjördæmisins að und-
anförnu við miklar vinsæld-
ir. í Eyjum verður Guðlaug-
ur Gíslason, bæjarstjóri, í
kjöri, en hann er orðlagður
dugnaðarmaður. Hefur frá-
farnadi þingmaður, Jóhann
Þ. Jósefsson heitið á menn að
veifa honum allan stuðning,
sem unnt er.
Montgomery ekki
rétti maðurinn
Montgomery sœtir gagnrýni
í brezkum blöðum og er talið,
að hann lxafi valið óhentugan
tíma til fyrirhugaðra viðrœðna
í Moskvu við Krúsév.
Blöðin draga ekki í vafa, að
hershöfðingjahæfileikar Mont-
gomery hafi verið miklir, en
hér sé hann ekki hinn rétti
maður, og geti komið banda-
mönnum í vanda.
Blöðin leggja áherzlu á, að
leiðtogar -í Moskvu ættu að gera
sér ljóst, að staða Montgomery
sé allt önnur nú en þegar hann
var aðstoðarhershöfðingi. Hann
komi hér ekki fram fyrir Bret-
lands hönd.
Djarflegur
flótti.
Tíu manna fjölskyldu
Jieppnaðist nú um helglna
óvanalega djarfíegur flótti
yfir landamærin milli Aust-
ur- og Vestur-Þýzkalands.
Fjölskyldan var í stórri
vöruflutningabifreið, og var
henni ekið eftir þjóðvegi,
en rétt við veginn er gadda-
vírsgirðing, seít upp til að
hindra flótta manna yfir
landamærin. Allt í einu jók
sá, sem ók, lieimilisfaðirinn,
hraðann, og snarbeygði svo
allt í einu á girðinguna, og
tókst að aka gegnum hana,
án þess nærstöddum þýzkum
vöruðum tækist að koma í
veg fyrif það.
Fjölskyldan hefur beðist
hælis í Vestur-Þýzkalandí
sem pólitískir flóttamenn.