Vísir - 06.04.1959, Side 11

Vísir - 06.04.1959, Side 11
Mánudaginn 6. apríl 1959 VtSIB 1B Veiddu 25 þúsund rauð- maga. FEateyingar em búnir a5 fá „sneira en nó§. Frá fréttaritara Vísis. Akureyri í gær. í Flaíey á Skjálfanda liefir verið þvílíkur uppgripaafli af rauðmaga, að Flateyingar telja markaðinn fylltan og eru því hættir veiðum. Alls hafa Flatejúngar veitt um 25 þúsund rauðmaga, en telja sig hafa getað veitt miklu meira, ef þeir hefðu kært sig um og ef þeir hefðu talið markað fyrir hendi. Grásleppuveiðar eru þegar hafnar, um það bil hálfum mánuði fyrr en venjulega og lítur vel út með þær. Bátar úr Eyjafirði, einkm Hi'íseyjarbátar, hafa stundað handfæraveiðar við Flatey undanfarið og aflað sæmilega. Grímseyingar hafa aftur á móti allt aðra sögu að segja af aflabrögðum. Þar hefir verið lítil rauðmagaganga undanfar- ið og um það bil helmingi minni afli heldur dn í fyrra. Þorskveiði hefir engin verið fram til þessa. Stormasamt hef- ir verið við Grímsey og ógæft- ir miklar. Mislingar ganga nú í Gríms- ey í fyrsta skipti um rúmlega 20 ára skéið. Er þar því margt fólk, sem getur tekið þá og óttast, að þetta kunni að hafa slæmar afleiðingar í för með sér við sjósókn og önnur störf. Flestallt roskið fólk í eynni ihefir áður fengið mislinga. Bæði um Flatey og Grímsey er það sameiginlegt, að þar hafa verið hlýviðri undanf arið, þannig að með fádæmum má teljast um þetta leyti árs. Þar hafa verið vorhlýindi um langt skeið og tún tekin að grænka. Elztu Flateyingar telja sig ekki muna aðra eins afbragðstíð á þessum tíma árs. 100 manns í Ámtannsskála um páskaJielgina. Nægur snjór í Bláfjöllum. í skíðaskála Ármanns í Jós- efsdal dvöldu rúmlega 100 manns yfir páskahátíðina. í Jósefsdal var lítill snjór, en nægur snjór í Bláfjöllunum og suður um Heiðina há, enda fóru Ármenningar á hverjum degi í lengri og skemmri ferðir um Bláfjöllin. Á laugardaginn fyr- ir páska snjóaði nokkuð efra, og á páskadagsmorguninn, þeg- ar skíðafólkið kom í Bláfjöllin til þess að taka þátt í hinu ár- lega páskamóti, var glampandi sólskin og silkifæri. Keppt var í fjórum flokkum: kvennafl., telpnafl., karlafl., og drengjaflokki, með samtals 26 þátttakendum. Úrslit í kvennaflokki urðu þau, að Ásthildur Eyjólfsdóttir sigraði á 58,6 sek., önnur varð Halldóra Árnadóttir á 69,4 og þriðja Margrét Ólafsdóttir á 93.6 sek. í telpnaflokki varð sigurveg- ari Gyðrún Björnsdóttir á 81.6 og önnur varð Kristín Björns- dóttir á 101.4 sek. Þessir flokkar kepptu í sömu braut. Brautarlengdin var um 200 metrar, 12 hlið. í karlaflokki varð fyrstur Ingólfur Árnason á 82,4 sek. 2. Elías Hergeirsson á 85,3 og 3. Eiríkur Kristinsson á 88.7. Brautarlengdin var 350 m., 25 hlið. JÞatM tiansa, i Austurhœjarhúói í drepgjaflokki varð fyrgtur Björp.Bjarnaspn á 72.1 sek., 2": Brýnjólfur Bjamason á 86.2 og .' Guðmundur Sigurjónsson. Braut þeirra var um 250 m., með 15 hliðum. -— Verðlaunin voru afhent sigurvegurunum á kvöldvökunni á páskadags- kvöldið. — Kvöldvökur, með leikþáttum, upplestrum og ým- iskonar leikjum, voru haldnar á hverju kvöldi í skálanum, og fullyrða má, að fátt sé hollara ungu fólki, en að dvelja í frí- stundum sínum í góðum félags- skap upp til fjalla. Ný söngvariís á Hótel Borg. Hótel Borg hefur fcngið til sín nýja söngvadís. Ungfrú Marshall er farin aftur til Eng- lands, en í hennar stað syngur ungfrú Margaret Kose fyrir gesti veitingahússins. Delld um vöruflutnÍBiga Deila hefur risið meðal vöru- flutningabílstjóra út af flutn- inguin milli Reykjavíkur og Keflavíkurflugvallar. Samkvæmt upplýsingum sem Vísir fékk í.morgun hjá Vinnu- veitendasambandinu var samið við Vörubílstjórafélagið Þrótt í Reykjavík um þessa flutninga og samkvæmt þeim samningum hafa þeir forgangsrétt að flutn- ingunum. Nú hafa bílstjórar á Suður- nesjum krafizt hlutdeildar í þessum flutningum og hafa þeir skrifað Varnarmálanefnd um þetta og sett fram kröfur sínar. Að því er Visi var tjáð af Varnarmálanefnd í morgun, er mál þetta nú til athugunar hjá ráðherra. PASSAMYNDIR teknarí dag — tilbúnar á morgun. Annast myndatökur á ljósmyndastofunni, í heima- húsum, samkvæmum, verksmiðjum, auglýsingar, skólamyndir o. fl. Pétur Thomsen, kgl. hirðljósm., Ingólfsstræti 5. Sími 10297. Pappírspokar allar stærðir — brúnlr ö kraftpappír. — ódýrari er erlendír pokar. Pappírspokager5m 19.R7I) RIMLATJÖLD fyrir hverfiglugga. ^ScdllýU C—/ g£uggaljö('d Lind. 25. — S: 13743 Þetía glæsilega dansfólk er eitt af þeim mörgu sem koma fram á miðnæturskemmtun Jóns Valgeirs, danskcnnara cg nemenda Iians í Austurbæjarbíói n.k. miðvikudag kl. 23,30. Á myndinni eru, talið frá vinstri, Haraldur og Sylvía, Jón og Edda, Þór og Rannveig. Ungfrú Rose er ákaflega geð- ug stúlka og býður af sér sér- lega góðan þokka. Hún er 23 ára gömul, rauðhærð, með grænleit augu. Ensk, fædd í Yorkshire en býr nú í London. 16 ára gömul hætti hún námi og tók til að læra sönglist. Ætl- aði sér upphaflega að verða ó- perusöngvari, en hætti við þá hugmynd, er hún komst að því að dægurlagasöngur gat verið ábatameiri. Ungfrúin hefur sungið með ýmsum frægum enskum hljóm- sveitum og á mörgum þekktum stöðum, svo sem Mayfair, Sav- voy, Dorchester, Grosvenor House, Cumberland Hotel og víðar. Eftir fjögurra vikna dvöl hér lendis mun hún fara til Kaup- mannahafnar, en þar mun hún dveljast í sumar við söng og sólskin. Þegar blaðamenn spurðu hana hvernig henni litist á ísland, sagði hún að hún hefði orðið þægilega undrandi þegar hún kom hingað. Hún hélt nefnilega að íslendingar væru Eskimóar og byggju í snjóhúsum. Hvort hún hefur haldið að Hótel Borg væri geysistórt snjóhús upp á fimm hæðir skal látið ósagt. Nokkrar leiðbein- ingsr unt Bókaval til fermingar- Málflutningsskrifstofa Páll S. Pálsson, hrl. Bankastræti 7, simi 24-200. FYRIR PILTA OG STÚLKUR Iiit Þorsteins Erlingssonar I.—HI. Verð kr. 600. — Ljóðmæli Matthíasar I.—II. (tæpl. 1500 bls.) Verð kr. 500. — Sögur herlæknisins I.—IIL Verð kr. 525. — Ljóðmæli og Laust mál Einar Benediktsson I.—V. Verð kr. 450. — Islandsferðin 1907, (með 220 myndum frá íslandi fyrir 50 árum). Verð kr. 225. — Endurminningar Sveins Björnssonar, fyrsta forseta lýðveldisins Verð kr. 240. — Ljóðmæli Guðmundar Guðmunds- sonar. — I.—II. Verð kr. 160. — Rit Kristínar Sigfúsdóttur. I.—III. - Verð kr. 240. — Brafnhetta, skáldsaga eftie Guðmund Daníclsson. Verð kr. 185. — Sleðaförin mikla, eftir Knud Rasmussen. , Verð kr. 100. — Opinberun Jóhannesar, eftir Sigurbjörn Einars- son próf. Verð kr. 140. — Trúarbrögð mannkyns, cftir Sigurbjörn Einars- son próf. Verð kr. 95. — Sögur ísafoldar, I.—V. Verð kr. 320. — Einhver nytsamasta ferm- ingargjöfin, sem þér gctið gefið, eru orðabækur vorar, dönsk-íslenzk, íslenzk-dönsk, ensk-dönsk, ' þýzk-íslenzk 1 T og frönsk-íslcnzk. Verðin eru frá kr. 120.— í kr. 340. — ISAF0ÞLÐ

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.