Vísir - 06.04.1959, Qupperneq 3
; Mánudaginn 6. apríl 1959
VfSIR
3
l»að er oft gott að þekkja!
rakara, skal eg segja ykkur.
Rakarar vita nefnilega oft.
ínargt, sem við hin vitum ekki. i
Það er nú einu sinni svo, að
Jieir hafa getið sér orð fyrir að
kunna fleira en að reyta af
okkur hárin, því að auðvitað
verða þeir að hafa ofan af fyrir J
„kúnnanum“, meðan á því
stendur. Ekki svo að skilja, að |
þar sé um samkeppni að ræða
við dagblöðin, nei, öðru nær.
Það er oft gott að fara og láta
klippa sig, ef mann vantar efni.
Eg skal bara hreinlega við-1
urkenna, að mig vantaði efni í
mánudagsgrein, svo eg lábbaði
til „Palla í Eimskip“ og bað
hann að taka neðan af blaða-
mannsskegginu, því það var
farið að kitla mig á maganum,
þegar eg svaf. Og vissi eg ekki
bankabygg, það fór eins og mig
grunaði, að hann var ekki bú-
inn að sníða af mér fyrsta topp-
inn, þegar hann minntist á, að
Agúst Nielsen væri kominn
heim.
„Ágúst Nielsen?“
„Já, manstu ekki eftir hon-
um Gunnari Nielsen, sem af-
greiddi í Ríkinu?“
„Honum Gunna, það er nú
líklega. Hvað með það?“
„Ágúst er bróðir hans. Hann
hefur lengst af verið í Ame-
ríku, fariS víða og margt reynt.
Kom hérna fyrir nokkru og
var að segja mér ýmislegt, sem
á dagana hafði drifið, og ég er
sannfærður, að þér þætti fróð-
legt að tala við hann.“
Ýmislegt hefur á
dagana drifið.
Og eg linnti ekki látum, fyrr
en eg hitti Ágúst.
Hann hefur meirihluta æf-
innar verið í Bandaríkjunum.
Eór þangað 1921 með foreldr-
um sínum. Hann var þá 13 ára
gamall. Strax og hann hafði ald-
ur til, tók hann bílpróf. Komst
'í atvinnu sem einkabílstjóri
hjá milijónamæringum og var
við það þangað til hann kom
aftur til íslands 1931. Vann
hér við verzlunarstörf og sölu-
mennsku. Fór til Bandaríkj-
anna 1941. Gekk í herinn. Var
sendur til Evrópu og tók þátt
í stórbardögum í Frakklandi.
Gerðist trésmiður eftir stríðið,
/Og stundar þá atvinnu enn —
með launum, sem samsvara um
150 ísl. krónum á klukku-
tíma. — Nú er Ágúst hér í
stuttu fríi til að heimsækja
vini og kunningja og heilsa upp
á gamla Frón, og fer heim aftur
i næsta mánuði.
„Varstu við akstur allt þang-
að til þú komst til íslands
1931?“
„Já, eg fór þaðan úr vinnu.
Eg var mjög heppinn að því
leyti. Missti t. d. aldrei atvinn-
una á kreppuárunum, sem var
nokkuð óvanalegt.“
„Hvaða atvinnu stundaðir
þú svo hérna heima?“
„Eg var aðallega við sölu-
mennsku. Var sjálfur með um-
boðsverzlun um tíma, og var
svo sölumaður hjá Skúla Jó-
hannssyni & Co.“
„Þú fórst aftur út 1941.
-K
Þaö
er
oft
langt
milli
bæja
-K
Þekkti AI Jolson.
„Þú varst einkabílstjóri hjá
milljónamæringum, segirðu. |
'Þú hlýtur þá að hafa kynnst
einhverjum þeirra?“ .
„Já, eg kynntist ýmsum
frægum mönnum. M. a. ók eg
oft með A1 Jolson, söngvarann
fræga.“
„Þetta hefur verið í eða við
Los Angeles?“
„Já, það var í Los Angeles.
Hollywood er aðeins eitt hverfi
í þeirri stóru borg, eins og allir
vita.“
„Þú hlýtur að vera vel kunn-
ugur þar?“
„Já, það er óhætt að segja
það. Það er varla hægt að j
kynnast borg betur en með því
.að vinna þar sem bifreiðar-
ístjóri."
Fórstu þá beint í herinn, eða
hvað?“
„Nei, fyrst var eg sölumaður
hjá vátryggingafyrirtæki. Þeg-
ar eg fór í herinn var eg starfs-
maður hjá stóru járnbrautarfé-
lagi.“
„Nú, svo varstu sendur til
Evrópu?“
Hermennska.
„Já, fyrst vorum við á her-
æfingum í Bandaríkjunum
nokkurn tíma. Eg var í fót-
gönguliðinu, og þar var okkur
kennt að fara með minni háttar
skotvopn — riffla, rakettu-
byssur, eldvörpur, hand-
sprengjur, berjast með byssu-
sting' o. fl. Þegar sá skóli
var búinn, vorum við sendir
til Bretlands. Eg hafði verið
æfður sérstaklega sem hjúkr-
unarmaður, en rétt áður en við
fórum af stað var stöðu minni
breytt, og ákveðið að eg skyldi
vera túlkur í Norðurlandamál-
um. Eg hélt að sjálfsögðu, að
eg yrði sendur til íslands, til
að starfa sem túlkur þar, en
það fór á annan veg. Nú, eftir
að við höfðum verið í Bret-
landi í nokkúrn tíma, vorum
við sendir á vígstöðvarnar í
Frakklandi, og þar þurfti sko
1 ékkert á túlkum að halda. Þar
voru það vopnin, sem töluðu."
Barizt var
nótt og dag.
„Lentir þú í miklum bar-
dögum þar?“
„Já, það voru heiftarlegir
bardagar. Barist með öllu, sem
til var, nótt og dag. Þá gleymd-
ist allur mannamunur. Allir
voru jafnir, og börðust saman
eins og ljón. Þá kynntist eg
fyrst Ameríkönum vel, hve
þeir voru yfirleitt samheldnir
og drengir góðir.“
„Líklega hefur þú þá kálað
einhverjum af fjandmönnun-
um?“
„Sennilegt er það. Annars
veit maður ekki, hver gerði
hvað. Við skutum allir á óvin-
ina og gerðum okkar bezta.
Stöku atriði týndust í atburða-
rásinni. Eg var mjög heppinn
í þessum bardögum. Get varla
sagt að eg hafi særst. Aðeins
minniháttar sár eftir sprengju-
brot.“
Fékk heiðursmerki.
„Já, það hlýtur að hafa ver-
ið einstök heppni. Manstu
ekki eftir neinu sérstöku at-
viki, sem þú getur sagt mér
frá?“
„Nei, ekkert, sem í frásögur
er færandi. Eg fékk brons-
medalíuna vegna þátttöku
minnar í þessum bardögum.
Ekki var það fyrir neitt sér-
stakt hreystiverk, heldur
»engu það allir, sem voru í
mannskæðum orustum.“
„Lentirðu nokkurntíma í ná-
vígi?“
„Það kom nokkrum sinnum
fyrir. Maður var sendur alltaf
annað slagið í njósnaferðir að
næturlagi og oft var það þá,
að maður lenti í snörpum skær-
um við óvininn.“
Hundrað og fimmtíu
krónur um tímann.
„Jæja, hvað tókstu þér svo
fyrir hendur, þegar þú losnaðir
úr herþjónustu?“
„Þá fór eg að eins og svo
margir aðrir Norðurlandabúar,
að eg gerðist trésmiður."
„Og hefur verið það síðan?“
„Já. Eg hefi áunnið mér
réttindi sem slíkur, og er með-
limur í stéttarsamtökum þar
vestra."
„Er það við húsasmíði, eða
hvað?“
„Já, eg vinn við stórar bygg-
ingar hjá ýmsum fyrirtækj-
um.“
„Góð laun?“
„Við fáum þrjá dollara þrjá-
tíu og sjö og hálft sent um
tímann.“
Nei, nú trúi ég varla. Þrjá,
þrjátíu og sjö? Það gerir bara
1 um 150 krónur í íslenzkum
! peningum, reiknað á svarta-
markaðsverði. Það er ótrúlegt
kaup. Hlýtur að vera meira en
! ráðherralaun hér, hugsa eg. Eg
, fór að reikna: „Það gerir bara
rúrnar sjö þúsund krónur á
viku. Tuttugu og átta þúsund
| á mánuði. Þrjú hundruð . . . .
| Hvenær fer næsta flugvél til
í Ameríku?“
„Ertu að hugsa um að skella
þér? Það eru bara menn með
| viss réttindi, sem fá þessi laun.
Það tók mig langan tíma að
komast í þennan flokk.“
„Já, líklega væri eg ekki
nógu öruggur timburmaður. —
1 Þú vinnur við stórbyggingar,
segir þú. Hefir þú aldrei lent í
neinu, sem í frásögur er fær-
andi ' í sambandi við þessa
vinnu? Orðið fyrir slysi?“
Datt á 15. hæð.
„Nei, ekki er orð á því ger-
andi Þó man eg það einu sinni,
að eg var að ganga með stóran
tréplanka á öxlinni á járnbita
á 15. hæð. Húsin eru nefni-
lega þannig byggð, að fyrst er
reist heljarmikil stálgrind, og
svo verðum við að stikla eftir
henni, þegar við byrjum okkar
verk. Já, eg var að ganga með
planka eftir einum stálbitan-
um, þegar mér skrikaði skyndi-
lega fótur — og eg datt.“
„Og dazt?“
„En sem betur fór hélt ég
samt jafnvæginu að nokkru
leyti, svo eg datt bara á rass-
inn og settist klofvega á bitann.
Það var einstök heppni, að eg
skyldi ekki steypast alla leið
niður á götu.“
„Og varstu ekki hræddur?“
„Nei, ekki þá. En seinna,
þegar eg var kominn niður og
leit upp eftir húsinu, og hugsaði
um, hvað hefði getað skeð —
þá varð eg hræddur.“
„Hvað segir þú mér um aðra
íslendinga, sem staddir eru á
svipuðum slóðum?“
Vantar þjóðbúning
fyrir karlmenn.
„Það er allt gott um þá að
segja. Eg er sem stendur ritari
íslendingafélagsins í Suður-
Kaliforníu. Á lista félagsins þar
eru um 300 fjölskyldur, sem
búa í Los Angeles og nágrenni.
Við erum mjög áhugasamir um
allt, er lýtur að íslandi, og
höfum m. a. haft nokkrar
kynningarsýningar fyrir al-
menning til að kynna landið.
Núna, fyrir jólin, t. d. tókum
við þátt í sýningu, sem hét
„Christmas From Many Lands“
(Jól ýmissa landa). Þar
fengum við prýðilegt sýningar-
pláss, og skreyttum það eftir
beztu getu. Fengum lánaða
ýmsa íslenzka muni hjá lönd-
um, sem búsettir eru þarna. Við
fengum mikið lof fyrir þessa
deild sýningarinnar. Þa'ð var
sameiginlegt með sýningar-
deildunum, að fólk í þjóðbún-
ingum landanna söng „Heims
um ból“ á móðurmáli sínu.
Hjá okkur voru tvær stúlkur í
[ íslenzkum þjóðbúningi, upp-
hlut, sem sungu þetta lag. Það
vakti mikla hrifningu og var
mjög ánægjulegt.
Það er eitt, sem við erum
mjög óánægðir með. Það er
að við skulum ekki eiga til
þjóðbúning fyrir íslenzka karl-
menn. Það er aðeins til kven-
búningur. Flestar, eða allar
aðrar þjóðir eiga til slíka bún-
inga fyrir jafnt konur sem
karla. Það er ótrúlegt, hvað
slíkir smámunir geta haft að
segja, sérstaklega á svona sýn-
ingum, og þegar koma þarf op-
inberlega fram í nafni þjóðar-
innar við svona tækifæri. Land-
kynning er vissulega fyrst og
fremst auglýsing, og auglýs-
ingar verða að vera eftirtektar-
verðar. Það er því oft dálítið
hjákátlegt fyrir okkur karl-
mennina að standa við hliðina
á íslenzku kvenfólki í þjóðbún-
ingi og vera sjálfir í amerískum
sportfötum, eða kjól og hvítu,
sem mér finnst óviðeigandi.
Alcoholics Anonymous.
„Já. Svo hefi eg annað á-
hugamál, og ekki hefur það
minnkað við að koma hér heim.
Það er félagsskapurinn A.A.
Eg er starfandi félagi í þeim
samtökum í Bandaríkjunum,
og hugsaði gott til glóðarinnar
að miðla þeim hér heima af
reynslu minni þar. En þegar eg
kom hingað og sá, hve langt
þeir eru komnir hérna, varð eg
alveg agndofa. Eg skal segja
þér, að við í Bandaríkjunum
megum sannarlega taka ofan
fyrir samtökunum hér. Þau eru
tiltölulega nýstofnuð hérna,
en það er sannarlega undra-
vert hverju þau hafa áorkað.“
„Það er vissulega gott að
heyra. Þú telur að þessi félags-
skapur hafi gert mikið gagn?“
„Já, svo sannarlega. Eg get
dæmt um það eftir eigin
reynslu. Eg er einn þeirra
manna, sem aldrei hefði átt að
smakka vín, en það tók mig
langan tíma að læra það. Það
var ekki fyrr en fyrir þrem
árum, að eg kynntist þessum
félagsskap 'og ákva'ð að fara
eftir kenningum hans.“
Auðvelt að hætta
að drekka.
„Þótti þér ekki erfitt að
hætta að drekka?“
„Nei, það er það auðveldasta,
sem eg hefi gert á ævi minni.
— Ef eg hefði bara vitað þa'ð
Frh. á bls. 10.
Vestur-þýzkt firma hefur framleitt bjargunarbát úr plasti, sem
ekki getur lagst á hliðina, bótt ólgusjór sé, og ekki sokkið.
Hann er mcð kafbátslagi. Fyrirtækið, sem framleiddi hann, er
Lunevverft G. Kuhr. Ofan á bátnum eru lúgur eins og á kafbát
og er þeim lokað svo þétt, að engkin sjór kemst inn. Á hliðunum
eru lúgugluggar. Báturinn er 8 metrar á lengd og 2,20 á hæð og í
honum eru sæti fyrir 40 manns. Hann er einnig útbúinn með
dieselhreyfli, flotakkéri og sendistöð. • ^