Vísir - 09.04.1959, Síða 2

Vísir - 09.04.1959, Síða 2
VlSIR Fimmtudaginn 9. apríl ISEí Ci Xiíyarpið í kvöld: i 18.30 Barnatími: Yngstu ! hlustendurnir (Gyða Ragn- 1 arsdóttir). 18.50 Framburð- j arkennsla í frönsku. 19.00 i Þingfréttir. — Tónleikar. — ! 20.30 Erindi: Hinkrað við á ) heimskautsbaug (Rósberg G. ! Snædal rith.). 21.15 Tón- ! leikar: Atriði úr óperunni „Rakarinn í Sevilla“ eftir Rossini (pl.). 21.30 Útvarps- sagan: „Ármann og Vildís“ í eftir Kristmann Guðmunds- j son; XI. (Höf. les). 22.00 j Fréttir og veðurfregnir. — j 22.10 Erindi: Heimsókn í j blökkumannaskóla í Banda- ! ríkjunum (Axel Thorstein- j son rith.). 22.30 Frá tónleik- I um Sinfóníuhljómsveitar ís- ! lands í Þjóðleikhúsinu 24. f. m. Stjórnandi: Thor John- ? son. Sinfónía nr. 5 eftir Cecil j* Effinger (tileinkuð Sinfóníu f hljómsveit fslands) — til * 23.05. Eimskipafélag Reykjavíkur: f Katla er í Vestmannaeyjum. Askja er í Keflavík. Eoftleiðir: Hekla er væntanleg frá Hamborg, Kaupmannahöfn og Oslo kl. 19.30 í dag. Hún P heldur héðan áleiðis til New York kl. 21. JSkipadciId SÍS: l Hvassafell fór 6. þ. m. frá $ Rieme áleiðis til Reykjavík- / ur. Arnarfell losar á Aust- )' fjörðum. Jökulfell er á Skagaströnd. Dísarfell er í } Borgarnesi. Litlafell er í 1 olíuflutningum í Faxaflóa. Helgafell fór frá Rostock 5. þ. m. áleiðis til Reyðarfjarð- ar. Hamrafell væntanlegt til ' Reykjavíkur 12. þ. m. frá Batum. Ríkisskip: Hekla kom til Reykjavíkur í gær að vestan úr hringferð. Esja er í Reykjavík. Herðu- 7 breið fer frá Reykjavík kl. 21 í kvöld austur um land til Þórshafnar. Skjaldbreið fór frá Reykjavík í gær vest- Ur um land til Akureyrar. Þyrill er væntanlegur til Reykjavlkur í dag frá Akranesi. Helgi Helgason fer frá Revkjavík á morgun til Vestmannaeyja. Eimskipafélag fslands: Dettifoss kom til Gautaborg- ar 7. þ. m., fer þaðan til Áhus, Ystad og Riga. Fjall- foss kom til Reykjavíkur 5. þ. m. frá Hull. Goðafoss fór frá New York 7. þ. m. til Reykjavíkur. Gullfoss er í Kaupmannahöfn. Lagarfoss fór frá Reykjavík 5. þ. m. til New York. Reykjafoss fór frá Reykjavík 7. þ. m. til Rotterdam og Hamborgar. Selfoss fór væntanlega frá Hamborg í gær til Reykja- víkur. Tröllafoss fór frá Ventspils í gær til Gdansk, Kaupmannahafnar, Leith og Reykjavíkur. Tungufoss fór frá Gufunesi 6. þ. m. til Stykkishólms, Vestfjarða og Norðurlandshafna. Katla fer frá Reykjavík 13. þ. m. til Vestur- og Norðurlands- hafna. Herbragð........... Franjh. af 1. síðu. gætu náð þeim, svo og til þess að vera ekki eins þreyttir, þeg- ar slægi um síðir í bardaga. Leið því ekki á löngu, áður en Kínverjar náðu Khamba-mönn- um, sem höfðu þá búið um sig í 15.000 feta háu fjallaskarði, allir þekkfa A N Fjölþætt og traust starf Trésmiöafélags Reykjavíkur Félagið minnist 60 ára afmælis 10. des. í vetur. þar sem þeir ætluðu að verjast eins og Hellenar forðum í Laugaskarði. Var barizt lengi og af mikilli heift, en svo fór um síðir, að Khambar féllu all- ir. Kínverjar tóku síðan að kanna valinn, meðan hraðsveit var send suður yfir skarðið til að handtaka Dalai Lama, sem kommúnistar gerðu ráð fyrir, að mundi nú vera skammt und an og auðfundin bráð. Þegar komið var suður yfir skarðið kom í ljós, að þar var engin mannaferð og hafði ekki verið lengi. Þá rann loks upp fyrir kommúnistum, að þeir höfðu verið gabbaðír illa, og var þá enn sendur leiðangur til að leita austur á bóginn, í áttina til landamæra Assams. Urðu Kínverjar þess fljótt vísir, að Dalai Lama hafði einmitt farið þá leið, en hann hafði komizt svo langt vegna tafar Kínverja, að hann komst óáreittur yfir landa- mærin 31. marz, eins og get- ið hefir verið. Þær fregnir hafa borizt til Indlands, að kínverskir komm- únistar hafi komið fram hefnd, enda þótt þeir hafi ekki haft hendur í hári Dalai Lama og helztu manna hans. Þeir hegndu foringjum hersveita þeirra, sem Tíbetar blekktu og skutu þá alla. Lsflast ut með kisu. f gærkveldi lögðust tvær tólf ára gamlar reykvískar telpur út með kettling. Ástæðan fyrir þessu mun vera sú að telputáturnar höfðu einhverja ofurást á kettlingn- um, en foreldrar þeirra vildu taka dýrið af þeim. Þá tóku telpurnar til sinna ráða, tóku kettlinginn og svefn- poka og hurfu út í nóttina. Þegar þær komu ekki heim til sín aftur var leitað bæði til lögreglu og Slysavarnafélags um aðstoð og leit hafin í gær- kveldi. Meðal annars var spor- hundur fenginn til leitarinnar. Báðar telpurnar eru nú fundnar og höfðu þær búið um sig til næturdvalar — ásamt kisu litlu — í sumarbústað fyr- ir ofan bæinn. Atvinnuleysi er nú í rénum á Norður-frlandi. Samkv. seinustu mánaðarskýrslxun fækkaði atvinnuleysingjum um 1579 og voru 3927 færri en á sama tíma í fyrra, og eru nú samtals um 44 þús. Félögum í Trésmíðafélagi eykjavíkur hefur fjölgað um 46 á síðastiiðnu ári. Alls gengu í félagið 55 menn, þar af 38 ný- sveinar en 9 sögðu sig úr fé- laginu. Um síðustu áramót voru 164 menn við trésmíðanám. Frá þessu skýrði formaður fé- lagsins Guðni H. Árnason á að- alfundi félagsins þann 4. þ. m. í skýrslu stjórnarinnar segir m. a. að á árinu hafi verið greiddar úr sjúkrastyrktarsjóði 148 þús. krónur til 48 manna, sem hafi á framfæri sínu 169 manns. Úr elli og ekknastyrkt- arsjóði voru greiddir styrkir er námu kr. 24.600 til 28 manna og kvenna. Lífeyrissjóðurinn tók til starfa á árinu. Atvinnu- leysissjóðurinn fer jafnt og þétt vaxandi og er hlutur Trésmíða- félags Reykjavíkur nú orðinn um 4 milljónir króna. Eigna- aukning félagsins var á síðasta ári 125 þúsund krónur og eru eignir félagsins nú orðnar 1.5 milljónir króna. Félagsmenn gróðursettu 1100 plöntur í reit félagsins í Heið- mörk. Stjórn félagsins skipa: Guðni H. Árnason form., Kári Ingvarsson varaform., Eggert Ólafsson ritari, Þorvaldur Karlsson gjaldkeri. Eftirfarandi tillaga var saxh- þykkt á fundi félagsins 21. fe* brúar s.l. „Fundur haldinn í Trésmíða- félagi Reykjavíkur 21. feþr. 1959, mótmælir harðlega lög- um þeim um skerðingu á laun- um, sem ríkisstjórnin hefur nú fengið samþykkt. Telur fund- urinn lagasetninguna algert brot á samningsrétti verkalýðs- félagana, og beinlínis kalla á mótaðgerðir af hálfu samtaka launþega.“ heitir hin mjög eftirsótta 5—6 tonna dieselbifreiðo Höfuðkostir: mótorbremsur, sjálfvirk skipting milli gíra, læsanlegt drif.:— VerS um kr. 136 þúsund með tengikassa fyrir sturtum. Aðstoðum við umsóknir um innfl. og gjaldeyrisleyfi. Mjög hagstæður afgreiðslutími. Tékkneska Bifretðauntboðið h.f. Laugavegi 176. — Sími 17181. Við þökkum hjartanlega öllum þeim, sem sýndu okkui vináttu og samúð í tilefni af andláti og jarðarför móður- okkar, tengdamóður og ömmu JENNÝ SANDHOLT Börn, tengdabörn og barnabörn. Fulltrúaráð Sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík Fundur verður ha!d n- í Fulltrúaráði Sjálístæðisfélaganna í Reykjavík í kvöld klukkan 20,30 í Sjáifstæðishúsinu. íiiágrefii: Kosning kjörnefndar ' Fulitmar eru ámínntir að sýna skírteini við innganginn. Stjóm fulltrúaráðsins

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.