Vísir - 09.04.1959, Side 7

Vísir - 09.04.1959, Side 7
■Fimmtudaginn 9. apríl 1959 VlSIB t CECIL 5T. LAURENT: / CfllU AD d ö 1 /l li ÐOJV JÚAMS * 2 — Vaguinn er vi'ð dyrnar, frú.... Ekillinn hjálpaði greifarfrúnni í sæti hennar og stúlkurnar þrjár komu sér fyrir í vagninum. Síðastur köm Juan. í urn það bil tíu metra fjarlægð var stór flutningavagn og voru þjónarnir að koma fyrir á honum kistum og kössum og öðrum flutningi. Annað veifið hneggjuðu hestarnir, eins og þeir vissu af einhverri aðvífandi hættu. KVÖLBVÖKUNNt ;.;.;;.i;; Meðan Carlos lét dæluna ganga gerði systir hans hverja til- raunina af annarri til þess að þagga niðri í honum. — Ef Frakkar kæmv. sem heiðarlegir sigurvegar, æpti hún, er hún loks komast að, — mundi eg reyna að sætta mig við þá raun, að þeir settust hér að um stundar sakir, en þeir hafa beitt lymskubrögðum og svikum til þess að komast hingað. Þessi, ■ þessi Bonaparte lokkaði konung okkar og son hans í gildru í Boyonne, og neyddi þá svo til þess að skrifa undir valdaafsal, til þess að koma sínum eigin bróður — Jósef — á valdastól á Spáni. Og þú ferð villur vegar, e.f þú heldur, að eg sé í flokki þeirra svikara, sem eru reiðubúnir að hylla þennan konung. — En samt leggurðu á flótta, sagði greifinn og var nú dálítið kvikyndislegur á svipinn. — Það er flótti — réttlætanlegur flótti! — En flótti samt, maldaði hann í móinn. Þú ert svo hrædd við Franzarana að þú treður þér og börnum þínum í vagn og ekur um þjóðvegina sem flökku-söngkona með hyski sitt. Juan færði sig nær honum með knýtta hnefa. — Sem Spánverji legg eg blátt bann við því, móðurbróðir, að — — Viltu gera svo vel að tala til mín í viðeigandi tón — skil- urðu það? sagði greifinn. Hann horfði hvössum augum á systurson sinn og rak svo upp hæðnishlátur: — Þú Spánverji! Athugaðu fyrst hvaðan þú ert kominn, áður en þú gortar af að þú sért Spánverji. Spænskt blóð rennur í mín- um æðum, drengur minn, en þú — — En eg, hvað —? — Jæja, þig langar til að vita það? Gott og vel, eg skal segja þér hvers vegna þú hefur engan rétt til að brigsla mér um skort á ættjarðarást. Skip nokkurt, — þannig hefst sagan — — Carlos, eg bið þig, hóf greifafrúin máls heitfarlega. —Hvers vegna ætti eg að þegja? Hann hefur spurt og eg skal svara honum. — Carlos, áður en þú heldur áfram skaltu hugleiða, hvað eg tek mér fyrir hendur gagnvart þér, ef eg fengi hatur á þér. Þögn ríkti drykklanga stund. Juan horfði spyrjandi augum á móður sína, en henni var mikið niðri fyrir og barmur hennar gekk í bylgjum, svo á móðurbróður sinn, sem nú vera orðinn hikandi á svip, þar næst á systur sínar, en þær tvær sem eldri voru, virtust gripnar sama ótta og móðirin, en Pilar, yngsta systirin, var á svipinn, eins og hún botnaði ekki neitt í neinu. — Gott og vel, kannske þú ráðir þessu, sagði greifinn loks og yppti öxlum. Mín vegna geturðu reynt að varðveita fjölskyldu- leyndarmál þín, og viljirðu fara, — þá farðu. Eg fer aftur í rúmið, enda er það eini staðurinn, sem hæfir herramanni, á þessum tíma sólarhringsins. — En, mamma, eg vil vita sannleikann, æpti nú Juan. Við hvað átti frændi? Hvaða leyndarmál var hann að tala um? Skartklæddur þjónn birtist í dvrunum: Þaö hafði verið molluhiti allan daginn, en nú blés allt í einu nístingskuldi ofan af fjöllunum. Farþegarnir hnipruðu sig sam- an, eins og til að leita hver hjá öðrum i vagninum, sem skókst til í vindinum. Ekkert heyrðist nema gnauðið í vindinum og glamrið í skeifum hestanna, er þeir stigu á steina á grýttum veginum. Allt í einu nam vagninn staðar. — Hana nú, nú hefur skeifa hrokkið undan Pluto rétt einu sinni. Sé svo getum við lent í slæmri klípu. Hróp og köll heyrðust úti á þjóðveginum. Juan var fyrst í vafa á hvaða máli talað var, en hinn þýði málhreimur sannfærði hann fljótt um, að mælt mundi vera á franska tungu. Þótt Dol- ores reyndi að aftra því, reis liann upp til hálfs, og veitti hann því athygli, að um 15 riddarar höfðu umkringt vagninn, og aö þeir kölluö til ekilsins. Juan kunni vel frönsku sem aðrir spænskir aðalsmenn, og skildi að þeir spurðu ekilinn hvert ferðinni væri heitið. Einn riddaranna gekk að vagndyrunum með ljós í hendi. — Það eru Frakkar, tautaði Juan. Þeir voru að spyrja Mino, en hann botnaöi ekki neitt í neinu. — Seztu, hvíslaði greifarfrúin, seztu sem skjótast og feldu þig, því að eg ætla að segja þeim, að það séu aðeins konur í vagn- inum, á leið til ættarseturs, af ótta við bardaga á næstu grösum. Hún ýtti við Conchitu. — Hann verður að sitja milli þin og Doloresar og breiðið úr kjólunum yfir kné hans, svona, svona, flýtið ykkur. Það var franskur undirforingi, sem kominn var, um þaö bar einkennisbúningurinn vitni. Hann hafði stigið upp á fótafjölina fyrir utan vagndyrnar og leit inn með háðsglotti á vörum. — Jæja, svo að herrafólkið er í ökuferð? Landið er fagurt og nætursvalinn þægilegur, til þess að fara í smá ökuferðir. Mætti maður spyrja hvert ferðinni er heitið? Hefðarkonurnar skilja frönsku? — Að sjálfsögðu skiljum við og tölum frönsku. Hér eru bara konur og við erurn á leið til landseturs okkar. — Og allar úr sömu fjölskyldunni? •— Svo er það, þessar ungu stúlkur eru dætur mínar. Undirforingjanum varð starsýnt á Doloresi. — Já, hver skrambinn, og að maður skuli veröa að hafa svo hraðan á. Það hefði svo sem getaö verið nógu gaman að aka með spottakorn og spjalla við ykkur, en vegirnir í landi ykkar eru svo slæmir, að maöur kemst ekkert áfram, svo að eg verð víst af þeirri ánægjunni. En hlýðið nú á gott ráð. Hraðið ferð ykkar og hafist ekki lengi við á þessum slóðum. Það er ekki heppilegt fyrir frúr og ungar stúlkur að hætta sér út á þjóðvegina, þar sem úir og grúir af hermönnum. Ef þið rekist á þá skuluð þið halda að ykkur pilsunum! Conchita og Pilar reyndu árangurslaust að hafa hemil á Juan og hvísluðu örvæntingarómi á spænsku: — Vertu kyrr, asninn þinn, ó, asni, beinasni. Juan hafði slitið sig lausan af systrum sínum. Hann var kaf- rjóður í framan og hrópaði: Ó Eg er ekki stúlka og ekki klæddur í kjól og alls ósmeykur við nokkra hermenn. Eg er Spánverji og eg — Móðir hans og systur báðu nú hermanninn snökktandi að hlusta ekki á heimskuraus dreigsins litla og skipuðu honum sam- tímis að halda sér saman. Úti á þjóðveginn var kallað skipandi röddu: — Hver þremillinn gengur á þarna, Perraut? Var það vagn, sem þú fannst, eða páfagauksbúr? Ekkert um að tala, lautinant, sagði undirforinginn og heilsaði að hermanna sið. — Þetta var bara stráklingur, sem reiddist af því, að eg hélt, að hann væri stelpa. Þau geta haldið áfram ferð sinni, þetta er bara fjölskylda á leið til landseturs síns. Um leið og hann sleppti orðinu steig hann af fótafjölinni. Konurnar drógu andann léttara. Og aftur barst að eyrum glamrið í skeifunum. Riddararnir héldu af stað í öfuga átt og fóru greitt. Marilyn Monroe virðist veraj orðin svo máttlaus síðan hún giftist, að hún hnígur niðui- þegar hún stillir sér fyrir fram an myndavélina, en hún getur, huggað sig við það að hún ger- ii mikla lukku sem grammó- fón-söngkona. Síðasta platan, sem hún söng inn á seldist 75 þúsund eintök á tveim vikum. ,,Eg skil ekkert í þessu,“ sagði einn Hollywood-blaða- maðurinn við annan: „Hún hef- ir engin hljóð.“ „Hefirðu heyrt plötuna?‘c spurði hinn. „Nei, það hefi eg ekki.“ „Þá getur þú ekkert um. þetta talað. Skýringin er sú, að hún syngur eins og hún gengur.“ * Hún var föl og hún nötraði af þreytu þegar hún kom til að spila bridge við vinkonur sínar — og ein þeirra sagði: „Hvað er að sjá þig — þú ert alveg dauðþreytt að sjá.“ „Já, þú veizt, að maðurinn minn er veikur og .eg verð að sitja yfir honum á hverri nóttu.“ ^ „Já, en þú sagðir síðast, að þið hefðuð fengið svo dásam- lega hjúkrunarkonu.“ „Já, það er meinið. Hún er allt of undursamleg.“ ★ Hún kom inn í stóra græn- metisverzlun. „Hafið þið nýjar kartöflur?“ spurði hún. „Já, það höfum við reyndar,“ sagði grænmetissalinn og benti á kassann með stórri auglýs- ingu: Nýjar ítalskar kartöflur. Nýkomnar. „En segið mér eitt,“ sagði hún. „Eruð þér nú alveg viss um, að þær sé ítalskar?“ „Afsakið frú mín góð,“ sagði grænmetissalinn. „En ætlið þér að tala við þær — eða snæða þær?“ ★ Louis C. Miriani, borgar- stjóri í Detroit er því algerlega mótfallinn, að barar sé opnir til kl. 4. Hann sagði: „Hver al- varlega hugsandi maður á að geta verið orðinn stútfullur klukkan tvö.“ 4RZAM 2864 THE TWO fAEN TENPEKLY RUB&EP THEIR THKOATS AFTER THE KOPES WESE KE/AOVEP. 'CLOSE CALL/ MURMUEEP- CHAELES. 'X STILLCAN'T—" "OF COUSSE \¥ TARZAN SHOUTE7. 'FINP- HEK ANP I SUAKANTEE WE &ET THIS WHOLE FANTASTIC THING EXPLAINEt?!" Tarzan og Laver gerðu lítið annað næstu minucurn- ar en að nudda sér um háls. Nú slrall nærri, sagðí Charl- es. — Bwana káliaði Mátúla. Koaan er horfin. Auðvitað, svaraði Tarzan. Láttu ná í hana og eg skal segja þér að þá fáum við þetta allt saman. botninn í Nýjar hjúkr- unarkonur. í byrjun aprílmánaðar voru 13 eftirtaldar hjúkrunarkonur brautskráðar frá • Hjúkrunar- kvennaskóla íslands: Anna Baldursdóttir frá Ólafs firði, Guðlaug Guðmundsdóttir frá Brjánslæk, Barðaströnd, Guðrún Margrét Þorsteinsdótt- ir frá Akureyri, Hólmfríður Helga Guðjónsdóttir frá Rvík, Margot Háusler frá Hólmavík, Rannveig Ingvarsdóttir frá Reykjavík, Rannveig Ólafsdótt- ir frá Reykjavík, Regína Stefn- isdóttir frá Seyðisfirði, Sigríð- ur Auðunsdóttir frá Dverga- steini, Álftafirði, N.-ís., Sigrún Langelyth frá Kaupmannahöfn Sigurhelga Pálsdóttir frá Ak ureyri, Steinunn Þorsteinsdótt- ir frá Hafnarfirði, Vilborg Þórð ardóttir frá Sölvholti, Hrauri- gerðishreppi.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.