Vísir


Vísir - 09.04.1959, Qupperneq 5

Vísir - 09.04.1959, Qupperneq 5
Fimmtudaginn 9.apríl 1959 VÍSIB S Úr Skagafirði: Eyþór Stefánsson í sínu 100. hlut- verki á ieiksviði á Sauðárkróki. ffle&nt* lók í Ítgvsín sissss 17 úra — Sniííu í JVeiinu* Fréttaritari Vísis rabbar við Eyþór um leikferil hans. Frá fréttaritara Vísis. — Sauðárkróki, 6. apríl. Sæluvika Skagfirðinga hófst í gær með guðsþjónustu hér í kirkjunni. Um kvöldið hafði svo Leik- íélag Sauðárkróks frumsýningu á gamanleiknum „Grátsöngv- arinn“ eftir Vernon Sylvaine undir leikstjórn Eyþórs Stef- ánssonar. Leiknum, sem segja rná að sé, hvað efni snertir, hvorki betri né lakari en slikir leikir gerast, var tekið með miklum fögnuði af leikhúsgest- um, enda gerðu flestir leikend- ur hlutverkum sínum hin beztu skil. — í leikslok voru leik- stjóriog leikendur kallaðir fram hvað eftir annað og barst leik- stjóranum hin glæsilegasta blómakarfa, en slík rausn er nú ekki algeng hér, þótt um góða leiksýningu sé að ræða. Skýring fékkst líka brátt á þessu sérstæða fyrirbæri, þeg- ar einn leikendanna, Kári Jóns- son, formaður Leikfélags Sauð- árkróks, gekk fram og ávarpaðí leikstjórann nokkrum velvöld- um þakkarorðum fyrir hönd leikfélagsins og bæjarbúa, en þannig hittist á, að í gærkvöldi 'kom Eyþór Stefánsson fram í sínu hundraðasta hlutverki á leiksviði hér á Sauðárkróki. — í greinarkorni sem þessu, gefst ekki tóm til að lýsa því, hvílílc lyftistöng sá ágæti maður Ey- þór Stefánsson tónskáld, hefur verið fögrum listum hér í sínu heimaplássi — það gæti verið efni í aðra og ítarlegri grein. Rabbað við Eyþór. Hinsvegar labbaði undirrit- aður sig í morgun á fund Ey- þórs, til þess að fá örfáa punkta í sambandi við hundraðasta hlutverkið. Vér hittum Eyþór heima og tók hann oss af sinni kunnu ljúfmennsku. „Svo þú áttir ,,jubileum“ í /gærkveldi?“ „Ja, það mætti kannske nefna það því nafni. Eg lék mitt fyrsta hlutverk í ,,Neiinu“ árið 1917, þá 17 ára, lék Soffíu. Síðan hefir teygst svona úr þessu, að í gærkveli lék eg hundraðasta hlutverkið mitt hér. Sum hlutverkin hafa nú að vísu ekki verið fyrirferðar- mikil.“ Leikfélagið «r í 0 ara. •! „Var mikil leikstarfsemi hér, um bað leyti er þú hófst þinn leikaraferil?" „Já, mjög mikil er óhætt að segja, og svo bæði áður og síð- an. Eins og þú veizt átti Leik- félág Sauðárkróks 70 ára af- mæli á s.l. ári, svo að leiklistin er nú ekki alveg ný af nálinni hérna á Króknum. Á 'þessu langa tímabili hafa verið hér margir úrvals leikarar. Einkum eru mér hugstæð þau Baldvin Jónsson verzlunarstjóri og frú Svava Jónsdóttir, sem hér áttu heima um og eftir 1920. í sam vinnu við Verzlunarmannafélag Sauðárkróks stóðu þau um nokkurt árabil fyrir leiksýn ingum hér. Fyrir ágóðann af þessum sýningum, sem var veru legur á þess tíma mælikvarða, voru fyrstu hafnarbæturnar gerðar hér á staðnum — byggð- ur öldubrjótur á Eyrinni — þar sem höfnin var svo síðar gerð. Já, þá var nú líf í leik- starfseminni hér.“ Fór til leiknáms. „Heyrðu Eyþór — þú hleypt- ir heimadrangnum og fórst eitthvað til leiknáms, sem þó var fátítt á þeim árum?“ „Jú, eg dvaldi í Reykjavík veturinn 1928 og kynnti mér starfsemi L.R. Lék þá eitt smá- hlutverk undir leikstjórn Ind- riða Waage, og síðan 1928 hefi eg ár hvert myndast við að hafa á hendi leikstjórn hér heima Árið 1934 fór eg til Hamborgar og kynnti mér leiklistarmál. För þá fór eg mest fyrir áeggj- an og tilstuðlan Björns Krist- jánssonar stórkaupmanns, sem þá og endranær reyndist mér hjálparhella. Ýmsir aðrir góðir menn áttu og hlut að því máli. Þó ekki menntamálaráð, sem Annað Jafnteffi Friðriks. Önnur umferð fór fram á skákmótinu £ Moskvu £ gær og tefldi Friðrik við Aronin. Friðrik hafði hvítt að þessu sinni, en fékk lélegra tafl úr byrjuninni. Honum tókst þó að rétta við hlut sinn, en þó ekki meira en svo, að aðeins entist til jafnteflis. Friðrik teflir við Spassky í dág. synjaði mér um smástyrk til fararinnar. Þessi för varð mér til ómetanlegs gagns og á- nægju. Vegna meðmæla frá L. R. skapaðist mér aðstaða til þess að fylgjast með starfi „Deutsce Búhne í Hamborg. Eftir ca. 5 mánaða dvöl þar ytra kom eg svo hingað aftur.“ Erfiði og skemmtun. „Hafa nú ekki erfiðleikarnir oft verið allmiklir í sambandi við þessa leikstarfsemi hér?“ „Eg get nú eiginlega bæði sagt já og nei. Starfið hefir vei-ið og er skemmtilegt. Sam starfsfólkið elskulegt upp til hópa — engir árekstrar, aldrei. Hinsvegar voru stundum smá erfiðleikar vegna þrengsla — ónógs húsakosts í leikhúsinu, eins og t. d. þegar við lékum „Gullna hliðdð“ á árunum. Þá urðu leikendurnir í öðrum þætti að hafast við úti í „rútu- bílskrjóði". Það var blátt áfram ekkert pláss fyrir þá inni, þeg- ar þeir voru ekki á sviðinu að leika. Þetta var nú bara til að krydda lífið. Nú er þetta gjör- ólíkt. „Bifröst“ er orðin gott hús og eins og þér er kunnugt, þá æfum við hjá Leikfélaginu nú í eigin shúsnæði. — Það er mikill munur.“ „Jú, Leikfélagið keypti í fyrravetur verkstæðishús sem það hefir gert í stand og sett upp senu í. — En meðal ann- arra orða, hverju af hlutverk- um þínum hefir þú mestar mætur á?“ „Því er ekki fljótsvarað, en samt held eg að mér þyki vænst um Kurt Heinrich, prins í „Gamla Heidelberg“. Stúlkur erfiðar viðfangs. „Að lokum þetta Eyþór. Tel- ur þú að leiklistaráhugi sé jafn- almennur hér nú og hann var fyrir — ja segjum 20 árum?“ „Áhuginn fyrir því að fara í leikhúsið er sízt minni hér nú en þá, það sjáum við af að- sókninni. Aftur á móti virðist nú um hríð, vera erfiðara að fá ungt fólk til starfs en áður var, einkum stúlkur. Þetta er samt vonandi aðeins stundar- fyrirbrigði,. því fólkið flytzt lít- ið burt héðan nú orðið.“ „Já, við skulum vopa það. Þú ert nú ennþá í fullu fjöri og vafalaust tekst þér að vekja á- huga blómarósanna okkar hérna fyrir Thaliu.“ Vér kveðjum Eyþór með virktum og óskum þess að bæj- arbúar eigi enn um langa hríð eftir að njóta hans ágætu starfs- krafta. Á. Þorbj. •Jf Ríkisstjórnin ■ Libanon hef- ur ákveðið að afvopna ætt- flokka og vopnaðar sveitir stjórnmálaflokka ■ landinu. Tilskipun um þetta gekk í gildi 1: þ.m. Nýiega var hleypt af stokk- unum í Belfast 11 þús. smá- lesta skipi, Thc Ulster Star, fyrir Blue Star Line. 40 ára leikafmælis A.riiilísav BJömstlátiur aatiataasi t I*jóðieihhiasiattt ia attoa'ffttat. Leikritið „Húrnar hægt að kveldi“ eftir Eugene O’NeilI verður frumsýnt annað kvöld í Þjóðleikhúsinu. Þetta er afmæl issýning fyrir Arndísi Björns- dóttur, því að nú eru liðin 40 ár síðan liún byrjaði að leika. „Húmar hægt að kveldi“ er talið stórbrotnasta verk O’Neill og hefur þetta leikrit verið sýnt í öllum helztu leikhúsum heimsins. Arndis leikur frú Tyrone, móður skáldsins, en það er eitt aðalhlutverkið leiksins. Auk hennar eru þess- ir leikarar: Valur Gíslason, Ró- bert Arnfinnsson, Erlingur Gíslason og Kristbjörg Kjeld. Leikstjóri er Einar Pálsson. Myndin var tekin á æfingu í gær. dísi krossi hinnar ísl. fálka- krossi hinnar íslenzku fálka- orðu í gær fyrir leiklistarstörf. Ungfrú Arndís var sæmd ridd- arakrossi fálkaorðunnar ári3 1950.. f)r Níu japanskar stúlkur vom þjálfaðar fyrir nokkru senu flugþernur hjá BOAC, brezka flugfélaginu. Lík einnar þeirra fannst nýlega í á, sem rennur gegnum eina útborg Tokio. Talið er, að hún hafi verið myrt. Húa var 27 ára. Stáliðjuver mikið á að reisa í Neport, Monmouthshire, á Bretlandi. Áætlaður kostn- aður er 100 millj. stpd. Verkfræðingar í V.F.Í. alls 279 talsins. I»ar aí 17 Iiúscllir crlendis. Aðalfundur Verkfræðingafé- lags íslands var haldinn 27. febrúar s.l. og flutti formaður þess þá skýrslu um störf félags ins á liðnu starfsári. Stjórn félagsins skipa nú þessir menn: Jón Á. Bjarnason, rafmagns- verkfræðingur, formaður, Páll Ólafsson, efnaverkfræðingur, varaform., Guttormur Þormar, byggingaverkfræðingur, með- stjórnandi, Bragi Ólafsson véla- verkfr., gjaldkeri, Aðalsteinn Guðjohnsen, rafmagnsverkfr., ritari. í félagið gengu á árinu 21 fé- lagsmaður, af þeim voru 17 nýkomnir frá námi en 4 af eldri árgöngum. Eftir sérgrein- um skiptust nýir félagsmenn þannig: Byggingaverkfræðingar 8. Eðlisfræðingar 1. Efnafræðing- ar 2. Efnaverkfræðingar 3. Mjólkuriðnaðarfræðingar 1. Mælingaverkfræðingar 1. Raf- magnsverkfræðingar 1. Véla- verkfræðingar 4. Félagsmenn eru nú alls 270 og skiptast þannig eftir sérgrein um: Arkitektar 10, þar af erl. 0. Byggingaverkfræðingar 92, þar af erl.. 3. Efnaverkfr. og efnafr. 49, þar af erl. 4. Rafmagnsverk- fr. 49, þar af erl. 3. Véla- og skipaverkfr. 50, þar af erl. 6. Ýmsir verkfr. o. fl. 20, þar af erlendis 1. Verkfræðingafélag Íslands tekur að sér að skipa gerðar- dóm til að leggja fullnaðarúr- skurð á ágreining manna í tekn iskum málum, og hefur eitt mál komið til kasta dómsins á s.l. ári. Ðómsforseti er próf. Ólafur Lárusson. Tímarit VFÍ hefur komið út með venjulegum hætti, 6 hefti á ári, og flytur greinar. um verkfræðileg efni. Árgangur- inn er um 100 bls. Ristjóri er Hinrik Guðmundsson, framkv.- stjóri félagsins. Undanfarin ár hefur félagið sótt um fjárfestingarleyfi fyr- ir félagsheimili, en alltaf feng- ið synjun. Var því s.l. sumar ráðist í að kaupa % þriðjuhæð- ar í Brautarholti 20 fvrir félags- starfsemina. hlutóeir?ðio.,ax 17irltjfsintj. Að marggefnu tilefni viljum við taka það fram að efni blaðs- ins „Nýjar fréttir“, sem kom út um páskana, var ekki skrif- að af undirrituðum, þótt á- byrgðarmenn teldust af sér- stökum ástæðum. Fer því fjarri, að skammir þær og árásir á menn og málefni, er þar birt- ust, sé okkar skoðanir eða mein- ing og biðjum við þá, er fyrir leiðindum urðu, velvirðingar á þessu. Steingrímur Thorsteinsson. . Heimir Br. Jóhannsson. ,

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.