Vísir - 09.04.1959, Blaðsíða 4

Vísir - 09.04.1959, Blaðsíða 4
VÍSIB VÍSXR DAGBLAÐ Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H.F. Tíslr kemur út 300 daga á ári, ýmist 8 eða 12 blaSsíður. Ritstjórl og ábyrgðarmaður: Hérsteinn PáLsson. Skrifstofur blaðsins eru í Ingólfsstræti 3. Ritstjófnarskrifstofur blaðsins eru opnar frá kl. 8,00—18,00, Aðrar skrifstofur frá kl. 9,00—18,00. Aigreiðsla: Ingólfsstræti 3, opin frá kl. 9,00—19,00. Sími: (11660 (fimm línur) Vísir kostar kr. 25.00 í áskriít á mánuði, kr. 2.00 eintakið í lausasölu. Félagsprentsmiðjan h.f. Ein ályktun á dag. Á ensku er til orðatiltæki, sem er eitthvað á þessa leið, að ef menn eti eitt epli á dag, komi þeir heilsu sinni í lag, eða að minnsta kosti geti þeir með því móti komið í J veg fyrir heimsóknir lækna. Er nú svo að sjá, að Fram- sóknarmenn haldi, að þessi regla gildi við hvaðeina, og að með því að birta svo sem eina ályktun á dag um kjör- dæmamálið, muni þeir bjarga heilsu flokks síns eða girða fyrir, að almennir kjósendur geri á honum við- eigandi skurðaðgerð, svo að áhrif hans verði nokkurn veginn í samræmi við það álit og það fylgi, sem hann nýtur úti um byggðirnar og við sjóinn. í>að hefir undanfarið verið kenning Framsóknarflokks- í ins í kjördæmamálinu, að ef kjördæmin verði stækkuð og þingmönnum fjölgað, muni afleiðingin verða rofið sam- ] band kjósenda og þing- manna. Gengur þetta þó al- veg í berhögg við heilbrigða skynsemi, því að þegar þingmenn dreifbýlisins verða fleiri en áður, geta þeir einmitt haldið uppi nánara sambandi við kjós- endur en áður, þar sem hver og einn getur sinnt þörfum færri kjósenda utan þings og innan. Hér berst Framsókn- arflokkurinn þess vegna gegn raunverulegum hags- munum kjósenda hvar sem er á landinu. En flokkurinn telur, að hann hafi óbrigðula formúlu um það, hvernig þeir eigi að sannfæra kjósendur og' tryggja sér um Jeið fylgi þeirra sér til björgunar. Það er að birta pantaðar álykt- anir hingað og þangað af landinu, þar sem talað er um nauðsyn þess, að engin breyting verði á skipun kjördæma. Slíkt væri svo stórhættulegt, að Framsókn- arflokkurinn með alla sina þjóðhollustu og heiðarleik í hvers konar viðskiptum, vilji ekki eiga neinn hluta að slíkum breytingum. Hér er þó vafalaust verið að reyna um of á skynsemi ó- breyttra borgara, sem geta sett dæmið upp hjálparlaust. Þeir sjá það í hendi sér, að þegar þingmönnum fyrir ákveðið landsvæði er fjölg- að frá því sem áður var, hafa kjósendur þar fleiri menn til að gæta hagsmuna sinna á þingi og reka jafnvel erindi fyrir sig í höfuðstaðnum, sem ekki mun ótítt að þing- menn verði að taka að sér. Það liggur því í augum uppi, að það er engan veginn ver- ið að rjúfa tengslin milli þingmanna og kjósenda, því að báðir aðilar hafa í hendi sér að treysta þau og geta gert með hægara móti en áður. Svo er líka hægt að setja dæm- ið upp á þenna hátt: Ef að- eins er einn þigmaður fyrir Sunnmýlinga, eru tengslin milli kjósenda og hans hin ágætustu, og hagsmunir hinna fyrrnefndu tryggðir á allan hátt, samkvæmt kenn- ingu Framsóknarmanna. Ef Sunnmýlingar fengju að kjósa þrjá þingmenn, væri það bjax-nargreiði við menn í kjördæminu, svo að Fram- sóknarflokkurin berst gegn öllu slíku, Þannig eru rökin og heilindin, sem Framsókn- armenn ausa af, þegar þeir berjast í kjöx-dæmamálinu. Er nokkur furða, þótt hinir hyggnari menn flokksins horfi með.kviða til framtíð- arinnar? Minningarorð: Eyjólfur Jóhannsson, framkvæmdastjóri. Örnefnasöfnun í Reykjavík. Bæjaryfirvöldin hafa nú tekið ákvöi-ðuif um, að hafizt skuli handa um söfnun öi’nefna í Reykjavík, og hefir skjala- ] og minjaverði bæjarins verið falið að hefjast handa um þetta. Er gott til þess’ að vita, að þetta skuli gert nú, enda þótt æskilegt hefði verið, að einhver hefði látið ' sér til hugar koma nauðsyn þess fyrr en nú, þegar hætt- an vex með degi hverjum, ij, að örnefni glatist fyrir fullt |L. og allt. Sennilega stafar þetta tómlæti Reykvíkinga af því, að þeir hafa verið svo önnum kafnir við að byggja bæ fyrir framtíðina, að þeir hafa gleymt fortíðinni að þessu leyti. Slíkt getur komið fyr- ir, en söguþjóð eins og ís- lendingar eru, má ekki láta það henda sig að gleyma for- tíðinni alveg, en mikill hluti hennar gleymist með örnefn- unum. ,c ., *■• i Eyjólfur Jóhannsson, for- stjóri, frá Sveinatungu, and- aðist aðfaranótt miðvikudags í síðustu viku. Banamein hans var hjartasjúkdómur,-* . sem hafði þjáð hann um langt skeið. En þótt hann gengi sjaldan heill til skógar undanfarin missii'i, var hann starfandi til síðustu stundar með þeim á- huga, sem einkenndi allt lif hans. En starfskraftar hans voru nú að þrotum komnir, enda hafði hann vai’ið þeim á ríkulegri hátt en almennt gerist í þágu margvíslegra viðfangs- efna, sem honum voru í hend- ur fengin um æfina. Hann fæddist 27. desember 1895 að Sveinatungu í Boi’gar- firði. Foreldrar hans voru Jó- hann Eyjólfsson, bóndi og alþm., og kona hans Ingibjörg Sigurðardóttir. Æskustöðvarn- ar voru Eyjólfi mjög hugfólgn- ar og þaðan hafði hann minn- ingar sem jafnan voru honum kært umræðuefni, enda var hann alinn upp á einu mesta myndarheimili í Borgai’fii’ði á þeirri tíð, þar sem jafnan var margt manna og búskapur rekinn í þjóðlegum stíl. Það var i’ömm taug sem batt hann við Borgarfjörðinn alla æfi. Þess vegna var það engin hend- ing sem í’éð því, að hann gerð- ist leiðtogi Borgfii’ðinga í Reykjavík, sem rækja vel fi’ændsemi við hérað sitt og ættarstöðvar. Eyjólfur fluttist til Reykja- víkur árið 1917 og gei’ðist stai’fsmaður hjá Mjólkurfélagi Reykjavíkur, sem þá var ný- stofnað. Sá maður sem aðallega veitti félaginu forstöðu, Jón Kristjánsson, prófessor, andað- ist úr spösku veikinni 1918. Var þá Eyjólfi falin forusta félags- ins. Tók hann við þessu á- byrgðarstarfi með hálfum huga vegna þess að hann taldi sig skorta reynslu og þjálfun til starfsins. En hann reyndist starfinu vaxinn þótt ungur væri og sýndi hann þá strax úr hvaða málmi hann var gerður. Hófst nú uppgangstímabil fyr- ir Mjólkurfélagið undir stjórn Eyjólfs. Starfsoi-ka hans, hug- kvæmni og óbilandi ' áhugi gæddi félagsstarfsemina nýju lífi. Félagið gerðist eitt stærsta verzlunai’fyrirtæki landsins og auk þess annaðist það sölu á mestallri mjólk sem flutt var til bæjarins. Félagið reisti mikla mjólkui’stöð, hina fyrstu í bænum, og auk þess byggði það stórhýsi fyrir skrifstofur í miðbænum. Eyjólfur rak þetta mikla fyrirtæki með dugnaði og stórhug. En í litlu þjóðfé- lagi er tvíeggjað. að byggja stórt og standa í miklum fram- kvæmdum. Þá vakna ýmsir sem sjá ofsjónum yfir.því og aðrir sem telja sínum hags- munum hætt, en af því spretta svo misjöfn grös. Eyjólfur fékk að reyna áróðurinn gegn dugn- aðarmanninum, áróður sem stefndi að því að koma fyrir- tæki hans á kné. En hami stóð af sér hríðina og þegar hann skilaði af sér fyrirtækinu í árs- byrjun 1948 var það heilbrigt og stex’kt og hefir haldið áfram að dafna við rólegri skilyrði. Eftir að Eyjólfur hætti störf- um sem forstjóri Mjólkurfé- lagsins, rak hann eigin fyrir- tæki um nokkurra ára skeið og stundaði verksmiðjurekstur, búskap og vei-zlun, enda var það fjarri skapi hans að halda að sér höndum eða draga sig í hlé þótt hann hafi þegar af- kastað miklu dagsverki. En 1952 gerðist hann foi’stjóri Innkaupastofnunar ríkisins eft- ir lát Finns Jónssonar, alþing- ismanns. Lét hann þá að mestu af öðrum störfum enda krafðist Innkaupastofnunin allra starfs- krafta hans. Leysti hann það starf prýðilega af hendi. Þegar íslandsbanki komst í þrot, átti Eyjólfur ástamt öðr- um mikinn þátt í því að bank- inn var endurreistur í þeirri mynd sem hann er nú, með því að safna hlutafé meðal inn- stæðueigenda. Síðar varð hann bankaráðsmaður í Útvegs- bankanum um margra ára skeið og kom þekking hans og reynsla þar að góðum notum. Eyjólfur tók mikinn þátt í stjórnmálum eins og vænta mátti af svo starfhæfum og á- hugasömum manni. Hann gegndi ýmsum trúnaðarstörfum fyrir Sjálfstæðisflokkinn og var einn af forustumönnum hans um langt skeið. Hann átti um tíma sæti í miðstjórn flokksins, í fjármálaráði og skipulagsnefnd. Flokkui’inn á honum að þakka langt starf, sem unnið var af ósérplægni og ti’úmennsku og af ti’yggð við þá stjórnmálastefnu sem hann taldi þjóðinni til mestra heilla og framfara. Eg hafði náin kynni af Eyj- ólfi um þrjátíu ára skeið og eg hefi ætíð metið mikils mann- kosti hans og vináttu. Hann var að möi’gu leyti sérstæður maður. Mest einkenndi hann lífsfjör og dugnaður samfara mikilli bjartsýni meðan hann var á bezta skeiði æfi sinnar. Hann var mikill drengskapar- maður og taldi ekki eftir sér að rétta öðrum hjálpai’hönd ef til hans var leitaðí Hjartalag hans var gott. Hann var einlægur og heiðarlegur í hugsun og starfi og viðkvæmur í lund. Hann reyndi bæði mótlæti og hamingju í lífinu. Hann var svo gæfusamur að kvongast ungur ágætri konu, Helgu Pét- ursdóttur, og var hjúskapur þeirra alla tíð farsæll og inni- legur. Þau eignuðust þrjú börn, Ásthildi, Ingibjöi’gu og Jóhann, sem öll eru á lífi. Vinir hans kveðja hann nú með trega og þakka honum samfylgdina. Björn Olafsson. Vísir biður velvirðingar á því að myndin, sem átti að fylgja þessari grein, getur ekki birzt vegna þess, að mynda- mótið fékkst ekki gert: í tæka tíð. Fimmtudaginn 9. apríl 195® Um fátt er nú meh’a talað í bænúm, en sérkennilegu sið- lausu skrif Tímans um hina glæsilegu atvinnu, sem íslenzk- um stúlkum á að bjóðast érlend- is- á næstui’klúbbum, þar sem engin kona þykir víst vel klædd fyrr en hún er afklædd. Hafa Bei’gmáli borizt möi’g bréf um. þetta, en engin tök eru á að birta nema glefsur úr þeim. Hér koma nokkrar: Fyrii- fermingima. E. S. ski’ifar: .....Eg hafði látið til leiðast fyrir nokkru að kaupa Timann, þvi að dætrum minum, sem eru í kringum fermingaraldurinn, hafa viljað skoða þessá frægu 3. siðu. Ein þeii’i’a átti að fermast á sunnudaginn, og það var sann- arlega lesning, sem hún fékk um moi’guninn í Tímanum. Það var víst verið að benda henni á atvinnu eftir nokkur ár ... Tím- inn sést ekki framar á mínu heimili, og það voru telpurnar,, sem tóku af skarið .. Peningamenn. Þá er pistill frá Sæunni kei’Þ ingu: „Það er alkunna, hvað sumir menn eru fljótir að finna pen- ingalykt af hinu og þessu ... og. svo virðist sem kynórarithöfund- urinn við Timann hafa fundið sérkennilega peningalykt, þegar hann hitti hina bi’ezku kunningja sína. Annárs er það einkennilegt, að hann gleymdi alveg að vera eðli flokks síns samkvæmur —- hann gaf öllum stúlkum kost á sælunni í stað þess að láta frani- sóknarstúlkur sitja að henni. Hvað hafði komið yfir hann ..?“ Skaðabætur. Búðarstúlka skrifar m. a. þetta: „Eg varð alveg bit, þegar ég sá myndirnar af stúlkunum, og skildi ekkert í því, að þær skyldu leyfa myndatöku 1 þess- um tilgangi. En skýringin kom fljótlega, og Ixún var í samræmí við annan móral, sem þarna hef- ur birzt hjá Tímanum ... En ég segi bara það, að ef ég hefði oi’ð- ið fyrir þessu, hefði ég ki’afizt mikilla skaðabóta af blaðinu og gefið peningana siðan til styrkt- ai’félags vangefinna...“ Söngkonur. Þá er uppástunga frá J. J.: „... Það gerði sénnilega ekk- ert til, þótt við reyndum að vega eitthvað upp á móti þessum er- lendu söngkröftum, sem hingað eru komnir til skemmunar, með þvi að setja ungar konur í ís- lenzkum búning upp á söngpall- inn í einhverju skemmtihúsinu og láta þær syngja þar viðeig- andi söngva. Það væri vonandi til þess að vekja einhvei’ja varð- andi það, að við eigum sannar- lega ekki lélegri eða ljótari söng- meyjar en þær, sem innfluttar eru, og enginn efast um ljóðin og lögin gömlu og góðu.“ Bergmál kemur þessum rödd- um áfram og vonast til þess, að einhvei’jir taki eftir og fari jafn vel eftir þeim. Það ætti ekki að koma að sök. Rómversk-kaþólski biskup- inn í Cork í Eire hefur ráð- ist á stjórn De Valera fyrir sívaxandi ríkisrekstur, ein- staklingsframtakið sé ekkíi virt lengur, en stöðugt tek- in fleiri lán, sem standa verði strauiu af á þeim tíma, er Elre giati 50 þúsund rnanns úr landi á -ári. „

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.