Vísir - 09.04.1959, Side 8

Vísir - 09.04.1959, Side 8
Ekkert blað er ódýrara í áskrift en Vísir. Látið hann færa yður fréttir og annað lestrarefni heim — án fyrirhafnar af yðar hálfu. Sími 1-1G-60. Fimmtudaginn 9. apríl 1959 Munið, að þeir, sem gerast áskrifendur Vísis eftir 10. hvers mánaðar, fá blaðið ókeypis til mánaðamóta, Sími 1-16-60. Fannst sofandi á iogandi bekk. Tvö innbrot framin í nótt. Forvitni getur sem kunnugt er haft óþægilegai aneiumgar tyrir manniolkið og eru pess inorg dæmi. En ferfætlingar ýmsir eru og fcrvitnir og einnig suniar fuglategundir. Þannig er starrinn orðlagður fyrir forvitni. Myndin er af starra, sem er í dýragarði, og boraði gat á vegginn meo nefi sínu, til þess að sjá „hvað væri hinum megin“, en sat svo /astur. Myndin sýnir starrann fastan í gatinu og hvernig farið var að því, að bjarga honum úr klípunni. Þrír öfvaðir ökumestn dæmdir Tveir þeirra voru dæmdir til varðhaldsvistar. Brotizt var inn á tveim stöð- i um hér í Reykjavík í nótt og scnnanlagt stolið sem nœst 1300 —1500 krónum á báðum stöð- unum. Annar staðurinn, sem brotizt var inn í, var Hlíðarbakaríið á Miklubraut 68. Þaðan var stol- ið 1000 krónum í peningum. Hinn innbrotsstaðurinn var bækistöð byggingafélagsins Byggis við Háaleitisveg. Þaðan hafði þjófurinn á brott með sér peningakassa, sem í .voru 300 —500 krónur. Suaj á eldi. Eftir miðjan dag í gær var Jögreglunni tilkynnt urn að reyk iegði út frá læstu herbergi í Adenauer ætiar að ráða áfram. Ðr. Konrad Adenauer segist fnunu hafa tögl og haldir í V,- Þ-ýzkalandi, þegar hann verði orðinn forseti. Flulti dr. Adenauer stutt út- varpsávarp í gær, þar sem fcann komst svo að orði, að meiri völd fylgdu embætti for- seta, en menn gerðu sér al- mennt grein fyrir, og stefna V.- Þjóðverja yrði í engu breytt, sem máli skipti, þótt hann yrði «kki lengur kanzlari. Dró Adenauer lét í Ijós kvíða yfir því, að viss öfl í Bretlandi ynnu ákaft að því að koma af sfað fjandskap milli Breta og Þjóðverja. Stærsíu hafskip heims, brezku drottningar, eru nú komin til ára sinna, bæði kom- in yfir tvítugt og annað aldar- f jórðungs gamalt og vel það. Hefur verið ljóst fyrir löngu, að um 1960 yrði að taka end- anlega ákvörðun um arftaka þeirra á siglingaleiðum milli Bretlands og Bandaríkjanna, en eftir að kjarnorkan kom til eögunnar þótti vandast málið, því að þá varð að gera sér grein fyrir því, hverskonar Arndís Björnsdóttir heiÓruö. Forseti íslands hefur I dag að tillögu orðunefndar sæmt ungfrú Arndísi Björnsdóttur, leikkonu, stórriddarakrossi hinnar íslenzku fálkaorðu fyrir leiklistarstörf. Ungfrú Arndís var sæmd iriddarakrossi fálkaorðunnar árið 1950. íbúðarhúsi einu við Laugaveg. Hafði fólk í húsinu, sem varð reyksins vart, barið á hurðina, en án árangurs. Var þá símað til lögreglunnar og henni gert aðvart. En á meðan hafði her- bergishurðin verið opnuð. Voru tveir dauðadrukknir menn inni og lá annar þeirra sofandi á log- andi legubekk. Ekki mun hann þó hafa brennzt sjálfur. Eldurinn var strax slökktur og urðu ekki aðrar bruna- skemmdir en á bekknum. Ein- hverjar reykskemmdir urðu, og jafnvel einnig lítils háttar af vatni. Þeir drukknu voru fluttir í lögreglustöðina og þar hafa þeir vafalaust haldið áfram að sofa. Veííi bílnum. Frá Eyrarkoti í Kjós var lög- reglunni símað í gær að þar væri staddur bifreiðarstjóri, sem velt hefði bíl sínum skammt frá og væri maðurinn meiddur. Lögreglan sótti manninn, var ,hann nokkuð skrámaður og mar inn og auk þess undir áhrifum áfengis að því er lögregluþjón- arnir töldu. Hann var fluttur í Slysavarðstofuna og síðan í fangageymslu lögreglunnar. Slys á Óðinstorgi. Umferðarslys varð á Óðins- torgi, er bifreið var ekið á um- ferðarmerki. Stúlka ók bílnum og hlaut hún og farþegi, sem með henni' var í bílnum, nokk- ur meiðsli, en bifreiðin skemmd ist talsvert. vélar mundu henta slíkum skipum. Nú hefur verið sett á laggir nefnd í Bretlandi til að ganga frá tillögum um smíði nýrra risaskipa í stað Queen Elizabeth og Queen Mary. Nefndina skipa menn, sem tilnefndir hafa verið bæði af Cunard-félaginu og Bretastjórn, og eiga þeir að skila áliti fyrir vorið. Gert er ráð fyrir, að skipin verði knúin kjarnorku. Aðeins fimin á dag. Skæð iðraveiki hefir orðið 168 manns að bana í flótta- mannabæ í Pakistan. Yfirvöld- in tilkynna, að veikin sé í rén- un og allt að komast í samt lag aftur. Meðan veikin var sem út- breiddust dóu að jafnaði 25 manns á dag, en nú deyja ekki nema 5 manns á dag og það þykir ekki mikið á þessum slóðum. í sakadómi Reykjavíkur hafa nýverið kveðnir upp dómar yfir þremur bifreiðarstjórum, sem óku bifreiðum undir áhrif- uni áfengis og ýmist lentu í áreksírum eða útafakstri. Einn þessara ökumanna var dæmdur í 3 þúsund króna sekt og sviftur ökuleyfi í eitt ár fyrir að aka ölvaður um göt- ur Reykjavíkur svo og fyrir árekstur, sem hann - lenti í. Hafði hinn ölvaði ökuþór ekið af Njarðargötu inn á Hring- braut og þar- í veginn fyrir bif- reið, sem bar að. Varð árekstur óhjákvæmilegur og í honum skemmdust báðar bifreiðarnar mikið. Annar ökumaður hafði unnið það til saka, auk þess að vera drukkinn við stýrið að aka i ölvunarástandi sínu aftan á bifreið, sem stóð kyrr á Réttar- holtsvegi. Eftir að haía valdið þessum árekstri hypjaði ösku- maður sig á brott án þess að tilkynna um óhappið, en hann náðist seinna. Áreksturinn var harður og tjón af völdum hans allmikið. Hjá þessum ökumanni var um ítrekað brot að ræða og fyrir bragðið var hann dæmd- ur í 15 daga varðhald og svift- ur ökuréttindum ævilangt. Geisiaryk frá Rússum vestan hafs. Geislavirkt ryk hefur fallið í ört vaxandi mæli í Banda- ríkjunum að undanförnu. Hefur dr. William Libby, sem er einn helzti vísindamað- ur Bandaríkjanna á sviði kjarn- vísinda, látið svo ummælt, að þetta geislavirka ryk, sem nú fellur til jarðar vestan hafs, sé frá sprengingunum þeim, sem sovétstjórnin lét framkvæma í Norðurhöfum í október. Þriðji dómurinn var kveðinn upp yfir ökumanni, sem ekið hafði bifreið sinni ölvaður út af vegi og velt henni fyrir utan bæinn. Þar eð áfengismagn reyndist meira en 1.20 pro mille í blóði ökumanns, var hann dæmdur samkvæmt því í 12 daga varðhald og sviftur öku- leyfi í eitt ár. Þess má ennfremur geta að fyrir utan refsidómana sem ökumenn þessir hljóia verða þeir jafnframt látnir sæta ábyrgð á því tjóni sem þeir hafa valdið á farartækjunum, þar eð vátryggingarfélögin bæta ekki tjón, sem ölvaðir ökumejjn valda. í framan- greindum tilfellum var, a. m. k. í tveimur þeirra, um miklar skemmdir að ræða. Stjórnarvöld og blöð í Júgó- slavíu eru Frökkiun æf fyrir að stöðva júgóslavneskt skip á Miðjarðarhafi í fyrrinótt. Franski flotinn tilkynnti í gær, að hann hefði tekið júgó- slavneska flutningaskipið Lid- ice, þar sem það var á leið til hafnar í Casablanca í Marokkó. Ástæðan var sú, að Frakkar töldu sig hafa ærna ástæðu til að ætla, að farmur skipsins væri væri ekki eins meinlaus og gefið var í skyn á skipsskjöl unum — þeir álitu að skipið mundi hafa meðferðis vopn, sem flytja ætti til Alsírs og nota þar gegn frönskum her- sveitum. Skipið var flutt til Oran til athugunar. Nú kalla Júgóslavar þetta sjórán, því að aðalatriðið sé, að skipið hafi verið á alþjóðlegri siglingaleið, þegar það var tek- ið og skipti farmurinn engu máli. Fjórar kvalningar hjá slökkviliói. í nótt brann að mestu leyti vinnuskúr, sem stóð við Ilaga- mel. Slökkviliðinu var gert að- vart um eldsvoðann laust fyrir klukkan 5 í morgun, en þegar það kom þangað, sem skúrinn stóð, var hann nær alelda og ónýttist skúrinn með öllu. Að- eins grindin stóð eftir. í gær var slökkviliðið þríveg is hvatt út, en í öll skiptin af litlu tilefni. í Austurstræti 4 brann yfir rafmótor, við Klepps veg höfðu krakkar kveikt í sinu og loks var slökkviliðið kvatt að íbúðarhúsi í Skafta- hlíð vegna rafstraums, sem gleymzt hafði að taka af eldavél. Á vélinni hafi staðið pottur með matarleifum og tók að rjúka mjög úr pottinum og krauma í honum þegar frá leið. Tjón var ekkert. Noriuríandsleíi íoku5. Holtavörðuheíði er sem stendur með öllu ófær og þar með er Norðurlandsleiðin lok- uð. Heiðin lokaðist í gær vegna skafrennings. Höfðu verið gerð- ar tilraunir til þess að halda leiðinni opinni með heflum, en venga skafbyls réyndist það ekki gerlegt. I alla nótt var skafbylur á. heiðinni og sömu sögu var enn að segja í morgun. Hefir engin tilraun verið gerð til þess að opna leiðina og er hún ófær öllum farartækjum sem stend- ur. Víðar er þungfært á Norður- landi vegna snjóa. Veria nýjar, brezkar „drottn- ingar" kjarnorkuknúnar? Risaskipin Mary o» Elizabetb eru «r sér gengiii. Júgóslavar saka Frakka um sjúrán á Miðjarðarhafi. Frakkar íóku skip og fluttu til hafnar til að leita í því.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.