Vísir - 13.04.1959, Side 3
Mámidaginn 13. apríl 1959
VtSIB
3
Hvert sœti í flugvélinni var
' skipað, og kómust miklu færri
en vildu. Það var Sólfaxi Flug-
, félags íslands, sem lagði af stað
frá Reykjavík miðvikudags-
kvöld fyrir páska, með full-
fermi íslenzkra ,,Iúxustúrista“
til að njóta sólar og sumars í
páskafríinu. Farþegar voru alls
60 talsins, en áhöfn vélarinnar
var 6 manns. Þar voru saman
komnir karlar og konur úr flest
um stéttum þjóðfélagsins, ung-
ir og gamlir, ríkir og fátækir,
giftir og ógiftir.
íslenzk flugvél
í fyrsta sinn.
Lagt var af stað frá Reykja-
vík kl. 11 um kvöldið í hrá-
slagaveðri og lent við Palma,
höfuðborg Mallorca (frb. Maj-
orka) á Miðjarðarhafi kl. 11 um
morguninn eftir í steikjandi
sól og hita. Þessi vegarlengd
var flogin í einum áfanga og
tók 10 klukkutíma, en vegna
tímamismunar staðanna „töp-
uðum“ við tveim tímum. Ferð-
in gekk í alla staði snuðrulaust,
vélin haggaðist ekki allan tím-
ann, menn sváfu, lásu eða
röbbuðu saman, milli þess að
kræsingar voru á borð bornar.
Þetta var í fyrsta sinn, sem
íslenzk flugvél lenti hjá
Palma. Samt var ekki mikið
um dýrðir, utan þess að farar-
stjórinn, Guðni Þórðarson
blaðamaður, tók nokkrar mynd
ir af ferðalöngunum, er þeir
stigu á land. Síðan var ekið
gegnum borgina til gistihúss-
ins, sem er á hæð nokkurri í
lithverfi hennar.
Þeir verjast sólu.
Eg hefi aldrei séð spænska
borg áður, né spænskan bygg-
ingarstíl. Það sem mér þótti
einkenna bæinn, var fyrst og
iremst litur húsanna. Það var
hrein undantekning, ef maður
sá málað hús. Öll voru þau
frekar lágreist, ein til þrjár
hæðir, byggð úr Ijósbrúnum
leirsteinum. Steinarnir virtust
að stærð og lögun svipaðir
vikursteinunum, sem við þekkj
um svo vel, en liturinn ljós-
leirbrúnn. Þök húsanna voru
flest úr sama efni, nema hvao
þakflísarnar voru í laginu eins
og skolprör, klofin eftir endi-
löngu og lagðar þannig, að þær
mynduðu bárulagað þak, ekki
ósvipað bárujárni, nema miklu
stórgerðara. Það, sem mér þótti
kynlegast, voru gluggarnir.
Fyrir utan þá alla voru grænir
tréhlerar eða rimlar, ekki ó-
svipaðir sóltjöldum í laginu.
Hver gluggi var þannig byrgð-
ur, nema ef til vill nokkrir
verzlanagluggar í aðal vei'zl-
unarhverfinu. Fyrst datt mér í
hug, að við værum að aka um
pakkhúsahverfi borgarinnar,
því hvergi sá inn um glugga
eða dyr, en svo fór eg að átta
mig á því, hvar við raunveru-
lega vorum, og að hér væru
önnur náttúruskilyrði en heima.
Hér höfum við tvöfalt gler í
glugg’um til að verjast kuldan-
um, en á Palma hafa menn
tréhlera utan glugga til að
verjast sólu.
Gistihúsið okkar var byggt á
höfða utan við aðal-borgina,
. stór og mikið hús, 5 eða 6 hæð-
ir. Úr gluggum herbergjanna
blasti við fjörðurinn, sem börg-
• inn liggur við. Hún er byggð í
hálfhring fyrir botni fjarðar-
ins og er óneitanlega fögur til-
sýndar. Beint niður af gistihús-
inu var innsiglingin inn í höfn-
ina, handan fjarðarins há og
tignarleg fjöll, skógi vaxin, en
utanfjarðar glampaði á Mið-
jarðarhafið himinblátt.
Allar búðir
lokaðar.
Hér máttum við vera í þrjá
og hálfan dag. Nú var um að
gera að nota tímann. Þessi dag-
ur var öllum algerlega frjáls.
Engar áætlanir.
En hvað skyldi gera?
Flestar verzlanir voru lokað-
ar á skírdag, nema veitinga-
stofur og minjagripaverzlanir,
svo að ekki þýddi að hugsa um
þær.
„Nei, við skulum bara ganga
um bæinn og skoða hann.“
Það var ráðgazt við konurn-
ar. Og viti menn! Þær kunnu
ráð.
„Pissa.“
„Já, mér sýnist það eða hitt
heldur. Bíddu bara til morguns,
góði. Þá skal eg eyða peningun-
um í óþarfa.“
Og svona gekk það meira og
og minna fram eftir degi, þang-
að til fólk dróst aðframkomið
af þreytu, en Ijómandi af
ánægju, heim í gistihús. Það
var oft búið að telja peningana
í huganum þann daginn, og
reikna út hvað hægt væri að
kaupa og gera.
Páskahátíð.
Um kvöldið var aftur fario
niður í bæ. Það er siður þar,
og líklega víðar, að klerkar og
kirkjunnar menn fara skrúð-
göngu mikla eftir götum borg-
arinnar, til heiðurs Maríu mey.
Þetta þurftu auðvitað allir að
sjá.
Við fundum okkar pláss á
sem þeir skimuðu um í ýmsár
áttir eins og væru þeir að leita
að einhverjum aumum syndárá
til að hremma á aftökupallinn.
í höndum báru þeir logandi
kerti, sem blöktu aðeins í logn-
inu.
Eins og tvílyft liús.
Nokkru aftar í skrúðgörig-
unni kom geysistór burðarstóll.
allur uppljómaður með kerta-
ljósum. Himinn var yfir stóln-
um, og virtist mér hann álíka
hár og tveggja hæða hús. í
stólnum miðjum var komið fyr-
ir líkneski af Maríu Guðsmóð-
ur, klætt í íburðarmikil skraut-
klæði.
Burðarstóllinn var geysistór
um sig, og má hafa það til
marks, að það tók langan tíma
fyrir burðarmennina að ná
beygju nokkurri, sem var á
vegi þeirra þarna á torginu.
PARÍS i PALMA
-K ~Y á jtá^kw
íslenzku milljónararnir stíga á land í Palma.
Röðin virtist endalaus, enda
segja kunnugir, að hún hafi
verið hálfan annan klukkutíma
að ganga framhjá.
Talaði spænsku.
Satt að segja var eg búinn
að fá nóg. Eg vorkenndi aum-
ingja mönnunum sem báru
j stólinn, svo mikið, að eg ákvað
! að fá mér einn bjór í þeirra
j nafni. — Einn fyrir hvern
| mann. — Það var bara verst að
j eg hafði ekki hugmynd um,
hve margir þeir voru, og ekki
mátti skilja neinn útundan. . . .
Mér er sagt, aö eg hafi talað
spænsku eins og innfæddur á
leiðinni heim í strætisvagnin-
um um kvöldið.
Víst er það, að morguninn
eftir, þegar eg hitti strætis-
vagnstjórann aftur, brosti hann
út undir eyru, veifaði hend-
inni kankvíslega og bauð mér
alúðlega góðan daginn.
„Buenos Dias, Senor.“
„Já, komdu blessaður," svar-
aði eg, og hefði nú gleymt allri
minni spænsku. En við vorum
mestu mátar eftir þetta.
Föstudaginn langa var ekið
um 17 kílómetra leið upp í
fjöllin, sem liggja nokkru norð-
ar. Þar uppi í fjalladal er lítið
en fallegt klausturþorp, sem
heitir Vallemosa. Þar er klaust-
ur mikið og fallegt og dvald-
ist hið fræga tónskáld Chopin
þar um tíma. Þar var ennþá
píanóið, sem hann samdi mörg
sín tónverk á, og ýmsar aðrar
minjar, bæði um hann og
munka þá, er dvöldust þarna
áður.
íslenzkir
milljónarar.
Á leiðinni upp til fjallaþorps-
ins var stanzað um stund við
fjallsræturnar. Leiðsögumaður
okkar var spænskur, Rafael að
nafni og var hinn alúðlegasti í
hvívetna. Hann vildi sýna okk-
ur tré, sem þarna vaxa. Það eru
olíutré, yfir tvö þúsund ára
gömul. Þau eru samt enn í
fullum blóma og bera ávöxt á
ári hverju. Þegar við stigum
út úr bílnum þarna, barst okk-
ur til eyrna einkennilegúr
bjölluhljómur. Eg fór að litast
um til að komast að því, hvað-
an þessi hljómur kæmi. Sá eg
þá fjárhóp á beit inni í girð-
„Við skoðum í búðarglugga
í dag og athugum vörurnar og
verðið, og þá vitum við, hvert
við eigum að fara á morgun til
að kaupa.“
Já, ekki deyja þær úr ráða-
leysi.
Endirinn varð því sá hjá
flestum, að þeir gengu með
konum sínum um bæinn í
steikjandi hita. Innan skamms
tíma voru flestir karlmennirnir
farnir úr jökkunum, og voru
rennsveittir samt. Jafnvel svo
að óhjákvæmilegt reyndist að
skjótast einstöku sinnum inn á
veitingahús „bara til að fá sér
vatnsglas!“, en utan við sýn-
ingarglugga verzlananna heyrð
ust hróp og skrækir.
„Guð, komdu og sjáðu þessa
dásamlegu skó!“
„Je minn góður, en draum-
ur. Eg sver eg hefi aldrei ....
Hvað ertu alltaf að gera inni á
þessari sjoppu, inaður?“
aðaltorgi bæjarins og biðum þar
nokkra stund í mannþrönginni.
Loks heyrðist trumbusláttur í
fjarska, og færðist nær. Eftir
nokkra stund birtust fjórir
mjallhvítir, hnarreistir gæð-
ingar, og sátu þá skrautklædd-
ir hermenn alsettir heiðurs-
merkjum, með þríhyrnda hatta
á höfði.
Á eftir þeim kom flokkur
trumbuslagara, er slógu sama,
einfalda hljóðfallið í sífellu.
Síðan birtust nokkrir hempu-
klæddir munkar, hlekkjaðir
saman á höndum og fótum, og
drógust áfram eins og verið væri
að fara með þá á aftökustað.
Þá kom endalaus röð manna, er
voru klæddir í skósíðar hemp-
ur, en báru á höfði háar, upp-
mjóar hettur. Hettur þessar
voru ýmist hvítar eða svartar,
og huldu höfuðið alveg, náðu
því nær niður fyrir herðar. Göt
voru á hettunum fyrir augun,
Fyrst settu þeir stólinn niður,
auðsjáanlega til að hvíla sig.
Þegar lagt var af stað aftur,
urðu þeir að ,,bakka“ tvisvar
til þess að ná beygjunni. Stóll-
inn hristist til og frá og skraut-
ið, sem hékk niður úr himnin-
um, sveiflaðist með honum.
Loks náðu þeir beygjunni og
héldu áfram. Það var látið líta
svo út, sem burðarmennirnir
væru aðeins sex talsins, en
þegar betur var að gáð, kom í
ljós að undir stólnum gekk
heill sægur manna. Þeir voru
faldir þarna með tjöldum, sem
héngu niður úr stólnum og
námu við jörðu. Þeir gengu
allir í takt eftir hljómfallinu,
og stóllinn sveiflaðist einnig til
og frá eins og væri hann ein-
hver lifandi vera frá dulheim-
um.
Síðan komu fleiri hettu-
klæddir menn, fleiri og fleíri
og fleiri.
ingu. Allar kindurar höfðu litl-
ar bjöllur í bandi um hálsinn,
og klingdu þær við hverja
hreyfingu. Varð af þessu sam-
felldur bjölluhljómur.
Rafael, leiðsögumaðurinn,
var hrifinn af að fá að fylgja
okkur. Þetta var í fyrsta sinn
að hann sá íslendinga, og ef til
vill hefir það ekki skemmt fyr-
ir, að eitt dagblaðið hafði þá
um morguninn birt frétt um
það, að 60 íslenzkir milljónarar
væru þarna sér til skemmtunar.
Plann fræddi okkur um, að
hann hefði séð snjó aðeins einu
sinni á ævi sinni. Yfir rigningu
þurfa þeir heldur ekki að
kvarta, því að á Palma rignir
að meðaltali í 10—15 daga á
ári. Þeir kalla það „regntíma".
Síðar um daginn fórum við
á baðströnd nokkuð utan við
bæinn. Flestir létu sér nægja
að spóka sig í sólinni, en eg
þurfti auðvitað að stinga mér
í Miðjarðarhafið. Það heíði eg
aldrei átt að gera, því sjórinn
Frh. 6 9. s.
\ '