Vísir - 13.04.1959, Side 9

Vísir - 13.04.1959, Side 9
Mánudagifín 13. .apríl 1959 VIS I B París og Palma á páskum Framhald af i. >irtu var svo kaldur, að eg er ennþá með kvef. Eg get sagt ykkur það svona í trúnaði, að eg hafði með mér bæði sundgleraugu og . sundfit. Ætlaði nefnilega að kafa eftir fjársjóðum, sem mér er sagt, að sé mikið af í sjón- um. Eg ætlaði Kka að reyna mig á sjóskíðum, en .... atiss .... eg ... . a-a-a .... eg .... atiss .... hætti við það. Allar búðir opnar. Við skulum hlaupa léttilega yfir laugardaginn. Það var þá, sem búðir voru opnar. Eg kall- aði það alltaf „dýra daginn“. Æ, við skulum ekki tala um hann. En lofið þið mér heldur að segja ýkkur dálítið frá sunnu- dagsferðinni. Sú ferð, og það sem við þá sáum, fannst mér þess virði að ferðast alla leið til Mallorca, jafnvel þótt búðir hefðu verið opnar allan tímann. Ógleymanleg stund. Við lögðum af stað snemma morguns í tveim langferða- vögnum, og var ekið til bæjar- ins Porto Christo á austur- ströndinni. Það er um tveggja tíma akstur. Á þessum stað er eitt mesta náttúruundur eyjar- innar, en það eru geysimiklir hellar, sem kallaðir eru „Dreka- hellar“. Gengið er í hellana niður -tröppur af sléttlendi. Aðrir . hópar voru á undan, og rétt á eftir okkur var frönsk kerling með sinn hóp og masaði í sí- fellu og oftast svo hátt, að eg heyrði ekki orð af því, sem Guðni var að útskýra. En það gerði ekki svo mikið til. Orð fá ekki lýst þessum hellum hvort sem er. N áttúruundur. Gangstígur hefir verið gerð- ur í gegnum hellana, og skipt- ' ast þar á brekkur, tröppur og beygjur. Sums staðar eru furðu stórir og miklir salir, og sums staðar þarf maður að þrengja sér í gegnum lítil op, ' þó aldrei svo að ami sé að. Loft. ■ og gólf eru alsett dropasteinum, eða grýlukertum, mismunandi ; örmjóir þvengir, annars staðar þykkar súlur. Hellarnir eru raflýstir með óbeinum Ijósum, þannig að aldrei sér maður ljósin sjálf, heldur baðast vegg- ir loft og gólf í allavega Ijósúm. Þess er ekki þörf að hafa Ijósin með mismunandi litum, því það hefir náttúran sjálf séð um. Hér getur að líta öll hugsanleg litbrigði og ævintýralegustu tilbrigði náttúrunnar, sem hugs ast getur. Á nokkrum stöðum eru tær stöðuvötn, upplýst með neðan„sjávar“ljósum. Á stöku stað sér maður ofan í gínandi gjár og vatn á botni þeirra. Dropasteinmyndanirnar eru ó- lýsanlega margbreytilegar. Víða gat maður gert sér í hug- arlund, að náttúran hefði verið að leika sér að því að herma eftir frægum listaverkum ofan- jarðar. Voru slíkar myndanir nefndar ýmsum nöfnum, svo sem „Venus frá Milo“, „Móð- ir með barn“, „Fjársjóður á hafsbotni“,. „Kertaverksmiðj- an“- o. fl., o. fl. Alls staðar meðfram gang- stígnum voru verðir, sem leið- beindu fólki, ef þess var þörf, og gættu þess að allt færi vel fram. Okkur var sagt, að vegar- lengdin um hellana væri um hálfur annar kílómetri, en mér fannst það örstutt. Það var eins og ævintýri að litast þarns um og ganga, og upphrópanir •samferðamannanna báru þess glöggt vitni, að þeim var svip- að innanbrjósts. Hljómlistarhöll. Loks var komið inn í geysistóran helli. Þar hallaði gólfinu nokkuð til einnar hlið- ar, en neðst gaf að líta stærðar stöðuvatn, um 7 metra að dýpt sumsstaðar, allt baðað ljósum að neðan. Dropasteinar héngu niður úr lofti salarins yfir vatninu og mynduðu’furðuleg- ustu súlnagöng og ævintýra- kastala. Bekkjum var komið fyrir á gólfi hellisins og var þar fyrir margt manna. Var okkur vísað til sætis eins og í hljómlistarhöll, og blasti nú við’ okkur vatnið, baðað ljósum. Þarna voru samankomnir i einu 800 manns, ferðamenn og ianfæddir, ungir og gamlir af ýmsum þjóðum cg litum, já, jafnvel grátandi ungbörn. Þegar allir voru komnir til sætis fór fram sú áhrifamesta sýning, sem eg hefi nokkurn t’-ma verið viðstaddur, og tala eg þar áreiðanlega fyrir munn flestra þeirra, er þar voru. Ódauðleg hljómlist. Ljósin taka að dofna, þar til niðamyrkur er í hellinum. Þessar 800 mannverur, sem þarna eru samankomnar, sitja svo algjöi-lega hljóðar að „heyra mætti nál detta“ og hér er það alveg bókstaflega meint. Hvorki stuna né hósti. Algjör, eftirvæntingarfull þögn. Lengst í fjarska byrjar að örla á Ijósglætu yfir vatninu í innstu afkimum súlnagang- anna. Um leið berst okkur til eyrna ómur af ódauðlegri hljómlist. Við getum ekki enn greint sjálfa tónana, en þeir koma með ljósinu. Birtan fær- ’ist hægt nær og tónlistin verð- ur greinilegri. Afkimar hellis- ins ljóma í fjarska. Loks verða ljósin greinilegri. Eftir vatns- yfirborðinu koma þrír bátar líðandi. Borðstokkar þeirra eru skreyttir alla vega Ijósum, og það er eins og ljósin sjálf komi fljótandi á vatninu. Bátarnir sjálfir og áhafnir þeirra eru í djúpum skugga. Tveir bátanna hafa Ijóskastara, sem lýsa upp loft og veggi ævintýrahallar- innar, en sá í miðju ber hljóm- sveitina. Það er strengjasveit, líklega sextett. Bátarnir renna hijóðlaust nær og nær, hellirinn lýsist upp fyrir ofan kolsvart vatnið, og tónlistin smýgur inn í hjörtu okkar. Þeir fljóta yfir sviðið og inn í annan afkima til vinstri. Hljómsveitarbátur- inn hverfur okkur sýnum, en tónlistin heldur áfram að ber- ast. Tveir bátanna líða hægt áfram, hnita hringi hvor um annan og fara aftur yfir sviðið. Loks birtist hljómsveitin aftur í sínum báti, svífur yfir vatnið — og hverfur í fjarska, en deyjandi tónar Offenbachs í! undii'heimum kreista tárin úr augum harðgerustu karl- anna. „Sólarupprás á vatninu". Það er aftur orðdð kolsvarta myrkur. Lítið barn grætur á fremsta bekk. Nú heyrast and,- vörp og jafnvel einstaka snökt. .Sumir þurfa nndilega að snýta sér. — En nú skeður annað undur. — Aftur sést ljósglæta úti við sjóndeildar- hring. Ljósið eykst jafnt og þétt, og „himininn“ lýsist upp. Fleiri og fleiri afkimar koma í ljós, hallir og súlur birtast, vatnið breytir lit. Að lokum er hellirinn baðaður Ijósum í allri sinni dýrð. Fólkið vaknar úi dásvefni. Það getur ekki haldið hrifningu sinni í skefjum, og þótt beðið hafi verið um að ekki væri klappað, dynur lófa- takið um iður jarðar. Sýningunni er lokið og síð- asti áfanginn út úr hellunum er eftir, en hann liggur yfir vatnið. Árabátarnir koma nú aftur úr fylgsnum sínum og taka að flytja fólkið yfir vatn- ið. Það gengur undrafljótt, og eftir örskamma stund erum við kornin á ströndina hinumegin, þar sem gagngstígur liggur eftir hellisgöngum upp í sker- andi sólskinið. Nei, þessu getur enginn gleymt. Sem dæmi um áhrif þessarar sýningar má geta þess, að ein samferðakona okkar hafði komið þarna áður fyrir tveim árum. Húxx vildi ekki koma með okkur niður. Hún átti minninguna svo sterka og ó- snortna, að hún var henni meira en nóg. Hún vildi ekki eiga á hættu, að skeimna hana. „Þetta er aðeins hægt að sjá og heyra einu sinni á æfinni. Endur- tekning getur aðeins skaðað.“ Um kvenskó. Nú var ekið beina leið til baka, farangur sóttur í gisti- húsið og flogið rakleiðis til Parísar. Það er ástæðulaust að þi'eyta menn með upptalningu á því, sem þar var gert. Mörg ykkar hafa komið þangað, og hvert mannsbarn getur lesið um þá gleðinnar borg í næsta bóka- safni. Þar er mikið af verzlun- um. Sérstaklega skóverzlunum — fannst mér. Það er eins og kvenskór séu í hverjum glugga, þ. e. a. s. ef maður er á gaixgi með kvenfólki. En þeir eru heldur ekki aldeilis gefnir. Sæmilegir skór svona frá 400 til 1000 ísl. krónur. En það borgar sig líka að geta sýnt sig á skóm frá París! Jú, jú, það er fleira eix skór í París. Okkur var ekið um aBniBDaiiiaiiiniiBimoaniaiqm borgina og sýndir merkisstaðir. Skoðuðum Notre Dame kirkj- una, litum inn á Louvre-safn- ið, fórum upp í Sigurbogann og Eifellturninn. Heimsóttum Rauðu mylluna og Folies Bergére leikhúsið, eyddum peningum á ómerkilegum næt- urklúbbum, drukkum heilar ámur af rauðvíni og bjór og skemmtum okkm- eins og kon- ungar, sáum franska leigubíl- stjóra slást yfir því hvor þeii-ra ætti að aka okkur, hlustuðum á heimsfræga negrahljómsveit leika amei'ískan jazz, guturn hornauga til gleðikvennanna á götununx (já, bara hornauga), og ótal xxxárgt fleira. ísland í Aineríku. Það var skrýtið, sem skeði við brottför frá Orly-flugvelli eftir þriggja daga dvöl þarna. Afgreiðslunxenn flugvallarins voru ákaflega liprir við farar- stjórann, og gerðu sitt ýtrastá til að tefja okkur ekki á flug- vellinum. Þeir voru því búnir að ganga frá öllum brottfarar- pappírum, þegar við komum þangað. En þegar Guðni fór að. athuga málið, þótti honum grunsanxlega hátt brottfarar- gjalaið. Hvernig stóð á því? „Jú, þetta er vanalegt gjald til Amei-íku.“ „Við erum að fara til ís- lands.“ „Já, eg veit það. ísland er í Ameríku“!!! Það tók langan tíma fyrir Guðna að sannfæra aunxingja mennina um það að svo væri ekki. Ilann vai-ð að leita sér vitnis í bókasafni vallarins, og þar fann hann upplýsingabók um greiðslubandalag Evrópu og eitthvað fleira af álíka bók- menntun. Guðni sór og sárt við lagði, að hann væri alls ekki ameríkani, og það dugði ekk- ert minna en að yfirmaður flug vallarins varð að samþykkja þann svardaga. En hann kvað líka hafa oi-ðið lágreistur, bless- aður, þegar búið var að sann- færa hann. Þetta hafði allt Verið fært inn í bækur og geng- ið frá öllu, og svo kemur það bara í ljós að hann kann ekki landafræðina sína betur en þetta....... Sá hefur fengið að heyra það! Guðni, láttu nxig vita þegar þú fer aftur til Mallorca. G. K. 120 daga — Frh. af 4. síðu: var nú orðinn einn eftir og fann ógurlega mikið til einmanaleik- ans. Um kvöldið saumaði ég lík- klæði úr hermannafrakka og sloppnum mínum og tókst ein- hvern veginn að draga líkið út úr káetunni. Eg hefði helzt vilj- að sökkva likinu í hafið þá unx kvöldið, en ég var svo máttfar- inn, að ég treysti mér ekki til þess, svo að ég lét það bíða til margungs. Við hvei-ja greftrunarathöfn hafði ég lesið hinar venjulegu bænir við slik tækifæri. Öll dauðsföllin höfðu vei-ið gaum- gæfilega skrásett, en við fráfall Pullings hafði nokkuð dregizt að skrifa dánai-vottorðið, svo að Andersen var þá orðinn of veik- ur tll að skrifa undir það, sem .» vitni. Þótt ég hefði aldrei áður hitt Anderson fyrr en við kynnt- umst á „Nóvu“, hafði kunnings- skapur okkar orðið mjög inni- legur og dauði hans féll mér því mjög þungt. Um nokkurn tíma á eftir di-ó mjög úr kjarki mínum og baráttuþreki. Starfið hélt samt víli og örvæntingu i burt frá mér. Eg hélt áfram starfinu við að þétta skipið og ég vann að því nokkurn tima á hverjum degi. 7. september var byrðingurinn oi’ð- inn þéttur. Skortnrinn lir sögunni. Hin raunalegu örlög félaga minna stöfuðu auðvitað af ó- nógri næringu, og má það kall- ast kaldhæðni örlaganna, að upp frá þes.su skorti mig aldrei fisk. Vatn hafði okkur aldrei skort, en þegar til lengdar lét, var tilbreyt- ingarleysi kostsins nærri óþol- andi. Hinn ó’imræðilcgi einmana- leiki og óttinn um að missa vitið voru nú örðugustu viðfangsefni mín. Eg hafði ekki misst alla von um að mæta skipi, en hafði nú nokkurn veginn sætt mig við þetta sífellda í'ek um ómælis- víddir hafsins. Taugai-nar voru samt farnar að ganga úr lagi, og mari-aði í byrðingi og x-eiða gerði mig stundum næstum brjálaðan. Eg óttaðist að missa röddina og hæfileikann til* að tala. Til þess að halda við röddinni, las ég kafla úr bænabókinni hástöfum á hvei-jum degi. Þetta hjálpaði mér líka til að yfirbuga þann ó- vana, að tala við sjálfan mig, er ég áleit illsvita. Þótt ég fengi nú tvær full- komnar máltíðir daglega, og hefði nokkuð endurheimt fyrri styrk minn, fór ég samt að finna til óljósra sjúkdómseiixkenna — að líkindum vegna ófullnægjandi k og einhæfs matai-æðis. Eg kvaldist nxikið af hægðaleysi og niðurgangi á vixl, er gekk mjög nærri mér. Eg áleit, að reykti fiskurinn hefði slæm áhrif á nxagann og fór því að eta fiskinn hi-áan. Þetta hafði góð áhrif. Hætt við eldsvoða. Mér er gersamlega ómögulegt að lýsa á viðeigandi lxátt hinum skelfilega einmanaleika. Sunxa daga slokknaði öll von. Þetta endalausa rek á auðu hafi myndi halda áfram, fannst mér, þang- að til ég dæi, eins og hinir. En svo rak ég þessa hugsun burt og neyddi mig til að halda starfi minu áfram. Eg vann jafnvel al- óþörf störf, eins. og að fægja vaskinn í eldhúsinu, til þess að bægja frá mér vonleysishugsun- um. Veðrið var nú mikið farið að hlýna og mildi veðurfarsins í vakti hjá mér vissu um að mig væri að reka imx í hitabeltið. Um miðjan septenxber fór ég að sjá til ýmissa ókunnra fugla- tegunda. Tilkoma þeirx-a vakti mér nýja von í brjósti. Um þetta. leyti veiddi ég tvær fisktegund- ir, sem ég þekkti ekki. Mig fór að gruna, að land gæti ekki ver- ið langt undan. Hákarlar sáust nú oft og gei-ðu fiskveiðai-nar örðugri. Ófétin slitu öngla mína af færinu og ég varð að smíða mér nýja úr fjaði-adýnu. Þann 17. september vai-ð ég mjög skelkaður. Meðan ég var uppi að fiska, hafði kaðalendinn, sem ég hélt eldinum lifandi í, og hékk inni í káetunni, dottið nið- ur á buxur og kveikt í þeim. Eg varð fyrst var við þetta, er ég sá reykjarsvælu leggja upp úr káetunni. Um stund óttaðist ég að kviknað væri í „Nóvu"! Framh. ]

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.