Vísir


Vísir - 13.04.1959, Qupperneq 12

Vísir - 13.04.1959, Qupperneq 12
Ekkert blað er ódýrara í áskrift en Vísir. Látið hann færa yður fréttir og annað lestrarefni heim — án fyrirhafnar af yðar bálfu. Sími 1-lG-OO. Mánudaginn 13. apríl 1959 Muuið, að þeir, sem gerast áskrifendur Vísis eftir 10. hvers mánaðar, fá blaðið •ikeypis til mánaðamóta Sírni 1-16-GO. Brezk-franskar viðrædur hafnar tjM ieriín þýzkaiaikásniálli, | 14 trillur frá Akranesi fengu 27 lestir í gær. Enginn afli hjá nefaháfum. EBíM@s ee* k&Mtifftsa stíises* á sjúkrahús. Frönsku ráðherrarnir, Debré foi-sætisráðherra og de Mur- viile greifi, utanríkisráðherra, 'lioinu til London árdegis í dag til viðræðna við Macmillan for- sæfisráðherra Bretlands og Sehvyn Lloyd utanríkisráð- herra. Tilgangurinn með viðræðun- um er að stuðla að fullri ein- ingu Veslurveldanna á utan- ríkisráðherrafundinum, sem á- kveðinn er 11. maí næstk. Mikill undirbúningur er þeg- ar hafinn af hálfu Vesturveld- anna að þeim fundi og eru sér- fræðinganefndir starfandi. Hafa þær starfað i Washington og London og þangað eru nú væntanlegir vestur-þýzlcir sér- fræðingar. Ilófleg bjartsýni. Von Brentano utanríkisráð- herra Vestur-Þýzkalands sagði í gær, að • hann væri hóflega bjartsýnn um utanríkisráð- herrafundinn, en varaði samt við þeirri sjálfsblekkingu, að horfur væru góðar á fullu sam- komulagi. Strauss farinn vestur yfir haf. Mjög hefur verið um það rætt, að Strauss landvarnaráð- herra muni ræða Berlinar- og Sígarettueldur í flugvélaskipi. Eldur kviknaði þrívegis í jlug- vélaskipinu Eagle, í flotastöð- inni í Davenport, Englandi, s.l. laugardag. Hátt settur sjóliðsforingi kvað hirðleysi um að kenna, en alls ekki vera um skemmdarverk- að ræða. I öll þrjú skiptin hefði kviknað í út frá sígarettu. — Sjóliðsforinginn kvað góðan aga á skipinu. Þýzkalandsmálið í heimsókn sinni til Bandaríkjanna, en hann er nú á leið þangað. Sjálf- ur kveðst hann ekki fara þeirra erinda, heldui' heimsækja varnarsteðvar og vopnaverk- smiðjur og McElroy land- varnaráðherra, og hafi þessi heimsókn verið löngu áður á- kveðin. í Bandaríkjafregnum segir þó, að Strauss muni dvelj- ast 5 daga af 7 í Washington og lítill vafi sé á, að fyrrnefnd mál beri á góma meðan hann dvelst þar og að hann muni taka einhvern þátt í þeim, að minnsta kosti muni álits hans verða leitað um viss atriði. Dulles kominn £ sjúkrahús á ný. Ekki eru horfur taldar hafa batnað svo, að nokkur vissi sé fyrir að Dulles geti tekið aftur við embætti sínu heilsu sinnar vegna. Hann kom til Washing- ton í gær að aflokinni hvíld- inni suður á Floridaskaga og hafa fréttamenn eftir honum, að líðanin væri fremur góð, en þeir segja, að hann hafi verið fölur og að hann hafi lagt mikið af. Hann fór þegar að nýju í Walter Reed sjúkrahúsið til nýrrar skoðunar og var það að ráði lækna hans. Eisenhower ræðir við Dulles. Eisenhower forseti er vænt- anlegur til Washington í dag. Hann hefur að undanförnu dvalist sér til hvíldar og hress- ingar í Georgiu og fer þangað e. t. v. aftur, eftir að hann hefir sinnt nokkrum nausynlegum störfum. Hann mun heimsækja John Foster Dulles og líður sennilega fast að því, að á- kvörðun verði tekin um hvort hann treystist til að taka aftur við embætti sínu eða ekki. Fimm drengir skiptu með sér 260 krónum. Þrír fundu veskí, en tveir aðirir sáu um um „úthlutun" úr þvf. f lok sl. viku hirtu þrír ungir drengir kvenveski upp af gólfi veitingastofu einnar hér í bæn- um, en eigandinn, sem var þar inni, mun ekki hafa veitt hvarf- inu athygli fyrr en um seinan. Hinsvegar mun veskiseigand- inn hafa veitt þrem drengjum athygli, sem voru að sniglast inni í veitingastofunni og skömmu síðar hitti hún þá við Gamla bíó og bar kennsl á þá. Jafnframt skýrðd hún lögregl- unni frá veskishvarfinu. Játuðu drengirnir þá að hafa tekið veskið, en í því voru 260 krónur í peningum, happdrætt- ismiðar og kvittanir. Ætluðu þeir að fara heim til sín með veskið, en hittu áður tvo pilta, sem þeir þekktu, og þeir tóku af þeim veskið, en létu hvern hinna þriggja drengja fá 50 krónur úr því. Skiluðu dreng- irnir þessum 150 krónum þegar í þá náðist en vísuðu lögregl- unni á hina piltana tvo sem tekið höfðu veskið. Náði lög- reglan í þá seinna um daginn og skiluðu þeir veskinu og þeim 110 krónum, sem eftir voru í því, en happdrættismiðunum og kvittununum höfðu þeir fleygt. Þetta er nýr Parísarkjóll, stutt- ur kvöldkjóll úr hvítu pique (pikki) og svörtu flaueli. Höf- undur er Jáques Heiin. Frá fréttaritara Vísis. Akranesi í morgun. Það hefur dregið stórlega úr afla netabáta á grunnmiðum 1 Faxaflóa. Hafa þeir fengið sára- lítið síðustu daga, auk þess hef- ur verið erfitt að stunda veið- arnar vegna storma. Það er ekki hægt að búast við því, að þeir dragi öll netin í dag, því komið er rok og skef- ur nú sjóinn hér úti fyrir. Það var sæmilegt veður til klukk- an 6 í morgun, en síðan hefur storminn hert. Þeir hafa fengið sæmilegan afla undir Jökli. Komu þeir þaðan með 10 til 14 lestir á laugardag, en í gær voru fáir á sjó. 14 trillur voru á sjó héð- an í gær, og fengu þær 27 lest- ir samt. af fallegum færafiski. Er þetta bezti aflinn hjá trillun um, síðan þær bvrjuðu í vor. Menn gera sér vonir um, að enn geti afli netabátanna glæðzt, þar sem álitið er, að fiskurinn hafi ekki leitað til botnsins að ráði, vegna þess að það hefur ekki komið nein loðna upp úr fiskinum, eins og venju- lega gerist á þessum árstíma. í ráði er, að Akranesbátar hefji reknetaveiðar að lokinni vetrarvertíð. í fyrra byrjuðu nokkrir Ákranesbátar rekneta- veiðar í marz og öfluðu þá vel. Um síldarmagn í Faxaflóa er ekki vitað, en talið er, að tals- Sendimenn Rússa reknir úr Snður-Ameríku-löndiim. Skiptu sér af innanríkismál- um og reru undir. Undanfarið hefur það komið óvenjulega greinilega í Ijós, liversu ötullega sendimenn sov- étstjórnarinnar róa undir ó- kyrrð í S.-Ameríku. Segir í fregnum um þetta frá Washington, að þetta hafi orðið ljóst í tveim Suður-Ameríku- ríkjum samtímis að kalla, því að bæði í Mexíkó og Argentínu hafa stjórnarvöldin neyðst til að vísa sendimönnum frá Sovét- ríkjunum úr landi. Var um háttsettan mann að ræða í sendi- ráðinu í Argentínu, því að þar var einn af fimm, sem vísað var úr landi, hægri hönd sendi- herrans, fyrsti sendiráðsritari. Menn þessir höfðu æst til óeirða sem Peronistar stóðu að, en þeir njóta stuðnings kommúnista. Tveim mönnum var vísað úr landi í Mexíkó, og voru báðir starfandi í sovétsendiráðinu í Mexico City. Þeir höfðu skipt sér af verkfalli, en slikt er ó- heimilt, þegar um sendimenn ríkja er að ræða. í Washington-fregnunum.seg- ir ennfremur, að sovétsendi- menn muni róa undir víðar, en þeim hafi tekizt að fara betur með undirróður sinn annars staðar. Þættinum „Vogun vinnur — vogun tapar“, sem hefur verið í útvarpinu á hálfs mánaðar fresti í vetur, lauk í gærkvöldi. Að endingu kepptu þrír „fræðimenn" um 10,000 krónu verðlaun, og gengu öll með glæsilegan sigur af hólmi. Fyrst kom Herborg Gests- dóttir að hljóðnemanum og færði enn einu sinni sönnur á óskeikula þekkingu sína í Sturlungu, svaraði öllu og var klappað lof í lófa fyrir. Næstur var Stefán Pálsson, sem lét ekki reka sig á gat í frönsku bvltingunni og loks var Skúli Skúlason, sem kunni al- þingiskosningarnar utan að eins og áður. Unnu þau öll tíu þúsundir og vom vel að þeim komin. Þegar þessu var lokið, til- Wert muni vera af sild. Neta- bátur fékk fyrir nokkru tvær síldar upp með þorskaneti undir Jökli. Voru það smásíldar 18 cm langar. Sandgerði. Víðir 2. er afla- hæstur með 637 lestir óslægt. Heildaraflinn um síðustu ára- mót var 6534 lestir í 748 sjó- ferðum. Er það tæpum 900 lest- um meira en á sama tíma í fyrra. Hlutföllin eru svipuð enn. Þó héfur nokkuð dregið úr veiöl netabátanna síðustu tvær vikur. Er afli þeirya nú yfirleitt lítill, þó að einn og einn bátur hitti í fisk annað slagið. Hins vegai’ hefur verið sæmilegur afli á línu. Hefur aflinn ’ komizt upp í 15 lestir í róðri. Á laugardag- inn voru línubátar með frá 7 til 9 lestir. Grindavík. Aflinn er misjafn. Á laugardaginn var hann frá 1,2 lest í 33 lestir. Sjóveður er held- ur ekki gott. Fiskurinn, sem veiðist þessa dagana, er óvenju smár af netafiski að vera. ---•------ SEATO-ráð- stefnu lokið. . Lokið er Suðaustur-Asm yáð- stefnunni (SEATO). Landvarnarráðherra Breta, Duncan Sandys, sagði í gær 4 heimleið frá Sidney í Ástralíu, að brýnasta þörfin væri,' að vestrænu þj óðirnár . ísamtök- unum hjálpuðu til þess að auka atvinnu og og velmegun í lönd- um SA-Asíu, svo að unnt yrði að bæta kjör fólksins. Þar sem örbirgð og eymd ríkti, þrifist kommúnisminn bezt. Samtímis þyrfti að efla varnir til þess að kommúnistar freistuðust síður til að hætta á að beita ofbeldi. kynnti stjórnandi þáttarins, Sveinn Ásgeirsson, að Flugfé- lag íslands, byði yngsta þátt- takandanum, Páli Einarssyni, að ferðast hvert á land sem hann vildi í skeljaleit. Væri um 20 staði að ræða, sem Flugfélagið væri fúst til að flytja Pál til. Að endingu tilkynnti Sveinn, að Sverrir Kristjánsson hefði hlotið utanlandsförina á vegum Ioftleiða, þar sem hann komst næst 10 þús. krónunum af þeirrx óheppnu. • Bretar eru senn búnir aS flytja alla sérfrœðinga frá Hab- bania-flugstöðinni í Irak ogi skyldulið þeirra. • Bretar munu senn setja Brunei, vemdarríki sínu á Norð- ur-Borneo, nýja stjómarskri. Þau unnu öll 10,000 kr. Siðasía Jiæáti Svcins Ásgeirssouar lauk incð Jireföldum sigri.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.