Vísir


Vísir - 20.04.1959, Qupperneq 1

Vísir - 20.04.1959, Qupperneq 1
síftur I V 12 síftur 49. ár. Mánudaginn 20. apiíl 1959 87. tbl. 9,Lygin rnikla^, að Halai laina lialí verið rænt. Með hógværri yfirBýsingu Dalai Lama ve* staóhæfingar Chous tættar sundur. Brezk blöð ræða í morgun yfirlýsingu og greinargerð Dalai Lama, sem birt var um s^inustu lielgi, og telja, að hann liafi farið satt og rétt með, af vjrðingu og hógværð. Trines segir, að hið mikla innstreymi írá Kína inn í Tibet hafi vakið þar sannan þjóð- <ernisanda, en hið frjálslynda blað New Chronin birtir skor- inorða ritstjórnargrein, en hún nefnist „Lygin mókla“, og segir þar m.a. að með greinar- gerð Dalai Lama hafi í raun- ipni verið rifin í tætlur yfirlýs- ing Chou en-Lai varðandi Tibet við setningu flokksþingsins í Peking, en þar reyndi hann enn ■að telja mönnum trú um, að Dalai Lama hefði verið knúinn til þess að flýja land. Honum hafi verið rænt, Dalai Lama sagði, að flóttinn hefði heppnast vegna hug- rekkis og fórnfýsi Tibetbúa. — Dalai Lama ræddi samskipti ' Kína og Tibet á liðnum öldum, .og jafnan, einnig er verst gegndi, hafi landið þá fengið að halda sjálfstæði sínu. í samn- ingum frá 1951 hafi einnig ver- ið gert ráð fyrir því, þótt Kín- verjar ættu að fara með land- varnir og utanríkismál. Kín- verjar hefðu þverbrotið þessa samninga, lagt klaustur í auðn, myrt og fangelsað, og er Tibet- búar risu upp hafi þeir teflt fram ógrynni liðs til að bæla niður baráttuna hvað sem það hostaði. Móðir Dalai Lama var með honum, tvær systur hans, og 14 ára gamall bróðir hans, og í| förina slóst eldri bróðir, sem býr í bæ við indversku landa- mærin. Nehru svarar fyrirspurnum. Nehru svaraði fyrirspurnum á þingi í dag. Hann kvað Dalai Lama megi starfa sem trúar- leiðtogi í Indlandi, en ekki sem stj órnmálaleiðtogi. Hann var spurður hvers vegna Indlandsstjórn hefði látið, sér nægja að svara ásökunum kínverskra kommúnista um, að Kalimphong væri ekki miðstöð tibetskrar sjálfstæðisbaráttu, með því feinu að þetta væri ekki rétt, en hinu neitaði hann ekki að þar kynni að vera margt njósnara, en það væri tvennt ólíkt. Nehru kvað ásökunum verða neitað á annan hátt á sínum tíma. Bretar neita öllu í orðsendingu sinni. Segjast eriga landhel^i viður- lienna nema 3ja ntíEna. Presti einum í bænxun Port Gibson við Mississippi fannst krossnrarkið of venjulegt og gerði ráð fyrir, að betra væri að benda mönnum leiðina með því að hafa mynd af bendandi hendi á kirkjunni. Síldarmerkingar við suð- vesturland að hefjast. Sjómenn segja mikla síld á miðunum. í morgun fór Jakob Jakobs- son fiskifræðingur með vélbátn um Auðbjörgu til síldarmerk- Óvenju háttvís þjófur. Stal bíl og lét eigandann vita, hvar bíllinn væri. Laust fyrir miðnætti í fyrra- kvöld hringdi síminn í húsi einu hér í bænum. Bóndinn var ekki heima, en húsfreyjan svaraði í símann. Karlmaður var í símanum, en hann kvaðst ekki vilja segja til frúnni að rétt áður hafi hann stolið bifreið þeirra hjóna. Svo hafi það óhapp viljað til að sprungið hafi hjá sér á einu hjólinu. Þetta hafi skeð á horni Tjarnargötu og Hringbrautar og þar stæði bifreiðin nú. Þar með hvarf röddin úr símanum. Þegar konan tók að hyggja að farartæki sínu, stóð það heima að það var horfið. Til- kynnti hún þá lögreglunni stuldinn og jafnframt hvað maðurinn hafi sagt við sig í simanum. Lögreglan fór þá samkvæmt tilvísun þjófsins að horni Tjai-n argötu og Hringbrautar og fann bílinn þar með sprunginn hjól- barða. Bunce heimsækir Arabalönd. Dr. Bunche, aðstoðarfram- kvæmdastjóri hjá Sameinuðu þjóðunum, er kominn til Kairo. Hann er á ferðalagi um ná- læg Austurlönd, fer þaðan til Jerúsalem og Damascus. Á Malakaskaga hafa 50 kommúnistar gefist upp fyrir öryggissveitum. Það er í fyrsta sinn sem síld er merkt hér syðra að vori til. Síldarmerkingar hafa verið framkvæmdar hér áður að hausti Síldin er veidd í reknet og er merkjum úr sérstakri málmblöndu skotið í kviðarhol síldarinnar. Merkið getur varð- veitzt í síldinni í mörg ár og virðist ekki verða henni að fjör- tjóni þó að það sé meira en sentimetri á lengd. í Norðursjó hafa merkingar á reknetasíld ekki gefist vel. Síld- in hefur ekkii þolað hnjaskið að vera dregin upp 1 reknetum, en hér höfum við góða reynslu af þessu, sagði Ingvar Hallgríms- son fiskifræðingur við Vísi í morgun, Enda heimtur á merktri síld úr reknetum hafa ekki verið lakari en á merktri síld úr nót. Fregnir frá fiskiskipstjórum síðustu vikur herma að mikið magn af síld sé fyrir öllu Suð- vesturlandi. Reknetaveiði er ekki hafin en gera má ráð fyrir að Akranesbátar hefji síldveið- ar áður en langt um líður. Inga við Suðvesturland. Utanríkisráðuneytið barst s.l. laugardag svar brezku ríkis- stjórnarinnar við mótmælaorð- sendingu þeirri, sem ráðuneytið bar fram við brezka sendiráðið 26. marz s.l., er brezkt herskip hindraði varðskipið Þór að taka brezka togarann Carella, sem staðinn var að ólöglegum veið- um á Selvogsgrunni um 8.5 sjó- mílur innan íslenzkrar fiskveiði lögsögu. Jafnframt því sem bor in voru fram harðorð mótmæli vegna atburðar þessa, var þess krafizt af hálfu ríkisstjórnar ís- lands, að brezka stjórnin gerði þegar í stað ráðstafanir til að hið íslenzka varðskip gæti hald_ ið áfram töku landhelgisb^^^g. ips eða hGijnni snúið við til ís- lenzkrar hafnar til þess að ís- lenzkur dómstóll gæti fjallað um mál hans. í svari sínu, sem sendifull- trúinn afhenti utanríkisráðu- neytinu s.l. laugardag (18. apríl), endurtekur brezka stjórnin fyrri yfirlýsingar um að hún viðurkenni ekki fisk- veiðilögsögu íslendinga utan þi’iggja mílna landhelgi og vé- fengi því rétt íslenzkra varð- skipa til þess að taka erlend skip „á höfum úti“, eins og það er orðað, eða veita þeim eftir- för, nema um sé að ræða brot, sem framin séu innan þriggja mílna landhelgi. Brezka stjórnin heldur því og fram, að togarinn Carella hafi ekki verið innan fjögurra mílna markanna samkvæmt reglugerðinni frá 1952 um fisk- veiðilögsögu íslands, og neitar því að viðurkenna staðsetningu togarans samkvæmt mælingum hins íslenzka varðskips. Þá neitar brezka ríkisstjórn- in að verða við kröfunni um að mál togarans verði fjallað af íslenzkum dómstólum, þar eð hún telur að reglugerðin um 12 mílna fiskveiðilögsögu íslands sé ógild að alþjóðalögum. Vernd sú; sem hið brezka her- skip veitti togaranum hafi ver- ið utan þriggja sjómílna yfir- ráðaréttar íslands og því heim- il samkvæmt alþjóðalögum, en auk þess sé það ekki á valdi brezku stjórnarinnar að fyrir- skipa brezkum fiskiskipum að halda til erlendrar hafnar.. Loks tekur brezka stjórnin fram, að hún telji líklegustu leiðina til þess að koma megi í Framh. á 6. síðu, Eldsvoði á Akureyrí. Frá fréttaritara Vísis. Akureyri í morgun. Nokkrar skemmdir urðu af eldi í húsi einu á Akureyri í morgun. Slökkviliðið var kvatt út skömmu eftir kl. 7 árdegis í dag að Strandgötu 45. Þegar á staðinn kom var mikill eldur í einu herbergi hússins, en hús þetta er byggt úr timbri og er í eigu Odds Ágústssonar kaup- manns. Hafði eldurinn kviknað út frá rafmagnskönnu, sem skilin hafði verið eftir í sambandi, en eldurinn læst sig þaðan í leyni- bekk, sem var þar skammt frá. Stúlka, sem hafði herbergi þetta á leigu, hafði farið snemma til vinnu í morgun, hitaði sér kaffi á könnunni áður, en svo gleymt að rjúfa strauminn áður en liún fór út. Skemmdir urðu miklar á her berginu, en slökkviliðinu tókst að hindra frekari útbreiðslu eldsins. Sovézk mótmæli send norsku stjóminni — fyrir að „láta undan kröfum þýzkra hernaðarsinna". Sovétstjórnin hefir sent norsku stjórninni mótmælaorð- sndingu, sem varðar herstöðv- ar í landinu. Er hún sökuð um, að hafa látið undan kröfum vestur-þýzkra hernaðarsinna. Fyrir nokkru féllst norska stjórnin á, að tveir vestur- þýzkir, hátt settir liðsforingjar, störfuðu í Nató-herstjórnarstöð inni við Osló, en það hefir vak- ið gagnrýni og deilur í Noregi, að þýzkir liðsforingjar starfi í Noregi. Stórþingið á eftir að taka málið fyrir. Er litið svo á, að sovétstjórnin sé að nota sér þetta mál sem innlegg í deilur imi herstöðvar og herstjórnar- stöðvar og til áróðurs.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.