Vísir - 20.04.1959, Page 6
6
V í S I B
Mánudaginn 20. apríl 1952*
VÍ SI3R
DAGBLAfi
Útgeíandi: BLAÐAÚTGÁFAJN úlSIR H1..
Tíslr kemur út 300 daga & ári, ýmist B eöa 12 blaðsíðux
Ritstjórl og ábyrgðarmaður; Hersteinn Pálssoi,
^ Skrifstoíur blaðsíns eru í Ingólfsstræti 3.
Ritstjórnarskrifstofur blaðsins eru opnar frá kl. 8,00—-18,00.
Aðrar skrifstofur frá kl. 9,00—18,00.
Afgreiðsla: Ingólfsstræti 3, opin frá kl. 9,00—19,00,
Simi: (11660 (fimm linur)
Visir kostar kr. 25.00 í áskrift á manuðí.
kr. 2.00 eintakið í lausasölu.
Félagsprentsmiðian h.f
Vita ekki sitt rjúkandi ráð.
Fyrir nokkrum dögum mátti
lesa eftirfarandi setningar í
blaði nokkru, sem gefið er
út úti á landi: „Ætli það
1 verði ekki mikil hagsbót að
því fyrir almenning úti á
landi, þegar þingmenn
Reykjavíkur eru orðnir fjór-
um fleiri en nú? Hefur ekki
Reykjavíkurvaldið verið
alltof lítið hér á landi und-
anfarin ár? Er ekki sjálfsagt
að auka það, landi og lýð til
blessunar? Hefur ekki Al-
þingi verið alltof ódýrt í
rekstri undanfarið? Hafa
ekki þingmennirnir verið
alltof fáir hjá svona fjöl-
m'jnnri þjóð sem okkur?“
Þessar setningar eru teknar
upp úr Degi, blaði Fram-
sóknarflokksins og sam-
vinnufélaganna á Akureyri.
Það er annað helzta blað
þess ágæta flokks, áhrifa-
mesta málgagn þess utan
Reykjavíkur, og er fyrst og
fremst skrifað fyrir þá, sem
búa við Eyjafjörð og þar
fyrir austan, sem sagt íbú-
ana í landshluta Framsókn-
arflokksins, þar sem hann
telur sig eiga bæði menn og
málleysingja. Þegar á þetta
er litið, er einkar fróðlegt’
og eftirtektarvert að lesa
þessar setningar, sem les-
endum er ætlað að velta
fyrir sér í sambandi við
kjördæmabreytinguna, sem
hér verður gerð.
En svo illa vill til, að þegar
verið er að prenta þessar
setningar Dags fyrir norðan,
gerist það hér fyrir sunnan,
að einn helzti þingmaður
flokksins úr landsfjórðungn-
um góða, kemur að hljóð-
nemanum við útvarpsumræð
ur og hefir þann boðskap að
flytja, að Framsóknarflokk-
urinn muni leggja til, að
þingmönnum Reykjavíkur
verði fjölgað um fjóra. Vafa-
laust hefir mönnum brugðið
í brún fyrir norðan, þegar
þeir höfðu fyrir sér Dag og
þessi ívitnuðu ummæli, en
minntust um leið þess, er
sá maður hafði að segja, sem
sendur var fyrst fram til að
berjast gegn kjördæma-
breytingunni.
Það má segja um þetta, að
Framsóknarflokkurinn veit
ekki sitt rjúkandi ráð. Hann
er alveg orðinn ruglaður af
þeim atburðum, sem gerzt
hafa, svo að hann veit ekki
frá einum degi (ef til vill er
réttara að rita Degi) til
annars, hvað sé heppilegast
• fyrir hann og þá, sem hann
hefir getað fengið til fylgis
við sig á undanförnum ár-
um. Flokksþingið boðar á-
kveðna stefnu, þegar það
hefir setið á rökstólum hér í
Reykjavík, en svo kemur allt
annað hljóð 1 strokkinn,
þegar fáeinar vikur eru liðn-
ar. Flokkurinn rífur sjálfur
niður þau vii’ki, sem hann
hefir verið að hlaða sér.
Hann telur Reykjavíkurvaldið
mikið og hættulegt, en samt
gerir hann tillögu um að það
skuli fara í vöxt. Hann telur
það síður en svo hagsbót
fyrir almenning úti um land,
ef fjölgað verður þing-
mönnum fyrir Reykjavík, en
samt „býður“ hann upp á
fleiri þingmenn hér. Honum
finnst kostnaðurinn við Al-
þingi of mikill, en samt ger-
ir hann tillögu um, að hann
verði aukinn. Það er ber-
sýnilegt, að þeir menn vita
ekki sitt rjúkandi ráð, er
hegða sér og taia þannig.
Þeir eru í rauninni búnir að
tapa ráði og rænu. Réttast
væri fyrir Framsóknar-
flokkinn að efna til nýs
flokksþings og gera enn eina
tilraun til að komast að því,
hvað hann vill eiginlega.
VonSaus barátta.
Það er greinilegt af þessu, að
foringjar Framsóknarliðsins
gera sér grein fyrir því, að
þeir standa mjög höllum
fæti í baráttunni, sem nú er
að hefjast. En við því var að
búast, og þeir máttu vel vita
það. Þeim vegnar aldrei vel
til langframa, sem berjast
gegn mannréttindum. Fram-
sóknarmenn hafa barizt eins
og Ijón gegn cllu réttlæti um
langt skcið, en nú er svo
komið, að þcir sjá, að mæl-
irinn er íullur og útfallið ao
hefjast.
Framsóknarmenn sjá fram á,
að þeir hljóta að bíða mik-
inn ósigur á þessu ári, og
þeir eru orðnir skelkaðir, því
að þeir óttast, að gróðaað-
staða þeirra verði lélegri á
eftir, því að þeir hafa ævin-
lega tengt gróðasjónarmiðin
pólitískum áhrifum sínum.
Þeir ættu að reyna að vera
þeir menn, að þeir taki ó-
sigrinum með karlmennsku.
Einhver hlýtur jafnan að
verða undir, og þeir ættu að
ástunda að venja sig við þá
hugsun, að þeir eru hinir út-
völdu að þessu leyti.
Kcpavogshæiið stækkað — getur
bætt við sig 20 vistntönnum.
Styrktarsjóði vangefinna tryggðar
milljónatekjur næstu árin.
Aðalfundur Styrktarfélags
vangefinna var haldinn s. 1.
pálmasunnudag 22. marz í fé-
lagsheimili Óháða safnaðarins
við Háteigsveg. Fonnaður fé-
lagsins, Hjálmar Vilhjálmsson,
ráðuneytisstjóri, flutti skýrslu
um störf félagsins á liðnu ári.
Meðlimir eru nú 430 að tölu.
Lög voru samþykkt á Alþingi
1958 um styrktarsjóð vangef-
inna og breyting var gerð á
þeim lögum á yfirstandandi
þingi. Þau lög tryggja væntan-
lega 1.5—2 millj. króna árlega
næstu fimm árin til framkv.
í þágu vangefins fólks. þess
skal getið hér að gefnu tilefni,
að Styrktarsjóðir vangefinna
eru í vörzlunjv félagsmálaráðu-
neytisins, en ekki Styrtarfélags
vangefinna eins og margir virð
ast álíta. Félagið hefur einung-
is tillögurétt um veitingar úr
sjóðnum samkvæmt 3. gr. reglu
gerðar hans sem hljóðar svo:
,,Fé sjóðsins skal varið sem
lánum eða styrkjum til þess að
reisa eða endurbæta stofnanir
fyrir vangefið fólk. Félagsmála
ráðuneytið rástafar fé sjóðsins
samkvæmt þessari grein að
fengnum tillögum Styrkarfé-
lags vangefinna og í samráði
við önnur ráðuneyti, sem
kunna að eiga hlut að máli
hverju sinni.“
Helming af tekjum sjóðsins
hefur til þessa verið varið til
þess að stækka og endurbæta
Kópavogshælið og verður þar
af leiðandi unnt að bæta þar
við 20 vistmönnum á næstunni.
Stjórnin hefur ennfremur unn-
ið að fjáröflun fyrir félagið og
Bretar —
Framli. af 1. síðu.
veg fyrir að atburðir sem þessi
endurtaki sig — meðan ekki
liggi fyrir niðurstaða væntan-
legrar alþjóðaráðstefnu vorið
1960 um réttarreglur á hafinu
■— að fundin verði bráðabirgða-
lausn varðandi fiskveiðar hér
við land, annaðhvort með samn
ingaviðræðum eða með því að
vísa málinu til alþjóðadómstóls
ins.
Utanríkisráðuneytið,
20. apríl 1959.
| skipað nefnd í því skyni. Tekj-
' ur af merkjasölu félagsins
námu um 100 þús. krónum.
Félagið hyggst efna til happ-
drættis um Volkswagen-bifreið
og verður væntanlega dregið
um hana 30- sept. n. k. Þá hafa
verið gerð minningarspjöld í
nafni félagsins, svo og sérstakt
félagsmerki. Leikskóli hefur
verið rekinn um skeið á vegum
félagsins. A árinu hefur verið
varið nokkru fé til styrktar-
starfsemi. Má þar nefna kr. 25
þús. til jólaglaðnings á hæluri-
um í Kópavogi, Sólheimum,
Skálatúni og Stokksej'ri. 20
þús. kr. voru gefnar barnaheim
ilinu á Sólheimum í Grímsnesi
vegna 25 ára afmælis stofnun-
arinnar..
Að lokum gerði formaður
nokkra grein fyrir áætlunum
um starf félagsins á næsta ári.
Er þar helzt til að nefna, að fé-
lagið hyggst opna skrifstofu
hér í bæ vegna starfsemi sinn-
ar. Verður þar m. a. unnið að
því að gera spjaldskrá yfir van-
gefið fólk á öllu landinu, rekin
upplýsingar- og fyrirgreiðslu-
starfsemi alls konar vegna
vandamála þess fólks og að-
standenda þess..
Að lokinni skýrslu formanns
voru reikningar félagsins upp-
lesnir og samþykktir. Verða
þeir birtir í næsta Lögbirtinga-
blaði. Þá var samþykkt breyt-
ing á félagslögunum, þannig að
árgjöld og ævifélagagjöld renna
nú í sama sjóð, félagssjóð, í
stað þess að þau skiptust áður á
milli félags- og framkvæmda-
sjóð. Úr stjórn gekk eftir hlut-
kesti frú Kristrún Guðmunds-
dóttir, er var endurkjörin í
einu hljóði. Með sama hætti
gekk úr varastjórn frú Fanney
Guðmundsdóttir og var hún
einnig endurkjörin. Stjórn fé-
lagsins skipa því: Hjálmar Vil-
hjálmsson ráðuneytisstj., form.,
frú Kristrún Guðmundsdóttir,
Guðmundur H. Gíslason múr-
arameistari, og Aðalsteinn Ei-
ríksson námsstjóri. í varastjórn
eiga sæti þau Arnheiður Jóns-
dóttir námsstjóri, frá Fanney
Guðmundsdóttir, Vilhelm Há-
konsson, málarameistari, Páll
Líndal lögfræðingur og Hall-
dór Halldórsson arkitekt.
Mú tekur Rússinn lúð-
una þeirra við Alaska.
Bandaríkjamönnum lízt ekki á
veiðisókn þeirra.
Það eru fleiri en fslendingar,
sem fá óvelkomnar heimsókn-
ir fiskimanna á mið sín. —
Eftirfarandi grein er tekin úr
Nevv York Herald Tribune, og
lýsir misklíð, sem komin er
upp milli amerískra fiski-
manna o" Rússa veyna lúðu-
veiða við strendur Alaska.
„Sú staðreynd að rússneskir
veiðiflotar stunda nú veiðar
undan norðvesturströnd Al-
aska, og að fiskimenn á vestur-
ströndinni hafa mótmælt þeim,
vísar athygli manna á þá nauð-
syn, að setja alþjóðareglur um
veigamestu fiskimið heimsins.
Fiskur hefur síaukið gildi sem
fæðutegund, og það er undir
framtakssemi fiskveiðiþjóð-
anna komið og vilja þeirra til
að varðveita fiskimið sín, hvort
þessi fæðuuppspretta gengur til
þurrðar eða ekki.
Þetta er ekki aðeins spurn-
ing um „friðun" fiskimiða,
heldur er um líf eða dauða að
ræða, ekki aðeins fyrir fiski-
mennina sjálfa, heldur og fyrir
tugi milljóna manna í löndum
eins og Japan (sem sovétþjóðir
þrengja nú illilega að í sam-
bandi við fiskveiðiréttindi á
Kyrrahafinu). Bretland og ís-
Stöðumælar.
„Bifreiðareigandi" skrifar:
„Mig langar til að ítreka þaðr
sem oftar en einu sinni hefur
verið minnzt á í Bergmáli, að
það virðist vera gengið nokkuð
langt í því í þessu, í þessum bæ,
að fjölga allaf stöðumælunum,
— ég held sem sé, að stöðumæla-
fjöldinn sé orðinn það mikill i
miðbænum, að ekki sé þörf að
fjölga þeim frekara, a. m. k. ekki
utan aðalhverfisins í miðbænum.
„Einhvers staðar verða vondir
að vera“ og á ég þar við þá, sem
búa í úthverfum og aka i bæinn
til vinnu sinnar, og létta þar með
á yfirfullum strætisvögnum,
sem ekki anna flutningunum á.
mestu annatímum dagsins, nema
, troðfylla þá svo, að engri átt
nær.
Eg tel réttmætt, að séð sé
fyrir ákveðnum fjölda bílastæða,
þar sem menn geta lagt bifreið-
um sínum endurgjalda- og;
hömlulaust."
15. apr. ’59.
Og annar lesandi skrifar 15
þ. m.:
Kæra Bergmál.
„Eg vil eindregið leggast gegn
því að taka upp orðið kjör um
það sem nú er nefnt kjördæmi,
sbr. bréfi í pistlinum þínum i
dag, en sammála er ég bréfritar-
anum að nauðsyn sé á að nýju
kjördæmin fái strax skýr og þjál
nöfn en til þess þarf að breyta
nokkrum af nöfnunum, sem nú
eru notuð til að svo verði. (
Mínar tillögur eru að nýju
kjördæmin verði nefnd Reyja-
neskjördæmi, Reykjavikurkjör-
dæmi, Vesturlandskjördæmi,
Skagakjördæmi (sbr. Reykjanes-
kjördæmi), Norðurlandskjör-
dæmi, Austurlandskjördæmi,
Suðurlandskj ördæmi.
land fóru næstum í hár saman á
s.l. ári vegna deilu um veiði-
rétt við ísland. í mörgum til-
fellum hafa alþjóðlegar ráð-
stefnur mikla þýðingu til varð-
veizlu fiskjar, en svo er þó alls
ekki í öllum tilfellum, og því
lengra, sem veiðiskipin sigla
til að leita miða, því líklegra.
er að deilur rísi um þau' mál.
Um 50 rússneskir togarar
hafa verið við botnvörpuveiðar,
þ. a. m. lúðu-út af Bristolflóa
í Alaska. Þeir hafa fullan rétt
til að vera þarna, á meðan þeir
fara ekki yfir þriggja mílna
línuna. En amerískir og kana-
dískir fiskimenn mega ekki
veiða lúðu fyrr en 1. apríl, sam
kvæmt „Lúðusamningnum“
milli þessa tveggja rikja. Hin-
ir rússnesku fiskimenn voru
því ekki einungis að veiðum
þarna án samkeppni, heldur
voru þeir einnig að veiða á
svæði, sem er álitið að megi
ekki nýta vegna viðhalds fiski-
stofnsins.
Af þessu má læra að rétt
væri fyrir Ameríkana og Kan-
adamenn að fá Rússa til þess að
ganga að samkomulagi, sem
mundi dreifa fiskinum réttlát-
lega milli þeirra, sem áhuga
hafa, jafnframt, sem stofninn
er varðveittur. Rússar voru
þátttakendur í alþjóða ráð-
stefnu um fiskveiðar á Norð-
Vestur-Atlantshafi á síðasta ári.
Þeir eru til með að viðurkenna
að fiskivernd muni til hags-
bóta fyrir þá. Allt annað mun
hafa í för með sér tillitslausa
samkeppni.“