Vísir - 20.04.1959, Síða 9

Vísir - 20.04.1959, Síða 9
Mánudaginn 20. apríl 1959 VISIB aðist. Hin rugluðu skilningar- vit okkar sáu margar flugvélar I uppi yfir okkur, er sinntu okk- ur ekki. Skyndilega kom skip út úr regnboganum og stefndi í átt- ina til okkar. Menn stóðu á þilfarinu og veifuðu til okkar. Við gátum jafnvel séð nafn skipsins á kinnungnum: ..Sax- on“, frá New York. Við fórum að veifa og æpa. Þeir voru að setja út bát! Fimmtíu og 'fjórum klukkutím- um eftir að ,,Pamir“ fórst stóð- um við aftur á þilíari á skipi. í sjúkraklefanum á „Saxon“ var okkur gefin heit súpa og' kaffi, síðan vorum við háttaðir niður í rúm. Nokkrum klukku- stundum síðar vorum við flutt- ir í bandaríska herflutninga- skipið „Geiger“; á því skipi var herspítali. Olckur voru gefnar penicillin-inndælingar og líkamar okkar voru smurðir græðandi smyrslum. Við drukkum svo mikla mjólk, að hjúkrunarkonan hótaði að setja kú ' fyrir framan rúm hvers okkar. En mest gerðum við að< því að sofa — 14 klukkustundir í einni lotu. Við komum til Casablanca þann 28. september, og þaðan var flogið með okkur í banda- rískri flughers-spítalavél til Frankfurt. Þaðan fór eg heim til mín, í Leer, nærri landa- mærum Hollands. Það vöru haldnar bæna- og þakkarguðs- þjónustur í litlu kirkjunni okk- ar. Húsið okkar fylltist af vin- um mínum. Þeir spurðu, hvað eg ætlaði að gera íramvegis. Fyrst var nú loforðið við Micki litlu, sem eg varð að efna. Þar eftir ætlaði eg að fara aftur á sjóinn á „Passt“, systurskip „Pamir“, sem nú var eina stóra seglskipið í heiminum. Hvers vegna? Sjórinn hefur blandazt blóði mínu, býst eg við. Hægt er að láía 2 Iesíir af saltfiski í þurrkarann i einu. Eftir 45 klukkustundir inniheldur hann 38 prósent af vatni og er þá fulíþurrkaður til útflutnings. Á 300 dögum getur hann þurrkað 240 lestir af saltfiski. Saltfiskþurrkari sem sparar mikið vinnuafl. Siniðaður af Benedlkt Gröndal í Hamri. Sænsk- íslenzka frystihúsið hefur tekið í notkun nýja gerð af saltfiskþurrkara, sem talinn er bera af öðrum tækjum sem smíðuð hafa verið í sama til- gangi. Benedikt Gröndal for- stjóri Hamars hefur fundið tæki þetta upp. Daginn eftir björgun fyrsta björgunarbátsins, leítuðu tíu flugvélar frá Lagos-flugvellin- um mjög vandlega allt slys- svæðið. Klukkan 10 um lcvöld- ið fann ein flugvélin staðinn, þar sem „Pamir“ hafði sokkið. Lítið eitt seinna fann Banda- ríkjaskipið „Absecon“ Gunter Hasselbach, hinn eina eftirlif- andi í björgunarbát, sem 25 menn höfðu upphaflega verið á. Björgunarsveitin leitaði í níu daga í viðbót, 39 ferðir, er tók 516 klulckustundir. Ekkert fannst nema rekald. Ýmsar gerðir af saltfislcþurr- urum eru í notkun hér á landi, en þeir eru flestir með því marki brenndir að setja þarf sama fiskinn oftar en einu sinni í þurrkarann. Ástæðan er sú, að yfirborð fisksins þornar hraðar en fiskurinn, sem er inn við beinið og myndast þá skorpa utan á fiskinum. Til þess að mýkja fiskinn og jafna vatns- innihald hans verður að stafla honum. Þetta kostar mikla vinnu og-tefur fyrir þurrkun- inni. Þurrkari Gröndals er bú- inn þannig að fiskurinn liggur á hillum, sem fóðraðar eru mottum með rásum til að loft blási undir hann. Síðan press- ast hillurnar saman og við það kemur vatnið út úr fiskinum. Fimm sinnum minni vinna er við að þurrka fiskinn með þess- ari aðferð en með öðrum að- ferðum. Fiskurinn fullþurrkast á 2% sólarhring. 5ti§afsörf vi$ höfnina. Á hæjarstjórnarfundi í gær var rætt nokkuð um aðbúnað við höfnina fyrir smábátaeig* endur. Guðmundur J. Guðmundsson kvartaði yfir því að ekki væri' nægilega séð fyrir hagsmunum beirra. Einna helzt væri það að síðast vantaði stiga, eða tröpp- ur upp með bólverkinu, svo að ninni bátarnir geta ekki athafn, ið sig þar. Guðmundur upplýsti, ið ákveðið hefði verið á síðastl. ári að verja töluverðu fé til þess að koma fyrir stigum við höfn- ina, og að setja þar upp nokkra talsíma. Einar Thoroddsen bar fram tillögu um að umræðum yrði frestað til næsta fundar, en hafnarstjórn mundi á meðan gef ast kostur á að athuga öryggis- mál við höfnina og gera grein fyrir afstöðu sinni um þetta. Tillaga þessi var samþykkt og málinu frestð. Sýningar á leikriíi eftir Loft. Frá fróttaritara Vísis. ! Akurcyri í gær. Ungmennafélagið Gaman og alvara í Köldukinn í Þingeyjar- sýslu hefur nýlega hafið sýning- ar á leikriti eftir Loft Guð- mundsson rithöfund, „Hrepp- stjóranum á Hraunhamri". Félagið hefur ekki aðeins sýnt leikrit þetta á eigin félagssvæði heldur og bæði í Aðaldal og Bárðardal og hvarvetna við hús fylli og ágætar viðtökur. Leikendur eru 8 talsins, en leikstjórinn er frú Ásdís Bjarnadóttir á Yztafelli, en hún. er dóttir þeirra hjóna Bjarna B,jarnasonar læknis og Regínu Þórðardóttur leikkonu. Manstu eftir þessu . .. ? SÍ&ASTA Framh. af 4. síðu. hafði. „Við skulum reyna að þola við dálítið lengur,“ sagði liann. ,,Það er bráðum kominn dagur.“ Eg reyndi að loka fyrir á- hrif umliverfisins, þar til önnur rödd kvað við í eyrum mínum: „Mér er lcalt! Eg verð að fara niður og ná í peysuna mína.“ Einhver steypti sér út fyrir borðstokkinn. Þetta var Pétur Frederich; hann synti þarna kringum bátinn og öskraði brjálæðislega. Eg reyndi að grípa í handlegginn á honum, missti af honum og varð Ijóst, að dauðinn var á næstu öldu. Hann hvarf á samri stund, — og við vorum bara sex eftir. Þegar fór að draga úr storm- inum, undir morgun 23. sept- ember, kom flugbjörgunarsveit- in á Lagos-flugvellinum fleiri flugvélxmi á loft, og hófst þá áköf leit úr lofti. Um þetta leyti voru ímyndun og veruleiki farin að ruglast saman fyrir okkur. Við fórum að sjá ofsjónir. Við sáum undraverða hluti allt í kringum okkur. „Lítið á — okkur er að reka í land!“ hrópaði einhver. Allir sáu samstundis land. Við lýstum klettóttri ströndinni og sáum mann standa á háum kletti og veifa til okkar. Eg sá meira að segja fjall, — sem breyttist allt í einu í upplýsta borg. Aðeins með því að vinna að einhverju sameiginlegu á- hugamáli, gátum við haldið heilum sönsum, og Dummer sagði: „Við verðum að setja upp neyðarmerki og segl“. Eftir klukkustundar bardús tókst okkur að losa viðspyrnu- plankann og koma honum fyrir í holunni í miðjum bátnum, sem gerð var fyrir mastrið. Við hlóum kjánalega, eins og krakkar í nýjum leik, á meðan við leituðum að einhverju til að nota sem neyðarmerki. Dummer bjó það til úr björg- unarvesti. Svo tókum við tvenn olíuföt og bjuggum til segl úr þeim. En olíudúkurinn var þungur, og þar eð storminn hafði lægt, hékk seglið vind- laust niður með mastrinu. Þessi leikur var búinn og við féllum aftur í draumamók. Degi var tekið að halla og farið að húma, þegar eg veitti því eftirtekt að Klaus Drie- bold var á sundi skammt frá bátnum. Þrátt fyrir hákarlana hafði hann oft farið útbyrðis og fengið sér sundsprett, til þess að fá sér hreyfingu. Hann synti lengra frá bátnum og ein- hver hrópaði til hans: „Gerðu ekki neina heimsku!" Klaus kallaði rólegur á móti: „Hafið engar áhyggjur af mér.“ Við hljótum að hafa blundað; þeg- ar við gáðum næst að honum, sást hann hvergi. Þarna sátum við fimm eftir og þorðum ekki að gera okkur grein fyrir því, sem gerzt hafði; þorðum ekki að líta hver á annan. Svört ský voru að hrannast upp út við sjóndeildarhringinn. Verið gat að rigndi, en öllum stóð á sama. Að lítilli stundu liðinni greiddist úr skýja- þykkninu og regnbogi mynd- Fyrir tilsíuðlan Alþjóða Rauða Krossins var hópur grískra barna, sem numin höfðu verið á brott frá fjölskyld- um sínum á árunum 1847—8, endur- heimtur til heimalanásins 19. rnarz 1951. Myndin er tekin á stöð þcirri í Solonika, þar sem foreldrar hitta á ný sinn týnda son. Áætlað er, að 28 þús. börnum, 2—17 ára gömlum, hafi vcrið rænt af hersveitum komjnúnista, en aðeins litlum hluta þeirra hafi verið skilað áftur. Tilraunir Rauð'a Krossins til að hafa upp á börnunum hófust 1949 að tilmælum Sameinuðu þjóðanna. — Júgóslavía varð fyrsta landið til að fallast á samvinnu um að koma börn- unum heim til sín. Gífurlegar 'sþrengiiigar og eldar urðu í farmskipi, sem lá í höfninni í Texás- borg við Mexikóflóa í apríí 1947. Á myndinni sést strandgæzluskipið Iris dæla vatni á hið brennandi skip. Meira cn 5000 manns fórust í eldinum, og þúsundir hlutu meiri eða minni bruna- sár. Miklir skaðar urðu af hundruðum elda scm kviknuðu af logandi brotum, sem þeyttust állt að tveggja mílna veg- arlengd inn í verksmiðju- og íbúðahúsa- hverfi. Eftir þennan hörmulega atburð og hina rniklu skaða fóru fram ítarlegar rannsóknir á því, hvernig fara skyldi með að flytja ammóníumnítrak, en það var einmitt farmur skipsins. Dr. Jonas E. Salk, rannsóknastjóri læknadeildar háskólans í Pittsburgh, sést hérna á myndinni vera að sprauta bóluefni í handlegginn á 8 ára gömlum drcng, í febrúar 1954, en þá hóf hann. prófun í stórum stíl á bóluefni því sem hann fann upp ( og við hann er kennt) til að berjast gegn lömunarveiKi. Árið 1955 kom bóluefnið á markaðinn og Heilsuvcrnd Bandaríkjanna hóf þegar allsherjar bólusetningu með þessu efni um land allt. Ár hvert síðan hefur fækkað mikið lömunartilfellum og dauðsföllum af þeim sökum. Bóluefni framleitt í Bandaríkjunum var látið öðrum löndum í té til að hcfja herföa gegn hinum válega sjúkdómi. Jj

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.