Vísir - 20.04.1959, Síða 11

Vísir - 20.04.1959, Síða 11
Mánudaginn 20. apríl 1959 VÍSIB 1T V.-íslendingur látinn. Þorsteinn Ingvar Kristjánsson. F. 24. nóvember 1877. D. 6. september 1958. Þorsteinn Ingvar Kristjáns- son, var fæddur að Syðri- Skógum í Kolbeinsstaðahreppi 24. nóvember 1877 og lézt að heimili sínu í Víðisbyggð í Nýja-íslandi, • Manitoba, 6. september 1958. Foreldrar hans voru þau hjónin Kristján Bárðarson bóndi á Flesjustöðum, Sigurðs- sonar og Ingveldur Þorsteins- dóttir bónda í Hraundal í ytri Hraunhreppi, Brandssonar bónda sama stað. Móðir hennar var Ingveldur Jónsdóttir. Móð- ir Kristjáns föður Þor- steins, var Jóhanna Guð- mundsdóttir bónda á Krossum í Staðarsveit á Snæfellsnesi. Hún var systir Valdísar móður dr. Valtýs Guðmundssonar. Föðurbróðir Þorsteins var Sig- urður Bárðarson hómópati, vel þekktur hér fyrir vestan. Hann var búsettur í Winnipeg um 20 ára skeið, en var síðar lengi bóndi í Blaine, Washing- ton, í Bandaríkjunum, hánn var heppinn læknir og lista smiður og einn með fjölfróð- ustu íslendingum, óskóla- genginna, þeirra sem fluttu vestur um haf, einkum í sögu- legum fræðum. Þorsteinn fluttist vestur um haf með foreldrum sínum og Þorbjörgu systur sinni árið 1893. (Þorbjörg, Mrs. J. H. Johnson, andaðist árið 1947). A dvalarárum sínum í Winni- peg, stundaði Þorsteinn húsa- smíðar og verkstæðisvinnu. 28. september 1930 kvæntist hann Guðrúnu Finnbogason, en hún var dóttir hjónanna, Agn- esar og Finnboga Finnbogason- ar á Finnbogastöðum í Árnes- byggð í Nýja-íslandi, sem voru ættuð úr Miðfirði í Húnavatns- sýslu. Um eins árs bil, bjuggu þau Þorsteinn og Guðfinna kona hans í Winnipeg, en fluttu svo niður til Nýja-íslands þaðan og settust að í Árnesbyggðinni og bjuggu í grend við Finnboga- staði.' Börn þeirra voru. Inga Bea- trice, d. 1905, Agnes Beatrice (Mrs. A. R. Martiii), búsett í Víðir, Man., Ingveldur Margrét (Mrs. L. V. Astora), búsett í Vancouver, B. C. Guðfinna Þorbjörg (Mrs. E. Carscadden), búsett í Prince Rúpert, B. C., Irene Olga (Mrs. S. D. Snæ- dal), d. í Prince Rupert, B. C. 1951. Guðfinna, kona Þorsteins andaðist í desember 1911. Dætur þeirra voru aldar upp af skyldmennum móður þeirra. Beatrice og Ingveldur, af móð- urforeldrum sínum, Guðfinna af Þorbjörgu móðursystur sinni og manni hennar Marteini M. VATNSKASSAR 2“ og 3“ í Chevrolet-vörubíla. Vindlakveikjarar 6 og 12 volta. Benzínpedalar og pedalagúmmí, ýmsar gerðir. Platínuþjalir og gólfmottur með fílti. SMYBILL, Húsi Sameinaða. — Sími 1-22-60. L Ö G T A K Eftir kröfu tollstjórans í Reykjavík og að undangengnum úrskurði verða lögtök látin fram fara án frekari fyrir- vara, á kostnað gjaldenda en ábyrgð ríkissjóðs, að átta dögum liðnum frá birtingu þessai'ar auglýsingar, fyrir eftir- töldum gjöldum: Fyrirframgreiðslum upp í skatta og önn- ur þinggjöld ársins 1959, að því leyti sem þau eru fallin í gjalddaga eða í eindaga vegna vangreiðslu, söluskatti og útflutningssjóðsgjaldi fyrir 1. ársfjórðung 1959, svo og farmiðagjaldi og iðgjaldaskatti fyrir sama tímabil, sem féllu í gjalddaga 15. þ.m., bifreiðaskatti, skoðunargjaldi af bifreiðum og vátryggingariðgjaldi ökumanna bifreiða fyrir árið 1958, sem féllu í gjalddaga 2. janúar s.l., áföllnum og ógreiddum gjöldum af innlendum tollvörutegundum og matvælaef tirlitsgj aldi. Borgarfógetinn í Reykjavík, 16 april 1959. Kr. Kristjánsson (sign). Jónasson sveitarskrifara og síðar póstmeistari í Arborg, Man. Irene var fóstruð af frændkonu sinni Ingibjörgu og manni hennar, Sveinbirni Dahlmann í Selkirk, Man. 21. júní 1919 kvæntist Þor- steinn Sigríði Sölvason í Víðir, Man. Hún var dóttir Lárusar Sölvasonar og Lilju Einars- dóttur konu hans, en uppeldis- dóttir Mr. og Mrs. Magnúsar Jónassonar frumlandnema í Víðisbyggð. Hófu þau Þor- steinn og Sigríður búskap þar í byggðinni á bújörð Magnúsar Jónassonar, er hann keypti af þeim hjónum, og þar sem hann var góður smiður, byggði hann upp heimilið með öðrum að- kallandi störfum. Þorsteinn var maður prýði- lega vel gefinn, stilltur, gæt- inn, og greindur vel og hag- orður í betra lagi en fór dult með það. Hann var mjög Ijóð- elskur og hafði staðgott og ör- uggt minni. Fáskiptinn var hann um annara hagi og lét jafnan lítið á sér bera. Hann gekk með festu og stillingu að hverju verki og vann þau vel. Honum og Sigríði konu hans blessuðust störfin og ábyrgðin við uppeldi barna sinna, sem þau drukku af síðar í lífinu. Á heimili þeirra nutu fósturfor- eldrar, húsfreyjurnar og móðir húsbóndans, margra yndis stunda á aftni sínum er hjón- unum var báðum Ijúft að láta þeim í té. Á heimili þeirra ríkti innri gleði er signdi og blessaði erfiði hvers dags og auðgað þá sem þar dvöldu með sannri gleði, sem var æðri að eðli til en hversdagsleg hamingja. Börn þeirra Þorsteins og Sig- ríðar voru þessi: Magnús, bóndi, elzti sonur þeirra, býr með móður sinni og systkinum; Lára, kennslukona í Winnipeg; Jóhanna Guðbjörg (Mrs. E. N. Rogers), kennari að menntun, Carnduff, Sask.; Kristján, vinnur í sameignar- búð bænda í Arborg, Man.; Ingvar, dvelur heima; Rowland, dvelur einnig heima. Þorsteinn er trúr verkmaður heim snúinn, eftir mikið ævi- starf og reynslu dagsins, með prýði af hendi leyst. Hún sem var lífsförunautur hans á skeið- velli lífsins, horfir með öryggi bg hugarrósemi til endurfund- anna, sem framundan eru. Mannvænleg börn hans minnast þeirrar skyldu sinnar, að inna störf sín eins Vel af hendi og hann. Þorsteinn var lagður til hinztu hvíldar í Víðisgrafreit þann 11. sept. O. Jack Larson sóknarprest- urinn og dr. Valdimar J. Ey- lands prestur Lúthersku kirkj- unnar í Winnipeg, þjónuðu við útförina. Sigurður Ólafsson. •y*.**y*>* Verð -frá kr. 115,00. ÆRZL. 2ja herbergja íbúð til sölu í 1. byggingaflokki. Félagsmenn skili umsóknum sínum á skrifstofu félagsins, Stórholti 16. fyrir 25. þ.m. Stjórnin. Hallgrímur Lúðvíksson lögg. skjalaþýðandi í ensku og þýzku. — Sími 10164. Útsolur VÍSIS AUSTURBÆR: Hverfisgötu 50. — Veiziun. Hverfisgötu 69. — Florida. Hverfisgöíu 71. — Verzlun. Hverfisgötu 74. — Veitingastofa. Hverfisgötu 117. — Þröstur. Söluturninn — Hlemmtorgi. Bankastræti 12. — Adlon. Laugavegi 8. — Boston. Laugavegi 11. — Adlon. Laugavegi 30 B. — Sölufunmna. Laugavegi 34. — Veitingastofan. Laugavegi 43. — SiIIi & Valdi. Laugavegi 64. — Vöggur. Laugavegi 86. — Stjörnukaffi. Laugavegi 116. — Veitingastofan. Laugavegi 126. — Adlon. Laugavegi 139. — Ásbyrgi. Snorrabraut. Austurbæjarbar. Einholt 2. — Billiard. Hátún 1. — Veitingastofan. Vitastíg. — Vitabar. Samtún 12. — Drífandi. Miklubraut 68. — Verzlun. Mávahlíð 25. — Krónan. Leifsgötu 4. — Veitingastofan. Barónsstíg 27. — Veitingastofan. I :„sií : >11 m j i11 i ii ! ■ I I j l Bl k í I í ! j '-vfe'P'. yy i I 1 í i I SUÐ AUSTURBÆR: Skólavörðustíg. — Gpsi. Bergstaðastræti 10. — Verzlun. Bergstaðastræti 40. — Verzlun. Bergstaðastræti 54. — Veitingastofan. Fjölnisvegi 2. — Víðir. Lokastíg 28. — Veitingastofan. Þórsgötu 14. — Þórskaffi. Óðinsgötu 5. — Veitingastofan. Týsgötu 1. — Havana. Klapparstíg. — Verzlun. Frakkastíg 16. — Veitingastofan. I1- i'H -•rnr-j l;«! ] i'M Mi'l'i |i|, ! í ; j í 'i .l-H 'I :|i ! "1 i í iJ- : MIÐBÆR: Söluturninn við Arnarhól. Hreyfilsbúðin við Arnarhói. p Söluturninn við Lækjartorg. Pylsusalan við Austurstræti. Hressingaskálin við Austurstræti. Blaðasalan, S. Eymundsson, Austurstrætt Sjálfstæðishúsið. — Austurvöll. Söluturninn. — Kirkjustræti. Aðalstræti 8. — Adlon. Veltusund. — Söluturninn. *rsr -fr, 1 i I VESTURBÆR: Vesturgötu 2. — Söluturninn. Vesturgötu 14. — Adlon. Vesturgötu 29. — Fjólan. Vesturgötu 45. — West-End. Vesturgötu 53. — Veitingastofan, Mýrargötu. — Vesturhöfn. Bræðraborgarstíg 29. — Veitingastofan. I Framnesvegi 44. — Verzlun. |)SóIvaIIagötu 74. — Veitingastofan. k Kaplaskjólsvegi 1. — Verzlun. Melabúðin. — Verzlun. friSörlaskjól. — Sunnubúð. j|straumnes. — Verzlun. P , Hringbraut 49. — Silli & Valdi. ; Blómvallagötu 10. — Veitingástofan. . Fálkagötu 1. — Reynisbúð. IÚTHVERFI: 1 X Lauganesvegi 52. — Sölutumin*. t Lauganesvegi 52. — Lauganesbúð. Brekkulækur 1. Langholtsvegi 42. — Verzlun G. AlbsstfSMá, Langholtsvegi 52. — Saga. Langholtsvegi 131. — Veitingastofon. Langholtsvegi 174. — Vcrzlun. Skipasund. — Rangá. Réttarholtsvegi 1. — Söluturninn. Hólmgarði 34. — Bókabúð. f Grensásvegi. — Ásjnn. Fossvogur. — Verzlun. Kópavogsháls. — Biðskýiið h.f. Borgarholtsbraut. — Biðskýlið. Silfurtún. — Biðskýlið'við Asgarð, Hótel Hafnarfjörður. Strandgötu 33. — Veitingaatcfca. Söluturninn við Álfaskcið. Aldan, veitingastofan við Strandgötu. 1, L'.L. iit !'« |:fk it Á 1 í i i j. w ' | \ ‘v *? • í' ‘ r i-l ‘| ;; "'•* í W' ! } j -á j - Rrtí -rM ; ; llí' s'| j.l’í.i' ‘jf mpyirf:

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.