Vísir - 27.04.1959, Qupperneq 12
Ekkert blað er ódýrara í áslcrift en Vísir
Látið bann færa yður fréttir og annað
lestrarefni heim — án fyrirhafnar af
yðar hálfu.
Sími 1-16-60.
VÍSIR
Mánudaginn 27. apríl 1959
viuiiin jð þeir. sem gerast askrifendur
Visis eftir 10. hvers mánaðar, fa hiaðið
ókeypis til mánaðamóts
Simi 1-16-6«
Islendingar framarlega í
nýtingu hveraerkunnar.
Til skamms tíma voru ítalir einir
um orkuvinnslu úr hverahita.
Möguleikar til hagnýtingar
hveraorkunnar á Islandi eru
nefndar í nefndarskýrslu al-
þjóðasérfræðinga, sem rannsak-
að hafa hagnýlingu nýrra orku
iinda í heiminum á vegum Sam
einuðu þjóðanna.
Skýrsla þessi hefur verið
lögð fyrir Efnahags- og félags-
niálaráð Sameinuðu þjóðanna,
sem kom saman til þinghalds
fyrir skömmu í Mexikó-borg.
Meðal annars er á það bent í
skýrslunni, að fyrir aðeins fjór
um árum hafi ítalir verið eina
þjóðin í heiminum, sem beizlað
hafði hveragufu til orkufram-
leiðslu. Nú hafa bæði Sovétrík-
in og Nýja Sjáland nýtt hvera-
■gufu til orkuframleiðslu og
fleiri þjóðir hafa ráðagerðir á
prjónunum um að hagnýta
hveragufuna betur en hingað
til hefur verið gert.
Saltframleiðsla og
þujigt vatn á fslandi.
íslenzkur jarðhitasérfræðing
ur (Gunnar Böðvarsson verk-
fræðingur) hefur rannsakað
jarðhitasvæði í Mexikó og í
Vestur-Indlandseyjum fyrir
Garðyrkjufræðsla
veitt ókeypis.
Gai'gyrkjufélag íslands hélt
annað fræðslukvöld sitt á mið-
vikudag. Þá önnuðust fræðsl-
una þau Ólafía Einarsdóttir og
íónas Sig. Jónasson. Aðsóknin
var góð og erindum þeirra vel
tekið.
Þriðja fræðslukvöldið verður
haldið í kvöld kl. 20.30 í Iðn-
skólanum,, stofu 202. Efnið
verður: Trjágróður og runnar,
sem Óli Valur Hansson annast.
Þá flytur Jón H. Björnsson
þátt um trjáklippingu.
Fólki er eindregið ráðlagt að
notfæra sér þessi erindi. Þarna
er öllu áhugafólki boðið upp á
ókeypis hagnýta og fjölbreytta
fræðslu um gróður og garð-
yrkjustörf. I
tilstilli Tækniaðstoðar Samein-
uðu þjóðanna. Árangur af þeim
rannsóknum er nú að koma í
ljós í því, að jarðhitinn á þess-
um stöðum verður nú beizlað-
ur.
Á Islandi, segir í skýrslunni,
þar sem menn hafa um margra
ára skeið nýtt hveravatn til
upphitunar íbúðahúsa, gróður-
húsa og til sundlauga, er nú
verið að undirbúa hagnýtingu
hveragufunnar sem aflgjafa,
Meðal annars er í ráði að nota
hveragufu til að framleiða salt
úr sjó, en íslendingar nota
mikið af aðfluttu salti í fisk
sinn. Einnig eru uppi ráðagerð-
ir um framleiðslu þungs vatns
á fslandi og gæti komið til
mála að nota hveragufu til
þess.
Alþjóðlegur funtlur um
nýjar orkulindir.
Auk hveraorkunnar fjallar
skýrsla sérfræðinganna um hag
nýtingu sólarhitans og afl
vinda loftsins. Skýrslan verður
nú send til aðalforstjóra Sam-
einuðu þjóðanna Dags Hamm-
arskjölds með tillögu frá Efna-
hags- og félagsmálaráðinu, að
boðað verði til alþjóðarráð-
stefnu á vegum Sameinuðu
þjóðanna til þess að ræða um
nýtingu nýrra orkulinda í heim
inum.
----9-----
„Gesturinn“ fær
ekki lausn.
Bretar hafa neitað að láta
Arabann Abdul Rahman al
Baker, sem geymdur er á St.
Ilelenu, Iausan.
Handtóku Bretar mann
þennan, sem var foringi þjóð-
ernissinna á olíueynni Bahrein,
árið 1956 fyrir samsæri um að
ráða soldán eyjarinnar af dög-
um. Hefir hann sótt um náðun
en dómstóll á St. Helenu neitaði
þar sem fyrirmæli hafa ekki
borizt frá Bretlandi.
Svertingjar í S-Afríku
undirbúa viðskiptabann.
Verftair laeÍBat gegia |íeÚBaí. seaaa
vil|a k^ii|>aftakúgitii.
Svertingar úr Suður-Afríku
eru að undirbúa gagnsókn á
hendur þeim, sem berjast fyr-
ir kynþáttaofsóknum.
Hafa samtök svertingja til al-
var legrar athugunar að hætta
með öllu að kaupa varning af
þeim fyrirtækjum, félögum og
einstaklingum, sem tjá sig með
mælta kynþáttastefnu stjórn-
arinnar. Hafa samtökin haldið
árþing sitt, þar sem tillaga um
þetta kom fram og var stjórn
samtakanna falið að ganga svo
frá málinu, að hægt sé að hefj-
handa eftir tvo mánuði eða
26. júní.
Ýmsir framleiðendur í S.-
Afríku, sem fylgt hafa kyn-
þáttastefnu stjórnarinnar, hafa
látið í ljós kvíða sinn vegna
þessa, en stjórnin hvetur þá til
að vera rólega, því að hún eigi
einnig vopn í fórum sínum
gegn þeim, sem beiti slíku við-
skiptabanni.
Landhelgismálið:
Ferðamenn
fá fræðslu.
Mælingar íslendinga
rangar, segja Bretar.
Engín stefnubreyting Bretastjérnar.
í gær voru fimmtíu
Bandaríkjamenn r.f Kefla-
víkurflugvelli í. ferð á Suð-
urlandi og var rneðal annars
farið um Krýsuvík. Þegar
elcið var um Selvoginn,
blasti við mikill skipafloti,
a. m. k. tíu brezkir togarar
skammt undan landi og víg-
dreki mikill öslaði kring-
um bá til að gæta þeirra. —
Spurðu ferðamennirnir,
hverju bctta sætti, svo að
leiðsögumaðurinn greip
tækifærið til að skýra þeim
landhelgismálið og viðbrögð
Breta. Klykkti hann út með
svofellum orðum. „Þegar
Rússar stækkuðu landhelgi
sína í 12 mílur, gerðu Bretar
ekkert. Þegar við gerum
slíkt hið sama, eru herskip
send til að vernda veiðiþjóf-
ana. Með bessu hafa Bretar
hakað sér dýpstu fyrirlitn-
ingu allra góðra Islendinga,
hvað í flokki sem þeir
standa.“ — — Var greini-
legt, að áheyrendum fannst
framkoma Breta smánarleg
í alla staði.
Flug yfir SeSvogs-
banka í dag.
Douglasflugvélin Glófaxi hef-
ur verið leigð í flug út yfir
veiðisvæðin á Selvögsbanka í
kvöld.
Fargijald fyrir manninn mun
vera kr. 200,00 og er brottför
ráðgerð kl. 18,30 í kvöld frá af-
greiðslu Flugfélags íslands á
Reykjavíkurflugvelli. Áætlað-
ur flugtími mun vera um ein
klst. annars mun Flugfélagið
gefa frekari upplýsingar. Sam-
kvæmt síðustu fréttum mun
fjöldi brezltra landhelgisbrjóta
vera á þessum miðum, ásamt
verndurum sínum, herskipun-
um.
Svona ferðir munu vera nokk
ur nýlunda, og er ekki að undra
þótt marga fýsi að sjá það með
eigin augum, sem svo mjög er á
dagskrá í blöðum og útvarpi, |
þessa dagana* síendurtekin brot
brezku togaranna.
Vöruskipti alesns
hagstæðari.
Vöruskiptajöfnuðurinn í marz
s.l. varð óhagstæður um 23.4
millj. kr., en í sama mánuði í
Tyrra um 44.8 millj. kr. — O-
hagstæður vöruskiptajöfnuður
í lok fyrsta f jórðungs ársins var
38.8 millj ki\, en í fyrra á sama
tíma 112.4 millj. kr.
Útflutt var í marz fyrir
nærri 72.9 millj. og frá áramót
um til marzloka . fyrir 246.7
millj. Á sama tíma í fyrra fyrir
83.4 millj, í marz og 193,3 til
marzloka.
Hér hefir að undanförnu
verið fréttamaður frá New
York Times, Werner Wiskari,
og hefir hann átt tal við ýmsa
málsmetandi menn hér.
Þar sem landhelgismálið er
nú ofarlega á baugi, eins og
eðlilegt er, fór fréttamaðurinn
í brezka sendiráðið og spurði
staðgengil sendiherrans, David
j M. Sunmierhayes, sendisveitar-
! fulltrúa, um afstöðu Breta í
! málinu.
Spurði fréttamaðurinn sér-
staklega um það, hvort um ein-
hverja stefnubreytingu væri að
ræða hjá Bretum, þar sem þeir
samþykktu nú, að bv. Lord
Montgomery væri færður til
hafnar en hefðu meinað ís-
lendingum slíkt hið sama gagn-
vart tveim síðustu togurunum,
sem íslenzk varðskip hefðu
komið að.
Summerhayes kvað ekki um
neina stefnubreytingu að ræða
af Breta hálfu, því að mæling-
ar íslendinga hefðu verið rang-
ar í þessi tvö umræddu skipti
en ekki að því er snertir Lord |
Montgomery. Hefðu enskir for-
ingjar gengið úr skugga um
mælingarnar hverju sinni.
(Bretar bera með þessu
fram mjög ómaklega ásökun
á íslenzka varðskipsmenn og
tvímælalaust gegn betri vit-
und. Þótt yfirmenn varð-
skipanna hafi ekki gengið á
neinn herskóla, munu þeir
tvímælalaust færari í sínu
starfi en þeir Bretar, sem
teflt er fram gegn þeim.
Bretinn hefir aðeins fall-
byssurnar umfram. — Inn-
skot Vísis).
Þegar brezki fulltrúinn hafði
sagt þetta, lagði blaðamaðurinn
jfyrir hann þá spurningu, hvers
vegna Bretastjórn hefði ekki
sagt það afdráttarlaust í orð-
sendingu sinni á dögunum, í
stað þess að vera að tala um
þrjár mílur og að hún viður-
kenndi ekki aðra landhelgis-
línu. Við þessu hafði fulltrúinn
ekkert svar á reiðum höndum.
Yalda heifsutjóni
jsriggja milljóna.
Yfir 30 milljónir manna munu
bíða heilsutjón af völdum kjarn-
orkusprenginga þeirra, sem
gerðar hafa verið til þessa.
Þótt þetta sé tilgáta vekur hún
mikla athygli, því að sá er bar
h^na fram er dr, Linus Pauling,
segir i fregn frá Los Angeles,
sem hlotið hefur Nóbelsverðlaun
fyrir efnafræðilegar rannsóknii-.
Brezk flugvél týnist
nærri Sovétríkjunum.
17é&r ú íeið til Æstraiíu
tneð leytiitœki.
Saknað er síðan á fimmtudag
s.l. brezkrar flutningaflugvél-
ar, sem var á leið til Woomera
í Astralíu með leynitæki. Alls
voru 12 menn í flugvélinni, þar
af nokkrir sérfræðingar á leið
til Woomera.
hald verður á slíkum flugferð-
um.
KK-sextettinn leikur
með /fFive Keys".
Seinast fréttist til flugvélar-
innar yfir fjallahéraði í Tyrk-
landi um 160 km. frá landa-
mærum Sovét-Armeníu. Veð-
ur var slæmt. Brezkar, iransk-
ar, tyrkneskar og bandarískar
flugvélar hafa leitað hennar
árangurslaust, og Rússar segj-
ast ekkert um hana vita. Gerði
brezka sendiráðið í Moskvu
fyrirspurn þar um hvort Rúss-
ar vissu nokkuð um afdrif flug-
vélarinnar.
Landslagi er svo háttað, þar
sem flugvélin var yfir, er síð-
ast fréttist, að leit að flaki
hennar getur tekið langan tíma.
Rússar skerða loft-
helgi Irans.
Iransstjórn hefur lagt fram
mótmæli út af því, að rúss-
neskar orustuþotur hafa að
undanförnu flogið yfir Norður-
Iran í heimildarleysi. Er varað
við a.Eleiðingum þess, ef áfram-
K.K.-sextettinn hefur verið
ráðinn til að annast undirleik
fyrir ameríska söngkvintettinn
Five Keys á skemmtunum
þeirra í Austurbæjarbíói, sem
hefjast í lok þessarar viku.
Hljómsveitin mun jafnframt
leika nokkur lög á hljómleik-
unum og munu söngvarar
hljómsveitarinnar, þau Elly
Vilhjálms og Ragnar Bjarnason
syngja með hljómsveitinni.
mun. Munu þau syngja saman
og verða öll lög þeirra sungin
á íslenzku. Munu m. a. verða
sungnir nokkrir nýir íslenzkir
textar við vinsæl erlend lög.
Forsala aðgöngumiða að
hljómleikum þeirra Five Keys,
sem hér syngia í ágóðaskvni
fyrir Blindrafélagið, eins ov áð-
ur hefur verið getið. hófst í
Austurbæjarbíói s.l. laufr-írdag
og fer fram daglega í bíóinu.
Fyrstu hljómleikarnir verða
næstkomandi föstudag.