Vísir - 13.05.1959, Blaðsíða 9

Vísir - 13.05.1959, Blaðsíða 9
Mi$vikudaginn 13. jtii visnr Síidlve;Bar Framh. af 4. síðu. þessum slóðum. En þ ssum síldargöngum hefur verio iítill •gaumur gefinn. Þá hefur einnig, sérstaklega síðan fiskibátarnir fengu næma dýptarmæla, oiðið vart við síld á öllu svæðinu frá Breiða- firði austur a' Hornafirði allan veturinn og þá alltaf nálægt landi. Núna rétt fyrir skömmu hefi eg fengið fréttir af því að þeir hafa verið að fá síld upp í þorskaneti innst inni í Faxa- flóa og kringum Vestmanna- eyjar. Annars er það ekki nýtt að sildar verði vart á þennan hátt, en líklega ber með mesta móti á þessu í vetur. Síldin sem þannig hefur veiðst er hins vegar smærri en oftast áður en það finnst mér aðeins spá góðu um aukningu á íslenzka síld- arstofninum og meiri veiði á næstu árum. Á flotvarpan framtíð hér? Hér hefur verið reynt með vmsar gerðir af síldarflotvörp- um. Nær einvörðungu sunnan- lands á ýmsum árstímum, en aldrei fengizt úr því skorið hvort hægt væri að no.ta þær hér með góðum árangri. Sumar af þessum tilraunum hafa alls ekki verið neikvæðar að mín- um dómi. Helztar eru Sörens- varpan sem gerð er fyrir tvo báta og Runkavai'pan frá Akra- nesi eins og hún var í upphafi. Kanadiska flotvarpan er samt að mínum dómi líklegust til árangurs með einum báti. Það versta er að tilraunum með þessum vörpum var aldrei lok- ið til fulls en enginn má láta sér til hugar koma að síld verði veidd í flotvörpur án byrjunarörðugleika og fyrir- hafnar við að kynnast þessum nýju veiðiaðferðum. Eg er sannfærður um það að þeir tímar koma að síld verður veidd hér sunnanlands á haust- in og veturna í flotvörpur. Það kostar að vísu nokkurn tíma að komast upp á lagið og finna hvaða tegund hentar bezt, en þegar það er fundið ættu það að verða ábatasamar veiðar. Tilraunir með síldarflot- vörpu á stórum togurum tel eg ekki rétta aðferð að minnsta kosti ekki til að byrja með. ís- lenzku bátarnir eru flestir með það sterkar aflvélar að þeir að sínu leyti geta náð hinum til- ætlaða árangri. Togararnir eru svo dýrir í rekstri að afii þeirra þarf að vera svo geysilegur að menn geta ekki gert sér vonir um að hægt verði að láta þessa veiðiaðferð borga sig hjá þeim. Þegar lauslegur samanburð- ur er gerður á tilraunarekstri með togara og vélbát rneð síld- arflotvörpu, ber að hafa það í huga að mánaðarrekstur togara samsvarar að kostnaði til margra mánaða úthaldi bátsins. Svo er hitt að einmitt á þeim tíma sem slíkar tilraunir, eða veiði fer fram eru aðrar arð- bærari veiðar fyrir hendi fyrir togarana, en hjá bátaflotanum hefir til þessa verið lítið að gera á þeim tíma sem síldin er í torfum við Suðvesturland. Annars held ég að þegar rétta aðferðin er fundin til að veiða síld í flotvörpu og útbún- aðurinn er orðinn fullkominn til þess að útiloka allt handa hóf til dæmis með því að setja dýptarteljara, eða dýptarmæla á vörpurnar höfum við íslend- ingar betri skilyrði til að fiska síld í stórum stíl en nokkur önnur þjcð sem ég þekki til. Þá gætu síldveiðar orðið hlut- verk fyrir stóra togara ekki síð- ur en smábáta. Eg ætla ekki að fara að lýsa þeim tilraunum, sem gerðar ( hafa verið undanfarin ár hér ^ yið ísland með flotvörpu, en það er eitt um þær allar að segja að þær hafa verið gerðar 1 af mestu fátækt og jafnvel vantrú á að þær gætu tekizt. Slíkt er ekki vænlegt til árang- urs, enda hefur verið eftir því. arangurmn Hvað um veiðar með hringnót? Nokkrir stórhugamenn hafa gert sér vonir um að takast mætti að veiða síld í hringnót hér sunnanlands að haustinu til. Það er ekki nema eðlilegt að menn freisti mikils til að geta veitt eitthvað af þeim ógrynn- um af síld sem safnast saman á þeim árstíma við Suðvestur- land. Þá er sildin í gríðarstór- um og þykkum torfum. Svo mikið er magnið að ekki sæist högg á vatni þó allir bátar fengju fullfermi mörgum sinn- um yfir veiðitímann. Hér er þó aðallega eitt sem hindrar að þessi veiði takist og það er hin stormasama veðrátta á þessum slóðum haust- og vetrarmánuð- ina. Mér þykir líklegt að hring- nótaveiði gæti heppnast dag og dag þegar bezt lætur enda sé þá notaður góður og fullkom- inn útbúnaður og sérstaklega fljótvirkur. Eg gæti helzt látið mér til hugar koma smáriðna nót úr hörðu garni sterku og ekki eftirgefanlegu, sem hefði þau áhrif að strax og síldin snerti nótina sneri hún frá í stað þess að troða sér í möskv- ann. Helzt þyrfti að hafa með- ferðis bát, sem hægt væri að hafa á hekkinu og svo auðvitað kraftblokk til að hala inn nót- ina. Nauðsynlegt er við þennan veiðiskap að nota fiskidælu til að ná síldinni úr nótinni. Einn- ig þyrfti að haga svo til að dæl- an gæti dælt í tvo báta og gætu þá tveir verið um nót. Hraðinn er nauðsynlegur vegna þess að á skammri stundu skipast veð- ur í lofti, einmitt á þeim tíma þegar síldin þjappar sér í torf- ur við Suðvesturlandið. Frambyggðir bátar heppilegastir. Til hvers konar síldveiða tel ég heppilegra að hafa fram- byggða bát eins og m.b. Fann- ey. Slíkt byggingarlag er hent- ugt og þá sérstaklega til þess að hægt sé að hafa nótina á hekkinu á aðalbátnum, kastað henni þaðan og dregið hana þangað inn aftur með kraft- blokk. Bæði er þetta auðveld- ara og hefur þann mikla kost að það er hægt að hafa þetta dýra veiðarfæri um borð í bátn- um og ferðast með hana hvern- ig sem veður er og losna þann- ig við áhyggjur af nótabátnum með nótina í. Eg vil einnig taka það fram að nótin þarf að vera sérstak- lega sterk svo að hún þoli ör- ugglega að hún sé dregin að bátnum í brælu þótt báturinn dragist sjálfur ekki að nótinni. Það þarf að vísu ekki ýkja mik- ið afl til þess eins og sézt á því að menn hafa getað dregið að sér korkalínuna með höndun- um. Tekjur bænda í Bretlandi rýrnuðu lun 27.5 millj. stpd. árið sem leið og er cliagstæðu veðurfari fyrir landbúnaðinn kennt um. Þng LÍV gerBi margar áSyktmiir. varBandi bagsmuaamáSin. Kosið í stjórn til næstu 2ja ára. Fyrsta þing Landssainband Austfirðingafjórðungur: ísl. verzlunarmanna stóð frá Anton Lundberg, Neskaupst. föstudegi til sunnudags. Sunnlendingafjórðungur: Hólmgeir Guðmundsson, Þingið gerði fjölmargar á- Keflavík. lyktanir í hagsmunamálum í fundarlok mælti Guðjón verzlunarfólks og öðrum mál- Einarsson, forseti þingsins nokk um almenns eðlis. Verða þær ' ur hvatningar- og þakkarorð, birtar síðar. \ en Guðjón hefur lengzt allra Eftirtaldir menn skipa stjórn 1 manna verið í fyrirsvari fyrir sambandsins næstu 2 ár: Formaður: Sverrir Hermanns son. Framkv.stj.: Ásgeir Halls- son, Björn Þórhallsson, Gunn- laugur J. Briem, Reynir Eyjólfs son. Varamenn í framkv.nefnd: Björgúlfur Sigurðsson, Guðm. H. Garðarsson, Hannes Þ. Sig- urðsson. Örlygur Hálfdánarson. Þessir 9 menn skipa aðal- stjói'n sambandsins ásamt 2 stærsta aðildarfélagi LÍV, sem er V.R. Aðalfundur Samvinnutrygg- inga var haldinn í Reykjavík mönnum úr hverjum landsfjórð 9- Þ- m ungi: Vestfirðingafjórðungur: Þorleifur Grönfeld, Borgar- nesi, Haukur Ingason, Siglu- firði. N orðlendingaf j órðungi: Tómas Hallgrímsson, Siglu- firði, Guðm. Ó. Guðmundsson, Sauðárkróki. Austfirðingaf jórðungur: Sigurjón Kristjánsson, Nes- kaupstað, Björn Bjarnason, Neskaupstað. Sunnlendingafjórðungur: Kristján Guðlaugsson, Kefla- vík, Jón Hallgrímsson, Vík í Mýrdal. Varamenn í stjórn: Reykjavík: Daníel Gíslason, Guðmundur Jónsson, Sigurður Steinsson. Vestfirðingafjórðungur: Indriði Björnsson, Akranesi. Norðlendingafjórðungur: Óli D. Friðbjörnsson, Akur- eyri. Heildariðgjaldatekjur Sam- vinnutrygginga námu tæpum 60 milljónum króna ánð sem leið, og höfðu þær aukizt um 27 % á árinu. Tjónin námu röskum 40 milljónum króna. Aðalfundurinn samþykkti að endurgreiða þeim, sem tryggt höfðu hjá félaginu, samtals kr. 3.211.000.00, Iðgjalda- og tjónasjóðir fé- lagsins námu í árslok samtals kr. 73.598.000.00 og höfðu auk- izt um rúmar 16 milljónir á árinu. Á árinu voru gefin út 342 ný líftryggingarskírteini Andvöku. Iðgjaldatekjur féjagsins námu um 2V2 milljón króna. Lagðar voru 18.000 krónur í bónussjóð og 2.180.000 krónur í trygg- ingarsjóð, og nemur hann í árs- lok kr. 14.390.000.00. í árslok voru 8731 líftryggingarskír- teini í gildi og nam tryggingar- stofninn þá 95 V2 millj. kr. 't «»/•*> Manstu eftir þessu ... ? Andrea Mead Lawrence, einn bezti skíðamaður Bandaríkjanna, var aðeins 15 ára gömul, þegar ákveðið var, að hún tæki þátt i Vetrar-OIynipíuleikjunum 1948, en hún var hinsvegar aðeins 10 ára, þegar hún fór að taka þátt £ kapp- mótum með fullorðnum í lieimafylki sínu, Vermont, þar sem vetrarríki er talsverí og góðar skíðaslóðir. Hún stóð sig með miklum ágætum í vetrarleikj- cnum 1952, en þeir voru haldnir í Osló, og þar vann hún raunar í tveim grein- um — svigi og stórsvigi — og varð þar með fyisti Bandaríkjamaðurinn, sem vann tvo gullpeninga í vetrarleikjun- um. Hún var einnig meðal þátttakenda í leikjunum 1956, og maður liennar var þá í karlasveitinni. Meira en þrjár milijónir Þjóðverja hafa flúið heimkyni sín fyrir austan járntjaldið og leitað hælis fyrir vestan það frá árinu 1949. Margir bcirra hafa farið um Berlín á Icið sinni íil frelsis- ins, sem hefur verið einskonar on á tjaldinu, cr crfitt hefur reynzt fyrir kommúnista að loka. Myndin hér að ofan er tekin í Waldbúhne Olympíu- lcikvangsins í Berlín í ágústmánuði 1951, þegar 20,000 fléttamer.n frá aust- urhéruðum Þýzkalands voru þar sam- ankomnir til að hlýða á vestur-þýzka embættismenn, er ræddu við bá um möguleika á að koma þeim fyrir í nýj- um heimkynnum. Óendanlegur straum- ur flóttamanna liggur um Berlín, og á s.l, ári flýðu um 15,000 menn á mánuði. J. J. A. Frans, belgískur mennta- frömuður (til vinstri á myndinni), veitti aðstoð við að hleypa af stokkunum sérstakri menntamálaáætlun i Itamb- odiu í Indókína, en bar var allt miðað við það, að farið væri út \:m þorpin í landinu til að kenna íbúunum ýmis nauðsynleg fræði, en ekki látið við það sitja að stofna skóla £ stærri bæjúm cg ætlast síðan til bess, að almenningur kæmi þangað um Iangan veg. Var þetta gert á vegum menntamálastofnunar Sameinuðu þjóðanna (UNESCO), og hefur nú verið hafizt handa um sams- konar menntaáætlun í alls 21 landi, seni er í tenglsum við samtökin. Veita þatt aðstoð einkum með því að þjálfa kemin ara, sem mikill skortur er víðast á. jj|

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.