Vísir - 13.05.1959, Blaðsíða 12

Vísir - 13.05.1959, Blaðsíða 12
Ekkert blað er ódýrara i áskrift en Vísir. Ltátlfl hnnn fœra yflur fréttir eg annað Imtrarefni heim — án fyrirhafnar af yðar hálfu. Sími 1-16-60. VlSlK. Munið, að þeir, sem gerast áskrifendnr Vísis eftir 10. hvers mánaðar, fá blaflið ókeypis til mánaðamóta Sími 1-16-60. Miðvikudaginn 13. maí 1959 Bretar búa sig undir framteiðslu geimfarartækja. Það er upphaf þátttöku þeirra í geimrannsóknum. Bretar ætla að hef ja þátttöku rannsóknaskyni, er þar að kem- í geimrannsóknum og munu ur. s^nnilega hafa samstarf við Bandáríkjámenn og samveldis-j þjóðirnar um geimferðir í Athugar hjörtu gorilluapa. Dr. Paul Dudley White, sér- fræðingur í hjartasjúkdómum <ag sá sem stundaði Eisenhower Bandaríkjaforscta er hann varð fyrir hjartabilun, er nú á leið- inní fil Afríku til að rannsaka hjöríu GóriIIaapa í Belgíska Kongo. Mikíl áherzla er nú lögð á að rannsaka orsakir hjartasjúk- dóma. GóriIIan er líkust mann- inum að líkamsbyggingu. Því er fróðlegt að þekkja sem ýtar- Jegast hjartastarfsemi þessarar epategundar og mætti þar fínna ýmislegt er gæti orðið jnanninum að liði í sívaxandi barátíu við hjartasjúkdóma, gem nú hrjá mannkynið meira m áður. Macmillan gerði grein fyrír áformum í þessum efnum. Á- kveðið væri að hefja undirbún- ing að smíði og framlelðslu ým~ issa tækja og véla i gervihnetti, og yrði varið til þessa hundr- uðum þúsunda stpd., en ekki milljónum eða milljónatugum, enda um takmarkað átak að ræða í byrjun. Hailsham lávarður, sem á að samræma áætlanir á þessu sviði sagði í gær, að ekki væru á- formaðar ferðir til tunglsins eða annarra reikistjarna. í Bandaríkjunum er því fagnað, að Bretar ætla að hefja þessa þátttöku, bæði af utan- ríkisráðuneytinu, og vísinda- mönnum. Þá er því vel tekið í Bret- landi eftir blöðum að dæma, en Daily Herald, blaði jafnaðar- manna, þykir þó lágt risið á stjórninni, þar sem hún vill ekki leggja fram meira fé en boðað hefur verið. Önnur blöð telja þó réttmætt, að fara hægt af stað. Hér sjást utanríkisráðherrar lýðræðisþjóðanna í Genf. Þeir eru, frá v. Pella, Lloyd, Herter, de Muriville og von Brentano. Ár er nú liðið frá bylting- unni í Alsír. Gripið til varúðarráðstafana af þeim sökum. Mikið er um viðbúnað í Alsír vegna hátíðahalda x dag í til- efni af því, að ár er liðið frá því þar var risið upp og þess krafist, að De Gaulle fengi völdin, en þetta var hinn 13. maí. Með þessum kröfum fékk Ðe GauIIe hreyfingin byr und- ir báða vængi og De Gaulle raunverulega tryggð völdin. Það var þennan dag, fyrir einu ári, sem Frakkar í Alsír stofnuðu nefnd til þjóðarörygg- is og kröfðust valdanna í hend- ur De Gaulle. Þá var hrópað: Á aftökustaðinn með Pflimlin. Felið De Gaulle forystuna o. s. Bretinn getur fengið oiíu hjá Rússum, vill heldur gull. \itisJh ipttirit> f n el JEccles er rn/- kowniwt til 3£oskvww. frv. — Herinn stóð að baki nefndinni. Ekki er svo langt um liðið, að þörf sé að rekja; þetta frekara, nema minna á, j að ýmsum fýlgismönnum De Gaulles, einkum frönskum landnemum, þykir hann hafa brugðist sér, og þeir hvetja nú til þess, að menn taki ekki þátt í hátíðahöldunum. Lögreglan hefur mikinn við- búnað sem að ofan segir, og hefur gát á mörgum í dag, ekki að eins uppreistar- og skemmd- arverkamönnum heldur og von- sviknum Frökkum. Aukin mjólkurframleiðsla Þingeyinga. Vélakoshir mjolkiirsdödvarínnar á Elnsavík cndurnýjaður. Viðskiptasendinefndin, sem boðað var nýlega að færi til Sovétríkjanna við forustu Sir David Eccles verzlunarráð- herra, er nú komin þangað. Borið hefur verið til baka fregn um, að Bretar ætli að bjóða Rússum 50—100 millj. stpd. lán — fregn um þetta er nú sögð ekki hafa við neítt að styðjast. í blöðum er bent á, að ef Rússar skorti erl. gjaldeyri, geti þeir selt gull í London, — það hafi þeir áður gert, en Rússar hafa í seinni tíð gert lítið sem ekkert af því að selja gull. — Gullframleiðsla er sí- vaxandi í Sovétríkjunum. — Rússar kve vilja selja Bretum olíu o. fl. Rúmenia. Samkomulagsumleitanir fara einnig fram milli Breta og Rúmena um aukin viðskipti, og vilja Rúmenar kaupa vélar o. fl. frá Bretum. Þegar he/ur verið samið um kaup í Bret- landi á vélum í pappírsverk- smiðjur o. fl. fyrir 5 millj. stpd. Alls mun verða samið um við- skipti fyrir a. m. k. 25 millj. stpd. Húsavík í gær. Innvegið mjólkurmagn hjá Mjólkursamlagi Þingeyinga hafði aukizt á árinu sem leið um 8.4%. Á aðalfundi mjólkursam- lagsins, sem haldinn var 5. maí sl. voru mættir 15 fulltrúar af 22. Þar var frá því skýrt, að á sl. ári hafi innvegin mjólk, sem til samlagsins kom, numið tæpum 3 millj. kg, og hefði aukizt um 8.4 af hundraði frá Hæsta ári á undan. Af mjólkuriftagninu fór 13% til neyzlu, en hitt til vinnslu. Sala á ostum cg smjöri gekk að óskum. Endanlegt mjólkurmagn til banda var 364Vz eyrir pr. kg og við stöðvarvegg. Tíu manns vinna að staðaldri við mjólkur- stöðina, en stöðvarstjóri er Haraldur Gíslason. Á þessu ári er fyrirhugað að endurnýja vélakost stöðvar- innar og gera ýmsar endurbæt- ur á húsakynnum hennar. Verður því væntanlega lokið fyrir næsta haust. Dráttur hjá H. H. I. í gær var dregið í 5. flokki hjá H. H. í. um 896 vinninga, samtals að verðmæíi 1.155.000 krónur. Hæsti vinningur, 100 þús. kr., kom á nr. 41.117, heilmiða, seldan í Vestmannaeyjum. Næsthæsti viningur, 50 þús. kr., kom á nr. 31952, heilmiða, seldan í Ólafsvík. 10 þús kr. vinningar: 411, 6313 12671 20620 24780 33350 40468. 5 þús. kr. vinningar: 8837 12113 15967 23611 24932 33301 43470 45070 45360 49100. Strauss heimsækir Bretland. Strauss landvarnaráðherra V.-Þýzka!ands er í heimsókn í Bretlandi í boði Duncan Sands landvamaráðherra. Strauss heimsækir verksmiðj ur og herstöðvar. Rætt verður tun sölu og kaup á vopnum. „Frjálsir fiskar" vöktu hlátur. Revían „Frjálsir fiskar“ var frumsýnd í gærkveldi fyrir troð fullu húsi áhorfenda og vakti óhemju kátínu. Leikendur í revýunni eru Haraldur Björnsson, Lárus Ing- ólfsson, Karl Guðmundsson, Einar Guðmundsson og ung feg urðardís, Kolbrún Kristjáns- dóttir. Að auki koma þar fram þrjár bráðfimar dansmeyjar, hin fræga Edda Scheving, Ing- unn Jensdóttir og Carmen Bo- nitch. Einkum veltust áhorf- endur um af hlátri af þeim Lárusi Ingólfssyni og Einari Guðmundssyni, en hinn síðar- nefndi lék þrjú hlutverk: Þor- geir smyglara, vísindamann í fornum fræðum og Gvend rind- il. Er ekki að efa, að marga mun fýsa að sjá þessa revýu. Merkjasala SVFÍ. Merkjasala Slysavarnafélags- ins á lokadaginn gekk eftir vonurn í ár. Fulltrúi Slysavarnarfélags- ins Guðmundur Pétursson, tjáði Vísi í morgun, að ekki væri endanlega búið að gera upp tekjur af merkjasölunni, en samkvæmt bráðabirgðaupp- gjöri, hefðu safnazt um 30 þús. krónur. Er þetta aðeins minna en í fyrra, en þá komu inn um 34 þús. krónur. Guðmundur á- lítur að ástæðan fyrir því að ekki kom þó meira inn nú, muni vera sú að ekki komu eins mörg börn til að selja í ár. Er þar sennilega flensunni um að kenna að mestu leyti. Veðrið var ákjósanlegt þenn- an dag, en um 100 börnum var færra við sölu. Relðhjallavírkjun biluð. Frá fréttaritara Vísis,. ísafirði í gær. Vélar í Reiðhjallavirkjuninnl í Bolungarvík brotnuðu tals- vert sl. sunnudag, og varð um leið rafmagnslaust á virkjun- arsvæðinu. Rafmagnsleysið hefir valdið óþægindum og tjóni og óvíst er hvenær viðgeiA á vélunum verður lokið. Rækjuveiðum er að ljúka. Veiðin hefir verið léleg og mikill hluti rækjunnar er ekki talinn vinnsluhæfur. Vélbátar héðan sóttu í gær austur í Drangál og öfluðu 8 lestir af góðum þorski. Veður- blíða er nú mikil og tún grænka ört og í lok þessarar viku verð- ur kúm hleypt út. Ráðherrafundi frestaðtilhausts. Eins og áður hefir verið skýrt frá í fréttum er ákveðið, að næsti fundur utanríkisráðherra Norðurlanda verði haldinn í Reykjavík. Var upphaflega bú- izt við því, að fundurinn yrði í þessum mánuði, en ráðherr- arnir hafa nú komið sér sam- an um að fresta honum til haustsins, og verður hann væntanlega haldinn í lok ágúst- mánaðar. Viscount-flugvél ferst vestanhafs. EKdingu laust í hana á flugi og fórust 33 manns. í morgun bárust fregnir um tvö flugslys í Bandaríkjunum. — f þeim bíðu 33 menn bana. Báðar flugvélarnar voru frá sama félaginu. Annað þeirra varð nálægt Atlanta, Georgia. Tættist flug- vélin sundur á flugi af völdum eldingar, að því er talið er, en þrumuveður geisaði, er slysið varð. Allir, sem i flugvélinni voru, fórust en það voru 27 far- þegar, og 4 manna áhöfn. Flug- jvél þessi var af Viscount-gerð. i Hitt slysið orsakaðist við misheppnaða lendingu, og mun flugvélin hafa steypt fi'am yfir sig, og biðu tveir menn bana, en nokkrir hlutu meiðsli. Ekki var þess getið, að þeir hefðu meiðst hættulega. Flugvélin var af Constellationgerð. Flugfélagið Capital Airlines ■ átti báðar flugvélarnar.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.