Vísir - 15.05.1959, Síða 3

Vísir - 15.05.1959, Síða 3
Föstudaginn 15. maí 1959 v isia 3 IIOLLUSTA OG HEILBRIGÐI Skapgerð «g sjúkdómar. Suma sjúkdáma má rekja fll skapgeráar manna. - ,Dyg§Óir' gefa orcið sjúkdómsvaldur. Ef til vill er það ein af at- hyglisverðustu uppgötvunum vorra daga, að persónugerð manns geti bókstaflega talað riðið honum að fullu. Það vegur þó á móti hinni dökku hlið þessarar uppgötv- unar, að hér stöndum við ekki algerlega ráðalausir uppi: Það er hægt að beita sálrænum á- hrifum til að lækna og sú lækn- isaðferð er tiltölulega auðveld. Það er stundum hægt að draga úr eða útrýma hinum eyðileggj- andi áhrifum persónugerðarinn- ar. Þeir, sem fást við sjúkdóms- rannsóknir, hefur lengi verið það Ijóst, að samband er á milli persónuleika manns og þess sjúkdóms, sem hann þjáist af. Það er meira en hálf öld síðan mönnum var það ljóst, að hug- arástand hefur áhrif á asthma, magasár og berkla. En það er stutt síðan menn sannfærðust um það, að viss persónuleg ein- kenni virðast jafnvel vera or- sök alvarlegra hjartasjúkdóma, sérstaklega hjartaasthma, trufl- ana á starfsemi hjartans og geta meira að segja verið orsök slysa. Fjórir af hverjum fimm mönn um, sem þjást af þessum sjúk- ■dómum, hafa ákveðin persónu- Jeg einkenni, sem nánar má skilgreina og hvert um sig eru frumorsök viss sjúkdóms. Þar að auki sýna rannsóknir, að hugsanlegt er að viss per- sónugerð skapi skilyrði fyrir vexti vissra krabbameinsteg- unda. Árum saman hafa vísinda- menn fengizt við rannsóknir á þessu sviði og má þar nefna dr. Flanders Dunbar, þekktan vís- indamann, sem rannsakað hef- ur meira en 2000 sjúklinga á Presbyterian Hospital in New York. Árangur rannsókna dr. Dun- bars var sá, að hann telur að 80% þeirra sjúklinga, sem áður er getið, hafi sýnt persónu- leg einkenni, sem staðfestu skyldleikann milli persónugerð- arinnar og sjúkdómsins, þ. e. a. s. hann telur sig hafa fengið staðfestingu á hinni fræðilegu kenningu. Þessar rannsóknir leiddu til þess að farið var að beita sál- rænum áhrifum til lækninga á sjúkdómum þessum. Þar rák- ust læknar þó á ýmsa erfiðleika. Menn gátu illa fellt sig við, að láta senda sig til geðveiki- lækna. „Haldið þér þá að ég sé ekki með öllum mjalla?“ var tíðum viðkvæðið. Það, sem læknirinn vildi var hins vegar aðeins það, að rannsaka per- sónugerð mannsins og ganga úr skugga um hvort rekja mæti orsakir sjúkdómsins til persónu- gerðarinnar eða skapgerðarinn- ar því engu var líkara en eitt- hvað það bærðist þar, sem drægi sjúklinginn með ógnar- afli niður í djúp tortímingarinn- ar. Ef til vill hefði verið hægt að ráða bót á meininu með nokkrum viðtölum, en sjúkling- arnir veigruðu sér við að gang- ast undir slíka rannsókn. Af- leiðingin varð tíðum aðeins sú, að sjúklingurinn leitaði til ann- ars læknis, sem gaf honum að- eins þau ráð, að leggja minna að sér, vinna ekki svona mikið, taka ekki hlutinn svona alvar- lega. Þetta var auðvitað gott og blessað og hið bezta ráð í sjálfu sér, en árangurinn varð ekki að sama skapi drjúgur: sjúklingurinn fékk engan bata og gafst upp í baráttunni og lézt fyrir tímann. Hinir bjart- sýnu læknar, þeir, sem trúðu því að hin nýja skýring væri rétt töldu, að hér hefði verið hægt úr að bæta, sjúklingurinn hefði með réttri meðferð getað lært að fara sér hægar og lifað 20 árum lengur. „ Sá sjúkleiki, sem á rót sína að rekja til persónuleikans eða skapgerðarinnar, á ekkert skylt við geðveiki. Við mætum þessu fólki daglega, það býr jafnvel undir sama þaki og við, eða Framh. á 11. síðu. Það fá fleiri flensuna en mannkindin, því að B ,-anda |>ur?ti endilega að verða sér úti um hana, en það er þó bót í máli, að Tryggur heimsækir hana og skemmtir henni. Nýtt lyf viö æðastíflu Sjúhlingi datt í hug að regna að i'inna Igí Er fundið lyf við mislingum? Brezkir vísindamenn gera sér vonir um það. Vísindamenn við Wellcome iResearch Labaratories í Beck- enham í Kent á Englandi eru að vinna að því' að framleiða ■nýtt bóluefni gegn mislingum. v { , -- j4 Framleiðslan er enn á til- raunastigi, en forstöð.umennirn- ir segjast ekki trua öðru en að þeim muni takast að fullkomna lyfið eða bóluefnið. Þetta yrði enn einn árangur nútímavísinda í lyfjafræði. — Mislingar eru að vísu ekki tal- inn skæður sjúkdómur nú á •dögum, en þeir valda þó miklu Ajóni og óþægindum, þó ekki sé meira sagt. Þar við bætist, að fylgikvillar þeirra geta orðið slæmir og valdið dauða þó að mislingar sjálfir leggist ekki mjög þungt á sjúklinginn. Mjög sennilegt er, að misling- abóluefnið, ef tekst að full- komna það, verði notað með öðrum bóluefnum og verði þannig um eina og sömu bólu- setningu fyrir fleiri sjúkdóm- um í senn að ræða. í Ameriku hafa tvö fyrirtæki tekið að sér að búa til samsett bóluefni, sem gagni við barna- veiki, kíkhósta og lömunarveiki og jafnvel fleiri sjúkdómum. Cecil Webb heitir maður nokkur og býr í Flórída í Banda ríkjunum, þar sem mest er rœkt að af appelsínum og öðrum sítrónuávöxtum. Webb varð fyrir að veikjast alvarlega af hjartaslagi og lam- Jast. Það var fyrir tveim árum . síðan. í veikindum sínum fór hann að hugsa um hvort ekki mætti finna meðal, er komið gæti í veg fyrir kransæðastíílu og hjartaslag. Honum var kunn- ugt um að menguð fita getur verið aðalorsök þessa sjúkdóms, sem nú gerist svo tíður í öll- um menningarlöndum. í Flórída er einhver mesta appelsínurækt í heimi. Webb fékk þá hugmynd, að hægt mundi vera að vinna lyf úr kjarna appeisínu- og sítrón- ávaxtanna og með hjálp lækna sinna lét hann hefja rannsókn á þessu. Webb varði miklu fé til rannsóknanna og að lokum ,tókst að vinna línolíusýru úr kjörnunum. Þessi olía reynist vel og eyðir fitumyndun þeirri í æðunum, sem valdið getur æðastíflu. Webb hefur nú ákveðið að verja allt að 2.500.000 dollara til þess að koma á fót verk- smiðju til að vinna olíuna úr | kjörnunum. Appelsínukjarninn inniheldur 51% olíusýru og það eru hæg heimatökin, því að á I þessum slóðum er óhemjumikið I af appelsínukjörnum. Vissulega mundi margur 1 fagna því ef þarna tækist að finna meðal við þessum alvar- lega sjúkdómi, en ekki mun verða minni gleðin hjá ávaxta- ræktarmönnunum í Flórída, sem lengi hafa verið að brjóta heilann um það, hvað þeir eiga að gera við alla ávaxtakjarnana, sem til falla. Læknarnir segja, að engin fæðutegund, sem þekkt sé, inni- haldi eins mikið af línolíusýru og appelsínu- og sítrónukjarn* arnir og einn ónafngreindur vís- indamaður sagði, að þessi upp- finning ætti að „þynna svolítið raðir hinna ríku ekkna í Banda- ríkjunum.“ Sýran er lyktarlaus og bragð- laus og er jafngildi hvaða mat- arolíu sem er, hvað næringar- efni snertir. Er varaliturinn eitraöur? Illörg litarefni í varaliti bönnuð vestan hafs. Lávarður einn lét hendur standa fram úr ermum nýlega og gerði þá fyrirspurn í lávarða- deildinni, hvort nokkurt eftirlit vœri með því i Bretlandi að eitruð litarefni vœru ekki not- uð í varaliti þá, sem konum eru seldir. Það upplýstist, að svo væri ekki. Lávarðurinn, sem fyrirspurn- ina gerði, var að vísu ekki sér- lega fróður um þessi mál, en svo mikið vissi hann, að í Banda ríkjunum er haft eftirlit með þessu og eru 17 efni bönnuð til þessara nota, þar sem þau teljast eitruð og geta valdið krabbameini. Annar lávarður vissi, að gervierfni eru mjög notuð til I þessara hluta, og að brezka j stjórnin er alls ófróð um þau ! og hefur ekki látið rannsaka ! eiturverkanir þeirra, þó ein- hverjar kunni að vera. Þriðji lávarðurinn upplýsti, að víst væri bannað að nota ýmis gervilitarefni í varalita- gerð í Bandaríkjunum, en hann tafdi að látið væri sitja við bannið eitt og eftirlitið væri lítið sem ekkert. Vdkswagen 1959 Alveg ókeyrður til sölu. Bílasalan Ingólfsstræti 9 Sími 18966 og 19092. Drengjaskór svartir og brúnir, mokkasíulag. ÆRZLff

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.