Vísir - 15.05.1959, Qupperneq 6
Eös-tudgginn: 15.jmaí:!l959
V
-és-ii
WÍ SI3R
DAGBLAÐ
Útgefandl: BLAÐAÚTGÁFAN VlSIR H.F.
Tltlr kemur út 300 daga á árl, ýmlst 8 eöa 12 blaösíöur.
Ritstjórl og ábyrgðarmaður: Hersteinn Pálsson.
Skrifstofur blaðsins eru í Ingólfsstræti S.
Ritstjórnarskrifstofur blaðsins eru opnar frá kl. 8,00—18,00.
Aðrar skrifstofur frá kl. 9,00—18,00.
Afgreiðsla: Ingólfsstræti 3, opin frá kl. 9,00—18,00.
Sími: (11660 (fimm linur)
Vísir kostar kr. 25.00 í áskrift á mánuöi,
kr. 2.00 eintakið í lausasölu.
Félagsprentsmiðian h.f.
Magnvana reiði.
Vísir birti á mánudaginn eink-
ar fróðlegt sýnishorn af
málflutningi þess blaðs, sem
brezkir útgerðarmenn hafa
eytt einna mestu fé í til að
gera að sem traustustum
málsvara sínum í ,,stríði“
sínu við íslenzku þjóðina.
Þegar menn lesa það stutta
sýnishorn af orðbragði og
innræti blaðsins, sem Vísir
gaf lesendum sínum kost á
að kynnast, kemur mönn-
um ekki í hug neitt, sem
sjóinn snertir. Maður hugsar
sér naut í flagi og annað
ekki. Jón boli er orðinn svo
reiður, að hann getur ekki
lengur haft hemil á tungu
sinni, og úr verða upphróp-
anir eins og „stela“, sem úir
og grúir af í þessu þokka-
lega skrifi.
En brezkir útgerðarmenn vinna
ekki þetta „stríð“ sitt, þótt
þeir noti þetta orð óspart,
og viturlegt væri af þeim að
. minnast þess, að varlega
skulu menn nefna snöru í
hengds manns húsi. Brezkir
togarar hafa nefnilega farið
með ránum um mið við Is-
landsstrendur um áratuga
skeið, og það er kominn tími
til þess, að ránsmennirnir —
sterkara orð þarf ekki — fái
að vita, að þeir verða að
fara að gerast heiðvirðdr
menn eða hafa verra af.
Reiði þessa brezka blaðs
stafar af því, að húsbænd-
ur þess sjá, að þeim vegnar
ekki eins vel í deilunni við
Islendinga og þeir vonuðu.
Það kemur til dæmis greini-
lega í Ijós af því, að tvær
síðustu orðsendingar Breta
eru byggðar á hreinum til-
búningi — lygum, munu
margir segja. Á það bæði við
um viðureignina við Arctic
Viking, sem var langt innan
12 mílna og ekki síður
um „hættulega" siglingu
Mariu Júlíu, sem ógnaði
„öryggi“ tuttugu sinnum
stærra skips. Þeir, sem hafa
ævinlega trúað brezkum
fregnum af viðureign vernd-
ara smáþjóðanna við smæl-
ingja, geta eftir þetta end-
urskoðað mat sitt á sann-
leiksgildi þvílíkra frétta.
Við höfum dæmi um „sann-
leikann“ fyrir okkur, þurf-
um ekki frekari .vitni um
það! •
Dómur i hæjarþingi Reykjavikur:
Greiði nál.170 þús. kr. slysabæt-
ur vegna ógætilegs aksturs.
Bretar og „alþjóðalög".
Eitt af því sem Bretar hampa
hvað mest í deilu sinni við
íslendiriga er orðið „al-
þjóðalög“, og það gera þeir
í þeirri vissu, að almenning-
ur í Bretlandi og víðast viti
ekki, hvað eru lög af þessu
tagi. Sannleikurinn er
nefnilega sá, að 3ja mílna
landhelgin er ekki alþjóða-
lög, því að ef meirihlutinn á
að ráða, þá er hún úr sög-
unni, þar eð flestar strand-
þjóðir hafa stærri landhelgi.
Það.voru heldur ekki nein ai-
þjóðalög sett um landhelgi
íslands, þótt Bretar kúguðu
Dani til að staðfesta 3 míl-
urnar, sem giltu frá 1901.
Ef hefð á að vera alþjóða-
lög, eigum við heimtingu á
24 mílum eða meira, og hvað
svokölluð alþjóðalög snert-
ir, er það fyrst og fremst
hefðin,. sem mest hefir að
segja. Þau hafa ekki verið
sett, aðeins orðið til með
tímanum.
Bretar beita þess vegna einnig
blekkingum í þessu efni, og
ekki við öðru að búast, því
að það eru þeirra æ og kýr.
Þær eru þó ekki eins hættu.
legar og hinar, sem getið er
hér í upphafi, því að ráða-
menn þjóðanna vita betur en
Bretar vilja, að allur al-
menningur geri. Þeir bera
þess vegna viðeigandi virð-
ingu fyrir þessum þætti í
stríði Breta fyrir sannleika
og réttlæti.
Nýlega var kveðinn upp í
bæjarþingi Reykjavíkur dóm-
ur á þá lund, að Almar Gests-
son greiði Ernest Rose Jensen
kr. 168.271.00 með 6% ársvöxt-
um frá 22. sept. 1956 og kr.
15.500.00 í málskostnað.
Málsatvik voru sem hér
segir:
Skömmu fyrir miðnætti 22.
sept. 1956 ók stefndi, Almar
Gestsson, sendibifreiðinni R.
1958 vestur Suðurlandsbraut.
Skammt á undan fór fólksbif-
reiðin R-6032. Er bifreiðarnar
jvoru báðar komnar yfir brúna
við Lækjarhvamm, bjóst
stefndi til að aka fram úr
R-6032. Um þetta leyti var
'stefnandi, Ernest Rose Jensen
| húsgagnabólstrari, á bifhjóli
sínu vestan Suðurlandsbraut.
iSkipti engum togum, að bif-
^hjólið og R-1958 skullu saman,
er bifreiðin var komin fram
með R-6032. Við áreksturinn
hlaut stefnandi alvarleg meiðsli
■og bifhjólið skemmdist svo
mjög, að ekki var talið svara
kostnaði að bæta það.
Stefndi skýrir svo frá, að
rigning hafi verið í umrætt
sinn og götulýsing slæm á
þeim slóðum, þar sem slysið
jvarð. Hann kveðst hafa ekið
með 30—40 km. hraða miðað
|við klukkustund, áður en hann
hóf að aka fram úr R-6032.
Hafi hann hvorki gefið hljóð-
merki né til kynna með öku-
ljósi, að hann hugðist aka fram
úr bifreiðinni. Kveðst hann
ekki hafa verið kominri á hlið
við R-6032, er hann skyndi-
lega s'á dauft Ijós framundan,
í h. u. b. bíllengdar fjarlægð.
Hann hafi þegar skynjað hætt-
una, sem yfir vofðd. Hafi hann
þá snögghemlað, en bífreiðin
runnið eftir blautri götunni og
framendi hennar og bifhjólið
skollið saman með þeim afleið-
ingum, sem áður greinir.
Stefndi var fluttur af slys-
staðnum í sjúkrabifreið á
spítalann. Er hans ástandi lýst
’svo í vottorði læknis:
,, Sj úklingur inn er meðvit-
undarlaus, en hreyfir sig, þeg-
ar átt er við hann. Storkið blóð
er í báðum nösum, tveir skurð-
ir hægra meg'in á enni frá hárs-
rótum niður undir augabrún
og skurður á höku. Hægri fót-
leggur er þverbrotinn, að mót-
um neðsta og miðþriðjungs, og
'var á sár, þar sem beinendinn
hafði stungizt út. Ennfremur
var sár framan á fótlegg,
nokkuð fyrir neðan hné. Blóð-
ugt þvag kom frá sjúklingnum,
sem einkenni um mar á nýra.
Sjúklingurinn var mjög
þungt haldinn og versnaði á-
stand hans. Kom í ljós daginn
eftir komu, að líffæri í kviðar-
holinu mundu hafa skaddast,
og var gerður á honum hol-
skurður. Fannst þá, að mið-
hengi var rifið í sundur á stóru
svæði, og varð að nema burt
allstórt stykki af mjógirni, þar
sem drep var komið í. Skemrild
ir voru einnig á görnum víðs-
vegar. Sjúklingurinn var lengi
þungt haldinn. Hann var svo
útskrifaður af deildinni 14. nóv.
1956.“
Auðsætt er, að stefndi hefir
ekið af vítaverðu gáleysi, þar
sem hann hugðist aka fram úr
bifreið á mjög fjölfarinni ak-
braut við óhagstæð aksturs-
skilyrði, án þess að gefa það til
kynna og ekki beint athygli að
umferð, sem á móti kom og sá
'ekki stefnanda fyrr en í slíkt
óefni var komið, að slysi varð
eigi varnað.
Örorka stefnda telst hæfilega
metin fyrstu 4 mánuðina eftir
slysið 10% næstu 3 mánuði
80% og eftir það 30%. Varan-
leg örorka er metin 30%.
Samanlagt tjón stefnda af
völdum slyssins telst nema kr.
178.271.00 Frá þeirri upphæð
ber að draga 10 þús. kr„ sem
réttargæzlustefndi hefir greitt
upp í tjónið.
Vinsælar skemmtiferðir
hafnar á ný.
Suðurnes eru mörgum Reykvíking-
um ókunn.
Viti á Geirfugladrang.
Síðasta verk Alþingis var að
gera ályktun um, að reistur
skuli viti á Geirfugladrang
eins fljótt og verða má. Var
tillaga um þetta samþykkt
með samhljóða atkvæðum,
og er von til þess, að hafizt
verði handa um fram-
kvæmdir þegar á þessu
sumri, ef þess er nokkur
kostur.
Eins og mönnum cr kunnugt
áf skrifum Vísis fv-u-
nokkru, ér hætta á því, að
X. Geirfugladrangur veroi
„skotinn í kaf“. Bretar
byrjuðu á því að nota hann
fyrir skotmark á stríðsárun-
um og munu hafa haldið því
áfram við og við síðan, þeg-
ar þeir hafa haft ástæður til
siiks. Þar við bætist, að sjó-
menn hafa haldið því fram,
að bandarískir flugmenn
vörpuðu sprengjum að
drangnum, svo að líkurnar
fyrir því að drangurinn
hverfi fara einnig vaxandi af
þeim sökum. Vonandi verð-
ur komið í veg fyrir, að
Á annan í Hvítasunnu verður
hin vinsæla Suðurnésjaferð far-
in í fýrsta sinni á þessu sumri.
Lagt verður af stað kl. 13.30
frá Bifreiðastöð íslands við
Kalkofnsveg og ekið um Hafn-
arfjörð, Vatnsleysuströnd og
Voga til Keflavíkur. Þaðan
kring um Garðskaga til Sand-
g<yðis og svo inn á Keflavíkur-
flugvöll. Stansað verður á Flug-
vallarhótelinu og geta þeir,
sem vilja, fengið sér þar síð-
degiskaffi. Þaðan verður ekið
um Hafnir suður að Reykjanes-
vita og sá sérkennilegi staður
skoðaður rækilega. í bakaleið-
inni verður farið til Grindavík-
ur og síðast um Garðahverfi út
á Álftanes til Bessastaða. Áætl-
drangurinn sökkvi í sjó með
þeirri aðgerð. sem Alþingi
benti á, er það kvaddi.
að er að koma til baka til Rvik-
ur um kl. 21.30.
Þessar ferðir nutu afarmik-
illa vinsælda í fyrrasumar, enda
er mjög til þeirra vandað. Not-
aðir eru eingöngu nýir og rúm-
góðir bílar með stórum glugg-
um svo að allir farþegar n,jóta
góðs útsýnis. í þeim er einnig
fullkomið hátalarakerfi og leið-
sögumaðurinn talar í hljóðnema
svo að allir fá skilmerkilega
fræðslu um það, sem fyrir aug-
un ber. Leiðsögumaður í þess-
ari fyrstu ferð verður Gísli
Guðmundsson.
Að þessum ferðum standa
þeir aðilar er hafa á hendi sér-
leyfisakstur um Suðurnes en
það eru Áætlunarbifreiðar
Grindavíkur, Bifreiðastöð Stein
! dórs og Sérleyfisbifreiðar
[Keílavíkur.
Sumar starfs og gleði.
„S. S.“ skrifar:
„Nú líður óðum að því, að
skólum verði slitið, þeim, sera
enn eru starfandi, og er óskandi,
að sumarið reynist sumar starfs
og gleði þeim ungmennum, sem
beðið hafa frelsisins með ó-
þreyju. Vafalaust verður það
mikill fjöldi ungmenna, sem fæp
eitthvað að starfa sumarmánuð-
ina, við sjó eða í sveit. Ungmenn-
um er yfirleitt, sem betur fer,
starfs- og athafnaþrá í blóð bor-
in, þau vilja hjálpa til, vilja
bjarga sér, vinna sér eitthvað
inn. Þetta er heilbrigt og gott.
En það er þvi miður svo, að hætt
er við, að talsvert mörg ung-
menni kunni að verða út undan,
fái ekki neitt að gera, en það
leiðir af sér að sumar- og frelsis^
tíminn verður þeim ekki til
þeirrar ánægju sem skyldi, á-
nægju og þroskunar, hér koma
með öðrum orðum til sögunnaP,
vandamál, sem ekki er sirint
nógu rækilega.
Því ber að fagua.
Því ber að fagna, sem vel
hefur verið gert í þessa átt, en
það er einkum í þágu ungu barn-
anna, og nefna má sumardvalip
barna og ungmenna á vegum
KFUM t. d„ en það sem vantaP
einna tilfinnanlegast er, að reynt
sé að sjá unglingum fyrir stárfi,
sem ekki hafa getað ráðið sig til
sumar-starfa. Það er t. d. kunn-
ugt, að það er mikill. fjöldi ung-
menna. sem gjarnan vildi kom-
ast í sveit, en fá ekki tækifæri til
þess, en það væri ákjósanlegast,
I að ungmennin gætu fengið að
starfa sem mest undir beru lofti
sumartímann.
Hvað er liægt að gera?
Hvað er hægt að gera? þannig
spyr margur. Upp á mörgu hef-
ur verið stungið. Ein lausnin ep
að gera út skólaskip fyrir ung-
menni. Hér syðra hefur drengj-
um verið gefinn kostur á að fara
í róðra og nú á að fara að fram-
kvæma norður á Akureyri hug-
mynd, sem fer i sömu átt og að
gera út skólaskip. Allt slíkt er
gott, það sem það nær. Oft hef-
ur verið ymprað á þegnskyldu-
vinnu, sem sumir vildu síðar
kalla þegnskaparvinnu, en heppi-
legra væri sennilega að reyna að
vinna fylgi þeirri hugmynd, að
hrundið væri af stað sjálfboða-
vinnu ungmenna, til að vinna að
skógrækt. Þessu er varpað -hér
fram til athugunar, hvort ekki
væri hægt að framkvæma ein-
hverja skógræktaráætlun, sem
stór hópur ungmenna gæti feng-
ið að vinna að fyrir einhverja
þóknun. Eða er útilokað að slíkt
sé hægt, nema vinnan sé lögð
fram ókeypis? Er um aðrar leið-
ir að ræða? Vill ekki Bergmál
stuðla að því, að þessi mál séu
rædd. Hver veit nema eitthvað
gagnlegt kæmi fram hjá þeim,
sem um þau vilja ræða. — S.S.“
Ath.: Þessi mál hafa oft verið
rædd í Bergmáli og nú sem fyrr,
stendur mönnum til boða að
ræða þessi og önnur þarfamál í
Bergmálsdálkinum.
Þegar Iranskeisari var gest-
ur Mamcillans rnn s.l. helgi
í Chequers, þar sem er hú-
staður brezkra forsætisráð-
herra, var Antliony Eden
fyrrv. forsætisráðherra, sem
talar iriinsku (persnesku)
„cins og imifæddur“.