Vísir - 22.05.1959, Page 6
VfSIR
Föstúdaginn 22. maí 1959
WÍSKR
dagblaö
Útgefandi: BLAÐAÚTGÁF AN VÍSIB H.F
Tíalr kemúr út 300 daga á ári, ýmíst 8 eða 12 blaCsíður.
jBitotjóri og ábyrgðannaöur: Hersteinn FáLsson,
Skrifstofur blaðsins eru í Ingólfsstræti o.
Ritstjórnarskri; stoíur blaðsins eru opnar fra kl. 8.00 18.00
ASrar skrifstofur frá kJ, 9,00—18,00.
Afgreiðsla: Ingólfsstræti 3, opin frá kl. 9,00 19.00
Sími: (11660 (fimm línur)
Vísir kostar kr. 25.00 í áskriít á mánuöí,
kr. 2.00 eintakið í lausasölu
fTelagsprentsmiðian h.f
540 verzlanír í Kaupmanna-
sambandi íslands.
Vilja afnám verðlagsákvæöa ag rétílátari
skatta eg útsvarsliiggjöf.
Hvaia rödd — hvaia hönd?
Seint koma sumir dagar og
koma þó, segir máltækið, og
, það munu þeir hafa hugsað,
er frétt höfðu um þá hörðu
baráttu, sem fyrrverandi
formaður Alþýðuflokksins
og núverandi hækja komm-
; únista — með öðrum orðum
Hannibal Valdimarsson —
| hefir háð að undanförnu til
að fá inni í blaði þeirra aust-
rænu. Átta dagar voru liðnir
j frá því að Hannibal tókst
að fá samþykki húsbænda
sinna í hópi kommúnista til
i að tala við eldhúsumræð-
, urnar á Alþingi, þar til hon-
j um tókst að koma ræðu sinni
á þrykk í Þjóðviljanum.
Kunnugir segja, að hann hafi
verið farinn að örvænta og
jafnvel séð fram á, að nú
yrði hann loksins útigangs-
hestur á berangri hinna
pólitísku öræva.
En þó fór svo að lokum, að
ræðan fékk að birtast, og er
,i mjög mikið vafamál, hversu
mikið gagn hún gerir —
annað en að kitla hégóma
þessa lánlausa „stjórnmála-
manns“. Hún er nefnilega
frá upphafi til enda ádeila á
fyrrverandi ráðherra komm-
únista, Hannibal Valdi-
marsson, og þær ráðstafan-
: ir, sem hann taldi einar
koma til greina í meira en
tvö ár, meðan hann var í
vinstri stjórninni frægu.
Hún sýnir, að hann er eins
og kameljónið, sem skiptir
um lit eftir umhverfi.
Efni ræðu og greinar er í stuttu
máli það, að núverandi rík-
isstjórn hafi að vísu rödd
Alþýðuflokksins, en hendur
hennar og gerðir sé „íhalds-
ins“. Það er ,,íhaldið“, sem
er að ræna af almenningi
með niðurfærsluleiðinni, en
það láti Alþýðuflokkinn gera
það fyrir sig. Niðurfærslu-
leiðin sé vond leið og þar
fram eftir götunum, eins og
kommúnistar hafa jafnan
hadið fram, síðan þeir gerðu'
upp við sig, hvað þeim ætti I
eiginlega að finnast um
hana, og vitanlega var1
ræðumaðurinn bara begmál
æðri manna í þeim herbúð-
um. En hann var óvart bú-
inn að gleyma fortíð sinni.
Hann gekk fram fyrir skjöldu
í lok ágústmánaðar 1956 og
stöðvaði vísitöluna með
þeim ummælum, að ekkert
annað gæti bjargað at-
vinnuvegum landsmanna —
ef vísitalan hækkaði, verð-
bólgan færi í vöxt, mundi
hjól framleiðslunnar stöðv-
ast. Þá þuldi hann alla þá
galla, sem hann telur nú á
stöðvun dýrtíðarinnar, en
kallaði kosti, af því að hann
var í stjórninni, sem greip
til þeirra ráðstafana, sem
um var að ræða og gerði sér
grein fyrir hættunni af vax-
andi dýrtíð. Menn spyrja að
sjálfsögðu: Hvers vár rödd-
in þá — og hvers var
höndin?
Það er ólíklegt, að Hannibal
Valdimarsson fáist til að
viðurkenna, að hann hafi
verið að starfa gegn verka-
lýðnum og í þágu „íhaldsins“
þegar hann gekkst fyrir
stöðvun vísitölunnar fyrst,
en síðan a. m. k. tveim geng-
islækkunum, skattahækk-
unum og svo framvegis.
Samt notaði hann þau rök
1956, sem beitt hefir verið
síðan stöðvunarstefnan kom
til sögunnar — með öðrum
orðum taldi það 1956 hina
mestu vitleysu, sem hann
hafir sagt og skrifað síðustu
vikurnar. Það væri fróðlegt
að vita, hver stjórnaði hendi
hans og rödd 1956 og næstu
tvö árin á eftir.
Aðalfundur Kaupmannasam-
taka íslands (áður Sambands
smásöluverzlana) var haldinn
29. apríl s.l. Fundarstjóri var
kosinn Ólafur Þorgrímsson og
fundarritari Marinó Ólafsson.
Formaður, Páll Sæmundsson,
flutti ávarp og ræddi sérstak-
leganauðsyn á menntun af-
greiðslufólks.
Framkvæmdastjóri, Lárus
Pétursson, flutti skýrslu stjórn-
arinnar. Oddamaður í stjórn
samtakanna var kjörinn Óskar
Norðmann og Leifur Miiller til
vara.
Jón Helgason hafði framsögu
um breytingartillögu stjórnar-
innar á lögum Sambands smá-
söluverzlana, er voru allar sam-
þyktar. M. a. var samþykkt að
breyta nafni þess í Kaupmanna
samtök Islands, (skammstafað
K.f).
Á fundinum voru rædd mörg
mál og urðu um þau fjörugar
umræður og voru m. a. eftirfar-
andi till. samþykktar:
Verðlagsmál.
Aðalfundur Kaupmannasam
taka íslands, haldinn 29. apríl
1959, gerir svofellda ályktun
um verðlagsmál:
Fundurinn telur núgildandi
verðlagsákvæði í smásölu, sem
auglýst voru í september 1958,
allsendis óraunhæf og ósann-
gjörn, enda hefur reynslan þeg
ar sýnt, að þau nægja hvergi
til að' standa straum af nauð-
synlegasta verzlunarkostnaði
og því síður nauðsynlegu við-
haldi og endurbótum.
Fundurinn vill minna á að
þrátt fyrir erfiðleika verzlunar-
innar urðu samtök kaupmanna
við tilmælum núverandi ríkis-
stjórnar um lækkun álagning-
ar um 5%, eingöngu vegna ríkj
andi ófremdarástands í efna-
hagsmálum þjóðarinnar, og
vildu með því leggja fram sinn
skerf til að gera það kleift að
verðbólgan yrði stöðvuð.
Fundurinn ítrekar því fyrri
kröfur samtakanna um afnám
verðlagsákvæða og að heilbrigð
samkeppni verði látin ráða
verðmynduninni. — Með því
móti verði bezt tryggðir hags-
munir neytenda varðandi vöru
verð og vörugæði.
Gjaldeyrismál.
Aðalfundur Kaupmannasam-
taka íslands, haldinn 29. apríl
1959, álítur
að viðskipti íslendinga hafi
undanfarin ár færzt of mikið
til vöruskiptalanda, sem að
jafnaði fullnægja ekki kröfum
okkar um fjölbreytni, og gæði
og verð þess neyzluvarnings,
sem þar er fáanlegur. Því leng-
sem þar er fáanlegur. Því legg-
ur aðalfundurinn áherzlu á að
útflutningi og innflutningi
verði sem mest beint til þeirra
landa, sem greiða útflutnings-
vörur okkar í frjálsum gjald-
eyri og hafa á boðstólum vörur,
íslenzkra neytenda.
Aðalfundur Kaupmannasam-
taka íslands, haldinn 29. apríl
1959, skorar á Alþingi að setja
sem fyrst heildarlöggjöf um
skattkerfi ríkis og bæjar- og
sveitarfélaga og verði hún í
sem einföldustu formi. Heildar-
skattar verði aldrei hærri en
svo, að tryggður verði heil-
brigður rekstursgrundvöllur og
vaxtarmöguleikar verzlunar-
fyrirtækja. Öllum, sem hafa
hliðstæðan rekstur, verði gert
jafn hátt undir höfði við álagn-
ingu opinberra gjalda.
Fundurinn telur brýna naúð-
syn til að endurskoða nú þegar
gildandi útsvarskerfi, þannig
að útsvör ásamt ríkissköttum
nemi aldrei samanlagt nema á-
kveðnum hundraðshluta af
hreinum tekjum verzlunarfyr-
irtækja.
Svohljóðandi till. var sam-
| þykkt um Osta- og smjörsöluna
s.f.:
Aðalfundur Kaupmannasam-
Framh á 2. síðu.
Verkefni þjéðarlttnar.
Nú hefir verið heitið á þjóðina
að koma í veg fyrir áfram-
haldandi hringrás dýrtíðar-
hjólsins, og það hefir tekizt
að minnsta kosti um hríð.
Ósagt skal látið um fram-
haldið, því að ófyrirleitnir
menn eins og fyrrverandi
formaður Alþýðuflokksins
berjast fyrir því, að dýr-
tíðarflóðið fái að skella yfir
þjóðina. Það er þeirra stefna
núna — ekkert er þeij'ra
stefna nema meiri dýrtíð og
vaxandi vandræði.
Verkefni íslenzku þjóðarinnar
er að girða fyrir nýtt d.vr-
Herða verður mófmælin
gegn yfirgangi Breta.
* *
Alykfeai Sifvegsmannafélass
Isfirðinga.
tíðarflóð, og það er mik-
ilvægara fyrir alþýðuna,
sem hefir úr litlu að spila,
en alla aðra. Þess vegna á
hún að standa fremst í bar-
áttunni gegn dýrtíðdnni og
hún hefir mikið og dýrmættj
tækifæri til að sýna, að hún
vill bægja holskeflunni frá
en ekki kalla hana yfir sig.
Það tækifæri kemur á kosn-
ingadaginn eftir röskar
fimm vikur þegar alþýð-
an getur afþakkað forustu
tækifærissinnaðra lýðskrum
a"a á borð við Hannibal
Valdimarsson.
Frá fréttaritara Vísis. —.
ísafirði í fyrradag.
Svofcld ályktun í landhelgis-'
málinu var samþykkt á aðal-
fundi Utvcgsmannafélags ís- j
firðinga 30. apríl s.I.:
„Útvegsmannafélag ísafjarð-
ar bendir á, að með samningi
þeim, er Bretar hafa nýverið
gert við Færeyinga, er 12 sjó-
mílna landhelgi viðurkennd
gagnvart öllum fiskveiðiþjóð-
um nema Bretum einum.
Með þessari viðurkenningu
brezkra stjórnarvalda í huga
kemur enn skýrar í ljós, að
ofbeldi og yfirgangur Breta
innan íslenzkrar landhelgi, sem
jafngildir opinberum ófriði á
hendur íslendingum getur ekki
byggst á öðru en sérstakri ó-
vináttu í garð íslands, þar sem
brezki flotinn er til þess notað-
ur á íslenzkum fiskimiðum að
varna því að hægt sé að halda
uppi lögum og rétti, og nær
daglega framkvæmir fólsku-
verk í þessum efnum, svo sem
með því að ,hóta að kafskjóta
íslenzk gæzluskip og ítrekuð-
um til ásiglingar á þau, nú
síðast á varðskipið Maríu Júlíu
við suðurströnd fslands.
Útvegsmannafélagið beinir
Baráttan við minkinn.
Sveinn R. Einarsson veiðistjóri
á grein í seinasta hefti FREYS,
og fjallar hún um veiðihunda.
Hann kemst m. a. svo að orði,
að sýnilegt sé, að baráttan við
minkinn sé vonlítil, nema með
aðstoð þjálfaðra veiðihunda.
„Því ber okkur að rækta stofn
þeirra, sem bezt og búa vel að
þeim“, segir Sveinn.
Veiðihundakyn.
Menn munu nú yfirleitt hafa
sannfærst um, að það muni
verða mest undir því komið, ef
verulegur árangur á að názt í
baráttunni við minkinn, að í
I hverri sveit verði vel þjálfaðir
1 og áhugasamir veiðimenn, er
hafi góða veiðihunda sér til að-
stoðar. Og það mætti því við
bæta, að æskilegt væri, að sem
flestir bændur eignuðust hunda
1 af veiðikyni. Þeir eru ekki að-
! eins gagnlegir við það hlutverk,
I sem þeim er ætlað, þeir eru „oft-
j ast mjög skemmtilegir heimilis-
1 vinir,“ segir Sveinn Einarsson.
Það, se.m ber að varast.
Hann lætur annars í té ýmsar
gagnlegar bendingar í grein
sinni, og bendir hann á, að
„veiðihundakyn það, sem Carl-
sen hefur alið nú í nokkur ár,
virðist vel fallið til að koma að
góðum notuð við íslenzka stað-
hætti.“ Carlsen, sem hefur unnið
mjög gott starf, starfar á vegum
Búnaðarfélags Islands og annast
ræktun og uppeldi slíkra hunda.
Af grein Sveins má Ijóst verða,
að varast ber alla blöndun veiði-
hunda. „Menn ættu að forðast
alla blöndun veiðihunda og hinna
svonefndu fjárhunda, því að víst
er, að slík blöndun mundi hvor-
ugan stofninn bæta. Þó er mjög
hætt við, að þessa verði ekki
gætt nógu vel. Bændur hafa
jafnvel sózt eftir að blanda fjár-
hundakyn sitt, með óþekktu út-
lendu hundakyni. Getur slíkt vei’-
ið stórvarasamt, t. d. gagnvart
j sauðfé, enda kemur það ósjald-
j an fyrir, að hundar drepa kind-
| ur. — Það ætti að vera auðvelt
1 að sjá svo um, að þessum til-
j tölulega fáu veiðihundum verði
haldið algerlega utan við allt
fjárhundakyn."
Dýrt verður pundið.
Nýlega var haldið uppboð á
nautgripum í Perth á Skotlandi.
Þar keypti bóndi frá Virginíu í
Bandaríkjunum ungan tarf fyr-
ir 2.1 millj. kr. Litlu seinna kom
annar Ameríkumaður og vildi fá
keyptan helminginn í tarfinum
fyrir 1.4 milljón kr. Þá varð
gömlum Skota að orði um leið
og hann varpaði þungt öndinni:
„Drottinn minn dýri, dýrt verð-
ur pundið!“ (Eftir Frey).
pví til ríkisstjórnar og Alþingis
|að herða mótmælin gegn yfir-
‘gangi Breta með öllum tiltæki-
legum ráðoim og hvika í engu
frá þeirri yfirlýstu stefnu í
landhelgismálinu sem nýlega
var samþykkt einróma á Al-
þingi.
Jafnframt verði gerðar taf-
arlaust þær breytingar á land-
helgislöggjöfinni, sem nauð-
!synlegar eru og í samræmi við
;hin nýju viðhorf.“
j Ályktun þessi var samþykkt
einróma. Einn félagsmaður sat
hjá. Vildi láta koma fram í til-
lögunni að krafist yrði að her-
1 lið Bandaríkjanna sem dvelur
Ihérlendis verði tafarlaust látið
ivikja ur landinu.