Vísir - 22.05.1959, Qupperneq 10
10
vísifc
Föstudaginn 22. maí 1959
CECIL AT. ,,.
ET.
i LAURENT: j DON JÚANS
-K *
33
eftirdragi grunaði mig, að hún væri ein af þessum stelpum, sem
þú hefðir komist yfir. Þær eru víst ekki svo fáar. Eg fyrirlít þig,
eg fyrirlít þig, eg hata þig!
— Æptu ekki, sagði Juan og lagði hönd sina yfir niunn henn-
ar. Frakkar gætu heyrt til þín. Hugo hershöfðingi hefur
íbúðarherbergi handan salarveggjanna.
— Mér er sama, komi þeir bara. Eg vildi bara, að þeir kæmu
og tækju þig höndum — og færu með Teresu í gleðihús, þar sem
hermenn venja komur sínar — það væri ykkur báðum sannarlega
mátulegt.
Allt í einu kom hún auga á dálítinn hníf, sem lá innan um
brotið postulínið á gólfinu. Hún greip þennan litla silfurhníf og
stakk honum í barm sinn einhversstaðar nálægt hjartastað. Juan
greip af henni hnífinn og dró hana aö rúminu. Titrandi af angist
lagði hann hana á rúmið og hneppti frá blússu hennar og dró
hana og skyrtu hennar niður fyrir brjóstin, en þegar hann sá,
að hún hafði aðeins fengið hörund skeinu af hnífsoddinum undir
öðru brjóstholinu, varð hann rólegur.
— Hvað á þetta að þýða? Ertu alveg gengin af göflunum?
— Gengin af göflunum, það hélstu líka, að eg væri, þegar eg
reyndi að koma í veg fyrir, að þú færir með skæruliðum. Þú ert
allt af sami aulinn, sem aldrei skilur neitt.
— Þú hagar þér þannig, að maður gæti halöið, að þú værir
lcolbrjáluð af afbrýðisemi.
Conchita horfði á hann leiftrandi augum. Svo hvíslaði hún:
— Eg elska þig, elska þig sem ástmær mundi elska þig, og eg
er afbrýðisöm sem ástmær og eg hata Teresu! Og eg skammast
mún ekkert fyrir að játa það!
— Þú ert brjáluð, sagði Juan dauðskelkaður. Það, sem þú
segir er bæði móti guðs og manna ÍÖguih.
— Eg get þráð þig með fullum rétti, hvíslaöi hún og breiddi
út faðminn móti honum.
— Snertu mig ekki, ertu gersneydd allri sómatilfinningu?
Conchita hafði staðið upp og ekki hirt um að hylja nakinn
brjóst sín, en hann leit undan meðan hann lagaði til klæði
hennar sem bezt hann gat.
Farðu nú, sagði hann, eg vil ekki sjá þig fyrir augum mínum,
fyrr en þú ert komin til sjálfrar þín.
Stúlkan sneri sér nú aö honum heiftarleg á svip:
1 — Nú skaltu fá að heyra sannleikann, sannleikann, sem Carlos
frændi vildi segja, daginn sem þú fórst að heiman, en var hindr-
aður í af móður minni.
' — Við hvað áttu? spurði hún.
Hún færði sig nær honum.
— Komdu og sestu hérna á rúmstokkinn, Juanito, og eg skal
segja þér allt af létta. Dag nokkurn, þegar pabbi var enn á lifi,
lcomum við akandi eftir þjóðveginum frá Bilbao. Viö námum
staðar til þess að virða fyrir okkur enskt kaupskip, sem tvö frönsk
ræningjaskip eltu. Til þess að komast undan þeim stýrði enski
skiphefrann inn í dálitla vík. Þar var botn grýttur, skipið rakst
á blindsker eða stein og sökk. Menn komust í björgunarbátana,
en aðeins einn náði landi, enda var stormur og sjógangur.
Pabbi gekk til strandar til þess að hjálpa skipbrotsmönnum,
sem landi náðu.
Hún þagnaði sem snöggvast.
— Þegar hann kom aftur hélt hann á litlum dreng í fanginu.
Það varst þú. Pabba hafði langað svo mjög til að eignast son, aö
hann ákvað að ala þig upp sem sinn eigin son, og lét okkur
sverja, að segja aldrei hið sanna. Það er einungis Pilar, sem ekki
veit leyndarmálið. Hún heldur enn, að þú sért hennar rétti bróðir.
Juan fór að ganga um gólf fram og aftur. Loks hneig hann
r.iður í stól. Conchita varpaði sér á kné við fætur honum.
— Eg hefði átt að þegja, sagði hún. — Það var ljótt af mér,
að segja þér þetta. Fyrirgefðu mér. Pabbi elskaði þig sem værir
þú sonur hans og mamma líka, svo að þú ert hvað sem öllu líður
sannur d’Arranda.
Juan leit á Conchitu eins og hann hefði vaknað af draumL
— En hvaðan er eg? Er eg Englendingur?
— Þau fáu orð, sem þú gazt sagt voru hvorki ensk eöa frönsk,
sagði Conchita. Sjómennirnir tveir, sem lögðu þig 1 hendur
pabba vissu ekkert um þig, nema að éinhver hafði falið big umsjá
skipstjórans. Og um háls þinn var keðja með nisti í og í því mynd
af konu, ungri konu, sem var ljóshærð eins og þú. Mamma vildi
ekki taka nistið og geyma, heldur lofaði þér að vera með það, en
eitt sinn er þú varst að skvampa í sjó týndirðu því, en sennilega
manstu ekkert eftir því. Mamma mundi verða skelfilega reið, ef
hún vissi, að eg hefði sagt þér þetta, og þú verður að lofa mér,
að segja henni ekki frá því. Og mundu að koma fram eins og
þú sért sonur hennar.
— Þú verður að lofa mér að reyna að átta mig á þessu. Þetta
hringsnýst allt í kollinum á mér.
— Nú skal eg fara, sagði Conchita. Þegar hún stóð í dyrunum
bætti hún við:
— Nú veiztu hvernig tilfinningum mínum ,er variö? Nú skilurðu
kannske, að eg elska þig. Og kannske líka, að þótt þú fengir ást
á mér, þá væri það ekki syndsamlegt.
Þegar hún var farin fór hann í salinn — honum fannst and-
rúmsloftið í litla svefnherberginu kæfandi. Allt í einu heyrði
hann mannamál handan veggjarins. Hann nam staðar og lagði
við hlustirnar.
— Það var indælt, að fá að sjá þig aftur, kæri hershöfðingi,
sagði hershöfðingjafrúin sinni hvellu röddu. Eg vona, að þú
verðir lengi hjá okkur hér í Madrid.
— Nei, því miður verður það ekki svo, var svarað karlmannlegri
röddu, eg verð að fara að kalla þegar aftur til Burgos.
— Það var mjög leitt, — en góða ferð, og mundu að heilsa
Zozote frá okkur.
Zozote, hamingjan góða, hugsaði Juan. Það var þá ekki eigin-
maðurinn sem hún var aö tala við, heldur Thiebault hershöfð-
ingi. Juan sá, að nú var honum vandi á höndum, og hann vissi
ekki hvað gera skyldi. Gæti hann verið kyrr í höllinni — treyst
á, að ekki kæmi í ljós, að hann feldist þar? Og það jók á hug-
arangur hans og kvíða, allt það, sem Conchita hafði sagt honum,
og framkoma hennar og afstaða, og hann langaði til að hrópa:
Hún er ekki systir mín, hún er ekki systir mín, — en hugsanir
hans og tilfinningar voru jafn bróðurlegar fyrir því.
Hann flýtti sér að finna Teresu, dró hana út að einum glugg-
anum og dró upp persnesku gluggatjóldin.
— Eg get ekki farið út klæddur náttskyrtunni einni, sagði
hann, en eg verð hvað sem tautar að ná tali af frönskum hers-
höfðingja, sem fer úr höllinni á hverri stundu. Stökktu niður,
sittu fyrir honum, og biddu hann að koma hingað. Segðu honum,
að d’Arranda greifi sé hér falinn og óski eftir að fá að tala
við hann.
Teresa ætlaði að fara að spyrja, en hann flýtti sér að segja:
— Þarna kemur hann. Hár maður, í bláum einkennisbúningi.
Flýttu þér.-----Hann leit frnm í hálfdimman forsalinn. Nú kom
einhver — guð veri lofaður. Terosa var ekki ein. Hann spratt á
fætur. t
A
kvöld
t
VÖkuilIKÍ
*•?/•>•»/»• • «</
mmmm
E. R. Burrouííhft
r40PiNi& TO PACiPy TCE NATIVES,
TA.ÉZAKI r<;C/V\0VE17 HIS WEAPONS.
’NOU’ HE STATEP, "I WOULP
SPE.AK WITH VOUÍZ CHIEF."
'SmL,
TARZAN
2 SÍM
í þeirri von að geta friðað
villimennina, íagði Tarzan
af sér vopnin. „Nú“, mælti
hann, „vil eg fá að ræða við
THEEE WAS A SEiEP HESI
TATIOM, THEM THE GATES
PAETEP AMP THE LIME OE
WAEKIOes FELL BAC<
höfðingja ykkar,“ .Nú varð
þögn og nokkur.t hik. Svo,
opnaðist hliðið og röð gf
svörtum hermönnum vék til
TAPZASJ WALKEP ACEOSS THE COVxFOUMEP TO CONFEOMT A SUSPiCIOUS
OLÞMAM.’TACK WELLt HE SAI[7 FLAtlV. "VOUe LIFE.ÞEPÉMPS OM IT... '
hliðar. Tarzan gekk yfir flö.t-
ina og staðnæmdist fyrir
framan grunsainlegan, gaml-
an mann. „Talið gætilega“,
muldraði hann, „líf ykkar
veltur á því.“
Það var fjörugt á útsölunni.
Frúin er búin að ryðjast gegn-
um hóp af konum, sem hrindast
og ýtast á ,hún fær sölustúlk-
unni 10 mörk. „Eg er búin a<5
setja upp hattinn, þér þurfið
ekki að pakka honum inn.“
„En viljið þér þá ekki fá.
öskju fyrir gamla hattinn?“
spyr sölustúlkan kurteislega.
„Nei, þakka yður fyrir. Eg
er þegar búin að selja hanrt
fyrir 10 mörk.“
★
„Eg er alltaf að verða sann-
færðari um það, að maðurinn.
minn hafi bara gifzt mér vegna
peninga minna,“ segir frú
Sigríður.
„Það er ekki svo slæmt,“ seg-
ir frú Guðrún. „Þá vitið þér
að minnsta kosti ástæðuna. Eg
veit til dæmis ekki hvers
vegna maðurinn minn hefir
Igifzt mér.“
★
Eiginmaðurinn kemur heim
og finnur á náttborði sínu hálf-
reyktan vindil. Þar sem hann
reykir ekki vindla sjálfur spyr
hann konu sína: „Hvaðan kem-
ur þessi vindill?“
Þögn. j
Maðurinn heimtar aftur svar
við spurningunni:
„Hvaðan kemur þessi vind-
ill?“
Loks kemur svarið úr fata-
skápnum.
„Hann er frá Havana, skepn-
an þín!“
★
Vesalings Pétur, sem einu
sinni var Júgóslavakonungur,
má með réttu kallast „snauður
milljónamæringur.“
Hann þarfnast mjög peninga,
— en getur ekki náð í milljóna-
auð, sem hann á með réttu og
er geymdur í einum af hinum
stóru, svissnesku bönkum.
Faðir hans, Alexander kon-
ungur, setti peningana í bank-
ann undir „gervinafni“
skömmu áður en hann var
myrtur árið 1934 — og honum
tókst ekki að koma nafninu til
lögfræðiráðunautar síns — og
ekki hefir það síðar fundizt
meðal skjala hans. —. Hinn
fyrverandi konungur hefir
fyrir nokkru verið í Sviss til
þess að reyna að ná í pening-
ana — en bankinn er miskunn-
arlaus. Ekkert „gerfinafn“ —*
engir peningar. ,
ir
Ung Skotastúlka kom til
pabba síns og' sagði: „Hvað ætl-
ar þú að gefa mér þegar eg
gifti mig?“
„Samþykki mitt,“ sagði fað-
irinn.
Mistök —
Framli. af 3. síðu.
úr Huggins, en ekki segir nán-
ar frá meðferðini á Slater.
Huggins brá í brún, þegar
hann uppgötvaði missi sinn og
stefndi nú bæði lækninum og
sjúkrahúsinu til skaðabóta
fyrir þjáningar og missi mikil-
vægs likamshluta. Skaðabóta-
krafan er 450 þúsund dollarar,
svo að dýr væri Huggins alluiv
ef hann fær svo miklar bætur
tildæmdar. \