Vísir - 27.06.1959, Page 10

Vísir - 27.06.1959, Page 10
10 V í SIB l s Laugardaginn 37. júrií .1959' CECIL AP. ,,. ST. LAURENT: ó y Ð OJV JÚANS * -K 14 þig til lífláts. Og það mun ekki standa á neinum hinna að stað- festa dóminn. Tinteville, sem hafði lagt við hlustirnar, hrópaði: — Bravó, Juan. Og eg skal með ánægju hjálpa til að varpa ófreskjunni fyrir borð. Hinir tautuðu eitthvað til samþykkis og Janmaze sá sitt ráð vænst, að láta kyrrt liggja, og hundskaðist aftur á sinn stað. Klukkustundu síðar úthlutaði Juan skammtinum og tók sinn skammt seinastur. Þegar hann bar bollann að vörum sér, fann hann, að hann hafði gleymt þorsta sínum þar til nú, vegna þess að hugur hans hafði verið bundinn við annað. Nú hættu menn að róa i bili og létu bátinn reka. Tunglið vaj: komið í ljós og Spánverjarnir fóru að syngja. Svo komst kyfð á og Juan ætlaði sjálfur að vera á verði. Öryggis vegna hafði hann stungið hníf í belti sitt. Félagar hans og Spánverjarnir lágu hver innan um annan í bátnum. Undir miðnætti sá hann kapteininn laumast að kistunni, þar sem kútarnir voru geymdir. Juan mjakáð'i sér milli hinna sofandi, þar til hann kom að kistunni, rétt í því, er kapteinninn var að opna hana. Kapteinn- inn starði á hann sljóum augum, og bar tal hans því vitni, að hann var með óráði, en Juan tókst að lokka hann frá kistunni. Svo hneig kapteinninn niður. Svo endurtók hið sama sig eftir klukkustund, en það var erfiðara, að koma honurn burtu. Loks varð Juan að reka honum rokna högg til þess að róg. hann. Eftir þetta sat Juan öryggis vegna á kistulokinu. Hann kváld- ist nú af þorstanum ekki síður en aðrir og fannst, að hann væri að verða vitlaús af að heyra skvampið i öldunum við bátshlið- ina. Við og við deif hann höndum í sjóinn og kældi andlit sitt. Það var eins og nóttin ætlaði aldrei að líða. Loks seig mók á hann, en allt í einu vaknaði hann við orðasennu milli Rósettu og Janmaze. — Slepptu mér, svínið þitt, sagði hún. — Æ, vertu nú ekki svona önug við mig, sagði hann, en hún hélt áfram að reyna aö slíta sig af honum. Juan fannst sér skylt sem leiðtoga, að koma henni til hjálpar, en hikaði við að ganga til einvígis viö kempuna, og kaus að loka augum og eyrum, fyrir því, sem gerast kynni. — Láttu ekki svona. Á morgun erum við öll dauð hvort eð er. En nú kvað við hvellur hæðnishlátur. — Skammist þið ykkur ekki, að vera að slást um eitt epli, sagði kapteinninn, þar sem greinar allra trjánna svigna af þunga aldinanna. Gerið svo vel, réttið út hönd — fáið ykkur ávexti að vild. Janmaze starði á kapteininn sem væri hani\ draugur, sleppti Rósettu og laumaðist burt, en kapteinninn spígsporaði þarna um stund og datt svo niður. Juan kvaldist svo af þorstanum, að hann hugsaði ekki um annað en hvernig hann gæti fengið sér slurk j laumi. Væri ekki rétt að lyfta lokinu til þess að sjá hvort kútarnir voru enn á síiium stað? Og ekki gerði hann neitt rangt, þótt hann opnaði kútana og lyktaði af víninu. Rétt í því er hann ætlaði að fara að súpa á var kallað angistarlega: — Gefðu mér dropa, í guðanna bænum gefðu mér dropa. Skelkaður vegna þess, að komið hafði verið að honum með kútinn í hendi, sneri Juan sér við og lagði hann frá sér. Það var Rósetta sem komin var og lá á knjánum fyrir framan hann. — Bara einn dropa, bað hún. Juan var i þann veginn að falla fyrir freistingunni. Það hefði verið einfalt mál, að gefa henni einn bolla, drekka sjálfur annan, og ákæra kapteininn, sem var með óráði, en þá fór hann að hugsa um ábyrgðina, sem á honum hvíldi, — hann hefði verið valinn sem leiðtogi, og yrði að sýna, að hann væri heiðursins verðugur, og hverjum vanda vaxinn. — Það verður vatnsúthlutun í fyrramálið, sagði hann. Þá fær hver sinn skammt. Eg get ekki gert neina undantekningu. . Stúlkan bar ekki fram nein mótmæli. Hún þrýsti bara höfði að knjám Juan og horfði á hann stórum, rökum augum. Og hann hugsaST sem svo: Ef eg félli nú fyrir freistingunni — yrði eg að drekka, og það má eg ekki. Hann ýtti henni frá sér. Eftir nokkra stund reis hún á fætur, andvarpaði og gekk sína leið. Annar Spánverjanna raulaði vísu, en Juan var ekki viss hvaðan söngurinn kom. En allt í einu sáust leiftur mikil á himni. Juan leit skeldfur i kringum sig. Annað veifið var sem himininn stæðlí björtu báli, en engar þrumur heyrðust. Kannske voru þetta bara eldingar, glampar þrumuveðurs í fjarska, yfir Afríkuströndum. Einhver lagði hönd á öxl hans: — Sjá, himininn stendur i báli, sagði kapteinninn og starði án afláts á himindýrðina. Vér munum farast, eins og þegar Sodóma og Gómorra fórust, og oss mun verða varpað út í hin yztu myrkur, og þar verður grátur og gnistran tanna. — Láttu mig í friði, sagði Juan og hratt hinum ruglaða manni frá sér. Kapteinninn hrasaði um kaðlahrúgu og lá þar stynjandi og veinandi. Engin hreyfing var á honum, nema hægri hendi, en í henni glittu á hnífsblað. Juan sofnaði og vaknaði í sólaruppárás. Báturinn lá grafkyrr á spegilsléttu hafinu. Juan lokaði augunum aftur. Til hvers var að vaka? En svo heyrði hann einhverja hreyfingu og opnaði augun og reis upp og sá Tinteville standa starandi, skelkaðan á svip, á kapteininn, sem nú lá alveg hreyfingarlaus á kaðalhrúgunni. Blóðið vætlaði um báðar liendur. Hann hafði skorið á púlsæð- arnar. Juan vakti þegar ofurstann og stúlkuna. Það var aðeins lifs- mark með kapteininum. Nú hvíldi höfuð hans á knjám stúlk- unnar. — Hann hefur ekki þjáðst lengi, — hann hefur misst með- vitund, sagði ofurstinn. — En er vist, að hann deyi? spurði Rósetta. — Það er að minnsta kosti betra en deyja úr þorsta, sagði ofurstinn. Hann beygði sig niður og athugaði sárin. — Ef hann er nýbúinn að gera þetta er kannske hugsanlegt, að takast mætti að bjarga honum, en til hvers væri það? Ofurstinn batt um sárin og sneri svo höfði að honum: — Einkennilegt, — andartak langaði mig til að drekka blóðið úr honum! . " Karólina kémur tU skjalanna. Undir hvolfþaki dómkirkjunnar í Tarragona voru tistandi smá- fuglar á einlægu flögri. Þeir flugu jafnvel inn og út um opna gluggana í kirkjuturninum og inn í sjálfa kirkjuna. Á miðju kirkjugólfi, andspænis altarinu, kraup Pilar á kné og ákallaði allt, sem heilagt var, látna helga menn og konur, og gleymdi ekki erkienglunum og englunum. Aðeins þeir gætu sent KVÖLÐVÖKÖNNt yy . . . Fjórir íslendingar kosnir á fylkis- þing Manitoba. /hrr/i/sfZohhurittti Séhh hrcinan nteirih /u ta- Fylkiskosningar fóru fram i Manitoba í fyrra mánuði. Þá „gáfu kjósendur Duff Roblin forsætisráðherra tæki- færið, sem hann bað þá um — að sýna hvað stjórn hans gæti gert næstu 4—-5 árin fyrir fylk- ið, ef flokkur hans fengi hrein- an meirihluta,“ segir Heims- kringla 21. maí. Þá hafi hann fengið 34 af 57 þingsætum. Og búizt var við, að nyrztu kjördæmin, Chur- chill-kjördæmi og Ruperts-land, þar sem kosningár fóru fram 11/6, kysu íhaldsþingmenn eins og í fyrra. (Ófrétt hér um úr- slit þar). Flokkurinn hélt öll- um þingsætunum, sem hann vann í fyrra, 24 (hin nyrztu ekki talin) og bætti við sig 8 frá Frjálslyndaflokknum (Li- beralflokknum) og einu til.“ Heimskringla skýrir frá því, að 4 íslendingar hafi verið kosn ir á Manitobaþing í þessum kosningum. Þeir Hon. George Johnson, M. D.endurkjörinn í Gimli-kjördæmi með miklu magni atkvæða. Elman Gutt- ormsson, kjörinn með yfirgnæf- andi meiri hluta atkvæða í St. George kjördæmi, John Christi- anson, kjörin með 500 atkvæð- um fram yfir fyrrverandi fjár- málaráðherra C. E. Greenley. John Christianson er tiltölulega ungur maður, rekur viðskipti í Portage, og er í bæjarráði þar. Fjórði íslendingurinn er Oscar Björnson, sem fékk 73 atkv. fram yfir frambjóðanda liberala í Lac Du Bonnet. Öscar Björnson er umboðsmaður Ford féHgsins þar og hafði ekki áður boðið sig fram til þingsins. Elmar Guttormsson er í Frjálslynda f’okknum, hin- ir þrír í íhaldsflokknum. ,,,Konan mín er sannarlega spársöm. Hún bjó til handa mér hálsbindi úr gömlum kjól, sem hún átti.“ „Það er ekkert. Mín bjó sér til kjól úr gömlu hálsbindi af mér.“ ★ „Pabbi, bjó Edison til fyrstu talvélina?“ „Nei’, það gerði Guð, en Edi- son bjó til þá fyrstu, sem hægt er að stöðva.“ „Eg heyri, að þú hefir gerzt skipstjóri á hjúskaparfleyt- unni.“ „Og-sussu-nei! Konan mín er skipstjóri. Hún var ekkja, svo að eg er bara annar stýri- maður.“ ★ Hún; „Þú hælir mér aldrei við neinn.“ Hann: „Það er nú líklega ekki! Þú ættir að heyra mig lýsa þér á ráðningarstofunni, þegar eg er að reyna að ná í eldabusku." Samúel Goldwyn ræður yfir svo miklu filmuriki í Holly- wood, að það getur verið erfitt fyrir hann að hafa eftirlit með því! „Segðu mér eitt, Sam,“ spurði einn vinur hans: „Hvern ig geturðu eiginlega vitað að það sé byrjað að taka nýja filmu?“ „Það er enginn vandi að vita það,“ sagði Sam, „sjörnurnar taka fljótt til klögumálanna!“ Það var í París og vorið var að koma, Tréð meðfram götun- um voru rétt að byrja að grænka og gamlar konur voru að selja hina fyrstu ilmandi parmafjóluvendi. En eitt átti þar illa við — reiður lögreglu- þjónn var að æpa að miðaldra konu, fyrir að hafa gefið hljð- merki, en það er stranglega bannað með lögum. Það lá við að konan gréti, og hún sagðist alls ekki hafa gefið hljóðmerki. Að lokum kom maður úr bíl, sem var næstur á eftir konunni og þaggaði niður í lögreglu- þjónum. „Eg gerði það,“ sagði hann. „Frúin er alveg sak- laus.“ Lögregluþjónninn baðst ekki aðeins afsökunar. Hann fór úr Jumferðinni, gekk yfir að stétt- inni, keypti fjóluvönd og bar hann til konunnar, sem hann hafði ásakað. Hann laut henni þegar hann rétti henni fjólurn- ar. SMGfil LITLI í S M.fX I.Vfl/ i

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.