Vísir - 02.07.1959, Side 3
Fimmtiidaginn 2. júlí 1959
VlSIR
RÖTTIR
wmmé éM , < i ■ i < / 41
' '^vs-v"
Roger Moens, Evrópumethafi
í 800 m. hlaupi er nú aftur far-
inn að keppa, eftir langt hlé.
Hefir nú loks verið létt taf hon-
um keppnibanni því, er belg-
iska frjálsíþróttasambandið
lagði á hann vegna „óhlýðni“.
Nýlega tók Moens þátt í
móti, sem haldið var í Vínar-
borg. Keppti hann þar í 800
m. hlaupi ásamt bróður sínum,
Pierre, sem einnig hefir lagt
fyrir sig hlaup. Evrópumethaf-
inii (1.45.7) sýndi enn, að þrátt
fyrir hina löngu fjarvist sína
frá stórmótum (hann hefir lítið
keppt undanfarin 2 ár), er
hann enn algerlega í sérflokki,
og fékk hann nú tímann 1.48.5
mín., og það án nokkurrar
keppni. í sama hlaupi setti j
Austurríkismaðurinn Rudolf
Klaban landsmet, hljóp á 1.49.1
mín.
J ' l|P í--tr'
Bæjarkeppni við
MáSmey.
Sænska liðið er sterkt.
\ < " _ '*ffr '
100 j'arda hlaupið sem fór fram í Leverkusen í Þýzkalandi.
Blökkumaðurinn Omagbemi frá Nigeriu vinnur hlaupið, en
Armin Hary, Þýzkalandi setur nýtt Evrópumet á vegaienginni.
Tíminn var 9.4 sek. (Heimsmet 9.3 sek.)
Evrópumet í 110 m.
09 200 m. grindahlaupi.
Martin. Laucr, grindahlaup-
ariim þýzki, hefir ekki látjð sitt
eftir Uggja það sem af er sumri.
Hann hefir þegar sett tvö Ev-
rópumet, sem bæði eru af-
bragðsgóð. Það var Lauer, sem
í fýrra vann Evrópumeistara-
titilinu í 110 m grindahlaupi í
Stokkhólmi.
Fyrra metið, í 200 m. grinda-
hláupi, setti hann í Wolfsburg
í Þýzkalandi í maí. Hann hljóp
á 23.1 sek., sem er 7. bezti tími
i þessari grein frá upphafi og
aðeins 0.4 sek. frá heimsmeti.
í frásögnum af þessu hlaupi
er þess getið, að Lauer hafi
verið svo öruggur um sigur
(næsti maður á 24.1 sek), að
hann hætti að „taka á“ er um
20, m. voru eftir.
Hitt met sitt setti Laúer í
Zúrich í Sviss, er hann hljóp
110 m. grindahlaup á 13.5 sek.,
sem er aðeins 0.1 sek. frá
heimsmeti. Er það 2/10 sek.
betra en það, sem Láuer hefir
náð áður. Hann er nú orðinn
Ö. bezti í heimi frá uppahfi í
þessari grein.
,’Auk þess er Lauer nr. 2 á
listanum yfir beztu 100 m.
hlaupara. í Þýzkalandi í ár og
héfir hann náð þar 10.4 sék.
Þess utan hefir hann hlaupið
200 m. á 21.2. sek. og er það
bezti tími þarlendis í ár (um
miðja júní). Þjálfari Laúers'
hefir fullyrt, að hann geti
hlaupið 400 m. á rúmura 46 sek.
en bezta árarigri hefir Láuer
náð, 47.3 sek. í þeirr grein á&-
uf, og það fyrir einum tveimur
ár’um. Til gamans má geta, að
að Lauer hefir einnig náð
rumum 7000 stigurn í tugþraut.
Evrópumet
í 100 y.
Margir munu minnast „sprett
harðasta manns í heimi“, Þjóð-
verjans Ami Hary, þess er
vann Evrópumeistaratitilinn í
100 m. hlaupi í Stokkhólmi í
fyra sumar, og skömmu
síðar hljóp 100 m. á 10 sek. Það
afrek var þó ekki viðurkennt
vegna þess, að brautinni hallaði
1 cm of mikið.
Nú í vor hefir Hary verið at-
hafnasamur. Hann er efstur á
afrekaskrá Þjóðverja (um
miðjan júní) í 100 m. með 10.3
sek. Auk þess hefir hann bætt
Evrópumetið í 100 y. hlaupi, og
gerðist það í keppni við sprett-
hlaupara frá Nigeríu, að nafni
Omagbeni. Fengu þeir báðir
tímann 9.4 sek. (samsvarar 10.2
sek. í 100 m.) og var blökku-
maðurinn aðeins á undan. Er
það aðeins 0.1 sek. frá heims-
meti, og telst eðlilega mjög
gott.
Þjóðverjar standa nú mjög
framarlega í spretthlaupum og
eiga t. d. 38 hlaupara nú í ár,
sem allir hafa fengið 10.7 sek.
í 100 m. og þaðan af betri
tíma
Margir gcðir
þristökkvarar.
Margir góðir þrístökkvarar
eru nú uppi og eins og sumir a.
m. k. hafa haft spurnir af, var
sett nýtt heimsmet í þeirri grein
í vor. Var það sett af Rússan-
um Oleg Fedossejew sem stökk
16.70 m.
Við þetta varð Viihjálmur
Einarsson að þoka um 1 sæti
og lítur listinn yfir nokkra
beztu þrístökkvara allra tíma
nú þannig út:
16.70 m. Oleg Fedossejew
(Rússl.).
16.59 m: Oleg Rjachkowski
(Rússl.).
16.56 m. A. da Silva (Bras-
ilíu).
16.48 m. Teruji Kogake
(Japan).
16.46 m. Leonid Tscherbakov
(Rússl.).
16.43 m. Josef Schmidt (Pól-
land).
16.26 m. Vilhjálmur Einars-
son.
Stjónin í íran hefir skipað
úr landi blaðafulltrúa sov-
étstjórnarinnar fyrir íhlut-
un um innanríkismál lands-
ms.
Nú stendur fyrir dyrum
bæjakeppni í frjálsum íþróti-
um við Málmey. Þegar liefir
verið valið í lið þeirra Málmey-
inga og er það sterkt lið og víst
er, að hér verður um mjög tví-
sýna keppni að ræða. Lið
Reykjavíkur verður valið nú í
|VÍkunni og er þar eðlilega far-
ið eftir bezta árangri sem náðst
hefir hér það sem af er sumri.
Verður hér minzt á greinar
keppninnar og reynt að setja
fram tölur um getu beggja, en
ekki spáð um úrslit að ö'cru
leyti.
100 m. Málm. Malmroos 10.6.
Nordbeck 10.8. Rvík Valbjörn
Þorláksson 11.0. Guðjón Guð-
mundsson 11.0. Einar Frímanns
son 11.0.
200 m. Málm. Báðir um 22.0.
R.vík Valbjörn Þorláksson 22.9.
Guðjón Guðmundsson 23.1.
400 m. Málm. Malmroos 48.5.
Anderson 49.0. R.vík Hörður
Haraldsson 49.0. Þórir Þorsteins
son 50.5.
800
1.54.0.
Svavar
Hörður
1500
3.57.0.
Svavar
m.: Málm. Karlsson
Sjöstrand 1,55,0. Rvík:
Markússon 1.53.3.
Haraldsson 1.59.7.
m.: Málm. Karlsson
Persson 4.02.0. Rvík:
Markússon 3.57.4.
Kristleifur Guðbjörnss. 4.01.0.
| 3000 m.: Málm. Jönsson.
Nilsson. Tímar ókunnir. Rvík:
Kristleifur Guðbjörnss. 8.27.6.
Kristján Jóhannsson 8.50.8.
5000 m.: Málm. Jönsson
14.35.0. Nilsson, ók. Rvík:
Kristleifur Guðbjörnss. 14.33.0.
Kristj. Jóhannsson
110 m. gr.: Málm. Sjöberg
15.5. Erikson 15.5. Rvík: Björg-
^vin Hólm 15.1. Guðj. Guðm.
15.9.
400 m. gr.: Málm. Sjögren
55.0. Gunnarsson 57.0. Rvík:
Guðj. Guðm. ók. Sigurður
Björnsson 58.4.
Hástökk: Málm. Nevrup 1.90.
Landin 1.90. Rvík: Jón Péturs-
son 1.95. Jón Ólafsson 1.80.
Frh. á bls. 10.
Frjálsíþróttakeppnin milli
Hafnarfjarðar og Keflavíkur
Úrslit í öllum greinum.
Bæjakeppni í frjálsíþróttum | Fyrri dagur:
milli Hafnarfjarðar og Kefla-j 100 m. hlaup: Höskuldur
víkur fór fram á Hörðuvöllum Karlsson K 11.1. Ingvar Hall-
í Hafnarfirði 25. og 26. júní s.l.1 steinsson H 11,5. Bergþór
Leikstjóri vár Eiríkur Páls-1 Jónsson H 11,7. Einar Eilends-
son. Yfirdómari Hallsteinn son K ,
Hinriksson. Yfirtímavörður: I Þrístökk: Höskuldur Karls-
Hörður Óskarsson. Ræsir son K 12,95. Einar Erlendsson
Hafsteinn Sveinsson. Stökk-
dómarar Oliver Steinn og Sig-
urður Friðfinnsson. Kastdóm-
arar Þórhallur Guðjónsson,
Gunnlaugur Ingason og Karl
Hólm.
Hér fara á eftir úrslit:
K 12.94. Egill Friðfinnsson H
12,58. Kristján Stefánsson H
12,51.
Kúluvarp: Halidór Halldórs-
son K 13,07. Ingvar Hallsteins-
son H 13,02. Björn Jóhannsson
Framh. á 11. síðu.
Skömmu áður en danska landsliðið Icom hingað og sigraði ísland mcð 4 mörkum gegn tveim, háði bað leik við Iandslið
Svía, en sótti ckki gull £ greipar þeim. Hinsvegar mátti dansk i markmaðurinn sækja knöttinn sex sinnum í netið í þessum
leik, og Var þetta mesti ósigur Dana um langt skeið. Það va r því nokkur sárabót að geta sigrað íslendinga.---Myndin
hér að ofan er tekin í leiknum milli Dana og Svía. Markmað ur D.ana, sá sami og keppti hér um daginn, gerir tilraun til að
ná knettinum — svífur sem sagt í lausu lofti við þá björgunar tilraun sína — en tekst það ekki, knötturinn lendir í netinu
og sænski leikmaðurinn breiðir út faðminn fagnandL ,