Vísir - 02.07.1959, Blaðsíða 12
Skkert blað er idýrara f áskrift en Vísir.
ytil bewn fiera yður fréttir ag annað
(Metraretnl keim — án fyiirbafnar at
yðar hálfu.
Simi 1-16-Si.
Munið, að þeir, sem gerast óskrifendnr
Vísia eftir 10. hvers mánaðar, fá blaðið
ákeypis tii mánaðamóta.
simi 1-16-68.
Fimmtudaginn 2. júlí 1959
Daglegt brauð í miðbænum
Það getur' margt skeð á stutri
stund. I
Fréttamaður Vísis átti leið
uiður í miðbæ í gær, eftirmið-
dag, og á beim klukkutíma, er
hann var þar, varð hann vitni
að eftirfarandi atvikum:
3) Lítill drengur varð fyrir bíl.
2) Slökkviliðið var lcallað í eld.
3) Sjúkrabifreið var send eft-
ir slösuðum manni í Slippn-
um.
4) Slökkviliðið var kallað í eld.
5) Drukkinn maður var að
synda i íjörninni.
. Það var fyrst í Vonars.træt- j
inu, að jeppabifreið var að aka
fram hjá húsinu no. 12, og kom
þá lítill drengur hlaupandi út
úr portinu. Hljóp hann beint á
bifreiðina, og virtist detta und-
ír hana. Stjórnandi jeppans var^
eldfljótur að stansa og hlaupa
út, en drengurinn var enn fljót-
- ari, því hann var kominn á rás,
og tókst með herkjum að hand-
sama hann. Hann var sam-
stundis lagður flatur á götuna,
srokinn og klappaður og sagt
að vera rólegur, en hann bara
hrein hástöfum, sagðist ekkert
vera meiddur og kallaði á
Jnömmu. Eftir lauslega athug-
un virtist hann líka segja alveg
satt, því það eina, sem á honum
sá, var smá-marblettur á ann-
arri ristinni. — Það er óhætt að
.segja að hann hafi sloppið vel.
Aðeins nokkru síðar, eða kl.
15.34 brunaði slökkviliðið suður
Tjarnargötu með sírenum og
\pjjfti Mtúá:
Betlistúdentinn.
Nýja Bíó ætlar að endursýna
í nokkur kvöld hina ágætu
kvikmynd „Betlistúdentinn“,
þýzka músikmynd, sem byggð
er á hinni fægu óperettu, sem
Þjóðleikhúsið hér hefur sýnt að
undanförnu við húsfylli kvöld
eftir kvöld. — Aðalhlutverkin
í kvikmyndinni leika Gerhard
Riedmann, Elma Karlowa og
Waltraut Haas. Þetta er mynd,
sem óþarft er að mæla með, og
víst er, að margir er hafa séð
hana munu njóta þess að sjá
hana aftur, en aðrir fá hér ó-
vænt tækifæri.
látum. Þá hafði kviknað í ein-
hverjum skúr suður í Kópavogi,
og auðvitað þurfti að slökkva í
honum. — Nú fór fréttaritarinn
inn á varðstofu stöðvarinnar til
að fylgjast með atburðum, en
allir bílar eru í stöðugu þráð-
lausu sambandi við stöðina, —
og viti menn: Kl. nákvæmlega
15.54 yar hringt í tvo síma í
einu til stöðvarinnar. í öðrum
þeirra var tilkynnt um eíd að
Barónsstíg 28, en í hinum um
slys í Slippnum. Sjúkrabifreið-
in rauk af stað með hvin mikl-
um um leið og ein slökkvibif-
reið í viðbót rann suður Tjarn-
argötu. Bifreiðin, sem var á
heimleið frá Kópavoginum,
fékk ;jafnskjótt tilkynningu um
þennan nýja eld, og beygði hún
þá þegar þangað. Þar hafði
verið kveikt í pokadruslu, sem
lá ofan á heyi í opinni hlöðu.
Slökkt strax. Engar skemmdir.
Þegar sjúkrabifreiðin kom
aftur, fréttist að maður hefði
dottið út um afgreiðslulúgu á
2. hæð í Slippnum og fallið nið-
ur á gangstétt. Hann heitir Sig-
urður Guðnason og er áttræð-
ur að aldri. Sigurður kvartaði
um mikil eymsl í baki, og var
búizt við hinu versta, — en bet-
ur fór þó en á horfðist, því í
morgun fréttist að eitt rifbein
hefði brotnað ,og ekki aðrir á-
verkar sjáanlegir. Honum leið
eftir atvikum vel í morgun.
Nú var komið inn á varðstöð-
ina og sagt að maður lægi ó-
sjálfbjarga við Tjarnarbakk-
ann. Við nánari rannsókn á
þessu fyrirbæri kom í Ijós að
maðurinn var alls ekki ósjálf-
bjarga, þótt hann væri óneitan-
lega skrítinn í kollinum. Hann
var nefnilega farinn að synda í
Tjörninni. Eftir skamma stund
leitaði hann lands, en landtak-
an varð erfið, og hjálpsöm
stúlka kom honum til aðstoð-
ar. Maðurinn tók þá á rás suð-
ur Tjarnargötu og hvarf inn í
húsagarð. Auðvelt var að rekja
spor hans, blaut eftir Tjarnar-
baðið, og loks fannst hann liggj
andi undir ribsberjarunna á lóð
ráðherrabústaðarins. Þar faldi
hann sig kyrfilega til að forð-
ast lögregluna, sem þó fann
hann þar og flutti á brott.
Hangikjöt og skyr í Bergen.
S'
Islendingar ffialda Eiátíðlegan 17. júní.
17. júní var nú í fyrsta sinn
baldinn hátíðlegur í Bergen.
Hið nýstofnaða íslendingafélag
þar bauð Islendingum og vin-
um til samkvæmis um kvöldið.
Það var um 50 manns, sem
var í samkæmi þessu, og húsið
var skreytt íslenzkum fánum
utan og innan. — Aðalréttur
kvöldsins var hangikjöt og
skyr, sem hafði komið með m.s.
Heklu daginn áður.
Formaður félagsins, Gotfred
Kvinge stjórnaði samsætinu.
íslenzki þjóðsöngurinn var
jsunginn- og ýmis íslenzk lög.
Frú Dyrkolbotn las íslenzk
ljóð og Elín Þórarinsdóttir
söng. Síra Harald Hope flutti
hátíðarræðu um ísland, dáðist
að menningu íslendinga fyrr
og nú, og þakkaði þeim frjáls-
ræði Noregs og þann þátt, sem
þeir eiga í að varðveita sögu
þeirra í fornum bókum.
Jón G. Sigurðsson, vélstjóri
á Heklu, flutti kveðjur að
heiman, en samkvæmið sendi
síðan heillaóskaskeyti til for-
seta íslands.
Að lokum var á borð borinn
alíslenzkur réttur: Kaffi og
pönnukökur með rjóma.
Nýlega komst upp um njósnastarfsemi í Danmörku. Var njósnað
um radarstöðvar — fyrir Rússa. Mýndin er af bátnum ,,Runa“,
en í honum var ýmislegt, sem við kom málinu, og tók lög-
reglan það í sína vörzlu.
Síldarsöltun hófst
Slglufirði í gær.
Nokkur veiði í svarta þoku
á Skagagrunn.
Frá fréttaritara Vísis.
Siglufirði í morgun.
í gær hófst síldarsöltun á
Siglufirði. Var saltað á þremur
plönum, Samvinnufélagsplan-
inu, Vigfúsi Friðjónssyni og
Óla Hinriksen. Hvort framhald
verður á söltuninni næstu daga
er ekki vitað, því síldin er ekki
enn orðin nógu feit til söltun-
ar, enda var ekki saltað nema
lítið magn á hverju plani.
Síldin sem hingað kom í gær
var efnagreind og reyndist hún
ekki hafa nema 14,9 prósent
fitu. Hún var að meðaltali 35,9
sm. löng og vó 362 grömm. Hér
er því um að ræða stóra og fall-
ega síld, sem enn er ekki búin
að ná nægilegri fitu.
Síldin hefur undanfarið veiðst
á Skagagrunni þar sem hún
hefur verið í glærátu, en vottur
af rauðátu var í maga síldanna
sem teknar voru til athugunar
og bendir það til að síldin sé að
komast í rauðátu og verður hún
þá fljót að safna fitu. Orðið hef-
ur vart talsverðrar rauðátu nær
landi og vona menn að síldin
gangi að landinu í rauðátuna.
Svartaþoka var á miðunum í
nótt og hér inn á Siglufirði. —
Var þokan það dimm úti fyrir,
að ógerningur var að hreyfa
skip, en vitað var þó um nokkra
báta, sem voru að kasta. Um
aflabrögð er lítið vitað enn,
nema hvað vissa er fyrir því að
nokkrir fengu síld. Vegna þok-
unnar hefur ekki verið hægt að
senda síldaírleitarflugvélina á
loft og skip hafa heldur ekki
getað leitað af sömu ástæðu.
Síldin ■ sem kastað var á, á
Skagagrunni, óð talsvert. Þrátt
fyrir litla veiði eru gjómenn
vongóðir um að úr rætist. Þó
höfðu sumir orð á því um dag-
inn að sigla suður undir Jökul,
þegar fréttist af síldinni þar, og
engin veiði var hér fyrir norð-
an.
Aðkomustúlkur eru hér fáar
enn, en nú má búast við þeim
hvað úr hverju þegar farið verð-
ur að salta.
Þessi skip lönduðu á Siglu-
firði 1 morgun:
Arnfirðingur 364, Ásgeir 362,
Jón Kjartansson 238, og 150 tn.
í frystingu, Muninn 154, Marz
588. Víðir 136, Stjarni SH 100,
Farsæll GK 400, Gissur hvíti
250, Guðfinnur 180, Hólmanes
200, Huginn NK 400, Kamba-
röst 250.
Styrkur til
rithöfunda.
Menntamálaráð hefir veitt
Rithöfundasambandi íslands 15
þúsund krónur til úthlutunar á
þessu ári til starfsstyrkja rit-
höfundum til handa.
Er ætlast til að 5 rithöfundar
hljóti að þessu sinni 3 þúsund
króna styrk til þess að geta
dvalið fjarri daglegum starfs-
vettvangi sínum og gefið sig
eingöngu að ritstörfum.
Umsóknir um styrk þennan
ber að senda Rithöfundasam-
bandinu fyrir 10. júlí n. k. og
skal umsókn fylgja upplýsingar
um væntanlegan dvalarstað og
viðfangsefni umsækjanda.
Handbók veltunnar.
Þar sem nokkrir eiga eftir
að gera skil í happdrætti velt-
unnar, verður dregið • veltu-
happdrættinu n.k. laugardag.
Aðeins dregið úr seldum
miðum.
Gerið vinsamlega skil strax.
Áskorunarseðlarnir verða
sóttir til þeirra, sem þess óska.
Morgunblaðshúsinu, 2. hæð,
F j áröf lunarnef nd
Sjálfstæðisflokksins,
símar 24056 og 10179.
De Gaulle heim-
sækir Madagaskar
De Gaulle Frakklandsfor-
; seti og frú hans lögðu af stað
í ferðalag í morgun til Franska
| Somalilands og Madagascar.
Ferðin stendur 10 daga og
verður Debré forsætisráðherra
og fleiri ráðherrar með í ferð-
inni nokkurn hluta hennar.
Ný sáttatiiraun geri í dag
tii ea«5 eafsiýra9 að öil hlaðaaítajáffa
ISrcia stöðvist.
í dag verður gerð í London
ný tilraun til þess að leiða til
lykta deilu þá, sem mun leiða
til þess, að öll blaðaútgáfa í
Bretlandi stöðvist eftir helgina,
! ef ekki nœst samkomulag nú í
vikunni. Lundúnablöðin koma
nú út í helmingi minnc broti en
vanalega.
Það eru leiðtogar verkalýðs-
félaganna, sem eiga í deilum við
vinnuveitendur í prentsvertu-
iðnaðinum, er sitja í dag á fundi
með fulltrúum sambands verka-
lýðsfélaganna, og verður þar
reynt að finna leið til samkomu-
lagsumleitana.
Þegar hafa um 100.000 manns
orðið að hætta störfum í prent-
smiðjum og við önnur skyld
störf, en sviði prentsvertuiðn-
aðarins má heita alger kyrr-
staða.
Einn af fulltrúum stjórnar
sambands verkalýðsfélganna
sagði í gær, að hann væri reiðu-
búinn að sitja „sólarhrings fund
án hvíldar“, ef von væri um,
að það leiddi til þess, að afstýrt
yrði að öll blaðaútgáfa stöðv*
aðist.