Vísir - 13.07.1959, Side 11
Máíiudágmri 13,- Júlí 1959-
VíSi*
ia
Að vestan:
Aukin vorkópaveiði - en
lítiii sótt í björgin.
Handfæraveiðarnar halda velli. —
Bretar spilla veiðum handfærabáta.
ísafirði, 9. júlí.
Selveiði hefir síðustu ár auk-
ist mjög á Ströndum og vor-
kópaveiði liefir mörg undanfar*
in ár ekki verið jafn mikil og
nú í vor.
Sumstaðar er kópaveiði um
helmingi meiri en vorið 1958.
Selveiði og kópaveiði hafa
löngum verið mikilsverð hlunn
indi á Ströndum. Þótti selveið-
in notadrýgst og þaðan runnið
orðtakið: Allt er safi hjá sel-
veiði.
Enn er selveiðin mikilsverð
hlunnindi. Verð á vorkópa-
skinnum var í fyrra rúmlega
700 krónur fyrir skinnið. Búizt
er við sama verði í ár. Máske
heldur hærra. Á Á hæstu hlunn
indajörðum mun veiðin í ár
verða nokkuð á annað hundrað
kópar. Nema þar þessi hlunn-
indi einum 100 þúsund krónur.
Að auki er mörg önnur matar-
holan á Ströndum. Víða eggver
mikil og æðardúnn og drjúgur
er bæði stórrekinn og smárek-
inn, því nú verður flest að pen-
ingum. í vor hefir verið tals-
verður reki á Ströndum.
Víða hérlendis mun þess sjást
vottur að selveiði sé að aukast
aftur. Þykja mörgum það góð
tíðindi.
Björgin miklu.
Þegar almennt var talað um
Björgin í gamla daga voru að-
allega þrjú björg í huganum:
Látrabjarg, Hælavíkurbjarg og
Hornbjarg. Þau voru Björgin
miklu. Við þessi björg öll var
fjöldi fólks á hverju vori. Sumt
mánuð eða meira. Margt langt
að komið. Það var einskoriar
vertíð að sækja egg og fugl í
Björgin, og oft sú bezta og ör-
uggasta, þrátt fyrir lélegan út-
búnað oft og tíðum. Frá Björg-
unum fluttust notin til hvers
einasta heimilis í mörgum
sýslum. Lítill skammtur hjá
þeim fátæku og smáu. Stór
skammtur hjá þeim ríku og
stóru. Þeir áttu slíkan herra-
mannsmat sem bjargfuglseggin
eru á borði sínu daglega allt
áiið.
Enn bjóða Björgin miklu og
fjöldi annarra fuglabjarga á
Vestfjörðum sö'mu not og áður.
Eflaust með núverandi verð-
lagi milljónavirði samanlögð.
En nú sinnir þeim enginn, nema
hvað sjómenn, helzt Færeying-
ar heimsækja Björgin á beztu
góðviðrisdögum og ná í egg til
að gera sér dagamun. Er það
sem dropi í hafi.
f vor fóru nokkrir ungir en
vannir bjargmenn í eggjaleið-
angur í Hælavíkurbjarg. Þeir
náðu í mikil egg og góð. Völdu
eggin voru seld á 5 krónur
stykkið. Hin fyrir 4 kr. Fengu
færri en vildu, og eggjafarm-
urinn seldist á svipstundu.
Ungu mennirnir fengu maklega
vel í aðra hönd og bjuggust í
annan eggjaleiðangur snemma
í júní. Þá gerði svo ill veður,
að ekki var bjargfært sökum
hvassviðris. Urðu þeir frá að
hverfa við illan leik.
Björgin b"u á hverju vori
imeð mikil og margbreýtt not.
Matarbúr í'jöida manns, ef ekki
skortir þrek og þor.
Handfæraveiðar.
Hér vestra er floti sá, er
stundar handfæraveiðar, að
stækka nær árlega. Er nú sýnt,
að handfæraveiðarnar halda
velli móti öðrum veiðum.
Hinsvegar er nauðsyn að bát-
arnir stækki. Ættu helzt ekki
að vera minni en 5 rúmlestir,
með 3ja eða fjögra manna á-
höfn. Fiskur hefir verið mikill,
en staðið fremur djúpt, og því
óhægt að sækja fyrir smærri
bátana. Á miðum Patreks-
fjarðarbáta hafa brezkir tog-
arar mjög spillt fiskigöngum.
Var þar uppgripaafli um tíma,
en tók þvert fyrir þegar brezku
togararnir höfðu skarkað
þarna nokkra daga. Er hart að
þola slíkan yfirgang mótmæla-
laust. Nýlega voru nokkrir
Bretar í langferðabíl ásamt
fleira fólki. Þeir tóku að ræða
landhelgisdeiluna, og héldu
því mjög á lofti, að sjómenn-
irnir íslenzku væru svo lítill
hluti af þjóðarheildinni, að ís-
lendingar hefðu eiginlega ekk-
ert með fisk að gera, en Breta
vantaði alltaf fisk og yrði að
léita að enskum fiski hyar sem
hann væri að finna. Voru Bret-
arnir fremur æstir, en stilltu
sig þó við ákveðin andmæli ís-
lendinga. — Auðvitað hafa
brezku togararnir verið að
leita að enskum fiski út af Pat-
reksfirði, þeir eru gamalkunn-
ugir á þessum slóðum, og hafa
mjög stundað þar veiðar í
gömlu landhelginni.
En skörin færist illa upp í
bekkinn þegar togarar spilla
veiðum handfærabáta.
Þessir atburðir og aðrir sýna
og undirstrika nauðsyn þess, að
kynna öllum heimi aðstöðu
okkar og yfirgang Breta. Þeir
eru margir, og fleiri en okkur
grunar. Sumir þekkja þetta af
eigin raun eins og við, einmitt
af hendi Breta. Nokkrir hafa
þegar snúizt til liðs við okkur
og margir munu bætast í hóp-
SKÓMARKADURINN SELUR ÓDÝRT
Kven-§umarskór nie5 uppfTHtuiii hæl
á Kr. 5©.oo parið.
HfMARKAVURINN,
Snorrabraut 38
Bezt að augiýsa í Vísi
Lýst eftir manni.
Rannsóknarlögreglan í Rvík
lýsir eftir manni, sem hvarf
heimanað frá sér í gær og biður
upplýsinga um hann frá því um
hádegi í gær, ef einhverjir
kunna að vita um ferðir hans
síðan.
Maður þessi heitir Bogi Guð-
mundsson til heimilis að Rauð-
arárstíg 42. Hann fór heimanað
frá sér kl. 11.30 í gærmorgun
og ætlaði þá í Sundhöllina. —
Hann bjóst við að verða kom-
inn aftur fyrir kl. 1 e. h. en
hefur ekki komið heim aftur og
ekkert til hans spurzt síðan.
Bogi er 31 árs að aldri, frem-
ur hár vexti, meðallagi þrekinn,
dökkhærður. Þegar hann fór að
heiman var hann klæddur ljós-
gráum fötum, grárri skyrtu,
brúnum skóm, svörtu hálsbindi.
Hann var berhöfðaður, frakka-
laus með gleraugu.
inn ef þeim verður kvnnt ræki-
lega og réttilega hvernig sakir
standa. Við megum hvergi láta
slaka í sókninni fyrir rétti okk-
ar í landheigismálinu. Öll værð
og sofan :áttur er hættuleg.
Við’éigi.m ð setja Bretanum
kröfur : orlega. Neiti þeir
að svara. ve.ður að grípa til
nýrra rao; . 'i verðum að láta
alla rainiii’ . . .arkennd gagn-
hvería. Að .vísu
di, en yið fáir
við eigum allan
haifan,.. og erum
jjörg okkar. Öll
..r.iil Breta verða
íiíku máli. Þjóð-
. Porustan verður
níiuga.
Arn.
ekki
vart B
eru þe:
og smi
réttinn
að verja 3
linkind og
að úiilokas
in er einhr
líka að. ver
Sími 1-85-17
Innbrot í kjöt*
verzlun.
Aðfaranótt sunnudagsins var
innbrot framið í kjötverzlun
Sláturfélagsins að Laugavegi
42.
Hafði þjófurinn farið þar eft-
ir ýmsum krókaleiðum bak-
Tökum fram í dag
nýjar sendingar af
fífÞlloask unt
SUMARKÁPUM
dyramegin, en síðan brotið upp|
hurð að vörugeymslu verzlun*
arinnar og stolið þaðan nokk-«
uru magni af niðursoðnum á*
vöxtum, ásamt gulum baunum,
og fleiru.
Ur vörugeymslunni var inn-«
angengt í verzlunina og þar stal
þjófurinn þeirri skiptimynt*
sem skilin hafði verið eftir dag<
inn áður. f
- _J
Verzlunin
Hafnarsíræti 4
SÍMI 13350
DANSLEIKUR
Kveðjudansleikur verður haldinn fyrir dönsku :
knattspyrnumennina í kvöld kl. 10 í LIDO. *
Aðgöngumiðar verða seldir við innganginn.
Móttökunefndin.
SÉRLEG4 MMAÐ fM'
007T SMD