Vísir - 24.07.1959, Blaðsíða 4

Vísir - 24.07.1959, Blaðsíða 4
II VlSIR Föstudaginn 24. júlí 1959. miij atur Ekta skartgripir eia óekta. Tízkan á sviði skartgripa er breytileg. Gulrótarrönd jneð sítrónusósu. — Þetta er góður réttur fyrir kjöt- og fisk- lausan dag. 60 gr. hveiti. 50 gr. smjörlíki. 2Vz dsl. mjólk. 4 egg. 250 gr. gulrætur. Salt og pipar. Hveiti og smjörlíki er bakað saman og sjóðandi mjólkinni er hellt í smátt og smátt. Hellt í skál. Þar er það kælt svolítið éður en 4 eggjarauður eru hræðar í. Kryddað með salti og pipar. Gulræturnar hafa verið soðn- ar á undan; þær eru kældar og saxaðar gróft. 4 eggjahvítur eru þeyttar mjög stíft. Þær eru síðan hrærðar gæti- lega í deigið og gulrótunum er blandað í léttilega. Randmót er smurt vel með smjörlíki, sem hefir verið mýkt. Brauðmylsnu er stráð á mótið. Deiginu er síðan hellt í mótið og það látið í pott með sjóðandi vatni. Þar á það að vera í 20—30 mínútur. Ef þess er óskað má sjóða dálítið af gulrótum í viðbót, skera þær út með Chartreuse- hnifnum, glera þær á pönn- unni í dálitlu af smjöri og sykri, eða hrista þær aðeins í bræddu smjöri og láta þær í röndina miðja. Þessum rétti fylgir: Sítrónusósa. Hrærið matskeið af hveiti með köldu vatni í smápotti, þangað til úr er orðinn þunn- ur jafningur, kekkjalaus. Látið pottinn (eða kastarhol- una) á eldinn og hrærið í án afláts. Látið yður ekki bregða þó að kekkir komi — þeir jafna sig smátt og smátt. Jafningurinn líkist klístri, en verður skýr við suðuna. Þegar vatnið er vel soðið er eggja^ rauða, hrærð með vatni, látin í (en áður hefir kastarholan verið tekin af eldinum). Þetta er nú látið í vatnsbað og smá bitar af smjöri eru látnir í smátt og smátt. Þessi skammt- ur getur tekið allt að 125 gr. — En bæði egg og smjör reiknast eftir heimilispeningunum og því, hvort nota á sósuna með tíaglegum mat eða til hátíða- brigðis. Svo er settur smekkur á sósuna með salti og sítrónu- afa. — Þetta getur vel staðið dálitla stund í vatnsbaði og jafnvel má þynna sósuna með dálitlu vatni. Þessi sósa er mjög hressandi, ekki aðeins við þenna mat, heldur og við innbakaðan fisk, gteiktan eða soðinn. Þá er fisk- goðið notað í staðinn fyrirl jsratnið, , Silfursmiður í Danmörku rœddi í gullsmiðablaði um skartgripi, sem hafa varanlegt gildi og aðra, sem eru í tízku. Hafði hann heyrt annan mann ræða um það í útvarpi og segja eitthvað á þá leið, „að óekta skartgripir væru nú komnir í tízku og væri það jafngott þó að fólk veldi nú það, sem gljáði í staðinn fyrir verðið“. Þetta eru skemmtileg og gáfu- leg ummæli, og þó í mótsögn við hvort annað, — en er það aðeins gljáinn — það ytra, sem hefur gildi? spyr greinarritari. Menn munu minnast þeirra ára, þegar hver byggingameist- ari, sem hafði virðingu fyrir sjálfum sér, reisti „villur“ með flötum þökum, sem voru mótuð eins og stórar svalir. Þar gátu menn kropið í tvo sumarmán- uði og snúið ásýnd sinni til Mekka — því að nú voru menn í Arabiu! Þó áð snjófannirnar síuðust niður þegar voraði gegn- um loftin, gerði það minna til, því að nú voru austurlenzk gerfihús í tízku. Og hvers vegna á að byggja skrauthýsi — „villu“ — fyrir 70 þúsund krónur, þegar hægt er að búa hana til úr pappa fyrir 2 krónur? Já, en hún end- ist ekki! Nei, það er víst. En þá má byggja annað pappahús að sumri og endurnýja hitt — al- veg eins og óekta skartgripina, — fleygja þeim og fá sér nýja. Greinarritari getur þess, að hann verði líklega sakaður um öfund fyrir grein sína. En það er alls ekki svo, svarar hann sjálfur. Mér finnst það alveg eins og vera ber, að kona kaupi sér einkennilegan og skrítinn skartgrip úr messing með lituðu gleri til prýðis, ef hann fer vel við nýja sumax-kjólinn hennar. Óekta skartgripir hafa sinn til- gang, en hann er bara annar en ekta skartgripa. Sú kona, sem fær nýtízku skartgrip frá unnusta sínum, verður fyrir vonbrigðum þegar á árið líður og gljáinn fer af honum. Auðvitað á að velja skartgripinn vegna þeirrar gleði, sem hann veitir, en ekki eftir verðinu. En oft má sam- eina þetta og sú, sem á grip- inn, getur þá verið ánægð yfir því að eiga góðan og vandaðan skartgrip, sem er peningavirði, ef í harðbakka slær. Greinarhöfundur ræðir líka um verð á fyrsta flokks handa- vinnu og hversu fagurlega ekta steinar glói. Hann segir frá því, að ungar stúlkur komi með skartgripi sína, t. d. ekta brjóst- nál, sem mamma þeirra hafi átt, og móðir hennar á undan henni, þær vilji láta fara var- lega með þennan hlut, þori varla að sleppa honum við gullsmið- inn. Þeim þykir svo vænt um nálina, hún er samofin æsku- minningum þeirra, þeim finnst nálin vera eins og hluti af móð- ur sinni. — Ekki er hætt við að óekta skartgi’ipir hafi þessi áhrif. Sagan af Pétri litla og kökunni. Pétur litli er með pabba sín- um og mömmu kominn í heim- sókn til ömmu sinnar. Hann hefur farið langa leið með bíl og er þreyttur þegar hann kem- ur til ömmu. Mamma er hrædd um að þetta verði erfiður dag- ur, af því að hann hefur ekki sitt eigið rúm með grindunum kringum til að sofa í eins og hann er vanur. Amma stingur upp á því að hann sé látinn í rúmið hennar og stólar settir fyrir framan það svo hann detti ekki út úr þvi. Pappi og mamma þekkja son sinn vel og hafa ekki al- mennilega trú á því að hann fáist til að sofna, en amma má gjarnan reyna það, svo fá þau sér göngutúr á meðan. Pétur litli lítur fyrst í kring- um ’sig í stofu ömmu. Með vissri þefvísi fyrir því hvað ætilegt er, finnxn’ hann þar gagnsæjan poka með kökum. Pokinn var ætlaður honum, en hann átti ekki að koma fram fyi'r en seimia. Pokinn er vel lokaður og þar sem Pétur litli virtist vera á- nægður með pokann, og er í augnablikinu fegirm að hafa Fegurðardísir gefa ráð um, kvernig kona verði fegurst. í Japan þvœr konan sér um jcia, segir, að konur í Mexico andlitið með hrísmjöli. Konur á noti ekki nein fegrunarmeðöl, heldur sjái þær um það að þær fái nóg að borða af ávöxtum og grænmeti og þær forðist fit- andi mat. Menn undruðust mjög um- mæli fulltrúa Póllands. Hún jheitir Aliicja Bobrowska, og Jsvaraði spurningunni um það, hvað pólskar konur gerðu til þess að líta vel út á þennan veg: Pólskar konur óska þess ekki að vera fallegar, því að þær Vestur-Indíum nudda allan lík- ama sinn inn í ólífu-olíu. Nokkrar af þeim stúlkum, sem keppa um Miss Universe- titilinn í Long Beach, hafa sagt frá þvi, hvernig kynsysturnar í heimalandi þeirra reyni að auka fegurðina. Ungfrú Japan, Tomoko Mori- take, segir frá því, að japansk- ar konur þvoi andlit sín í vissri tegund af hrísmjöli, — en stúlka frá Vestur-Indíum, Angela Tong 1 erfiða mikið. Konur og karlar kökurnar, þó að hann ráðist' ekki á þær, leggur amma hans hann fyrir, án þess að taka pok- ■ ann frá honum. Og hann sofnar reyndar, með kökupokann í höndunum. Þegar amma klukkustundu síðar heyrir eitthvert hljóð úr barnaherberginu, fer húni- þangað og þá situr hann þar á hnjánum og heldur bablandi lofræðu yíir kökunum í pokan- um. Amma opnar pokann og gefur dreng köku. Pétur er mjög elskur að kökum. Hann fer strax að borða en hefur þó vakandi auga með pokanum, en amma fser sér líka köku úr pokanum. Hennar kaka brotn- ar og helmingurinn af hennii dettur niður á ábreiðuna hjá Pétri litla. Hann tekur hana upp og situr nú með kökuna, sem honum var gefin í annarri hendi og hálfu kökuna í hinni. Það er eðlilegt að börn séu sjálfselsk, segja menn. Það væri eðlilegt að Pétur litli á* líti seinni kökuna sér viðkom* andi — hann ætti hana. Það er ekki hægt að ráða neitt af þvi um skapgerð hans þó að hanm stingi fyrst annarri kökunni f munninn og svo hinni, segip amma við sjálfa sig, en hefur þó vakandi auga með Pétrf litla. Mun hann nú bregðast við eins og sagt er að sé eðli barna? Pétur litli horfir á kök- una í annarri hendi og svo ái kökuna í hinni. Svo lyftir hanií höndinni með hálfri kökunnf: upp að ömmunni og stingur, kökunni í munninn á henni. —< Þó að hún viti að hún má ekkí gera neitt úr þessari athöfn dregur hún andann léttar. — Hún er þakklát. i að nafni, segir, að konur í Vest- ur-Indíum hafi þann sið, að nudda allan líkama sinn úr ol- ífuolíu áður en þær gangi til hvílu. Fulltrúi Mexico, Elvira Leti- vinna þar saman. Éina ráðið, sem Aliicja Bobrowskal gat gef- ið kynsysti'um sínum, var þetta: „Þvoið ykkur vel með sápu og vatni, og þá kemur fegurSin.' líuri iieiur Daðtjaluio meS ser. —• Fýitar rcgixhliíavcrksinidjur liafa búið þetta verKiærí iil, sem getur verið bæði regnhlíf og baðtjald á siröndinni. Stúlkan hérna sýnir hvernig hún get- ur varizt, ef hann fer skyndilega að rigna, og einnig hvernig hún getur útbúið sitt eigið baðtjald á ströndinni, svo hún geti afklæðzt þar í friði. Gott heilsufar í bænum. Samkvæmt unpiýsingum frá- I skrifstofu Borgarlaeknis hefur ; u.-ii«urss> veriS tain&«úi sein- ustu viku og er nú yfirleitt gotr. Síðari hluta vetrar og fram á vor var kvillasamt sem kunn- ugt er, inflúensa, og margir lengi að ná sér fyllilega, þótt lítið væri um alvarleg eftir- köst. Samkvæmt seinustu vikuskýrslu, sem fyrir hendi er,_ 4.—1. þ. m. voru aðeins 3- skráð inflúensutilfelli, og sama tala vikuna þar á undan, en. eins og jafnan á þessum tíma berast færri skýrslur frá lækn- um vegna fjarveru en á öðrum árstímum, og mjög hefur fækk- að í bænum að undanförnu. Skýrslurnar gefa þannig kann- ske ekki alveg rétta mynd af heilsufarinu, en það raskar því ekki, að heilsufar hafi verið batnandi og sé nú yfirleitt gott. ■ýt Margot Fonteyn. dansmær- in íiæga. kona dr. Ariusar, sem niishepnaðist bylt- Ingaríihaunin í Panama, ætlar að efna til tveggjai sýninga í Rio í góðgerða-* skyni og þakklætis. ^ ,

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.