Vísir - 24.07.1959, Blaðsíða 9

Vísir - 24.07.1959, Blaðsíða 9
VfSIR Föstúdaginn 24. júlí 1959 Þegar Andrea Doria sökk — Framh. af 3. síðu. nægði ekki lengur þeim kröf- um sem góður rekstur gerir, og gleypti olíuna. Samt gott skip og gangmikið. Síðdegis hvarf það augsýnum Stockholms við sjóndeildarhringinn í austri. Þegar þriðji stýrimaður Stockholms, Johan Ernst Bogis- laus Aug. Carstens-Johansen, 26 ára, kom í brúna kl. 8,30 þetta kvöld, var ekkert skip í augsýn. Carstens, eins og hann var kallaður, leysti af fyrsta stýrimann, Lars Eneström; tók við vaktinni, lét miða stefnuna við 90 gráður, leit yfir veður- íréttir, sem spáðu þoku austur af áðurnefndu vitaskipi, og gekk úr skugga um að siglinga- Ijósin hefðu verið kveikt. Hið síðasta sem Enström sagði við hann, var að Stockholm hefði borið með straumi norður á bóginn, sennilega um hálfa aðra sjómílu. Enn engin þoka. Það var í sjálfu sér ekki merkilegt, en Carstens ákvað að rétta stefnuna. Eneström fór úr brúnni. Carstens gekk nokkr um sinnum milli brúarvængj- anna, stýrisklefa og kortaklefa, leit gaumgæfilega til veðurs, en sá enga þoku. Hann tók eftir því að danski hásetinn, Peter Larsen, sem átti stýrisvakt, var ekki áreiðanlegur. Hann hafði meiri áhuga fyrir því að fylgj- ast með fólkinu á dekkinu en áttavitanum. Af og til leitaði skipið nokkrar gráður af kúrs. Carsteins staðnæmdist nokkr- um sinnum að baki Larsen og 3eit á áttavitann yfir öxl hans. Þá fór Larsen að veita stýrinu meiri athygli. Kl. 21.00 kom Nordenson skipherra í brúna. Tuttugu mín- útum síðar hófst ný stýrisvakt og útsýnisvákt. Nordenson leit á kortið og breytti stefnunni úr 90 gráðum í 87 gráður. Kl. 22.00 fór Nordenson úr brúnni. — Kallið í mig, þegar við sjáum Nantucket, sagði hann. Á næstu mínútu fór Carstens enn á ný yfir reikninga um stöðu skipsins. Hann notaði decca-tæki og bergmálsdýptar- mæli, athugaði sendingar rad- iovitans á Block Island og dró línur inn á kortið. Kl. 22.04 .komst hann að raun um að skipið var eina og hálfa sjómílu fyrir norðan áætlaða siglinga- leið. Nýir reikningar. Hálftíma síðar gerði hann enn á ný útreikninga og komst að raun um að skipið hafði nú borið 2% mílu af leið. Hann gaf skipun um að breyta stefnunni i 89 gráður. Kl. 22.40 var aftur skipt um stýrisvakt. Pder Larsen tók aft- ur við. Kl. 22.48 athugaði Carstens radartækið sem var stillt inn á 15 mílna radius. Hann sá lítinn lýsandi punkt á skífunni. Skip 12 mílur í burtu. Carstens kveikti ljós í korta- borðinu í kortaklefanum. Hér gat hann á sjókorti markað stefnu hins ókunna skips og Stockholms með aðstoð radar- tækisins. Það var þegar Ijóst að skipin sigldu í áttina hvort til annárs. Hann gaf útsýnisvakt* inni skipun um að hafa auga með ljósum hins ókunna skips, en sneri sér siðan að kortaborð- inu aftur. Hann var svo sokk- inn niður í útreikninga sína að hann gleymdi að skrifa hjá sér hvað klukkan var þegar hið ó- kunna skip var nákvæmlega 6 mílur í burtu. Þá var klukkan reyndar 23.00 og skipsklukkan sló 6 sinnum, þrisvar sinnum 2 stutt högg. Það fór fram hjá Carstens að þokan var nú byrjuð að skella á. En brátt gaf hann skipun um að breyta stefnunni í 90 gráður. Hann áleit að það myndi duga til að sigla vel fram, hjá hinu ókunna skipi. Brátt var hinn lýsandi punkt- ur aðeins fjórar mílur burtu. Carstens breyti stillingu tækis- ins svo að það sýndi nú svæðið innan fimm mílna skýrar en áður. Punkturinn varð stærri. Hann nálgaðist. Útreikningar Carstens sýndu þó, að skipið myndi fara í góðri fjarlægð á bakborða. Skipið nálgast. Kl. 23.06 var hinn lýsandi puntur í 1.8 eða 1.9 mílna fjar- lægð. Hann nálgaðist með mikl- um hraða. Á þessu augnabliki kallaði útsýnisvaktin. — Ljós á bakborða. Carstens tók sjón- aukann sem notaður var í myrkri og gætti að ljósunum. Dauf rauð birta niður við sjó- inn og hátt uppi tvö hvít ljós. Ljósaútbúnaður gufuskips. Fremra mastursljósið var Iítið eitt til vinstri við hið aftara. Carstens vissi hvað það þýddi. Hið ókunna skip hafði tekið stefnuna fram hjá Stockholm á bakborða. Þau mundu ekki rek ast á. En hann vissi einnig að Nordenson skipherra vildi ekki að neitt skip kæmi nær en eina sjómílu. Þess vegna skipaði hann stýrisvaktinni að leggja á á stjórnborða. Stockholm breytti um stefnu um 20°. Hið ókunna skip beygír. Carstens gekk út á brúar- vænginn og beindi sjónaukan- um að ljósunum. Og nú hafði aðstaðan breytzt. Hið ókunna skip var að beygja í áttina til Stockholms. Skyndilega sá hinn skelkaði stýrimaður langa skips hlið með hundruðum ljósa. Og nú sá hann hið græna bakborðs- ljós. Carstens hljóp til vélarsím ans og bað um fullt aftur á, skipaði að lagt skyldi hart á stjórnborða. Stockholm beygði hægt og hægt. Skrúfurnar börð- ust í sjónum. Niðri í káettu sinni tók Nord- enson skipherra strax eftir því að eitthvað óvenjulegt var á seyði. Hann greip einkennis- húfu sína og hljóp upp I brú. — Það hlýtur skyndilega að hafa skollið á svartaþoka, hugs- aði hann. Hræðslan var við að ná 5rfír- höndinni hjá danska hásetan- um Peder Larsen. Þetta var hans fyrsta ferð með Stock- holm. Fyrir augunum hafði hann stóran, svartan skips-' skrokk. — Eg er búinn að vera. hugsaði hann. Þetta eru enda- lokin. f nokkrar sekúndur stóð Car- stens eins og lamaður. Svo sló I á augnabliki niður í höfði hans hugm>rndinni um vatnsþéttu dyrnar. Hann stökk að fjarstýri borðinu og þrýsti hnappana. Dvrnar tóku að lokast. Um borð í Andrea Doria. í brú Andrea Doria voru þetta kvöld staddir þrír yfir- menn. Calamai skipherra, ann- ar stýrimaður Franchini og þriðji stýrimaður Giannini. Kl. 22.20 fór hið stóra skip fram hjá vitaskipinu Nantucket í urn það bil mílu fjarlægð. Þoka var á og ekki sá milli skipanna. Stefnan var miðuð við 268°, nærri því í vestur. Beint á móti stefnu Stockholms, sem enginn vissi að var þarna úti á hafinu. Skyggni varð verra og verra. Stýrimaður tók sér stöðu við ratsjána. Hann notaði þá að- ferð, sem víða er höfð við, þ. e. að nota ratsjána án þess að bera hana saman við sjókort. Kl. 22.45 kom hann auga á lýsandi blett yzt á ratsjárskífunni, um það bil 17 mílur í burtu. Hann fylgdist með því hvernig hinn lýsandi punktur flutti sig nær miðju skífunnar, en í miðju hennar er það skip sem rat- sjána hefur. Þessi aðferð, að nota ratsjána á þess að gera útreikninga á sjó- kort er sambærileg við að deila tölum í huganum. Svarið verð- ur ekki nákvæmt. Venjulega nægir þetta til sjós. En ratsjár- sérfræðingum er vel kunn sú hætta sem af slíku stendur og þeim óar við henni. Farið að reglum. Franchini kallaði til Calamai skipherra. Giannini leit einnig á ratsjárskífuna. Calamai skip- herra áleit að með þeirri ferð er Andrea Doria hélt og þeirri stefnu sem siglt var eftir, myndi hún sigla fram hjá hinu ókunna skipi á stjórnborða, þrátt fyrir það að siglingareglur mæla svo fyrir að skip sem mætast á haf- inu hafi hvort annað á bak- borða. Calamai virtist álíta að hér væri um togara að ræða. Engum í brúnni datt í hug að hér kynni að vera um að ræða stórt skip á mikilli ferð. Þegar bletturinn lýsandi var aðeins nokkrar mílur í burtu breytti Franchini mynd skíf- unnar þannig að hún sýndi nú aðeins næsta umhverfi. Nú sást skipið greinilega. Samt hélt Franchini að skipið mjrndi fara fram hjá á stjórnborða. Það er einkennandi fyrir þann aga er ríkti um borð í Andrea Doria, að á þessu augna bliki, þegar ókunnugt skip var aðeins fáeinar sjómílur undan, bað sá er stóð stýrisvakt um að fá að ganga frá um stundar- sakir til að reykja sígarettu. Calamai skipherra gaf sér tíma til að veita lej'fið... Hægri — vinstri? Franchini tilkynnti að hið ó- kunna skip væri 15 gráður á stjórnborða. Calamai fyrirskip- aði hæga stefnubreytingu fjór- ar gráður til vinstri. (Á ítalska flotanum er hægri og vinstri i stað stjórnborða og' bakborða). Þar sem skipið var enn tvær mílur undan, skv. skoðun Fran- chini, var það ekki sýnilegt. Þokan var enn allþétt. Giannini sagði: — Hvers vegna notar hann ekki þokulúður? Á sama augnabliki kom hann auga á tvö veik ljós úti í myrkrinu. Mastursljósin á Stockholm. í eitt augnablik virtist ítölunum að skipið ætlaði að sigla vinstra megin við Andrea Doria. En á næsta augnabliki hrópaði Ginn- ini skyndilega skelkaður: — Hún beygir .að okkur. Masturs- ljósin höfðu nú breytt afstöðu sinni. Calamai hikaði nú augnablik. Hið ókunna skip hlaut að vera í minna en mílu fjarlægð. Svo hrópaði hann: — Stýrið fullt til vinstri. 'Franchini hrópaði: — Skipstjóri. — Já, svaraði Calamai. Gefið merki um vinstri beygju. Franchini stökk að vélarsím* anum. — Skipstjóri, hrópaði hann. Vélarnar? Veröíag hefztu nauðsynja. Til þess að almenningur eigi auðveldara með að fylgjasf með vöruverði," birtir skrifstofan eftirfarandi skrá yfir útsölu- verð nokkurra vörutegunda í Reykjavík, eins og það var Himt 1. þ. m. Verðmunurinn, sem fram kemur á nokkrum tegundaxma, stafar af mismunandi tegundum og /eða mismunandi inn- kaupsverði. ( Nánari upplýsingar um vöruverð eru gefnar á skrifstofunni! eftir því sem tök eru á, og er fólk hvatt til þess að spyrjart fyrir, ef því þykir ástæða til. Upplýsingasími skrifstofunnar er 18336. Matvörur og nýlenduvörur. Rúgmjöl pr. kg. ............. Hveiti pr. kg................ Haframjöl pr. kg............. Hrísgrjón pr. kg.............'. Sagógrjón pr. kg. Kartöflumjöl pr. kg.......... Te 100 gr. pk................ Kakaó........................ Suðusúkkulaði (Síríus) pr. kg. Molasykur pr. kg............. Strásykur pr. kg. ........... Púðursykur pr. kg............ Rúsínur (steinlausar pr. kg.) Sveskjur 50/60 pr. kg........ Kaffi, br. og malað pr. kg. .... Kaffibætir pr. kg............ Smjörlíki, niðurgr........... — óniðurgr.......... Fiskbollur 1/1 ds............ Kjötfars pr. kg.............. Þvottaefni (Rinso) 350 gr. .. Þvottaefni (Sparr) 250 gr. .. Þvottaefni (Perla) 250 gr.... Þvottaefni (Geysir) 250 gr. .. Landbúnaðarvörur o. fl. Súpukjöt 1. fl. pr. kg....... Saltkjöt 1. fl. pr. kg....... Léttsaltað kjöt ............. Samlagssmjör ngr............. — ongr.......... Gæðasmjör I. fl. ngr......... — ongr.......... — II. fl. ngr............ — II. fl. ongr........... Heimasmj., niðurgr. pr. kg. .. Heimasmj., óniðurgr. pr. kg. .. Egg, stimpluð pr. kg......... Fiskur. Þorskur, nyr nausaður pr. kg. Ýsa, ný, hausuð pr. kg....... Smálúða pr. kg............... Stórlúða pr. kg.............. Saltfiskur pr. kg. .......... Fiskfars pr. kg.............. Nýir ávextir. Bananar 1. fl................ Epli, Delicious ............. Tómatar, I. fl............... Ýmsar vörur. Olía til húsakyndingar, Itr. .. Kol, pr. tonn ............... Kol, ef selt er minna en 250 kg. pr. 100 kg................... Lægst. Hæst. Kr. Kr. 2.85 3.05 3.25 3.75 3.80 ' 6.55 6.90 5.25 5.60 5.80 6.05 | 9.75 10.55 ; 12.20 12.85 96.30 98.60 ; 6.60 7.00 | 4.35 4.65 ; 5.45 5.95 ] 32.00 38.35 /' 48.70 50.25 34.60 j 20.80 8.30 15.00 14.65 14.65 1 21.00 9.40 10.00 4.30 4.30 4.05 ! lí* ’ - 21.00 \ r 21.85 1 iá 23.45 j ' , ' 38.65 i ' ‘ 69.00 42.80 73.20 36.00 66.25 ‘ •' 30.95 ' 61.30 ] 1 1 42.00 ", 1 * . f 2.60 , > ■ 3.50 9.00 i | 14.00 7.35 1 . 8.50 j 29.00 j 30.80 32.00 ! f 1.08 710.00 72.00 Reykjavík 3. júlí 1959. Verðlagsstjórinn. j -------------- ■

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.