Vísir - 27.07.1959, Side 6

Vísir - 27.07.1959, Side 6
B vtstm Mánudaginn 27. júlí 1959 D A G B L A Ð Útgefandl: BLAÐAÚTGÁFAN VlSIR H J. YUIr kemur út 300 daga á árl, ýmlst 8 eBa 12 blaBsíBur. Rltstjórl og ábyrgðarmaður: Hersteinn Pálsson. Skrifstofur blaðsins eru í Ingólfsstræti 3. Ritstjórnayskrifstofur blaðsins eru opnar frá kl. 8,00—18,00,. Aðrar skrifstofur frá kl. 9,00—18,00. Aigreiðsla: Ingólfsstræti 3, opin frá kl. 9,00—19,00. Sími: (11660 (fimm llnur) Vísir kostai kr. 25.00 í áskrift á mánuði, kr. 2.00 eintakið í lausasölu. * Félagsprentsmiðian h.f. Hörð sókn gegn kommiínistum í Norðurbotnum í Svíþjóð. — Kommúnisminn sýki, sem halda verður í skefjun og vera á verði gegn. Prestar og landhelgin. Aðalfundur Prestafélags ís- lands ákvað að scnda ensk- um prestum -opið bréf um landhelgisdeiluna. Var bréf þetta síðan sent erkibiskup- unum af Kantaraborg og t Jórvík og um 30 biöðum í Bretlandi. Bréfið undirrit- ; uðu fyrir hönd félagsins séra Jakob Jónsson, formaður ; þpss, herra Sigurbjörn Ein- arsson biskup, varaformað- i ur, og séra Jón Þorvarðar- son, ritari. Bréf þetta var lesið við guðs- þjónustu í Hallgrímskirkju, og var messunni útvarpað, en auk þess hefir það verið birt í dagblöðum bæjarins. Það fer mæta vel á því, að Pestafélag íslands skuli hafa iagt fram þennan skerf til þess að kynna málstað ís- iands í þessu lífsnauðsynja- máli þjóðarinnar, og má vænta þess, að bréfið hafi mikil áhrif í þá átt. Hvar- vetna í kristnum löndum heims gefa menn gaum að því, sem prestar og aðrir kirkjunnar þjónar segja, og samkvæmt eðli málsins hlýt- ur bréf um þetta mál frá slíku félagi, að vekja mikla athygli. í bréfi Prestafélagsins segir meðal annars á þessa leið: ,,A síðustu mánuðum hefir samband góðvildarinnar rofnað vegna aðgerða hinnar brezku ríkisstjórnar, sem að voru áliti brýtur i landhelg- isdeilunni hið sanna lögmál kristilegs samfélags og kristilegs siðgæðis. Alkunna er, að England er ekki hið eina land, sem andmælt hef- ir 12 mílna fiskveiðatak- mörkum, én England er eina landið, sem notar hernaðar- tæki í þeim tilgangi að knýja hið íslenzka lýðveldi til að afnema reglur, sem þjóðin öll, án tillits til stjórnmála- skoðana, telur vera í sam- ræmi við alþjóðleg lög, og nauðsynlegar til að tryggja framtíðartilveru þjóðar vorrar.“ Allt er þetta satt og rétt, sem hér er sagt í bréfinu, og síð- an segir þar: „Vér vonum, að þér, þjónar kristinnar kirkju, séuð oss sammála um hina miklu þýðingu þessa máls. Vér biðjum yður að kynna yður ágreiningsefnin, þar eð vér trúum því, að þegar þér vitið sannleikann, eins og hann er, munið þér fúsir til að hafa áhrif á al- menningsálitið, svo að hin enska þjóð líði eigi lengur hinar skaðlegu aðgerðir rík- isstjórnar yðar, sem nú ríf- ur niður samfélag tveggja kristinna þjóða“. Á þessu stigi málsins er ekki vitað, hver hafi orðið við- brögð þeirra blaða í Eng- landi, sem bréfið fengu. Vísi er heldur ekki kunnugt um, hvernig erkibiskuparnir af Kantaraborg og Jórvík hafa tekið því. Væri raunar fróð- legt, ef stjórn Prestafélags íslands greindi frá því, þeg- ar fregnir berast. Gagnlegt framtak. Enn af fréttariturum New York Times, Werner Wiskari.1 símar, að í Luleá í Norðurbotn-! um, Svíþjóð, þar sem komm- únistar eru öflugastir í landinu, heyi jafnaðarmenn harða bar- áttu til að halda þeim I skefj- um, og með næsta góðum ár- angri, og sé það mest að þakka skeleggri forustu Ragnars Lass- inantti, höfuðleiðtoga jafnaðar- manna í þessum landshluta. j Hann er þingmaður Norður- botna og varalögreglustjóri ^ héraðsins og þeirrar skoðunar, j ^ að kommúnisminn sé sýki, sem tekizt hafi að halda í skefjum( í Norðurbotnum, en stöðugt beri að hafa gát á. Krókur á móti bragði. Lassinantti er alltaf fljótur til og lætur koma krók á móti; hverju bragði. Nefnir hann sem dæmi, að kommúnistar hafi sent héraðsráðinu mótmæli gegn því að komið verði upp tilrauna-eldflaugastöð í Norður- botnum, þar sem slík stöð yrði undanfari tilrauna með kjarn- orkuvopn, og af því leiði mikla geislaverkunarhættu fyrir hér- aðið. Lassinantti kom með gagntillögu þess efnis, að leitað j væri samkomulags við Moskvu, um að Sovétríkin hættu öllum jtilraunum með kjarnorkuvopn, því að geislavirkt ryk hefði stór aukizt í Norðurbotnum við til- raunir þeirra. Hann fylgdi þessari tillögu eftir með því að birta blaða- grein, þar sem hann kvað kommúnista ekki vera á verði, þegar um sovézkt geislavirkt ryk væri að ræða, og taldi mark þeirra vera algerlega varnarlausa Svíþjóð. 36.000—260.000. Greinin var birt í Norr- landska Socialdemokraten, sem hefur 36,000 áskrifendur og er útbreiddasta blaðið í Norður- Svíþjóð (íbúatala Norðurbotna er 260.000. — Blað kommún- ista, hefur aðeins 4000 áskrif- endur. í blaði jafnaðarmanna er því óhikað haldið fram, að Moskvuvaldsins og svikarar gagnvart Svíþjóð. Sunnar, í Stokkhólmi og víð- ar, er kommúnistum ekki veitt mikil athygli, segir Wiskari, en í Norðurbotnum, þar sem 5000 menn voru atvinnulausir s.l. vetur, telja jafnaðarmenn nauð syn að vera vel á verði gagn- vart kommúnistum, einkum til að afstýra að þeir. nái aftur tök- um á félagi málmiðnaðarmanna en þau gengu þeim úr greipum fyrir 6 árum. Til marks um hve vel sókn jafnaðarmanna gengur er það að í aukakosningu s.l. ár fengu þeri 53% atkvæða, en kommúnistar 16, en höfðu 26.7% 1932. Jafnaðarmenn í Norðurbotn- um eiga fimm menn í Þjóðþing- inu, kommúnistar einn, og hin- ir 3 flokkarnir einn hver. Jafnaðarmenn eru öruggir í þeirri trú, að þeir geti haldið kommúnistum í skefjum og aukið fylgi sitt, einkanlega ef vel gengur með umbætur í timburiðnaðinum og fleiri grein um, til atvinnuaukningar. Sigluf jörður. Haile Selassei. Stjórn Prestafélags íslands á skilið þakkir allra lands- manna fyrir þetta framtak sitt. Mikið ríður á, að um- heiminum séu kynntir sem bezt allir málavextir í land- helgisdeilunni, — aðeins með þvi móti vinnum við lokasigur í þessu lífshags- munamáli okkar. Bréf Prestafélagsins er hvort- tveggja í senn, skynsamlegt og drengilegt. fslenzkir prestar geta vænzt þess, að ekki aðeins anglíkanskir prestar, heldur og kenni- menn annarra kirkjudeilda sýni skilning á þessu þýðing- armikla máli, ekki sízt vegna þess, að það er ekki aðeins stjórnmálalegs eðlis, heldur hefir það andlega og sið- ferðilega hlið, sem ekki má gleymast. Við pW.rM<-t"-nr vitum mæta vcJ, að við ramman er reip að draga í þessu máli. Tog- araeigendur í Grimsby og Hull, undir stjórn ofstækis- mannsins Sir Farndale Phillips, spyrja ekki um hvað sé rétt eða rangt í þessu máli. Þeir beita öllum klækjum til þess að koma okkur á kné og þótt undar- legt megi virðast, liefir þeim tekizt að beita sjálfri ríkis- stjórn Bretlands fyrir sig í þessu máli. Þess vegna verðum við að ein- beita öllum kröftum okkar til að kynna málstað íslands á erlendum vettvangi, af fullri festu og drengskap. Bréf Prestafélags íslands er mikilvægur þáttur í þeirri viðleitni okkar, máske mik- ilvægari en menn grunar í fljótu bragði. Og dropinn holar steininn. Við munum sigra í þessu máli, þótt þunglega horfi í bili. kommúnistar séu skósveinar Framh. af 1. síðu. fyrirtæki, að þau athugi mögu- leikana á að koma þessari stíflu upp. Samningur var gerður um skipti vatns í Bláu Níl 1945 og þá rætt um stífluna, sem nefnd er Tana-stífla, en Egyptar hafa ekki viljað viðurkenna þá samn inga og vilja fara sínu fram. Nú hefur stirfni Nassers leitt til þess, að Eþíópía ætlar að fara sínar eigin leiðir, og getur það komið sér mjög illa fyrir Nass- er, er af verður. Fundur í dag um stáldeiluna. Sennilegt er, að sáttatilraun verði gerð í stáliðnaðardeilunni í Bandaríkjunum eftir helgina. Joseph Finnegan sáttasemj- ari hefur boðað fund á mánu- dag með fulltrúum beggja að- ila. — Verkfallið hófst sem kunnugt er 15. þ. m. Meistaramótið hefst á Mela- veliinum kl. 8,30 í kvöld. Milli 6-8 þátttakendur í flestum greinum. hannssyni. í 400 m grindahlaupi eru 6 þáttt. Guðjón Guðmunds- son mun verða meðal þeirra, ef hann er góður í fæti, en hann hefur þjáðst af meiðslum und- anfarið. Þá mun Svavar Mark- ússpn hlaupa þá vegalengd í fyrsta skipti. í hástökki eru 6 þáttt., þará meðal Jón Pétursson og Jón Ólafsson. 8 keppi í lang- stökki, og stendur keppnin þar milli Björgvins Hólm, Einars Frímannssonar og Helga Björns- sonar. í kúluvarpi keppa Gunn- ar Huseby, Jón Pétursson og auk þeirra ýmsir gamalkunnir kastarar. Síðasta greinin í kvöld er spjótkast; keppa þar m. a. Gylfi Gunnarsson og Jóel Sig- í kvöld kl. 8.30 hefst aðalhluti Meistaramóts Reykjavíkur í frjálsum íþróttum. Fer mótið fram á Melavellinum. Keppend- ur eru frá 3 Reykjavíkurfélög- unum, Ármanni, ÍR og KR. Góð þátttaka er í öllum greinum nema 5000 m hlaupi, þar eru þátttakendur aðeins 3. Keppni hefst í kvöld í 200 m hlaupi. Þátttakendur eru þar 9. Mun Hilmar Þorbjörnsson þar heyja sína fyrstu keppni á vega- lengdinni í ár. í 800 m hlaupi eru keppendur 6, þar á meðal Svavar Markússon og Kristleif- ur Guðbjörnsson. Þá keppir Kristleifur einnig í 5000 m hlaupi, ásamt Kristjáni Jó- Framh. af 1. síðu: var inni í danssalnum, fann óþefinn, hugði það að kviknað væri í húsinu og að það væri að brenna. Greip það æði við þessa tilhugsun og þusti út úr húsinu um allar þær smugur, jafnt glugga sem dyr, sem það fann á húsinu. Var hamagang- urinn svo mikill, að ýmsir tróð- ust undir, en fjöldi manns skrámaðist og aðrir, einkum kvenfólk, féll í öngvit. Þeir fáu sem eftir urðu inni gripu til hvers konar spell- virkja, þannig að húsið var sem hreinn vígvöllur til .að sjá Rúður allar brotnar í mél á neðri hæðinni, flest eða öll borð og stólar í danssalnum brotið og bramlað og annað eft- ir því. Sögðu menn sem komu inn í húsið í gær, að þeir hefðu ekki litið aðra eins eyðileggingu í einu húsi fyrr eða síðar. Úti logaði allt í áflogum og slagsmálum og lögreglan réði ekki við neitt, enda er hún fá- liðuð og fangaklefar fáir. Lækn- ar á staðnum voru önnum kafn- ir fram eftir allri nóttu að binda um skrámur og skeinur, en ekki er vitað að neinn hafi slasast al varlega. Að því er staðgengill bæjar- fógetans á Siglufirði hefur tjáð blaðinu var almenn ölvun með- al sjómanna þar á staðnum á laugardaginn og víða um rysk- ingar, áflog og slagsmál að ræða.Spellvirki voru unninn á stærstu isíldarverksmiðjunni, S.R. 46, á Siglufirði með því að kasta planka á síldarfæriband. Þetta varð til þess að verk- smiðjan stöðvaðist það sem eft- ir var nætur og mun hafa vald- ið tugþúsunda tjóni. Ölvaðir menn lögðust til svefns hingað og þangað á göt- um úti og var lögreglan að hirða þá upp af götunum fram eftir allri nóttu og fram á morgun í gær. Þá hefur forstjóri áfengisút- sölunnar á Siglufirði skýrt svo frá að allmikil áfengissala hafi verið á Siglufirði bæði á föstu- dag og fram á hádegis á laugar- dag, en þó ekki svo að til ein- dæma mætti teljast. Venjan mun víst vera sú að útsalan er lokuð í landlegum, en í þetta skipti kom aðal-bátaflotinn ekki inn fyrr en eftir hádegið, en þá var búið að loka vinbúð- inni. „Órjúfanleg og ævarandi tengsl“ I Puertu Roco voru hátíða- höld í gær. Var þar minnzt tengslanna við Bandaríkin, sem komust á 1952, eða fyrir sjö árum. Kom mjög fram við hátíðahöldin, að sambandstengsl Purerto Rico við Bandaríkin skyldu órjúfan- leg og ævarandi. urðsson. Eins og sjá má af ofanrituðu, er þátttaka mjög almenn í mót- inu, og verður um mikla keppni að ræða í flestum greinum. — Mótstjóri er Guðmundur Þór- arinsson.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.