Vísir - 31.07.1959, Qupperneq 7
Föstudaginn 31. júlí 1959
YlSIB
MARY
ÐURCHELL:
Á1
s
,, T
*
I
A
R
S
A
G
A
rtWUVVVWVW»V.V.VTO
9
— Það var fallega sagt af yður.
— Nei. En það væri fallega gert af yður, ef þér vilduð koma.
Viljið þér það?
Þe.tta óvænta heimboð kom flatt upp á hana.
— Jú, þökk fyrir — ef þér viljið bjóða mér. Hvers vegna viljið
þér láta mig sjá heimilið yðar?
— Af því að mér fellur vel við yður, sagði hann kaldranalega.
Linda tók öndina á lofti. Það var ekkert ertandi við þessi orð.
Þau voru staðfesting á staðreynd, og höfðu mikil áhrif, þó ein
föld væru.
— Þetta var fallega sagt af yður. En þér hafið ekki þekkt mig
lengi.
— Nú töluðuð þér alveg eins og þér væruð að tala við Peter
litla, sagði hann.
Hún hló. — Afsakið þér. Er yður nokkuð ver við það?
— Nei, sagði hann alvarlegur. — í rauninni hef ég öfundað
Peter talsvert, vegna þess að þér hafið verið svo alúðleg við hann.
Nú setti hann hana út af laginu aftur. Hún var í vafa um,
hvort hún ætti að halda þessu undarlega samtali áfram. En þó
sagði hun: — Talið þér alltaf svona blátt áfram við stúlkur í
fyrsta skipti, sem þér sjáið þær?
Hann lét þessa áminningu éins og vind um eyrun þjóta. — Eg
hitti sjaldan kvenfólk, sem mér fellur við eða ég dáist að.
— Það lízt mér ekki á. Röddin var ofurlítið storkandi. — En.
ég sé ekki betur en að vel færi á með ykkur Betty, til dæmis.
— Já, ég kann einstaklega vel við hana systur yðar. Hún er
fyrirmyndar móðir, talar vel um manninn sinn og er heiðarleg
manneskja. Hún gæti ekki gert neitt ljótt eða óviðfelldið. Maður
er öruggur í návist hennar. Það ætti maður alltaf að vera, þegar
maður er með öðrum, en maður er það nærri því aldrei. Undir
eins og ég sá yður, fann ég á mér að þér eruð alveg eins og hún.
Þess vegna sagði ég, að ég kynni vel við yður og hætti á, að þér
raunduð kannske ekki taka mér það illa upp.
— En ég gerði það ekki, sagði hún.
— Nú haldið þér, að ég sé einhver uppskafningur, er það ekki?
sagði hann.
— Nei. En mér finnst aö þér gerið hræðilega háar kröfur.
— Er það ekki það, sem maður á að gera? Mér finnst það eina
leiðin til að halda manngildinu. Að gera háar siðferðilegar kröf-
ur og lifa samkvæmt þeim sjálfur, ásamt fáeinum öðrum mann-
eskjum, sem manni þykir vænt um.
Linda svaraði ekki. Hún fór allt í einu að hugsa um sjálfa sig
og Roger. Og í fyrsta skipti síðan hann dó hugsaöi hún til máls-
ins í heild, ekki sem raunalegs atburðar, heldur sem ósæmilegs
fyrirbæris. Það varð ekki út skafið, að lítið manngildi var fólg-
ið í því að strjúka með giftum manni — manni, sem hafði logið
til þess að ginna hana burt með sér.
— Þér verðið að afsaka mig, sagði hann eftir dálitla stund.
— Eg held hrókaræður, eins og ég væri einhver íyrirmynd.
A
KVÖLDVÖKUNNl
— Æ-nei. Hún leit til hans og sá að hann hafði roðnað. Og nú
horfði hann niður á hnén á sér.
En hvað hann hafði löng augnahár, hugsaði hún allt í einu
með sér. Þetta var fyrsta athugunin á útliti manns hvað smá-
atriði snerti, sem hún hafði gert í marga mánuði.
— Eg hélt, að það væri það, sem þér voruð að hugsa um áðan,
þegar þér þögnuðuð allt í einu, sagði hann hálf sneyptur og
brosti vandræðalega.
— Nei, ég var að hugsa um allt annað. Nú erum við komin.
— Svona fljótt?
— Þetta var langur akstur, fannst yður það ekki?
— Nei, mér fannst hann stuttur.
Aðrar ungar stúlkur hefðu kannske orðið upp með sér að heyra
hann segja þetta svona blátt áfram. Hún roðnaði og rétti honum
höndina.
Hann tók fast í höndina. — Þér munduð ekki vera laus í kvöld?
Viljið þér koma og borða með mér, og fara með mér í leikhúsið
á eftir?
Orðalagið var varkárt, en röddin var það ekki. Það var eitt-
hvað skipandi í hreimnum — eins og hann heimtaði að hún
kæmi með honum. Ekki beinlínis digurbarkalegt, en þó var krafa
í því.
Hún hugsaði til þessarar stundar oft síðar, og velti fyrir sér,
hvernig mundi hafa farið, ef hún hefði verið bundin eða ef hún
hefði afþakkað.
En líklega gat enginn stöðvað það, sem fram átti að koma.
Og hún var laus þetta kvöld. Svo að þegar Errol Colpar ók áfram
hafði hann fyrirheit um að mega sækja hana aítur eftir klukku-
tíma.
Betty er glögg.
MEÐAN Linda var að hafa fataskipti áður en hún færi út með
Errol Colpar, var hún gagntékin af eftirvæntingu, sem hún hafði
ekki fundið til lengi — þægilegri gleði yfir að fá að verða heilt
kvöld með manni, sem henni féll þegar vel við, manni, sem sagði
hluti, sem örfuðu hana og hún hafði áhuga fyrir.
Jafnvel núna, þegar hún var að fara út með einum manni, , Hver eruð þér?« spurgi|
en ekki í samkvæmi, var minningin um kvöldið með Roger jafn j^ann
lifandi og áður. En það var á annan hátt núna. Hún hugsaði
mikið um hvað hún ætti að fara í og langaði til að líta sem
bezt út.
Hún gerði sér tæplega ljóst sjálf hvers konar hugarástandi
hún var í og hve ólíkt það var því skapi, sem hún ver í venjulega.
Hún vissi aðeins, að helmingurinn var allt i einu orðinn nýr og
lokkandi.
Þegar hún var búin, fór hún inn í svefnherbergi móður sinnar
til að sima til Betty og bjóða henni góða nótt. Meðan hún beið
eftir sambandinu horfði hún á sjálfa sig í stóra speglinum yfir
snyrtiborði móður sinnar.
Nú skildi hún hvers vegna hún hafði vaiið þennan einfalda
flauelskjól í kvöld — þann, sem móðir hennar var vön að kalla
„alltof klassiskan". Það var ekki vegna þess, að dökkbláu augun
í henni yrðu auðsærri, heldur af því að hann gaf hinu „innra
manngildi", sem Errol hafði talað um, meiri þunga.
Innra manngildi! Ef hann vissi...
.. 4C
Brigitte Bardot er nú búin
að fá sér nýjan mann, en í fyrra
flaug hún til Feneyja til þess
að vera við frumsýningu á
kvikmynd sem hún lék í. Skildí
hún þá við nýjasta vin sinn
gítarleikarann og hljómsveitar-
stjórann Ray Ventura.
Þegar hún kom til Feneyja
var hún spurð hvers vegna hún
væri svona súr á svipinn. —■
Var það vegna þess að Ventura
gat ekki komið með?
— Nei, sagði hún, — eg ep
til neydd að vera svona á svip<
inn. I samningum mínurtí
stendur að eg megi ekki brosai
á opinberum stöðum. Kvik-«
myndastjórinn álítur það svoi
mikilsvert að eg sé ólundarleg
á svipinn.
Nú sér maður daglega myndv
ir af Brigittu Bardot, þar sem
hún brosir út undir eyru.
Þessi saga er sögð um Cordi
Jarbech þegar hann varð for-
stjóri í Midland Bank. Hánn
kom í bankann snemma, rétt
éftir opnun, og hitti fyrir sér
mjög svo ungan mann.
,,Eg er yngsti lærlingur hér,
herra.“
„Hm, og hvað hafið þér svo
að gera, vinur minn?“
„Skrifstofustjórinn segir, að
jafnskjótt og „karlinn“ komi
í bankann eigi eg að vekja
hann — en það er bara þetta
sem að er, að eg þekki ekki1
„karlinn".
Yfirlýsing
Grivasar.
— Halló! Linda rankaði við sér, þegar hún heyrði röddina í
símanum.
— Betty, þetta er Linda. Eg hringdi bara til að bjóða þér góða
nótt.
— Það var fallega gert af þér, góða — að muna eftir mér, þeg-
ar þú hefur svo margt skemmtilegt að hugsa um.
— Hvnð áttu við ?
Hún . ;5i, að Betty hló. — Eg átti við það, að þú ætlar út
með Eitc.I Colpar í kvöld.
Þö Já, það stendur til. Hvernig vissir þú um það?
— aði augun og dró ályktanir af því sem ég sá.
— Linda hló vandræðalega. — Hvað áttu eiginlega
við?
síð
tla.systir. Hjónabandið hefur kannske sljóvgað mig
:-n ég skynja enn, hvernig karlmenn haga sér, þegar
E. R. Burroughs
ALTHOUSH VAGUELV ANMOVEP
BYSPEAe'S BEHAVIOE, TAEZAN
BELIEVEI7 HIS STDEY AMÞ TOO<
HIMTOA MEARBY VILLAGE.
- TARZAN -
303»
Þó að ekki væri laust við
að Tarzan leiddist háttalag
Harrys, trúði hann sögu
hans og fór með hann tíl
UE EXPLAINEP THE AISSION TO
THE MATIVE CHIEF AM? ASKEÞ
POK ESCOR.T TO KUtfvBALA.
nærliggjandi þorps.--------
Hann skýrði ætlunarverk
sitt fyrir þorpshöfðingjan-
. um og bað um fylgdarLið til
■:
NBWÍ C-T - POCTOR' SPREAÍ7 FAST AMOMG THE ONUOOKERS AMP AM v
HyS' C: BLS2ST GORTH 'tfV HUSBAM7 HAS THE SiCKNQSS!
R 'ccsla. — — — Fréttin
u: -inn breiddist hratt
út n . áhorfenda og móð-
ur,> , g kona varpaði sér
fram fyrir Harry og grát-
bað: „Maðurinn hefur veik-
ina,“
Grivas, frelsishetjan, hefuir
gefið út yfirlýsingu í Aþenu,
Lýsir hann þar andstöðu sinns
varðandi samninganna um
Kýpur, sem hann ségir hafa
verið gerða án sinnar vitundgr.
Grivas segir að sér hafi ekki
verið kunnugt um efni samn-
inganna og muni hann héðan í
frá berjast gegn því að þeim
verði framfylgt, þar sem allt of
mikið hafi verið látið undan
kröfum Breta Makarios erki-
biskup hefur lýst því yfir í sam<
bandi við yfirlýsingu Grivasar,
að hann hafi skrifað undir
samningana með beztu sam«
vizku.
Flugvél í neyð.
Síðla nætur barst neyðar*
skeyti frá bandarískri Strato-
cruiser flugvél, sem var á leið
yfir Atlantshafið frá New
York.
Hafði einn af hreyflum flug«
vélarinnar bilað, og þar sem
vélin var með 78 farþega innan
borðs, auk 11 manna áhafnar,
var þegar send á vettVang Fug«
vél frá Shannon flugvelli á ír«
landi, og einnig var vél á sömy,
leið beint að hinni biluðu fJug«
vél til hjálpar. !
Ekki hlauzt þó neitt slvs af,
og lenti Stratocruiser vél!;: á'
ShannonvellL riú fyrir hádg
hailu og höldnu.