Vísir


Vísir - 06.08.1959, Qupperneq 8

Vísir - 06.08.1959, Qupperneq 8
■fckcrt lkU8 n 4dýrara í áikrift en Víalr. létH lan ySnr fréttir ** uul IjWtnrefai kda — án fyrirhafnar af y8u hálfo. Sími 1-18-1«. 'VÍSIR Munið, a8 þeir. lem gerast átkrifuiu Vitia eftir 10. hvers mánaðar, fá hlaHS ákeypis til mánaðamóta. Síml 1-16-0«. Fimmtudaginn 6. ágúst 1959 Þeir sáu aldrei skipið berum augum en gátu fylgzt með í ratsjá. Sjópróf vegna áreksturs Lag- arfoss við þýzka skipið m.s. Lu- dolf Goldorff, hafa farið fram í Reykjavík. Yíirheyrðir voru skipstjóri Haraldur Gíslason og 1. stýri- maður, Hjalti Þorgrímsson. — Segja þeir svo frá að Lagarfoss . haS. verið staddur í St. Lawr- euce-flóa. Svarta þoka var á og Jhafði verið undanfarna daga, skyggni um 0,3 sjómílur. Samkvæmí dagbók í vélar- aúmí var snúningshraði vélar •150 sn. á mín., en það mun vera rvenjuleg full ferð. 1. stýrimað- 23i' var á verði í brú, þegar fyrst Betra ástand í Laos. ffirá Laos berast nú þær fregn fir, að stjórnarherinn sé búinn s>S ná yfirhöndinni, og sé nú sem «Sast að hrekja uppreisnarmcnn1 að norðurlandamærunum. I op- j mberri tilkynningu þaðan seg- Sr, að ástandið sé nú mikið að Jbatna. | Það mun vera aukinn liðsafli stjómarhersins sem valdið hef-j «r þessum umskiptum. Bardag- smir í Laos undanfarið hafa vakið allmikla athygli víða um liejm, og m. a. ræddu þrír af ■utanríkisráðherrunum, sem sátu Genfarfundinn, málið í gær. —' Talsverður uggur hefur verið í mönnum, bæði í London og’ Washington, vegna þessa máls,' <cg m. a. segir brezka utanríkis- j ráðuneytið, að starfsmenn hrezka sendiráðsins í Laos hafi sjálfir séð vopn, smíðuð í Tékkó slóvakíu, sem stjórnarherinn segist hafa tekið af uppreisnar- mönnum. Forsætisráðherrann í N-Viet- Nam hefur látið fara frá sér ©rðsendingu, þar sem hann tel-' ur að ástandið í Laos sé ógnun við friðinn í Asíu. I Ivarð vart við skipið í ratsjá. Var það þá 9,2 sjómílur undan og reiknaðist 7 gráður á bak- j borðshlið Lagarfoss. Tvisvar ' var breytt um stefnu, og um 5 gráður í hvert sinn. Kallað var 1 í skipstjóra til öryggis, og kom han upp í brú. Þegar um 3 sjó- 'mílur virtust millum skipanna, fór skipstjóri út á brúarvæng- 1 inn. Skipti það þá engum tog- | um, að hann sá grænt stjórn- borðsljós framundan. Var sam- Jstundis gefin fyrirskipun um að taka afturábak og leggja hart í stjórnborða. Kom það þó ekki að haldi, og rakst Lagar- foss á stjórnborðshlið skipsins miðskips. Neyðarbjöllu skipsins var hringt, eins og venja er i slíkum tilfellum, farþegar látnir vita um hvað skeð hafði, og skips- höfn skipað að bátum til taks. Síðan var einn bátur settur á sjó og voru skemmdir athugað- r. Kom þá strax í Ijós að skemmdir voru ekki það alvar- legar að hætta væri að. Einhver sjór komst þó í skipið, og er órannsakað hvort um vöru- skemmdir sé að ræða vegna þess. Um skemmdir á hinu skipinu er ekki vitað, en þær munu hafa orðið allmiklu meiri, og virðist að tvísýnt hafi verið um tíma hvort það flyti. Talsam- band var ekkert við þýzka skip ið, og varð að senda skeyti á milli. Beið Lagarfoss við skipið og fylgdi því síðan áleiðis til hafnar að beiðni þýzka skip- stjórans, þar til dráttarbátur kom á vettvang og tók við leið- sögu. Voru þá liðnar um 6 klukkutímar frá því er árekst- urinn varð. Svo svört var þokan, að aldr- ei sáu skipverjar á Lagarfossi til hins skipsins, nema á því augnabliki, er áreksturinn varð. Skemmdir hafa ekki verið metnar til fulls enn, en það mun gert næstu daga. Talsverð síldveiði út af Austfjörðum í gær. Engin veiði við Grímsey. Minkaplága í Eyjafirði. Frá fréttaritara Vísis. Akureyri. Meiri brögð eru að mink í Eyjafirði nú en verið hefir áð- ur og eru margir uggandi út af þeim vágesti. Fenginn hefir verið minka- eyðir úr Mývatnssveit með tvo góða veiðihunda til að ráðast gegn þessum óvætti, sem nú herjar Eyjafjörð. Nýlega tókst honum að vinna tvo minka við Hraunsvatn, en verður eftir- leiðis víðsvegar í Eyjafirði þar sem minks hefir orðið vart eða hans er helzt að vænta. Bílstjóri frá Akureyri, sem nýlega var á ferð á Flateyjar- dalsheiði sá mink á leið sinni, en var byssulaus. Réðist hann að minknum með grjótkasti og fékk unnið hann. Áður hefir verið skýrt frá því í blöðum, að bóndinn í Þórsnesi — sem er skammt ut- an við Krossanes — hafi skotið þrjá minka út um eldhúsglugg- ann hjá sér. Og eitt sinn þegar bóndi var sjálfur ekki heima, sá kona hans minka fyrir utan húsið. Ekki hafð hún skotið úr byssu áður, en greip nú til vopnsins, miðaði og skaut — og minkurinn lá dauðUr. Rafvæðing Vestfjarða. Frá fréttarilara Vísis. ísafirð ií gær. Viimuflokkur hefir undan- farið unnið að lagningu raf- magnslínu frá Flateyri yfir Klofningsheiði áleiðis til Suð- ureyrar. Verður verkinu vænt- janlega lokið í þessari viku, og Suðureyri fær innan skamms raforku frá Mjólkurárvirkjun í Arnarfirði. Einnig er unnið að lagnirigu rafmagnslínu frá Önundarfirði hingað til ísafjarðar og vænt- anlega verður einnig i haust lögð rafmagnslína héðan til Reiðhjallavirkjunar í Bolung- arvík. Verða þá allar Vest- |fjarðarafveitur samtengdar. Arn. Rússar kaupa í Astralíu. Þær fréttir berast frá Sidney Þórsmörk er nú orðinn einhver vinsælasti áfanga- og dvalar- staður, sem Reykvíkingar sækja og flykkjast þangað unnvörp- um um hverja helgi sumarsins í tuga- og hundraðatali. Um síðustu helgi gisti mörg hundruð manns Mörkina og sennilega hefur aldrei jafn margt fólk verið þar saman komið í einu. A vegum Ferðafélags íslands fóru þangað á 3. hundrað manns um helgina. Á myndinni sést inn eftir Mörkinni til Goðalands. en Krossá í forgrunni og er bíll að ösla þar yfir hana. Gífurleg umferð við Akur- eyri yfir verzlunarm.helgina A 7. þúsund bílar á 5 dögum. Frá fréttaritara Vísis. Akureyri. Um verzlunarmannahelgina var meiri umferð í grend við Akureyri en venja er til og á fimm dögum, fyrir og um helg- ina, voru taldir á 7. þúsund bílar, sem voru á ferð innan við bæinn. Mjög mikið var af aðkomu- fólki á Akureyri, eða fór þar um um helgina, en einnig fóru Akureyringar sjálfir í þúsunda tali úr bænum og lögðu leið sína aðallega í Vaglaskóg og Mý- vatnssveit, en einnig á aðra staði og jafnvel austur á land. í ' Vaglaskógi var meira af tjöldum heldur en menn höfðu nokkru sinni séð þar áður um eina helgi. Tvær skemmtanir voru haldnar þar og auk þess var skemmtun í Mývatnssveit og fjölmenntu Akureyringar á þær allar. Kalsaveður var um helgina og sneri fólk fyrr heim aftur fyrir bragðið en ella hefði orð- ið og áætlað var. Bifreiðaeftirlitsmenn voru á vegunum til þess að athuga umferðina og halda uppi lög- gæzlu, enda var umferðin blátt áfram gífurleg. Engin meiri háttar óhöpp komu fyrir og ekki slys á fólki. Samkæmt umferðartalningu skammt innan við Akureyri höfðu rúmlega 1250 bílar farið um á dag til jafnaðar um og íyrir verzluriarhelgina, en það er óvenju mikil umferð á þeim slóðum. Útsvör á ísafirði. Frá fréttaritara Vísis. ísafirði. Hæstu útsvör á fsafirði eru. þessi: Hraðfrystihúsið Norðurtangi 127 þús. Kaupfélagið 125.500. íshúsfélag fsfirðinga 121.600. Olíusamlag útvegsmanna 103 þús. M. 'Bernharðsson skipa- smíðastöð 93.600. Fiskimjöl 85 þús. Vélsmiðjan Þór 72.800.. Einstaklingar voru hæstir þeir Jón Bernharðsson 53.600. H. A.. Svane 52500. M. Bernharðsson 32.900. Ólafur Guðmundsson 30.300. Jóhann Gunnar Ólafs- son 30 þús. Úlfur Gunnarsson 28.100. Gunnlaugur Jónasson 28 þús. Kjartan Halldórsson 26.700. Hjörtur Bjarnason 25.800. Ragnar Ásgeirsson 25.600. Frá fréttaritara Vísis. Raufarhöfn í morgun. Fáir bátar fengu síld í gær- Ikveldi. Mest mun veiði hafa verið út af Austfjörðum. Þar var samankominn mikill fjöldi báta er voru að kasta fram í miyrkur og byrjuðu aftur klukk an fimm í morgun. f Þistilfirðinum, klukku- stundarsiglingu frá Raufarhöfn, var nokkur veiði í gærkveldi. í»ar fengu eftirtalin skip afla: Huginn 250 tunnur, Nonni 200, Eigrún 250, Valþór 600, Guð- jpundur á Sveinseyri 150, Faxa- borg 105 og svo kom Huginn aftur inn með 200 tunnur. ÖIl þessi síld fór til söltunar. Síldin sem veiddist út af Aust fjörðum er smá og íer því á ýmsar hafnir í bræðslu. Þar fékk Ófeigur 3. 550 mál, Sigur- björg 600, Kópur 350, Álftanes 600, Guðbjörg 450 Heimir, 750, Blíðfari fékk 300 mál við Bjarn arey og var það eina skipið sem fékk síld þar. Engin veiði var við Grímsey. Fanney varð vör við ailmikla sild út af Sléttugrunniriu. í Ástralíu, að hinn nýi sendi- herra Rússa hafi kunngert mik- il vörukaup Rússa þar í landi. Mun hér aðallega vera um stál að ræða, en sendiherrann sagði að á vantaði, að Rússar hefðu allt það stál er þeir þyrftu til hinnar auknu vélafram- leiðslu. Hin vörutegundin sem aðallega er um að ræða er hveiti, en Rússar telja að ódýr- ara sé að flytja hveiti frá Ástralíu sjóleiðis til hafna í Síberíu, en það kosti að flytja það frá Ukrainu til Síberiuhér- aðanna. Námskeið fyrir i Menntamálaráðuneytið hefur I samþykkt, að íþróttakennaia- skóli íslands gangist fyrir nám- skeiði í leikfimi fyrir íþrótta- kennara dagana 24. ágúst til 4. septembcr n. k. Námskeiðið verður haldið í Gagnfræðaskóla Austurbæjar, Reykjavík, og verður sett þar mánudaginn 24. ágúst kl. 10. Kennari í leikfimi karla verð ur Klas Thoresson, sem er aðal- leikfimikennari sænska íþrótta íþróttakennara. I kennaraskólans í Stokkhólmi. Klas Thoresson er víðkunnur leikfimikennari, sem er fenginn til kennslu á námskeið kennara víða um Evrópu. Kennarar í leikfimi kvenna verða Hjördís Þórðardóttir, Mínerva Jónsdóttir, Sigríður Valgeirsdóttir og Þórey Guð- mundsdóttir. Auk leikfiminnar mun verða æfðir knattleikir og þjóðdans- ar.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.