Vísir


Vísir - 24.08.1959, Qupperneq 1

Vísir - 24.08.1959, Qupperneq 1
Mánudaginn 24. ágúst 1959 12 síður Eisenhower flýgur til í r; Bonn á 30.000 manns hafa beðið um á móti honum viö Eisenhovver forseti er nú ®ftur kominn til Washington eftir dvöl sína í Gettysburg. — Bann vinnur nú að undirbún- 5nagi Evrópufara sinnar, en ðiann leggur upp frá Washing- 4on n.k. miðvikudag. Eisenhower mun fyrst koma ílil Bonn en þar mun hann hefja viðræður við Adenauer kanzl- fera strax á fimmtudagsmorgun. Adenauer hefur dvalizt á N.- Ítalíu undanfarið, í sumarleyfi. Hann.er væntanlegur til Bónn á morgun, þriðjudag. Mikiii íjöldi manna, um 30,000 hefur sótt um leyfi til yfirvaldanna í Bonn, um að mega taka á móti Eisenhower er hann kemur til flugvallarins 5 Bonn, og gert er ráð fyrir að ekki færri en 500 fréttamenn >erði viðstaddir. Eisenhower heldur síðan til Lundúna og Parísar að loknum viðræðum við Adenauer. Mun hann þar ræða við McMillan og Adenauer. Viðræður forsetans við hina þrjá evrópsku ráðamenn standa í beinum sambandi við væntan- Jegar samræður Eisenhowers og Krústsjoffs, en hinir fyrr- nefndu, einkum og sér í lagi Adenauer, hafa látið í ljós ótta •um að gert verði einhver sam- komulag á kostnað Evrópu- landanna. aö fá að taka Eisenhower mun fyrst og fremst fara til Evrópu til að fullvisa- ráðamenn um að ekk- ert slíkt samkomulag verði gert. Krústsjoff hefur sent Aden- auer bréf, og munu McMillan og De Gaulle einnig hafa feng- íð skilaboð frá hónum, og .telja menn, að það kunni að vera send í sama tilgangi og Eisen- hower fer til viðræðna í Ev- rópu. Nóg af berjum. Þingvöllum ; morgun. Gróður er hér í bezta lagi í ár og krækiber orðin vel vax- in, en lítið um bláber. Það skaðar ekki að geta þess, að hér er öllum heimilt að fara á berjamó og þarf ekki sækja um leyfi til þess. En hins verða allir að vera minnugir, að eina skilyrðið, sem sett er fyrir því að fá að tína hér ber í þjóð- garðslandi, er að ganga vel um og gæta þess að rífa ekki lyngið. Til hægðarauka fyrir fólk hefur nú verið reistur stór stigi úr Hvanngjá, og er það talsvert mannvirki. Næsta meiriháttar vegagerð, sem hér verður ráðist í, er veg- ur norður af Öxnagjá, „fyrir ofan Gjá“, sem kallað er. Þeim, sem ókunn- ugir eru í bæn- um, ætti að veit- ist auðveldara að 'inn a pósthúsið eftir að búið er setja upp '.kiltið mikla, sem sést hér á mynd- inni. Það var sett upp í gær. Það er smíðað af Neon KomniMiiistar liríja mi á ný sóksi siadtir sim Lao§. Þetta kort sýnir helztu staði í Laos, en kommúnistar nálgast nú höfuðborg landsins Vientiane. Býður de Gaulle útlagastjórn Serkja samninga? Búizt við slíku tilboði í næsta mánuði Gert er ráð fyrir, segir Parísarfregn, að de Gaulle kunni að bjóða uppreistar- mönnum í Alsír til viðræðna. Er það skoðun manna, sem standa nærri frönsku stjórn- inni, að de Gaulle muni gera þetta í næsta mánuði, þegar hann hafi rætt við Eisenhower, sem skreppur til Evrópu í vikunni. Engin skilyrði mundu þá verða sett varðandi samninga milli aðila og ekki heldur kraf- izt neinnar sérstakrar dagskrár. Hinsvegar mundi þetta verða fyrsta viðurkenning frönsku stjórnarinnar á útlagastjórn Serkja,, sem hefir aðsetur í Kairo, og yrði þó vitanlega ekki íum neina formlega viðurkenn- ingu að ráeða. Vöxtur í Níl. Um þessar mundir er Nílar- fljót í miklum vexti. Eru það hinir árlegu vatnavextir sem í- búar Nílardals byggja svo mjög afkomu sína á. Vatnsborðið er nú 3—4 metr- ar um hærra en það hefur ver- ið undanfarið. Margt fólk leitar nú daglega til árinnar, og dvel- ur var heitasta hluta dagsins. Vöxturinn stafar af rigningum á efra vatnsasvæði árinnar, en þó er nú unnt að hafa eftirlit með vatnsmagninu við stíflur Öttast harðan vetur eftir óvenjumikið grasár. Nokkrir bændur fyrir vestan hafa fengið helmingi meira hey en venjulega. Frá fréttaritara Vísis. Isafirði í gær. Heyskapur hefur gengið fremur stirt í síðustu viku nerna hjá þeim bændum, sem verka í vothey. Grasspretta er svo mikil, að nokkir bænddr hafa fengið allt að h'elmingi méira heymagn en í'fyrrasumar og þó iiaér ekkért slegið nema túnin. Háarspretta varð með ágætum og seinni sláttur er víða langt kominn eða búinn. Sumir bændur búast við hörð um vetri eftir svona mikið gras ár. — telja slíkt fará saman. Vestfirzkir bændur hafa aldrei verið betur viðbúnir hörðum vetri. Arn. ' Stjórn Kína stendur aó baki aðgerbunum. Viet-Nam-stjórn mun einnig koma við sögu. Uppreisnarmenn halda áfram sókn sinni í N-Laos. Síðustu fregnir herma, að þeir séu nú aðeins um 80 mílur frá borg- inni Vientiane. Það þykir nú einsýnt, hverjir standi að baki uppreisnarmönnum, því að særðir hermenn úr liði Laos- stjórnar, sem komizt hafa und- an úr Sam Nueva héraðinu í norðurhlutanum, segja liði upp , reisnarmanna st jórnað af Vietnamönnum. Hinir særðu, sem flestir voru fluttir til Vientiane, segjast hafa orðið fyrir árásum af tveimur ættflokkum, Thai og Kha. Hafi þeir verið vopnaðir léttum vopnum, en stjórnendur þeirra hafi mælt á tungu Vietnamanna. Forsætisráðherra hins komm únistiska N-Viet-Nam Pham van Dong, hefur úndanfarið lýst því yfir í útvarpsræðum, að stjórn Laos hafi rofið lofs- helgi Viet-Nam, og að flugvélar hafi í minnsta kosti fjögur skipti rofið alþjóðalög á þenn- an hátt. Á sama tíma hefur for- sætisráðherrann tekið fyrir það að herlið Viet-Nam eigi nokk- urn þátt í aðgerðum uppreisn- armanna. Til frekari áherzlu hefur hann nýlega sent forsæt- I isráðherra Laos, Phoui Sanani- kone, skeyti, þar sem hann end-' urtekur fyrri fullyrðingar sín- ar. Fréttaritarar þeir, sem dval- ist hafa í Laos undanfarið,' hafa talið lítinn vafa leika á því, að uppreistarmenn nytu bæði styrks í mannafla og vopnum frá kommúnistum í Viet Nam, enda hefur hermálafulltrúum • vestrænna sendiráða í Laos verið sýnd vopn, tekin frá upp- reisnarmönnum, og hafa þau verið framleidd í löndum aust- an járntjalds. Mörgum þykir árásin á Laos bera nokkurn keim af aðgerð- um Mao-Tse-tungs, er hann beitti sér gegn Kuomintang í kínverska borgarastríðinu. Vestrænir stjórnmálamenn hafa rannsakað þær skýrslur sem borizt hafa frá Laos und- anfarið, og meðal sennilegra skýringa er talið, að Kínverjar vilji með því að styrðja stjórn Viet-Nam í bardögunum gegn Laos, béina athyglinni frá hinu hörmulega efnahagsástandi í » -V , r. r * - I • • ' Q . . ' Kína sjálfu. ; j. 183. tbl.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.