Vísir - 24.08.1959, Qupperneq 4
rTT
V
«
VÍSIE
Mánudaginn 25. ágúst 1959
íslenzk ráðstjórn.
r Á síðari árum hefur sú þróun
iærzt æ meira í vöxt í heimin-
iim að ríkið og stofnanir þess
sölsi undir,sig völd. Bezta dæm-
ið um fullkomið alveldi ríkis-
ins er stjórnarfar nazista og
ikommúnista, eða ríkiskapital-
isminn öðru nafni. Hér á landi
aná segja að stefnt hafi verið
hraðbyri að ráðstjórnarskipu-
lagi. Munurinn á stjórnarfari
okkar og ráðstjórn Rússa er
einungis sá að hér hefur einn
stjórnmálaflokkur ekki enn náð
alræðisvaldi. — Á árinu 1947
og 48 starfaði nefnd að því að
rannsaka kostnaðinn við rekst-
ur ríkisins og var henni sérstak-
lega falið að kynna sér nefnd-
irnar og ráðin og hverra úrbóta
væri helzt að leita gegn
„nefnda farganinu." í greinar-
gerð fyrir tillögum, sem nefnd-
in skilaði til ríkisstjórnarinnar
segir meðal annars:
„Þegar leitað er ástæðra fyr-
ir þeirri miklu fjölgun nefnda
og ráða, sem orðið hefur hin
síðustu ár á flestum sviðum rík-
isbúskaparins, kemur í ljós, að
"þessi fjölgun stafar aðallega af
auknum afskiptum Alþingis af
framkvæmdum ríkisins. Má
glöggt greina það í þróun hinna
síðari ára, hvernig hið raun-
verulcga framkvæmdavald rík-
isins, sem samkvæmt stjórnar-
skránni er hjá forseta og ríkis-
stjóm hefur smátt og smátt
iiutzt að verulegu leyti yfir til
Alþingis og nefndirnar, stjórn-
Írnar og ráðin eru tæki Alþing-
is til þess að fara með fram-
kvæmdavaldið fyrir hönd
þess.“
Ennfremur segir í þessari
sömu greinargerð:
„Það sem raunverulega ger-
ist, þegar Alþingi skipar ráð
oða stjórnarnefnd fyrir hinar
■ýmsu starfsgreinar og stofnanir
er það, að vald og ábyrgð er tek
in af ráðherra og ríkisstjórn,
því stjórnarnefndin telur sig
fyrst og fremst eiga að bera á-
byrgð fyrir „öðru valdi“ — Al-
þingi — og telur sig því ekki
bundna við ákvarðanir ráð-
ráðherra.
Er það því svo, að ráðuneytin
eða ráðherra ráða mjög litlu
um rekstur og skipan þeirra
málefna, sem falin eru ráðum
og stjórnarnefndum.
Með þessum mætti hverfur
framkvæmdavaldið úr höndum
í-íkisstjórnarinnar í hendur um-
hjóðanda Alþingis, ráða og
stjórnarnefnda.“
Um starfsemi þessara nefnda
fara ýmsar sögur. Til dæmis
skrifar Morgunblaðið 4. des.
1955 á þessa leið í Reykjavik-
nrbréfi:
„Hinn 20. apríl s.l. samþykkti
Alþingi tillögu frá þingmönn-
■um Framsóknarflokksins um
kosningu 7 manna milliþinga-
nefndar til þess að gera tillögu
um nýjar atvinnugreinar og
hagnýtingu náttúruauðæfa
Jandsins. I umræðum í þinginu
lýstu Sjálfstæðismenn því yfir
að þeir teldu að hér væri um
að ræða merkilegt mál, sem
vissulega bæri að taka vel.
Brýna nauðsyn bæri til þess að
faka hér upp nýjar atvinnu-
greinax til framleiðslu- og at-
i&innuaukningar og til hagnýt-
ingar hvers konar gæða lands-
ins. Ætla mætti að Framsókn-
armenn hefðu haft einhvern á-
huga á að framkvæma þessa til-
lögu, sem þeir væru sjálfir
flutningsmenn að. En svo virð-
ist naumast vera.
Þessi stóra nefnd hélt einn
fund á s.l. sumri. Lét Hermann
Jónasson, formaður Framsókn-
arfl. þar kjósa sig formann
hennar. í haust hélt nefndin
annan fund og samþykkti að
ráða skrifstofustjóra og útvega
sér skrifstofuhúsnæði. Þetta
eru öll afrek þessarar stóru
nefndar í 7 mánuði!!“
Fyrir slík vinnubrögð er ekki
hægt að kalla nefndir þessar og
ráð til ábyrgðar. Þar eð þær eru
eins og áður segir skipaðar af
Alþingi. Ef þingmenn lýstu van
þóknun sinni á þingnefndir yf-
irleitt þá væru þeir um leið að
lýsa vantrausti á sjálfa sig.
Við sjáum því að vegna hins
ört vaxandi ráðstjórnarskipu-
lags á íslandi, er framkvæmda-
valdið við komandi stjórna lam
að. Þetta var einnig höfuðmein-
ið á stjórnarfari Frakka. Fyrstu
verk de Gaulle, er hann hófst
handa að endurreisa hið
franska lýðveldi, var að auka
valdsvið forsetans og taka fram
kvæmdavaldið af þinginu. Það
er ein sönnun um hina úreltu
stjórnarskrá íslendinga að hér
á landi er forsetanum falin fá
önnur verk en taka á móti sign-
um mönnum og skrifa nafnið
sitt undir samþykktir þingsins.
Hjá öðrum þjóðum eins og
Bandaríkjunum er forsetinn
valdamesti maður þjóðarinnar.
Hann er eins og nafnið bendir
til húsbóndi á sínu heimili. í
þessu efni ber okkur að fara að
dæmi de Gaulle og breyta
stjórnarskránni í samræmi við
reynslu Bandaríkjamanna.
Stefnt að ríkiskapí-
talisma.
Þegar litið er á peninga og
bankamál þjóðarinnar blasir
sama myndin við. Á síðustu ár-
um hefur það komizt upp í vana
að ráðherra sitji í bankaráðum
og beiti þá oft áhrifum sínum
gegn tillögum bankastjóranna.
í lögum sænska Þjóðbankans,
er bann við því að ráðherra eigi
sæti í bankaráðinu.
Jón Árnason, fyrrverandi
bankastjóri, telur það skref
fram á við ef allir ráðherrar og
alþingismenn, sem nú eru í
bankaráði Landsbanka íslands
— líka varamenn — “segðu af
sér og i þeirra stað yrði skip-
aðir fulltrúar atvinnuveganna
og launamanna. Oft á tíðum
líta þingmenn á bankaráðsstöð-
una sem bitling. Dæmi: Við yf-
irheyrslur út af Blöndalsmál-
inu kom í Ijós að formaður
bankaráðs Búnaðarbankans,
Hermann Jónasson, fylgist alls
ekki með þeim málum, sem
rædd væru á fundum þess.
Nú er svo komið að þrír af
fjórum viðskipabönkum lands-
ins eru þjóðnýttir. f helztu mál-
um eru ráðin tekin af banka-
stjórum og bankaráðum. í hin-
um nýju lögum um Seðlabanka,
sem gerð væru í tíð vinstri
stjómarinnar, hafa þesslr aðil-
ar ekki einu sinni rétt til að
ráða forvöxtum bankans.
Ekki tekur betra við þegar
skólakerfið er lagt undir mæli-
stikuna. Með fræðslulöggjöf
Brynjólfs Bjarnasonar 1946 var
komið á allsherja þjóðnýtingu
á þessu sviði. Héraðsskólarnir
voru sviptir sjálfstæði og mennt
un æskunnar aðallega sniðin
við embættismenn. Afleiðingin
var vitaskuld þverrandi áhugi
unglinga fyrir atvinnuvegum
þjóðarinnar. Enginn ungur mað
ur vill nú feta í fótspor Harald-
ar Böðvarssonar á Akranesi:
stunda útgerð í stórum stíl.
Annað áþreifanlega dæmi: Á
hverri vetrarvertíð verður að
fá fjölda af Færeyingum til að
vinna á bátunum. Að öðrum
kosti mundu þeir vera bundnir
við bryggjur. Sama sagan er í
landbúnaðinum. Bændur verða
einnig að leita á náðir erlends
vinnuafls.
Hér þarf skjóta ráða við og
góðra. Æska landsins verður að
fá haldbetri fræðslu um sögu
landsins en hingað til. Til
skamms tíma hafa afkasta
mestu morðingjar mannkyns-
sögunnar átt mjög álitlegan að-
dáenda hóp við Háskóla ís-
lands. Slíkt hefði ekki komið
fyrir ef henni hefði verið inn-
rætt virðing fyrir verkum Jóns
Þorlákssonar, Jóns Baldvins-
sonar og Haraldar Böðvarsson-
ar.
Ráðstjórnarskipulagið jafnt í
skólamálum sem í félags- og
stjórnmálum er mesti bölvald-
ur íslendinga. Það er ekki í
anda norrænna Víkinga að
sníða sín stjórnlög eftir manni
eins og Jósep Stalín. Við eigum
að vera fi'jálsir menn í frjálsu
landi.
Hilmar Jónsson.
Flugfélag íslands:
Nýr hópur ferðamálasér-
fræðinga hér um helgina.
*
Islands verður getið í 160.000 frönskum
auglýslngabókum að ári.
Flugfélag íslands hefur enn
boðið hingað til lands forstöðu-
mönnum erlendra ferðaskrif-
stofa. Að þessu sinni er hér um
að ræða fjóra fulltrúa franskra
ferðaskrifstofa, einn frá hol-
lenzkri ferðaskrifstofu og einn
frá belgiskri.
Þeir komu hingað til lands
á fimmtud., og er fréttamönn-
um var gefinn kostur á að
ræða við þá, höfðu þeir þegar
farið til Þingvalla, en ætlunin
var að þeir flygju um helg-
ina norður til Akureyrar, og
færu þaðan í ferðir um næsta
nágrenni, svo sem til Mývatns.
í samráði við Flugfélagið
hyggjast hinar erlendu ferða-
skrifstofur taka íslandsferð-
ir á dagskrá sína. Munu þær m.
a. geta kostnaðar og skipulags
við slíkar ferðir í auglýsinga-
bókum sínum, sem koma út
fyrir næsta sumar. Eintaka-
fjöldi þeirra verður um 160.000,
og það má því gera ráð fyrir
að talsverður hópur manna
á meginlandinu verði einhvers
vísari um land og þjóð á eftir
og hyggi á íslanasferðir.
Einn af þeim ferðamála-
mönnum em hingað komu, er
Roger Gemin, frá einni þekkt-
ustu ferðaskrifstofu Parísar-
borgar. Lét hann vel af komu
sinni hingað og taldi, að tals-
verður áhugi væri ríkjandi
fyrir íslandsferðum í heima-
landi sínu, og því væri góður
grundvöllur fvrir frekari
kynningu íslands.
Þá höfðu fréttamenn einnig
tal af Wilhelm Bertz, sem
sömuleiðis er frá París. Ferða-
skrifstofa hans, Bennets, hefur
á þessu sumri haft milligöngu
um ferðir nokkurra Frakka
hingað til lands. Láta þeir allir
vel af förinni hingað, en sá
siður ríkir í rekstri franskra
ferðaskrifstofa, að þeir sem við
þær skipta, eru beðnir að gefa
skrifstofunni skýrslu að ferð
lokinni.
Hann kvað engar raunveru-
legar kvartanir hafa borizt, ut-
an frá einum ferðamanni sem
var hér á ferðinni í júní og
lenti í hretinu norðanlands.
Það mun vera skoðun hinna
frönsku ferðamálasérfræðinga,
sem hinna dönsku, er hér
voru í fyrri viku, að nauðsyn-
legt skilyrði fyrir auknum
straum ferðamanna séu vel
skipulagðar ferðir, á fyrirfram
ákveðnu verði, sem nái til ferða
og uppihalds.
Það er umboðsmaður Flugfé-
lags íslands í London, Jóhann.
Sigurðsson, sem hefur undir-
búið ferð hinna frönsku gesta,
en þeir munu hafa haldið aftur
utan í morgun.
Fundið flakf rá 1885
Fyrir austurströnd Banda-
ríkjanna hefur fundizt flak af
brezka skipinu Malta, sem fórst
árið 1885.
Flakið lá á botni, aðeins 200
m. frá baðströnd einni, og voru
það lífverðir strandarinnar sem
fundu flakið. Tókst þeim að
bjarga nokkru af farmi skips-
ins, en það sem mesta athygli.
vakti í sambandi við fundinn,
var 200 punda bronzmynd,
Flakið var að mestu hulið sandi
er það fannst.
Ofsóknirnar
aldrei meirl
Kristnir menn hafa oft verið
ofsóttir gegnum aldirnar, en
aldrei eins og um þessar muná-
ir,
Þetta er sá boðskapur, sem
rómversk-kaþólska kirkjan hef-
ur gefið út eftir nákvæma at-
hugun á trúarbragðaofsóknum
í löndum kommúnista. Eru
kristnir menn hvarvetna hvatt-
ir til að biðja fvrir píslarvott-
um vorra daga.
Kengúran er að verða jafnerfið plága í
Ástralíu og kanínan var til skamms tíma.
Kvikfjárrækt dregst sa
Canberra í ágúst. (UPI). —
Til skamms tima haja menn
utan Ástraílu álitið, að kanín-
urnar vœru eina plágan hér í
álfu — og það hefur verið rétt.
Nú er önnur plága hins vegar
komin til sögunnar, og hún
virðist ekki ætla að verða minni
eða auðveldari viðfangs. Þetta
eru kengúrur, sem nú fjölgar
með geigvænlegum hraða, svo
að þær munu brátt verða fleiri
en mannskepnan hér í álfu. Það
er skoðun stjórnarvaldanna, að
þær séu orðnar hvorki meira
"né minna en átta milljónir —
og kvikfjárræktin er þegar far-
in að kenna á því.
Mest er um kengúrur I Nýja
Suður-Wales, pem er stærra
man, af því að kengúrunum
svæði en ítalía, og þar er hún
svo aðgangshörð á beit, að kvik-
fjárstofninn, sem var fyrir fá-
einum árum 15 milljónir fjár,
hefur hrapa'ð ofan í átta millj-
ónir, og fer sennilega enn fækk-
andi, ef ekki verður að gert.
Það er erfitt að gera kengúru-
heldar girðingar. Skepnan get-
Ur stokkið yfir 6 feta háa girð-
ingu, en geti hún ekki stokkið
yfir girðingu, sem hún kernur
að, brýtur hún hana niður.
Girðingar komu heldur ekki að
gagni gegn kanínunni, því að
hún gróf sig undir slíkar hindr-
anir, í stað þess að fara yfir
þær.
Bændur krefjast þess nú af
stjórnarvöldunum, að þau láti
hefir fjölgað svo ört.
framkvæma leit til að íinna
sýkil, er geti unnið eins hressi-
lega á kengúrunni og veikin
myxomatosis á kanínunni.
Dýravinir mega hins vegar ekki
heyra þetta nefnt, og vilja heid-
ur láta eta þjóðina út á gadd-
inn, þvi að ekki er annað fvrir-
sjáanlegt, ef ekki er gripið til
öflugra ráðstafana.
Nýlega sögðu blöð hér frá
bónda einum, sem hefur 100
punda aukatekjur á viku af
kengúrú-feldum. Hann getur
skotið miklu fleiri en hann hef-
ur tíma til að flá, og við það.
takmarkast veiðin.