Vísir - 24.08.1959, Qupperneq 10
10
VÍSIR
Mánudaginn 25. ágúst 1&59
MARY
BURCHELL!
27
• — Það skiptir engu máli.
— Er það ekki? Þú manst kannske að það eru peningar Gerrys,
sem þú eyðir?
— Eg borga þetta sjálf, svaraði Linda skarpt.
— Og Gerry telur sig í skuld við þig fyrir kostnaðinum. Og ekki
aðeins það. Hann heldur því til streitu að fá að borga kostn-
aðinn.
Hún þagnaði. Þetta var auðvitað satt. Það stoðaði ekki að
reiðast og ætla sér að ráða öllu eftir eigin geðþótta. Einhver varð
að borga þennan óþarfa kostnað.
En — varð hún að láta undan? Varð hún að setjast upp á
heimili Errols — þessum yndislega stað, sem einu sinni átti að
verða hennar eigið heimili — og vera sér þess meðvitandi sí og æ,
hvaða álit hann hefði á henni? Það var óbærileg tilhugsun.
Errol þagði. Kannske vissi hann að eigin hugsanir Lindu voru
áhrifameiri en nokkuð það, sem hann gat sagt núna. Honum'
var hollast að bíða átekta. Ást Lindu til Betty og barnanna mundi
ráða úrslitum þessa máls.
Og eftir skamma stund leit hún upp og andvarpaði: — Já, þú
vinnur — auðvitað.
Hann kinkaði kolli alvarlegur á svipinn.
— Eg vissi að þú mundir hugsa um þetta með skynsemi, sagði
hann. — En nú verð eg því miður að fara.
Hún reyndi ekki að halda i hann. Hún þráði mest að fá að
vera ein.
— Þá skal eg gera ráðstafanir til að þú komist út til okkar
með börnin hið allra fyrsta, er það ekki?
— Jú, sagði hún hreimlaust. — Við höfum þetta hús á leigu
með mánaðar uppsagnarfresti. Eg gæti verið tilbúin að flytja
fyrsta júní, ef það hentar ykkur.
— Það er ágætt. Hann hneigði sig létt og fór út.
Linda hafði ekki þrek til að fylgja honum til dyra. Hún stóð
á miðju gólfi og hlustaði á fótatak hans, sem fjarlægðist, og dyn-
Inn í bílnum, sem fór að urga og rann af stað.
Nú var hljótt í húsinu á ný. Hljótt og tómt sem hennar eigin
æfi. Eftir dálitla stund harkaði hún af sér. Ekki gat hún staðið
þarna á miðju gólfi, án þess að aðhafast nokkurn skapaðan hlut.
Og svo hafði hún líka nógu að sinna. Hún varð að taka sig til að
skrifa fallegt og smekkvíst bréf til frú Colpar og segja að bæði
hún og börnin prísuðu sig sæl fyrir að fá að koma til hennar. |
Og af því að Linda hafði vanist því alla æfi, að þykjast gleðjast
yfir þvi, sem henni var ekki að skapi, tókst henni þessi bréfa-
skrift með ágætum.
Ferðar-undirbúningur.
Linda sagði börnunum frá sumaráætluninni yfir árbítnum
morguninn eftir.
— Langar ykkur til að ferðast út á land og vera þar?
— Hvaða land? spurði Peter samstundis.
— Þetta land, skilurðu. England.
— Heldurðu að hún mamma mundi finna okkur þar, ef hún
kæmi án þess að við vissum af? spurði Peter hikandi.
— Sussu-já. Við yrðum að skrifá henni og segja henni hvar
við værum, auðvitað.
— Heldurðu að bréfin til okkar komi þangað líka? Heldurðu
að þau rnundu rata til okkar?
— Já, vafalaust, sagði Linda alvarlega. — Þegar hún mamma
ykkar veit heimilisfangið, veit hún hvert hún á að senda bréfin.
— Já, eg skil það. Peter fannst þetta mjög skynsamlegt.
— Errol frændi á ljómandi fallegt hús uppi í sveit, og þar er
hún mamma hans og hún systir hans.
— Á hann mömmu?
— Já.
— Hún hlýtur að vera eldgömul, sagði Peter.
— Ænei. Ekki eldgömul. Hún er varla eldri en hún amma þín,
held ég.
— Er hún amrna gömul? Það hafði Peter aldrei dottið í hug
fyrr.
— Arnrna gömul, tók Beta fram í. Linda hugsaði með skelfingu
til þess hvemig móðir hennar mundi verða við ef Beta segði
þetta á óheppilegum tíma og undir óheppilegum kringumstæðum.
Hún flýtti sér að svara: — Nei, amma er. ekki gömul. En eins
og eg var að segja ykkur áðan vill Errol að við förum til hans og
eigum heirna í húsinu hans.
— Þú líka-, sagði Peter óðamála.
— Já, vitanlega.
— Kemur Errol frændi lika?
— Eg hugsa að hann korni og heimsæki okkur á hverjum
laugardegi, sagði Linda. Henni varð flökurt við tilhugsunina.
— Það gæti verið gaman, sagði Peter með sakleysissvip. Svo
sagði hann eftir dálitla þögn: Ertu búin að giftast honum Errol,
frænka?
— Nei, Peter.
— Ætlaðirðu ekki að gera það?
— Nei.
— En eg hélt....
— Já, eg veit það, Peter. En nú verðurðu að gera það fyrir
mig að tala ekki um það, væni minn. Mér leiðist ef þú talar um
það.
Varir hennar titruðu svo ákaft, að ekki var hægt að leyna því.
Peter skildi ekki hvað að var, en hann hafði grun um að eitt-
hvað lægi þungt á blessuninni henni frænku hans. Hann renndi
sér ofan af stólnum og faðmaði Lindu að sér. O'g vitanlega vildi
Beta ekki láta sitt eftir liggja og faðmaði hana líka. Og meðan
á þessu faðmlögum stóð fannst Lindu, að hún mundi geta afborið
að vera á heimili Errols úr því að börnin væru þar líka.
— Er það betra núna? spurði Peter.
— Já, nú er ekkert að mér. Hún kyssti bæði börnin og þau
settust á stólana sína. Ög síðán var ferðalagið rætt af mikilli,
hrifningu.
Lindu fannst einkennilegt hve fljótt dagarnir liðu fram að
þessu einkennilega ferðalagi, En ekki gat ,hún að þvi gert að
hún sárkveið fyrir þvi. 1 / ‘ ,
Frú Colpar skrifaði henni og sagðist hlakka til að þau kæmu.
Hún minntist ekkert á að slitnað hefði upp úr trúlofunni, en
lagði áherzlu á, að Linda væri velkomin.
En Beatrice var hispurslaus eins og hún átti vanda til:
„Mér þykir ajarleitt, að þið Errol skuluð hafa komist að raun
um að þið eigið ekki saman. En þið vitið liklega bezt sjálf, hvað
þið eruð að gera. Sjálf vona eg að þetta hafi verið rijrildi, sem
gleymist bráðlega aftur. En eg tala ekki meira um það. Aðalatrið-
ið er að við hlökkum til að sjá þig, og af þvi að eg hef skrifað
umbúðalaust um þetta þarftu hvorki að vera kaldhœðin, kjökr-
andi, afsakandi né útskýrandi þegar þú kemur. Við göngum öll
að því vísu, rð það hafi verið sagt sem segjast þurfti, og úttalað
sé um það má1. — Þin Beatrice.“
Linda var þakklát henni fyrir hreinskilnina. Nú vissi hún hvar
hún stóð. Og það var mikils virði. eins og á stóð.
Svo fór áætlunin að komast t 1 framkvæmda. Meirihlutinn af
íarangrinum var sendur á undan, og það var afráðið að Errol
skyldi aka þeim heim siðasta laugardaginn í maí.
Linda skrifaði Betty langt bréf, fullt af skýringum, en ekki
A
KVðLDVÖKUNNI
E. R. Burroughs
- TARZAW -
3037
Eftir nokkrar klukku-
stundir komust þremenn-
ingarnir að sundurtættíi
flugvélinni. Mennirnir biðu
með öndina í hálsinum og
Tarzan reif upp hurðina —
TWE OFFlCEISS VVAITEP 7EMSELV'
AS TAK2AM FOECEP THE CA3iN
POOg OPEM —
— og fann fyrir innan beina-
grind hins ógæfusama
AMC? ?iSCCV£SEt\ !MSiPE,ThE
skeletal KEMAIMS oc the
UMFQgTuNiATE j70CTQg SlMRSOMl
doktors Simpsons.
BhIIÍ-4^
Kl. 2.30 árdegis hringdi mað-
ur í New York upp nágranna
sinn og sagði við hann: ,,Er
þetta ekki inndæll dagur?“
„Inndæll dagur,“ sagði ná-
granninn ofsareiður. „Vitið þér
ekki að nú er klukkan 2.30 og
þér hafið rifið mig upp úr rúm-
inu.“
„Það getur ekki verið rétt,“
sagði sá fyrri. „Hundurinn yðar
er úti í bakgarðinum hjá mér
og geltir í ákafa. Eg trúi því
ekki að þér látið hann ganga
lausan um þetta leyti nætur.“
Hundurinn var ekki úti um
nætur eftir þetta.
Það vöru nokkrir frístunda-
málarar, sem fóru á námskeið í
Minnapolis og það kom á þá
þegar fyrirsæta kom allt í
einu inn í skólastofuna og
hugðist sitja fyrir nakin. Nem-
endur náðu sér þó fljótlega og
tóku að mála. En kennarinn
gekk um innan um trönurnar
og horfði á. Hann nam staðar
hjá roskinni konu og sagði:
— Hvað er þetta?
— Eg er að mála landslag,
eftir minni, sagði hún og var
fastmælt.
Salote drottning á Tongaeyj-
um á Kyrrahafi safnar sögum
um mannætur. Ein af sögum
hennar er svona:
Það var alveg að því komið
að láta hvíta manninn í pottinn.
Þá kom til hans hirð-embættis-
maður með fjaðraskraut á
höfði, kúlupenna og skrifblokk
og spurði: — Hvað heitið þér?
— Hvers vegna spyrjið þér?
sagði veslings maðurinn.
— Það er vegna matseðilsins,
svaraði hinn hái embættismað-
ur.
Þeir, sem fylgast með í bók-
menntaheiminum munu minn-
ast þess að Ernest Hemmingway
lenti einu sinni í slagsmálum á
Broadway við mann, sem full-
yrti að „hann hefði ekkert hár
á brjótinu“.
Þetta fannst Hemingway
einhver mesta móðgun við
karlmann og því sló hann
manninn.
Það virðist svo sem Japönum
finnist þetta líka vottur um
karlmennsku. Því að nú blómg-
ast þar upp á hið bezta verk-
smiðja, sem framleiðir „brjóst-
hárkollur fyrir karla“.
Sá sem koma skal -
Eramh. af 3. síðu.
með minnst 8 m. þevermáli,
3—4 m. minna en „gömlu“
jepparnir, klifar 45° halla og
kemst 100 km. á klst.
Það er greinilegt, að þessi
jeppi er töluvert á undan sam-
tíð sinni, ekki sízt með tilliti til
þeirrar staðreyndar, að honum
má aka í axlardjúpu vatni og
spurningin er því bara, hve-
nær „framleiddir“ verða menn,
sem þola þvílíkan „neðansjáv'-
arakstur“!