Vísir - 24.08.1959, Síða 11
Mánudagh—- 24. ágúst 1959
VÍSIR
Raligrimur Lúðvíksson
mmm
vtpMtiÞöz óumumm
l)e$Íu>ufetÍÆ /7r'lM $ími 1V)7o
INNHEIMTA
PRZHJNIN’j
Verðbólga og ofsköttun
Framhald af 7. síðu.
verið tekið tillit til þeirrar
nauðsynjar, að þau héldu raun-
verulegu verðmæti rekstrar-
fjár síns óskertu.“
Hér er tekið á einni aðal
meinsemd efnahagserfiðleik-
anna.Vegna þess að ekki er talið
vinsælt pólitískt að hafa slíkt
mjög í hámæli, hefir alménn-
jngur varla átt þess kost að
gera sér grein fyrir því hversu
alvarlegá þjóðfélagslega mein-
semd hér er um að ræða.
Sparnaður og
framkvæmdir.
Állir viðurkenna, að sparn-
aður sé nauðsynlegur til þess
að hægt sé að hafa handbært
fé til atvinnuveganna og ann-
ara framkvæmda. í þjóðfélagi,
sem viðurkennir eignarrétt
einstaklinganna, gerist sá
sparnaður á tvennan hátt. Með
söfnun sparifjár í bönkum og
sparisjóðum og með nýmynd-
un fjármagns í sjóðum fyrir-
tækjanna. Því meiri sem sparn-
aðurinn er á þenna hátt bund-
inn í bönkum og atvinnu-
rekstri, því minni verður hætt-
an á verðbólgu vegna óhóf-
legrar eyðslu.
Eins og nú standa sakir hér
á landi, hefir hræðslan við
verðbólgu að verulegu leyti
íekið .fyrir aukningu sparifjár
almennings og um margra ára
skeið hefir lítil sem engin ný-
myndun fjármagns orðið í sjóð-
um atvinnureksturs og annara
fyrirtækja.
Sú skattheimta sem verst
hefir leikið atvinnufyrirtækin
undanfarin ár er veltuútsvör
fcæjar og sveitárfélaga, eins
cg áður er sagt. — Er því
mest aðkallandi, að bæjarfélög-
in fái nýja tekjustofna sem geri
þgim fært.að fella.niður þessi
útsvör í þeirri mynd sem þau
efu nú.
Alit
sérfræðingsins.
í maí 1958 var hér sænskur
sérfræðingur í skattamálum,
prof. dr. Nils Wásthagen. Hann
samdi skýrslu um athugun á
skattlagningu íslenzkra fyrir-
tækja, sem prentuð hefir verið.
Skýrsla þessi er hin merki-
legasta og er höfundurinn við-
urkenndur fræðimaður í skatta-
málum. Bendir hann á hversu
mjög íslenzk skatta- og útsvars-
íöggjöf þarfnast endurskoðun-
ar til þess að komast í samjöfn-
uð við slíka löggjöf í nágranna-
löndum okkar, er leitast fyrst
og fremst við að gefa atvinnu-
vegunum tækifæri til að þróast
og vaxa til hagsmuna fyrir
þjóðarheildina, ^ 0
Þótt ummæli' þfófessorsins
um veltuútvarið hafi verið
tekin upp nokkrum sinnum í
blöðum, ætla ég samt að taka
þau upp hér vegna þess, að þau
staðfesta álit þeirra manna,
sem hafa halaið þvd fram, að
þessi skattheimta ætti ekki að
vera leyfileg. ;c
f skýrslu sinni segir prófessor-
inn um veltu-útsvarið:
„í kafla B. er getið þess sér-
kennilega skatts, veltu-útsvars-
ins, sem lagt er á veltu fyrir-
tækjanna. Ókostir skattakerfis
sveitarfélaganna, sem drepið
var á hér rétt áður, eiga sér-
staklega við um þenna skatt.
Mér virðist hann vera algerlega
ósamræmanlegur skattkerfi,
sem byggist á þeirri megin-
reglu, að skattleggja hreinar
tekjur. I kafla D. er sýnt, að
veltu-útvar nemur í vissum
atvinnugreinum verulega liærri
upphæð en skattskyldar tekjur,
en við ákvörðun þeirri má ekki
draga frá veltu-útsvarið. Það
vekur undrun, &ð þetta skuli
ekki vera talið brjóta í bága
við regluna um skatt „eftir efn-
um og ástæðum.“
Með því að leggja á þenna
veltuskatt geta sveitarstjórn-
irnar hamlað verulegá þróun
fyriríækja 6g gert vissar at-
átvinn'ggrei'iar algerlega óarð-
bærar. Skattlagning á veltu
virðast hstfa shkar efnahags-
I legar afleiðingar, að sveitarfé
I lögunum ætti ekki að vera
j lieimilt að beita henni.“ (Let-
urbreyting hér).
Þetta segir hinn kunni
sænski sérfræðingur um veltu-
útsvarið. Ummæli hans þurfa
engrar skýringar við.
Þessi sérfræðingur gerði yf-
irlit fyrir árið 1957 um skatt-
, greiðslur 18 atvinnugreina sem
! í voru 382 fyrirtæki. Plreinar
j tekjur þessara fyrirtækja voru
39,5 millj. kr. Skattar samtals
voru 38,6 millj. þar af veltu-
útsvar 16.2 milij. Meðal-heild-
ar skattar á þessi fyrirtæki öll
var 98% af netto tekjum.
Eg geri ráð fyrir því, að
skýrslugerð um skattgreiðslur
allra atvinnufyrirtækja í land-
inu mundi sýna svipaða út-
komu.
Bein þjóðarnauðsyn.
Starfshæfni atvinnuveganna
í nánustu framtíð er algerlega
komin undir því að nú takist
að stöðva verðbólguna varan-
lega og að skattlagningu at-
vinnuveganna sé breytt í skyn-
samlegra og heilbrigðara horf
en nú er.
Það er því bein þjóðarnauð-
syn að mál þessi séu skjótlega
tékin til endurskoðunar. At-
vinnuvegir þjóðarinnar eru í
bráðri hættu ef haldið er áfram
að rýra og skattleggja reksturs-
fé þeirra eins og gert hefur ver-
ið undanfarin ár.
Atvinnuvegir sem ekkert
rekstrarfé eiga, eru eins og hús
sem bvggð eru á sandi. Þeir
geta engin áföll staðist og eiga
allt undir náð lánardrottna.
Þannig eru atvinnuvegir íslend-
inga settir í dag.
' Efnahagsmálin verða heldur
ekki leyst á heilbrigðum grund-
velli og til frambúðar, nema
viðunandi latísn fáist á því
niikla vanda máli, sem hér hef-
ur verið gert að umtalsefni.
Hvernig sú láusn ætti að vera
éi*i
getur vérið efni í frékari um-
ræður
Málflutnihgsskrifstofa
MAGNÚS THORLACIUS
hæstáréttarlögmaður.
Aðalstræti 9. Sími 11875.
logg. skjalaþýðandi í ensku
og þýzku. — Sínii 10164.
Ökuferð í stólnum bíl
lauk með handtöku.
„Tímabíllinn“ stórskemmdur.
Töluvert bar á bílþjófnuðum
fyrir og um síðustu helgi, en
sögulcgasti atburðurinn skeði í
sambandi við stuld á bifreið-
inni R-1924 — eign dagblaðsins
Tímans — sem stolið var í Ing-
ólfsstræti laust fyrir kl. 4.30 í
gærmorgun.
Bifreiðarstjórinn á bílnum
var þar á ferð, en bíllinn hafði
fest sig í gear og brá bílstjór-
inn sér þá frá til þess að ná í
töng. Þegar hann kom aftur úr
þeim leiðangri var bíllinn horf-
inn.
Næst fréttist til bílsins að
hann lægi utan við veginn, brot
inn og mikið skemmdur, hjá
Litla-Lambhaga, beint upp af
Akrafjalli í Borgarfirði. Hafði
bíllinn farið í loftköstum 60—
70 metra spöl út af veginum, að
vísu komið annað veifið niður
og þá m. a. lent á stórum steini,
en loks hafnað á skurðbakka.
Hafði annað framhjólið þá
brotnað undan honum en auk
þess var bíllinn að öðru leyti
stórskemmdur og óökuhæfur.
Seinna kom í ljós að tveir
menn voru valdir að stuldinum.
Höfðu þeir kvöldið áður verið
á dansleik í Hveragerði, én
komu til Reykjavíkur um nótt-
ina og vildu halda áfram að
skemmta sér. Fundu þeir bílinn
mannlausan í Ingólfstræti og
hugsuðu þeir sér gott til glóðar-
innar, settust upp í hann og
komu honum af stað. Annar
þeirra skýrði svo frá síðar að
hann hafi verið allsgáður og ók
hann bílnum upp að Ferstiklu,
hinn kvaðst hafa verið eitthvað
lítilsháttar undir áfengisáhrif-
um og tók hann við akstrinum
þegar upp í Hvalfjörð var kom-
ið.
Þegar bíllinn hafnaði á skurð
bakkanum lögðu þeir fótgang-
andi út á Akranes, en komust
síðar upp í mjólkurbíl, sem ók
þeim á ákvörðunarstað. Þar
komust þeir um borð í Akra-
borgina, sem fór til Reykjavík-
ur'eftir hádegið í gær.
Hafði Reykjavíkurlögreglan
samband við Akranesslögregl-
una og lék grunur á að bílþjóf-
arnir myndu hafa tekið sér far
með Akraborginni til Reykja-
víkur. Voru lögreglumenn því
til staðar er Akraborgin kom til
Rvíkur og handtók þar tvo
menn, en síðar játuðu að vera
hinir seku.
Fleiri bílum var stolið um
helgina. Einum var stolið á
föstudaginn, hann fannst á bíla-
stæði við Tryggvagötu daginn
eftir. Öðrum var stolið af Suð-
urgötu aðfaranótt laugardags-
ins, en fannst um hádegi á
laugardaginn — óskemmdur —
suður í Hafnarfirði.
Þá var varnarliðsbifreið stol-
ið á Suðurlandsbraut, um
sexleytið í gærmorgun, sökum
grunsamlegs aksturs öku-
manns. Við athugun kom í ljós
að í bílnum voru tveir drengir,
annar 15 ára og hinn 11 ára,
báðir úr Keflavík. Ekki var vit-
að með hvaða hætti þeir höfðu
komizt yfir bílinn, en báðir
voru að sjálfsögðu réttindalaus-
ir.
TIL SÖLU
Allar tegundir BÚVÉLA.
Mikið úrval af öllum teg-
undum BIFREIÐA.
BÍLA- og BÚVÉLASALAN
Baldursgötu 8. Sími 23136
SímU 22-7-/S
ÍheTmAKÍYNDATOKUR i
V íííttienrjSA. nu/ncTa&ýkuA
Sigurður Ólason,
hæstáréttarlögmáður.
: Þorvaldnr Lúðvíksson,
1 ■íJiéráðsðótnslÖgmáífur.
- Málfiutningsskrifstoía
Austurstvaéti 14.
Simi 1-55-35.
HAIR
0 G
IÁGIR.
LESA
SMÁAUGLÝSINGAR
V í SIS
TÖFFLUR OG
STRIGASKÓR
kvenna,
fjölbreytt úrval.