Vísir - 27.08.1959, Blaðsíða 7

Vísir - 27.08.1959, Blaðsíða 7
Rmmtudaginn 27. ágúst 1959 MARY burchell; I íVi^^VVWWWWW^iV^^^VVVWWW. 35 — Alveg eins og í kirkju, hvíslaði Peter. Elizabeth .gægðist kriijgum, sig, stórum og alvarlegum augum og Linda vonaði að biðin yrði ekki of löng, því að þegar Beta var mjög feimin og hafði hún það stundum til að fara að gráta og biðja um að fá að íara heim. En þjónninn kom.aftur að vörum spori og sagði að herra yallon vildi taka á móti.þeim. Hvort þau vildu koma út í garðinn fyrir neðan húsið? Kenneth sat í hjólastólnum og þegar þau komu niður af stéttinni leit hann við og horfði lengi rannsakandi á þau. Linda hálfkyeið fyrir samfundunum, en í þessum svifum gerð- ist dálítið einkennilegt. Elizabeth — litla feimna og hrædda Elizabeth — sleit sig af Lindu og hljóp til mannsins í stólnum. Þao er ómögulegt að segja hvort hún hefur haldið að þetta væri einhver sem hún þekkti, eða hvort hún hefur viljað koma sér í mjúkinn hjá manninum, í von um að fá kökur og sælgæti. En svo mikið er víst að hún tók báðum höndum í ábreiðuna, sem lá á hnjánum honum, og brosti. — Komdu sæll! Það varð þögn fyrst i stað. Svo sagði hann: Komdu sæl. Hver ert þú? — Lizabeth. Nú var Linda komin til hans. — Góðan daginn. Hann leit á hana kaldhæðnilega. — Góðan daginn, herra Vallon, sagði Linda hikandi. — Við ókum hérna hjá og datt í hug að gaman væri að líta inn til yðar. Þér sögðuð mér að eg mætti líta .inn þegar eg ætti leið héma hjá næst. — Já. En eg nefndi ekki að þér skylduð koma með heilan hóp af börnum. — Afsakið þér. Þetta eru börn systur minnar og þau eru hérna með mér. Mér datt í hug að þér hefðuð kannske gaman af að sjá þau. — Eg hef alls ekki gaman af því, sagði hann og leit á Elizabeth, sem var að skoða innsiglishringinn á fingrinum á honum. Linda trúði varla sínum eigin augum. Henni fannst fast að því óhugnanlegt að Beta skyldi ekki vera hrædd við Kenneth Vallon. — Má eg fara og skoða blómin yðar? spurði Peter og benti á blómabeðið fyrir neðan grasflötina. — Eg skal ekki taka þau. Vallon gerði sér ekki það ómak að líta á hann. Hann sat enn og starði á litlu fingurna á Betu. — Þú mátt tína þau öli, ef þú vilt, svaraði hann. — Það kærir sig enginn um þau hvort eð er. Peter horfði efins á Lindu. — Þú mátt skoða blómin ef þú vilt, Peter, sagði Linda. Peter hljóp og Vallon sagði: — Viljið þér ekki tylla yður? Linda settist. Hún var að brjóta heilann um hvort það væri viðeigandi eða ekki, að spyrja hvernig honum liði. En nú kom Beta til sögunnar aftur. Hún hallaði sér upp að hnjánum á Vallon og sagði: — Mjólk — gerðu svo vel. VISIR 7 — Hvað. heldur hún að eg sé — belja? spurði hann ergilegur. — Nei þér verðið að afsaka, en Beta hefur þetta lagið á, þegar hún heldur að komið sé að te-tíma. Það er kannske bezt að við.... Hann tók fram í fyrir Lindu með því að hringja bjöllu, sem hjá honum var. Nú ljómaði ánægjan úr augum Betu og hún bjó sig til að hringja lika. — Þetta er nóg, sagði hann í þeim tón sem hefði átt að fæla hana burt. En hún flýði ekki en tók bjöllina og leit ertnilega á hann. Hann starði á hana og um stund var helzt að sjá að fara mundi í hart milli hans og barnsins. Svo brosti hann allt í einu. — Anginn þinn! sagði hann og það var ekki laust við aðdáun í röddinni. Og Beta söng af ánægju. Hann hló líka, en það var ekki fyrr 'en þjónninn kom, að hann áttaði sig á að hann mundi haga sér eitthvað óvenjulega. — Te! ságði hann hryssingslega. — Sjálfsagt, herra Vallon, sagði þjónninn og hypjaði sig á burt í fiýti. — Er Colpar hérna með yður? spurði Vallon og sneri sér að Lindu. — Nei. Errol varð að fara til borgarinnar aftur. Ég verð hjá frú Colpar og Beatrice í allt sumar. — Og með þessa-tvo anga í eftirdragi? — Já, systir mín varð að fara til Indlands, til mannsins síns, sem liggur veikur þar. — Hvað er mTþetta? Fer nokkur kona alla leið til Indlands til að vitja um veikan m'anninn sinn? Linda vissi ekki hverju hún átti að svara þessu, en það gerði Beta. Hún muldraði hrifin: — Hvað er nú þetta? Hún hafði aldrei heyrt svona setningu fyrr, en kunni vel við hana. í sömu svifum kom Peter hlaupandi: — Veistu að þú átt tutugu rósarunna fjórum sinnum, í garð- inum þínum? Vallon virtist ekki verða upp með sér'af því. — Jæja. Hvað eru eiginlega tuttugu rósarunnar fjórum sinnum? — Ég get ekki talið nema upp að tuttugu, sggði Peter. — Og eg taldi upp að tuttugu fjórum sinnum. — Jæja. Þá er bezt að þú komir og teljir kökur. Hérna kemur teið. — Afbragð! sagði Peter hrifinn. A KVÖLDVÖKM Dr. Grannelt segir frá lækni, sem hafði alltaf mikið að gera þegar inflúensan geysaði 1918 -19. Hann kom of seint í eitt húsið. Það var búið að kveikja á kertunum, og sjúklingurinn lá þarna með krosslagða arma, eins og siður er um dána menn. En læknirinn ákvað að ránn- saka sjúklinginn, svo að hann yrði sannfærður um að hann væri dauður. Hann lyfti öðru augnalokinu gætilega og beindi Ijósi sínu að sjúklingnum. Það varð engin breyting á auganu. Það var ekki um að villast, maðurinn var dáinn. Læknir- inn var í þann veginn að snúa frá,: en þá settist líkið upp. „Þetta var gleraugað mitt, læknir. Viljið þér ekki gægjast í hitt augað?“ ★ BE R U-bif reiðakertin fyrirliggjandi í flestar bifreiðir og benzínvélar. Berukertin eru „Original“ hlutir í þýzkum bifreiðum, svo sem Merced- es Benz og Volkswagen. 40 ára reynsla tryggir gæðin. SMYRILL, Húsi Sameinaða. — Sími 1-22-60. Hdtef Borg STÚLKA óskast, einnig ROSKtN KONA í fatageymslu. Uppl. í skrifstofunni. „Þetta er frú Robinson. Get- ið þér ekki sent mér rifjasteik af kálfi, strax?“ Maðurinn afsakaði sig. „Þvl miður get eg það ekki.“ „En getið þér þá ekki sent mér steik?“ „Nei, því miður verð eg aft- ur að segja nei.“ „Er þetta ekki hjá Catesby, slátraranum?“ „Nei, frú. Það er hjá Catesby, blómasala.“ „Ó, þetta var leiðinlegt! Jæja, sendið mér þá 12 liljur. Maður- inn minn hlýtur að vera hálf- dauður úr hungri hvort sem er.“ ★ Skip er á ferð milli Evrópu og Ameríku og þar sést við borðstokkinn maður, sem er mjög sjóveikur og liður illa. Læknir stendur hjá honum og huggar hann. „Verið hug- hraustur, góði maður. Enginn hefir hingað til dáið úr sjó- veiki.“ Æ, segið þér þetta ekki, góði læknir. Það er aðeins von- in um að deyja, sem heldur mér lifandi.“ E. R. Burroughs TARZAN - 3060 NOTVE SFE.AP V\EM POISEP POE THE SCILL, VET HESiTATSF AT.A CA.LL FeOVv 'HEIE LEAPEF— Tarzan og félagar hans i börðust af jötunmóði, en ' máttu ekki við margnum og ] urðu að láta undan ofurefli mennina í gegn með spjót- árásarmanna. — .Svertingj- arnir hugðust r.eka hvítu uni sínum, en er foríngi þeirra kalláði til þeirra,' hik- uðu þeir. ,;Ií£ettið!: Þessa 'T.TOP: THES= ÞO&S TO SE PEiSONEES— ÍT IS THE T„£ ICiMfe OP WiTCH POCTOSS? hunda á að taka til fangs. Konungur töfralæknana skipar svo fyrirí** Sonur Hess neitar hervist. Sonur Rudolfs Hess, Röttiger, sem er 23ja ára gamall, hefur neitað að gegna herþjónustu »' her vestur-þýzka sambandslýð- veldisins. Hann . tilkynntl þegar átti að kalla hann í herinn, að samvizka sín bannaði sér að þjóna þeim þjóðum, sem hefðu dregið föður hans fyrir dóm (í Niimberg fyrir stríðsglæiþ). Hess, sem er nú 61 árs, er- einn þriggja stríðsglæpa- manna, sem enn eru í fang- elsi. í Spandau. TIL SOLU Allar tegundir BÚVÉJLA.. Mikið úrval af öllum teg - ondum BIFREIÐA. BÍLA- og BÚVÉLASALAN Baldursgötu 8. Sími 23136..

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.