Vísir - 29.08.1959, Blaðsíða 1

Vísir - 29.08.1959, Blaðsíða 1
I V I ’ i1 V »5. ár. Laugardaginn 29. ágúst 1959 188. tbl. Kínversk árás á Indland á þriöjudag, Kehru skýrði frá þessu ófriðarhætta stafar » Svo er nú komið, að frelsarar Kánverfa, þeir sem hafa ætlað fsera þjóðina fram tíl hag- Bældar og frama, eru nú orðnir ír,ægastir fyrir morðseðx sitt og Jneimsvaldastefnu. Sl. þriðjudag Jféðiíst kínverskir kommúnistar Smn fyrir landamæri Indlands JJieð lierafla og hófu skothríð. 'Forsætisráðherra Indlands, Nehru, skýrði frá þessari fregn á indverska þinginu í gær. Tal- aði Nehru um þessa óhugnan- 3egu hegðan hinna kínversku (CÍbeldismanna, og gat þess, að Jndverjar myndu standa fast á Télti sínum til þess að verja íandamcéri ríkis síns. Er kvartað var yfir þessu íramferði, var því einu til svar- að, sagði Nehru, að Indverjar fcefðu hafið skothríð fyrstir. ONehru skýrði þinginu frá því, að hernaðarlegt eftirlit yrði nú mjög hert á norðurlandamær- lim rikisins. Svar það sem Indverjum var Ííefið, er þeir báru fram kvart- fenir sínar, er mjög táknrænt Íýrir þá menn sem undanfarna ínánuði hafa myrt og limlest Jugþúsundir manna í friðsama íjallaríkinu Tíbet. Elsti bróðir Dalai Lama, sem á þingi í gær—mest nú af Kínverjum. 'nú er á ferðalagi um England, l skýrði fréttamönnum svo frá í I gær, að það væri takmark kínv. kommúnista, að lama svo ! viðnámsþrótt tíbetsku þjóðar- jinnar, að hún verði máttlaust verkfæri i höndum hinna nýju ofbeldisherja. ,,En það mun aldrei takast“ bætti hann við. /#' Hafmeyjan" afhjúpui í dag. „Hafmeyjan“ í Tjörninni verður afhjúpuð í dag, og fer sú athöfn fram kl. 14.30. Fyrir allnokkru var vatninU hleypt úr Tjörninni, en það vai4 þá gert á meðan steyptur væri stallur undir höggmynd þá, sem Nína Sæmundson gerði fyr ir Reykjavíkurþæ, „Hafmeýj- una“. Myndin var siðan sett á' stallinn hjúpuð, og birtist mynd af henni í umbúðunum hér i Vísi fyrir nokkru. Þessa var beðið, að vatnið kæmist í eðlilega hæð, sem nú er orðið, og verður blæjunni lyft af meyjunni í dag, eins og áður segir. Eisenhower dvaldi í Skot- fandi sl. nótt. lerter og Lloyd ræddu afvopnunarmál i gær - iontgomery og Eisenhower hittast á þriöjudag. Af því að Grænlandsferðir eru svo mjög í tízku þessa stundina, gæti ýmsum dottið í hug, að myndin hér að ofan væri frá Grænlandi, en svo er þó ekki. Hún er frá ísa köldu landi, nefni- Iega af Breiðamerkurjökli, sem hefir vefið að elta Jökulsá á Breiðamerkursandi undanfarin ár, svo að hún er eiginlega ekki lengur meira en þetta lón þarna, sem er alveg frammr við sjó, svo að þar mun gæta sjávarfalla, auk þcss sem vatnið í lóninu er salt við botninn. Niðurjöfnun Iokið: Jafnað niður nærri 236 millj. kr. á 23545 aðila. Hæsta útsvar á Eimskipafélag íslands 2,8 millj. kr. Eisenhower forseti lagði af ] ítað til London í morgun, eftir (dvöl sír.a í Balmoral kastala. Hann ferðaðist í þotu brezka fflughersins, af Comet-gerð. Forsetinn lagði upp í Skot- Sandsferð sína í gærmorgun, <ng fór þá flugleiðis til flugvall- iar í nánd við Aberdeen. Það- írn fór hann í bifreið drottning- ar og í fylgd hertogans af Ed- ffnborg, til kastalans. Drottning tók sjálf á móti honum við hliðið. Dvaldist Eisenhower í Skotlandi í nótt. í dag hefjast viðræður þéirra McMillans og Eisenhower. í gær hittust brezki utanríkis- ráðherrann, Selwyn Lloyd, og Herter utanríkisráðherra Banda XÍkjanna. Ræddu þeir afvopnun armál. Herter snæddi í gær há- degisverð með Gaitskell, leið- toga verkamannaflokkins brezka. Þess var getið í fréttum, að sennilega muni Eisenhower og Montgomery. ff. hittast n. k. fxriðjudag. Þeir voru sém kunn- ugt er miklir vinir, en sú vin- átta var sögð hafa kólnað eitt- hvað, eftir að Montgomery gaf út bók sína, sem mest hefur verið umtöluð. Sagði Mont- gomery skömmu eftir sl. nýár, að hann hefði sent Eisenhower bókina, en hann hefði ekki þakkað sér fyrir hana, né neitt látið frá sér heyra. Sv. Björnsson sýnir' í dag kl. 16 opnar Sveinn Björnsson Iistmálari málverka- sýningu í Iðnskólanum í Hafn- arfirði. Sveinn sýnir þarna 57 mynd- ir málaðar í olíu og olíupast- el, flestar frá sjónum og sjáv- arsíðunni í Hafnarfirði en einnig fáeinar frá Búðum á Snæfellsnesi og Þingvöllum. Þetta er 9. sýning Sveins, og þó eru í haust aðeins 10 ár síðan hann hélt sína fyrstu sýningu. Sýning hans að þessu sinni verður opin fxæsta hálfa mánuðinn kl. 2—23 dag hvern. Sambandiö ber ekki útsvar frekar en fyrri daginn. Niðurjöfnuxi útsvara í Reykjavík er Iokið, og sú bók, senx eiít sinn var fjöllesnust í höfuðborginni, útsvarsskráin. er kom- in út — Jafnað verið hefur niður nálega 236 niilljónum króna á 22198 einstaklinga og 1347 félög. Af félögum ber Eimskipafélag íslands h.f. hæst útsvar, kr. 2.811.00, en af einstaklingum er Þorvaldur Guðmundsson forstj. hæstur með 281.100 króna út- svar. Það þarf varla að taka fram, að Samband ísl. samvinnu- félaga ber ekki útsvar. Heildarupphæð útsvaranna er 5% hærri nú en í fyrra, en það segir ekki mikið á móti því, hve tekjur manna eru hærri og gjaldendum hefir fjölgað. Á- lagningin er sem sé 10% lægri nú en þá. Eftir áætlun áttu út- svörin að vera kr. 215.118,00 að viðlögðum allt að 10%, eða samtals 236 milljónir. Tíu pró- sentin hafa verið lögð við, og þó ekki að fullu, vantar um % miRjón, svo að upphæðin er nánast 235,7 milljónir. Af- sláttur hefir verið nú 3,7%. í fyrra var heildarupphæð á- lagningar 205 milljónir, að við- bættum 5%. Útsvarsskráin liggur frammi á Skattstofunni og í Gagn- fræðaskólanum við Vonar- stræti alia virka dagá frá og með deginum í dag til 11. sept- ember, en þá rennur kæru- frestur út á miðnætti. Af henni hafa verið kopifjölrituð aðeins 200 eintök í prentstofunni Letri, Hverfisgötu 50, og eru þar til sölu á 850 krónur. Niðurjöfnunarnefnd verður til viðtals í Skattstofunni alla virka daga til og með 11. sept. kl. 9—16, nema laugardaga kl. 9—12. Niðurjöfnun útsvara Iauk 18 dögum seinna nú en í fyrra, og sagði 'formaður nefndarinn- ar, Guttormur Erlendsson, í viðtali við blaðamenn, að það stafaði af allskonar undan- þágmn, sem nú væru farnar að tíðkast, svo sem sjómannafrá- drættinum o.fl., sem gerði störf nefndai'innar tafsaniara en ella væru. Hér fara á eftir reglur uni álagningu útsvara, gjaldendum til glöggvunar. Og loks birtist skrá yfir félög og einstaklinga, sem bera 100 þúsund krónur eða meira í útsvar. Reglur um álagningu útsvara í Reykjávík 1959. I. TEKJUR. Tekjur til útsvars eru hrein- ar tekjur til skatts, samkv. lög- um nr. 46/1954, um tekjuskatt Framh. á 7. síðu. Ætia að veiða fisk sjáifir. Frá fréttaritara Vísis. Osló í gær. Frá Brasilíu berast fregn- ir, sem hafa vakið xiokkurn ugg hér, og gera það bá lík- Iega einnig á íslandi. Til þess að spara gjaldeyri í framtíð- inni, ætlar Brasilíustjórn að kaupa tvær fljótandi „fiski- verkunarstöðvar“, sem eiga að gera landið óháð innflutn ingi á saltfiski frá Norður- lönduin að fjórum fimmtu hlutiun. Verða skipiix smiðuð á Spáni og verður stærð beggja 6500 dw-lestir. Þau verða gerð út á mið xmdan Brasilíu-ströndum, sem eru að kalla ekki nýtt entt.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.