Vísir - 29.08.1959, Blaðsíða 4

Vísir - 29.08.1959, Blaðsíða 4
il Vf SIK Laugardaginn 29. ágúst 1958 'VÍSIIt 7, DAGBLAÐ Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H.F. Vísir kemur út 300 daga á ári, ýmist 8 eða 12 blaðsíður. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Hersteinn Pálsson. Skrifstofur blaðsins eru í Ingólfsstræti 3. Ritstjórnarskrifstofur blaðsins eru opnar frá kl. 8,00—18,00. Aðrar skrifstofur frá kl. 9,00—18,00. Afgreiðsla: Ingólfsstræti 3, opin frá kl. 9,00—19,00. Sími: (11660 (fimm línvu:) Vísir kostar kr. 25.00 í áskrift á mánuði, kr. 2.00 eintakið í lausasölu. Félagsprentsmiðjan h.f. Norræn samvinna. Á undanförnum árum hefir talsvert verið um norræna samvinnu á ýmsum sviðum, og það mun rétt vera, sem þeir halda fram, er helzt berjast fyrir henni, að hún fari smám saman í vöxt. Til dæmis má minnast þess, hversu mikið öryggi íslend- 1 tngum er að því, að gerðir hafa verið samningar við hin Norðurlöndin varðandi ým- iskonar tryggingar fyrir sjúka og slasaða, og njóta þegnar annarra Norðurlanda sömu hlunninda hér, eins og j vera ber. Samvinna hefir einnig verið á ýmsum öðrum sviðum, og það er álitlegur hópur áhrifamanna, sem vinna hver á sínum stað að aukinni samvinnu þessara frændþjóða. Þó verður ekki dregin fjöður yfir það, að samvinna er einhverjum vandkvæðum bundin — svo að ekki sé dýpra tekið í árinni — á ýmsum sviðum, þar sem / peningar og svipaðir hags- I munir eru annars vegar. Er I skemmst að minnast dreng- j skapar þeirra frænda okkar, sem stjórna SAS, einu stærsta flugfélagi heims, en þeir hafa ekki auðsýnt minni áhuga fyrir að bregða • fæti fyrir Loftleiðir en að efla sitt eigið fyrirtæki. Er hlutur Loftleiða þó svo lítill í loftflutningunum yfir Atl- antshafið, að það getur varla ráðið úrslitum um líf eða dauða risans, þótt hann gæti gleypt þann hundraðshluta allan. En viðleitnin hefir hinsvegar sýnt hugarþelið mjög ljóslega. Nú hefir hitt flugfélagið einnig fengið að finna fyrir þeli þeirra, sem vafalaust tala mikið um norræna sam- vinnú en eru þó ekki eins fylgjandi henni í verkinu. Eins og' allir vita hefir Flugfélag íslands stundað Grænlandsflug fyrir ýmsa aðila um all-langt skeið og getið sér mikið orð, svo að fullyrt er úti í heimi, að engir flugmenn muni standa Flugfélagsmönum á sporði, að því er snertir reynslu og hæfileika til að fljúga við erfið skilyrði yfir og við ís- helluna miklu á Grænlandi. Þrátt fyrir þetta herma fregnir frá Grænlandi, að ein af stjórnardeildum Danastjórn ar hafi gert samning við flugfélag eitt í Kanada um að halda uppi flugferðum í Grænlandi á næstunni. Sagði í fréttinni, sem höfð var eft- ir dönskum blöðum, að samningar um þetta hefðu verið gerðir í kyrrþey og víst mun um það, að þeir hafi komið flestum á óvart öðr- um en þeim, sem að þeim stóðu. Við flugfélagið mun ekki hafa verið talað, enda þótt reynsla starfsmanna þess ætti að vera nokkurs virði í þessum efnum, og sjálfsagt virðist vera að reyna að notfæra sér hana, ef það er hægt. Þetta atvik og ýms önnur, sem gerast við og við, hljóta að hafa þær afleiðingar, að menn fá minni trú á raun- verulegum vilja ýmissa að- ila til að auka norræna samivnnu en ella. íslending- ar dinna meira til þessa en aðrar þjóðir, af því að þeir eru viðkvæmir fyrir því, hvort eftir þeim er tekið eða ekki. Þeir vilja yfirleitt norræna samvinnu, en þeir telja, að aðrir vilji hana ein- ungis, þegar þeir hafa nokk- urn hag af henni, en hirði lítt um hana, ef hagnaðurinn verður annars staðar — án þess að um tap hjá þeim sé þó að ræða. Kir/ijfa otj irúutál: Orð eilífs lífs. Hve lengi á að bíða? Eftir helgina eru liðnar fjórar vikur frá því að alvarlegasta atvikið, sem komið hefir fyrir í sambúð varnarliðsins og fslendinga, átti sér stað suður á Keflavíkurflugvelli. Yfirmaður í varnarliðinu beitti þá aðstöðu sinni til að neyta aflsmunar gegn ís- -lendingum, koma í veg fyrir, að íslenzkir löggæzlumenn , gætu gegnt skyldum sínum | samkvæmt samningi fslands og Eandaríkjanna. Eins . og þegar er sagt verða liðnar þi'jár vikur frá þessu atvjki eftir helgina, og það hefir verið furðuhljótt um það allan þenna tíma. Al- þýðublaðið tilkynnti á sínum tíma, að utanríkisráðherr- ann hefði tekið málið í sín- ar hendur, svo að hér átti ekik að vera um nein vettl- ingatök að ræða. Því miður hefir bara ekkert gerzt síðan, enda þótt lofað væri tilkynn- ingu, er úrslit væru fengin. Samkvæmt því loforði hefir því ekki verið um málalok að ræða, og væri rétt að ráðuneytið gerði grein fyrir, hvernig málið stendur. Herra, til hvers ættum vér að fara? Þú hefir orð eilífs lífs. (Jóh. 6, 68). Þetta sagði lærisveinninn, þegar fjöldinn hafði hneyksl- azt á orðum Jesú og farið frá honum. Jesús hafði vitnað um sig: Ég er brauð lífsins, þann mun ekki hungra, sem til mín kemur, og þann aldrei þyrsta, sem á mig trúir. Því að ég hefi stigið niður af himni,, ekki til þess að gjöra vilja minn, held- ur vilja þess, er sendi mig. Þetta er vilji föður míns, að hver, sem sér soninn og trúir á hann, hafi eilíft líf, og ég mun uppvekja hann á efsta degi. Þetta þótt hörð ræða. Áheyr- endurnir fóru burt hver af öðrum. Og Jesús spurði þá tólf, nánustu vini sína: Ætlið þér einnig að fara burt? Þá svaraði Pétur: Til hvers ætt- um vér að fara? Þú hefir orð eilífs lífs. Til hvers að fara, til hvers að leita? Þannig spyrjum við oft. Barnið spyr ekki. Það leitar að mömmu, hvað sem á bjátar, kallar mamma ósjálfrátt, hvar sem það er statt, ef það hryggist eða meiðir sig, þótt hún sé hvergi nærri og geti ekki heyrt. Hjálparbeiðni barnsins leiíar alltaf í þenna eina farveg, í þessa einu átt. En þess er skammt að bíða, að lífið verði flóknara. Mamma ræður ekki við allt það, sem við er. að stríða. Og það er ekki hægt að fara með allt til hennar. Og fyrr eða síðar verð- ^ ur maður viðskila við hana. I Hún hverfur yfir móðuna miklu, strauminn dökka. Til hvers eigum vér að fara? Enginn getur staðið einn. Vér erum hver öðrum háðir, mennirnir, þurfum hver á öðrum að halda. Dýrmætt er það að eignast gott föruneyti og samfylgd í lífinu, mannlega ástvini, sem hægt ar að tjá á- hyggjuefni sín og vandamál. En allt mannlegt er í molum, allir eru ófullkomnir, öllum er þröngur stakkur skorinn um afl og úrræði. Þegar mest ligg- ur við, bregst allra manna stoð og styrkur. Enginn dauð- anum ver. Þegar mest kveður að um alvöru lífsins og mest er i húfi, þá erum vér áður en vér vitum aftur orðin börn, hjart- . að hrópar, þótt varnirnar séu þöglar, hjartað ákallar og bið- ur. En hvern skal biðja, hvert er að leita? Til hvers eigum vér að fara? Það er ekki um marga að ræða. „Þótt kóngar fylgdust allir að með auð og veldi háu“ — þeir gætu ekki hjálpað, þegar vonbrigði steðja að, þegar harmur nístir, þegar um lífið er að tefla, þegar dauðinn hrósar sigri. Og þeir heyra ekki heldur. Þótt spekingar legðu saman allt sitt vit og orð- snilld — þeir gætu ekki hjálp- að. Barnið, sem grætur, spyr að- eins um eitt: Barminn, sem geymir allt, sem bezt er til, höndina, sem er ímynd hinnar æðstu verndar og kærleika. . Hið vaxna barn, manneskj- an, ég og þú, er eins. „Móður sinnar á morgni lífs barn er brjóstmylkingur. En í vetrarhríð vaxinnar ævi gefst eig'i skjól nema Guð.“ Til hvers ættum vér að fara? Vér vitum það engu síður en lærisveinarnir forðum, innst inni vitum vér, að enginn kem- ur til greina nema einn. Til einskis er að leita nema til hans, sem einn hefur sagt og getur sagt: Komið til mín all- ir. Margir hafa flutt fögur og háleit orð. En það er ekki orð- in, sem oss vantar, heldur Orðið, sem lífið veitir, kraft- inn gefur, friðinn færir. Það orð hefur einn, orð eilífs lífs. Það er orðið frá eilífðarhimni, skilaboðin um kærleika Guðs, um eilífa, almáttuga gæzku og náð. Það er orðið um eilífa lífið, þann himinn dýrðarinn- ar, sem algóður Guð hefur fyr- irbúið öllum þeim, sem treysta vilja Jesú Kristi og fela sig forsjá hans. Það er orðið til eilífs lífs, leiðsögnin, sem vís- ar veginn, já skapar nýtt, ei- líft líf í sálu þess manns, sem veitir því áheyrn og leyfir því að sá sér hið innra, líf sem til- heyrir Guði og eilífs hans. Þetta allt er það orð, sem Jesús Kristur hefir. Hann er þetta orð. Hann er tilboft eilífs sigurs, frelsari til eilífs lífs. K. G. skrifar Bergmáli: „Þegar ég bar út ruslið í morg- un sá ég í sorptunnunni eintak af Tímanum, sem hún Guðrún hérna uppi á loftinu hafði hent út. Þvi til skýringar verð ég að geta þess, að Guðrún er fram- sóknarkona úr sveit og kaupir Timann vegna átthagatengsla. Eg fór að glugga i blaðið, þrátt fyrir annriki í morgunverkum og datt mér þá í hug að það hlyti að vera eitthvert orsakasamband milli þekkingar Tíma-Gunnu, eins og við 'köllum hana hérna grannkonurnar, og kynlifs kvik- myndastjarna eins og Tíminn segir frá því. Við fórum að velta þessu fyrir okkur, Sigga, Stína og ég, hvar Gunna öðlaðist allan sinn fróðleik og þá kom það upp úr kafinu, að engu væri til að dreifa nema Tímanum. Enda kom það upp úr kafinu, þegar við gengum á Gunnu, að bænda- blaðið hefur tvennu hlutverki að gegna: Þægilega skrifuðum klámsögum og heyskaparfrétt- um fyrir bændur. Hótum! Við vinkonurnar erum að hugsa um að segja Vísi upp, ef hann notar sitt takmarkaða síðu- pláss fyrir nýjustu fréttir og , hirðir ekkert um að segja „ber- ' lingasögur" af kvikmyndastjörn- um.“ Almennur kirkjudagur á Reykhólum. Nýja kirkjan er fullbúin a5 utah. ísafirði, 27. ág. 1959. Hólar á Reykjanesi er land- námsnafnið. Síðar breyttist það í Reykjahólar og síðast í Reykhólar. Staðurinn hefir stöðugt ver- ið stórbýli, og mikil auðnujörð. Átt gagn allt suður í Stagley í Breiðafirði og ' norður í Þorskafjarðarbotna. Jarðhita, sem lítið eða ekkert var not- aður — og mörg önnur gæði, sem nauðsynleg voru stórbúi og mikið notuð. Síðastliðinn sunnudagur var mikill merkisdagur í sögu Reykhóla. Þar var almennur kirkjudagur, sá þriðji í röð- inni. Ólafur Ólafsson kristni- boði prédikaði í gömlu kirkj- unni fyrir fjölda kirkjugesta. Sóknarprestur, sr. .Þórarinn Þór, þjónaði fyrir altari. Nýja kirkjan — mæðrakirkj- an — á Reykhólum er nú full- búin utan. Margir hafa þar lagt góða hönd að verki og sóknarprestur lagt fram mikla gjafavinnu til kirkjunnar. -—- Stofnaður hefir verið . sjóður, minningarsjóður ' breiðfirzkra mæðra, sem er fyrst og fremst ætlað það hlutverk, að standa straum af búnaði nýju kirkj- unnar að innan. Meginstofn þessa sjóðs eru gjafir frá Barð- strendingafélaginu og átthaga- félagi Norður-Breiðfirðinga,- en margar minningargjafir frá sjóðum 'í sumar, og halda á- fram að berast. Hugmyndin um mæðrakirkju, sem sérstaltlega er helguð minningu Þóru í Skógum, móður Matthíasar Jochumssonar skálds og þeirra | systkina, hefir orðið virisæl og vel metin. Formaður sóknar- nefndar er Sæmundur Björns- son, Reykhólum. Siðastliðinn laugardag og sunnudag var einnig minnst 10 ára afmælis tilraunastöðvar- innar á Reykhólum. Sigurður Elíasson, forstjóri stöðvarinn- ar rakti sögu hennar, og þeirra framkvæmda, sem hún hefir haft með höndum undanfarin ár. Nú er þar nýbyggt stórt hús fyrir rannsóknir þær, er tilraunastöðin framkvæmir ár- lega. Taldi Sigurður það einn merkasta áfangann, því starf- ið og nýjar framkvæmdir verða að byggjast á sem ná- kvæmustum rannsóknum, svo allt megi vel lukkast. Búskap- ur tilraunastöðvarinnar hefir byggst aðallega á sauðfjár- rækt. Hafa úm 300 fjár verið á búinu undanfarið, en nú í haust á að slátra öllu fé á Reykjanesi, að tilhlutan mæði- veikivarnarnefndar, og svæðið allt að vera sauðlaust eitt ár. Margvíslegar tilraunir háfa undanfarið verið gerðar á Reykhólum, bæði jarðvegs- og áburðarrannsóknir ofl. Pálmi Einarsson landnáms- stjóri ræddi um framkvæmdir þær, sem gerðar hefðu verið á Reykhólum, byggingar og stórfellda ræktun. Hann rninnti og á, að til þessa hefði verið hugað að koma upp iðnaði' á Reykhólum með hagnýtingu jarðhitans. Hefði m. a. verið talað um þang' og' þaravinnslu. ’ þar. sem hráefni væri nærtækt, en líklegt væri að þar kæmu | einnig fleiri verkefni til greina, \ Framh. á B. síðu

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.