Vísir - 01.09.1959, Blaðsíða 1

Vísir - 01.09.1959, Blaðsíða 1
’iit. £r. Þriðjudaginn 1. september 1959 190. tbl. KASHMÍR SHWAISt _X" . . ■Z~'~ * Aft. £w«s/ V AJTS. ** KAUMPONC - ^ KAJMAtiW . J^P'pV'X ~ - ^ / V ' W MMALa va . Wka) SIÍSARHI NEPAL OfWU OUN IUWiAl SH1UOH6. Frá Akranesi: Sakborningur á vanda til æðis er hann drekkur. 20 þús. mál til Rawfar- hafnar um helgina. Saltað af 10 skipum þar í dag. Frá fréttaritara Vísis. Raufarhöfn í morgun. Síldarsöltun var í fullum gangi á Raufarhöfn í morgun. .Við kassana stóð allt það sölt- Umarfólk sem tiltækilegt var í þtorpinu, því hingað komu í ínorgun 10 bátar með um 3000 tmnnur af söltunarsíld, sem veiddist í gærkveldi 60 sjómíl- iur út af Bjarnarey. Það var einnig saltað á Vopno íirði og öðrum Austfjarðahöfn-| um þvi þangað héldu skip sem eiga þar heimahöfn. Það var mikið kastað á þessum slóðumj i gærkveldi en veiði einstakra gkika var ekki mikil, en þarna var um stóra og feita síld að ræða. Það var engin veiði í jmorgun, því kominn var suð- j austn kaldi og veiðiveður í það tæpasta. Á laugrdag og sunnudag bár- ust 20 þúsund mál til Raufar- hafnar. Um helgina fengu nær öll skipin síld. Laugardguiúnn var einn bezti veiðidagur sum- arsins. Þá var gríðarlega mikil síld 56 mílur út af Gerpi. Síld við Grímsey. Það er síld viðar en út af Aust fjörðum. Síðdegis í gær sáu menn á handfærabáti síld vaða á 40 föðmum norðvestur af Grímsey. Það var. ekki um að villast að þarna var síld því þeir drógu hana upp á færin. Þessi skip lönduðu sild á Raufarhöfn í morgun: Hilmir GK 260 tunnur, Guðm. Þórðar- son 300. Haförn 200 og 400 mál í bræðslu, Þorleifur Rögnvalds- son 150 tunnur, Björgvin 200, Gylfi II. 150, Sunnutindur 200, Gjafar 550, Bjarmi 700 og Ás- úlfur 300. Körtin sýna 'þá staði, þar sem hættan er mest við landamæri Indlands vegna yfirgangs Kínverja. En eru frcgnir ekki svo greinilegar að austan, að hægt sé að átta sig á því, hvort um meiriháttar innrás Kínverja er að ræða, eða þeir eru aðcins að reyna þolrifin í Indverjum, athuga hversu langt muni vera óhætt að ganga. Minna kortið sýnir afstöðu fjallahéraðanna, sem sem um er að ræða. ísl.met Valbjarnar. Á sunnudaginn var stóð mik- 5ð frjálsíþróttamót í Leipzig. Tóku þar þátt þrír íslendingar, |reir Valbjöm Þorláksson, Vil- fcjálmur Einarsson og Þorsteinn Sjöve. Stóðu þeir sig með ágæt- tum, sérstaklega Valbjöm, en Brann setti nýtt íslandsmet í stangarstökki, 4.45 m. Vilhjálmur varð annar i þrí- Etökki, með 15.09 m. — Lövi 4. i kringlukasti með 45.25 m. Kona Krústsjoffs veröur með í Bandaríkjaförinni. Einnig fara tvær dætur, sonur og tengdasonur. Það var tilkynnt í Washing- ton í gær, að Krúsév, forsætis- ráðherra Sovétríkjanna, muni taka konu sína og böm með sér í hina væntanlegu Bandaríkja- för. Einnig verður íengdasonur hans með í förinni. Utanríkisráðuneytið banda- ríska lýsti í gær ánægju sinni yfir þessari ákvörðun hins rúss- neska forsætisráðherra, en börn hans, er með honum verða, eru Julia Nikitchina og Rada Nikit- china, sonur forsætisráðhei'rans Sergei Nikitovich, auk tengda- sonarins, Alexi Inaovich, en Bærileg rekneta- veiði vestra. Frá fréttaritara Vísis. Isafirði í gær. Reknetaveiði ■ Reykjafjarð- arál hefur verið sæmileg síð- ustu nætur, allt upp í 80 tunn- ur. Síldin er misjöfn og er öll fryst. Veigar þessar hafa stund- að tveir bátar, Víkingur II. héð an og Freyja frá Súgandafirði. Nokkrir bátar til viðhótar munu stunda reknetaveiðar i haust og byrja þeir bróðlega. Ætlunin er að salta nokkuð af aflanum, ef góð söltunarsíld fæst. — Ara. hann er jafnframt ritstjóri stór- blaðsins Isvestia. Mun hann skrifa greinar um Bandaríkja- förina fyrir blað sitt. Auk þess verður Krúsév, Nina Petrovna, með í förinni. Tekið var fram í yfirlýsingu utanríkisráðuneytisins, að Eis- enhower forseta hefði verið skýrt frá þessari ákvörðun Krúsévs. Piltur sá, sem talinn er haf verið valdur að dauða Ástu Þó arinsdóttur r. Akranesi, heiti Brynjar Olafsson, cr eins 0] áður var skýrt frá 22 ára gam all og er sjómaður að atvinnu Lögreglustjórinn á Akranesi, Þórhallur Sæmundsson, tjáði Visi rétt fyrir hádegið í dag að ekkert nýtt hafi enn komið fram í málinu, en þá átti Brynjar að mæta fyrir rétti á nýjan leik. Eins og Vísir skýrði frá í gær virtist krufning líksins leiða í ljós að stúlkan hafi dáið af köfnun og á hálsi hennar sáust einkenni, er bentu til að hún hafi verið tekin kverka- Síldarafli Víöis 2. orðinn 2.3 millj. kr. virði. Skipið kostaði á síriurri tíma eina milijón. Víðir 2. úr Garði, aflahæsta skip síldarflotans, cr nú búinn að fiska síld í sumar fyrir 2.35 milljónir króna. — Aflinn er rúm 18 þúsund mál og tunnur. Víðir 2. var smíð- aður árið 1954 og kostaði bá eina milljón krónur. Síðan er háturinn búinn að fiska fyrir um 14 milljónir króna, miðað við verð á afla upp úr sjó. Útflutningsverðmæti þessa afla er að sjálfsögðu langtum.meira.---Það er sennilcgt að Víðir 2. sé í sumar búinn að veiða meira en nokkurt annað síldarskip, sem orðið hefur að draga nótabáta. — Hin meiri aflaskip í sildarárunum áður voru með snurpu- bátanna i davíðum. Það fer heldur ekki hjá þvi, þegar menn lesa þessar tölur, að menn velti því fyrir sér, hve mikils virði Eggert skípstjóri sé. taki og' kyrkt. Þórhallur lögreglustjóri kvaðst hafa fengið hegningar- vottorð sakaborningsins, þar sem í ljós kemur að Brynjar hefur á 5 s.l. árum verið sekt- aður 14 sinnum í 5 kaupstöð- um landsins, þ.e. Reykjavík, Keflavík, Vestmannaeyjum, Siglufirði og Akureyri fyrir ölvun á almannafæri. Þá hafði Brynjar á árinu 1957 verið dæmdur í 800 króna sekt og tæplega 4 þús. kr. skaðabætur fyrir líkamsárás, sem hann var valdur að á Siglufirði. Að því er vitni skýrðu frá í gær og kunnug voru Brynjari, á hann oft vanda til æðiskasta þegar hann gerist drukkinn. Brynjar er fæddur á Siglu- firði en fjölskylda hans fluttist fyrir nokrum árum til Akra- ness og þar eru foreldrar hans búsettir nú. í sumar var Brynj- ar á síldarskipi en var fyrir nokkru kominn til Akraness. Tómatar ofan Kartöflur neÖan. Nýja fréttastofan kín- verska í Peking tilkynnir, að kínverskum bónda hafi tekizt að framleiða nýja tegund jurtar, en „foreldr- arnir' ‘eru kartafla og tóm- at. Jurtin „framleiðir", að því er fregnin hermir, kar- töflur neðanjarðar en tóm- ata ofanjarðar. (Vér seljinn þessa frétt — eða nýju jurt ekki dýrara en vér keypt- um).

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.