Vísir - 11.09.1959, Blaðsíða 3

Vísir - 11.09.1959, Blaðsíða 3
Föstudaginn 11. september 1959 VÍSIR úr öllum tum Hér sjást þeir við síðustu grind, Jones til vinstri, en Tidwell til hægri. Charles Tidwell - hljóp 200 m grhl. á 22:6. Af ýmsum talinn næst bezti spretthlaupari Bandaríkjanna í sumar. Mikið hefur verið skrifað um Ray Norton, það sem af er þessu ári, og ekki að ástæðu- lausu. Hann hefur verið talinn bezti spretthlaupari ársins, hef- ur bæði jafnað heimsmetin í 100 og 200 m hlaupi. Sömuleið- is hefur mikið verið skrifað um Martin Lauer, þ. á m. fyrir að hafa sett heimsmet i 200 m grindahlaupi. En til er sá mað- ur, sem af mörgum vestan hafs er talinn ganga næst á eftir Norton, sem 100 m (eða 100 yarda) hlaupari, og næst á eftir Lauer sem 200 m grindahlaup- ari. Sá maður er þeldökkur og heitir Charles Tidwell. Tidwell er ekki mjög þekktur maður í Evrópu, þrátt fyrir það að liann hafi nú um nokkurt skeið verið meðal hinna beztu Hér sést Kusnezov koma í mark í 100 m. hlaupi. Hann er lengst til hægri á myndinni. Sá í miðjunni er Tschudi frá Sviss. Kusnezov. Setfi nýtt heimsmet a fimmf- arþs'ðuf, 4006 stig, Gamla metiö, 3901 stig, átti hann sjálfur. Hinn kunni rússneski tug- þrautarkappi og heimsmethafi í þeirri grein, Vassily Kusen- zov, hefur enn náð afbragðs- , árangri, í þetta skipti í fimmt- arþraut. Hið nýja met, 4006 stig, er 105 stigum betra en hið gamla met var, — sem hann átti sjálfur. Það var á íþróttamóti stúd- enta, sem haldið var í Turin, ný lega, að Kusnezov náði þessum afbragðsárangri. Beztum á- rangri náði hann í spjótkasti og kringlukasti, en árangur hans varð annars þessi: 200 m 22.2 sek., spjótkast 72.79 m, lang- stökk 7.18 m, kringlukast 49.50 m og 1500 m 4.59.5 mín. Sam- tals g'efur þetta 4006 stig, eins og áður segir. Framh. á 11. síðu. vestan hafs. Tidwell hefur í ár lilaupið 100 y. á 9.4 sek.., en það samsvarar 10.2 sek. í 100 m. Þó var hann ekki valinn til keppni við Rússa í 100 m, heldur kepptu þar Norton og blökku- maður að nafni Poynter. Þó 1 hafði Tidwell unnið Poynter með allmiklum yfirburðum um mánuði áður. Skýringin er sennilega sú, að Tidwell hefur lagt aðalá.herzluna á 200 m grindahlaupið, enda hefur liann náð þar afbragðsárangri, 22.6 sek., sem er aðeins 1/10 lakara en hið nýja heimsmet Martin Lauers. í því hlaupi keppti Tidwell við annan blökkumann, Hayes Jones, sem mun talinn annar bezti 110 m grindahlaupari í Bandaríkjunum nú. Var Jones á undan við síðustu grind, en þá náði Tidwell forystunni, og bætti sinn bezta tíma um 1/10 úr sek. Var það í fyrra að hann náði 22.7 sek. Þótt 1/10 úr sek sé ekki ýkja mikið, þá verður þó að telja að um allverulega framför sé að ræða hjá Tidwell frá því í fyrra. Þá náði hann bezt 9.5 sek í 100 y. (10.3 í 100 m). í ár hef- ur hann hins vegar, eins og áður er sagt, náð 9.4 sek. í 100 Framh. á 11. síðu. Nýtt Norðurlandamet í 200 m hlaupi, 21.0 sek. Carl. Fr. Bunes, hinn 19 ára gamli Norðmaður setti það á sunnudag. Norðurlöndin hafa eignast nýjan spretthlaupara á heims- mælikvarða. Hann er norskur, heitir Carl Fr. Bunæs, og nú undanfarna daga hefur hann fyrst jafnað og síðan slegið Norð urlandametið í 200 m hlaupi. Hið nýja met setti hann á sunnu daginn var, er Norðmenn og Svíar þreyttu landskeppni í Osló. Keppnin fór fram á Bislet leikvanginum, og fyrri daginn, laugardag, náði Bunæs 10.4 sek. sem er jöfnun á því bezta, sem pý hann hefur náð. Hann varð fyrstur í því hlaupi, en annar varð landi hans, Björn Nilsen, sá sem á Norðurlandamet í 100 m, 10.3 sek., ásamt Hilmari Þor b|jörnssyni m. a. Nilsen var í fyrra bezti sprett- hlaupari á Norðurlöndum, náði þá framannefndum tíma, 10.3 og 21.1 sek., í 200 m hlaupi, sem einnig var Norðurlandamet. í sumar var búizt við miklu af Nilsen, m. a. vegna þess að hann fór til framhaldsnáms í tannlækningum til Kölnar. —- (Þaðan eru sem kunnugt er Manfred Germar og Martin Lauer). Síðar fluttist Nilsen til Sviss, og hefur hann dvalið þar mest af í sumar. Hann varð hins vegar svo óheppinn að veikjast, og er nú fyrst að ná sér á strik aftur. Tími hans á laugardaginn var 10.6 sek. og nægði það til þess að færa Norð- mönnum tvöfaldan sigur í 100 Framh. á 11. síðu. | Hér sést hinn smávaxni Agostini keppa við Germar í 100 m. hlaupi í Köln £ fyrra Agostini vann, og tíminn var 10,2 gek. Mike Agostini — á „topp- inum" í heilan áratug. Hann hefur unnið stór afrek á hverju ári allan þann tíma. Á hverju ári, eða réttara sagt álíka hóps frá öðrum löndum. í lok hvers kcppnitímabils, má Svipaða sögu er að segja um líta á afrekaskrána og sjá þar 200 m hlaupið, þótt raðirnar langa lista af nöfnum sem tengd séu þar aðeins þynnri. En svo eru afbragðsafrekum. Til dæm- líta menn á afrekaskrá næsta is náðu £ fyrra milli 40—50 tímabils, og hve mörg af hin- Bandaríkjamenn tíma er svarar um eldri nöfnum finna þeir? til 10.4 sek. í 100 m hlaupi, auk' Þeirri spurningu skal ekki svarað hér, en margir eru þeir, sem á hverju ári teljast væn- legir til stórafreka, — en vinna þau aldrei. Eða þá, að eitt árið nær einhver árangri, sem hann aldrei nær aftur. Það er eins og einhver sannleikur sé í þeim orðum, sem sumir hafa haldið fram, að það sé auðveldara að ná „toppinum“ en að halda á- fram að vera beztur. En hvað um það, það þarf mikla þrautseigju, auk sér- stakrar skapgerðar og vilja- þreks, til þess að standa í harðri keppni ár eftir ár, sam- hliða miklum æfingum, og bera alltaf, eða oftast, óskertan hlut. Fáir. slíkir menn eru til, en til eru þeir þó. Framh. á 11. síðu. Björn Nilsen. Nýtt heims- m&t. Um síðustu helgi stóð í Moskvu landskeppni Rússa og Englendinga. Rússar unnu með 129 stigum gegn 95 í karla- greinum. Af afrekum bar hæst hið nýja heimsmet Rúss- ans Semyon Rzliisliin í 3000 m. hindrunarhlaupi. Bætti hann hið gamla met Pólverjans Jerzy Chromik um rúmar 5 sek. Hið nýja met er 8.26.8 mín. Rzhishin hefur verið í. hópi fremstu hindrunarhlaupara heims undanfarin ár, og í fyrra náði Chromik einn manna betri árangri en hann, en þá setti Pólverjinn heimsmet sitt, er var 8.32.0 mí.n — Rzhishin varð annar á Evrópumeistara- mótinu í fyrra á 8.38.8, en bezti árstími hans þá var 8.36.5 mín. svo að síðan hefur hann bætt sig um tæpar 1Ö sek., sem verð-* ur að teljast mjög gott. ■»

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.