Vísir - 11.09.1959, Blaðsíða 9

Vísir - 11.09.1959, Blaðsíða 9
Föstudaginn 11. september 1959 VlSIR 9 Á 2. þusund Reykvíkingar eiga cgreiddar sektarskuldir. Þetta eru sektir frá 50 kr. og upp í tugþúsundir króna. - Sumar margra ára gamlar. Hér í Reykjavík eru nokkuð j á 2. jþúsund manns, sem saka- dómaraembættið er á hælunum á vegna sektarskulda sem þeir eiga ógreiddar. Þetta eru fjárhæðir frá því ihnan við 10 krónur og allt upp í tugþúsundir króna ef ekki ennþá hærri upphæðir. En margir þessara manna, sem sökótt hafa átt við réttlætið, eru jafnframt tregir til að greiða þær sektir sem þeim hefur verið gert að greiða, og eru sumar skuldirnar orðnar allt að 5 ára gamlar, enda þótt það teljist til undantekninga. Síðustu dagana hefur verið gerð gangskör að því að inn- heimta þessar sektarskuldir •og þeir sem ekki vilja greiða með góðu verða vægarlaust látnir í „steininn". Samkvæmt því sem inn- heimtufulltrúi sakadómaraem- bættisins hefur tjáð Vísi, er mikill meirihlutinn af þessu litlar sektir, allt niður í 50 krónur. En í sumum tilfellum er um mjög háar fjárhæðir að Tæða sem skipta tugþúsundum króna eða jafnvel ennþá hærri fjárhæðum. Er skemmst að jminnast hæstaréttardómanna í jokurmálunum þar sem sektir skipta hundruðum þúsunda króna, en þess má hinsvegar geta að þær eru ekki komnar til embættisins til innheimtu ennþá. Langmestur hluti sektanna er fyrir litlar sakir, svo sem fyrir ölvun, umferðarlagabrot ýmiskonar og þar á meðal áresktra og fleira. Þá er mikið um dómsektir fyrir ölvun við akstur. í þeim tilfellum hefur varðhaldsdómum oft verið breytt í sektir, ef sérstaklega hefur verið um það sótt til dómsmálaráðuneytisins og ekki verið um aðrar sakir að ræða heldur en aðeins um ölvun við stýrið. Aftur á móti þegar um fleiri sakir er að ræða í sam- bandi yið ölvunarbrotið eins og slys, árekstra og þess háttar, er venjulega þýðingarlaust að fá fangelsisrefsingu breytt í sekt. En auk þess sem hér er um sektarinnheimtu að ræða, er og gengið eftir því að þeir sem dæmdir hafa verið til varð- halds- eða fangelsisrefsingar afpláni hegningu sína. Með Ðohtar Stefáni — Framh. af 4. síðu. að eitt mætti ganga yfir okkur báða. Eg heyi'ði strax þegar ég kom út úr bílnum að pólismann var að bera drykkjuskap upp á Doktor Stefán — að hann væri fullur að aka. Nú sér hann mig þarna við framdyrn- ar og skipar Doktor Stefáni að standa, þar sem hann sé kom- inn, en veður sjálfur að mér og spyr mig, hvað við höfum drukkið í dag. Eg sagði, að það væri lítið eitt af kaffi og mjólk, en hins vegar mikið af appel- -sínusafa, og lauk upp afturdyr- um beyglunnar og benti honum á glerbrúsann, sem stóð þar á gólfinu með slatta í. ,,Ekki drukkið neitt annað sterkara?“ spurði hann argur og stakk mig í gegn með aug- unum. ,.Nei, sir, ekki dropa.“ „Hvað um það,“ sagði pólis- mann og benti á Doktor Stefán, „þessi maður ekur bíl eins og hann væri drukkinn, hann get- ur ekki haldið áfram, hefur þú ökuleyfi?“ ,,Já, sir, heima á íslandi. þar sem ég bý, en ekki hér í Ameríku.“ Nú benti hann Doktor Stef- áni að koma nær, og þegar Doktor Stefán er kominn til okkar snýr pólismann sér aftur að rriér og spyr: „Hversu lengi ertu búinn að þekkja þennan mann?“ „Árum saman,“ svaraði ég, „hann er Doktor og prófessor og við höfum verið vinir síðan 1945 “ „Segðu mér nú eins og er — alveg í hreinskilni: hvað finnst þér um akstur þessa manns?“ Æ, þar setti hann mig í lag- lega klípu, ég vissi hann ætlaði að nota svar mitt til að gera út af við þessa ferð okkar í dag, láta mig sjálfan dæma okkur úr leik, eða að öðrum kosti mæla gegn betri vitund. „Ja, akstur Doktor Stefáns gæti kannski verið betri“ álp- aðist loksins út úr mér, „en það hefur ekkert komið fyrir okk- ur, við höfum ekið hægt.“ „Ertu ekkert hræddur að aka með honum? Segðu mér eins og er: Ertu ekkert hræddur? Eg mundi vera það.“ Nú mannaði ég mig upp í blá kalda lygi og sagði þvert nei, „ekki vitund hræddur, sir. En kannski höfum við talað of mik- ið saman, — við munum hætta því og gá betur að okkur hér eftir.“ Pólismann var heldur tekinn að mýkjast. „Þið ættuð ekki að halda lengra í dag,“ sagði hann og beindi nú máli sínu til Doktor Stefáns. „Þú ert uppgefinn, auðvitað ertu uppgefinn að aka heilan dag í þessum hita, það mundu allir vera. Þið skuluð fara heim á eitthvert hótelið eða hótelið hér í fjöllunum og gista þar í nótt, þú verður skárri á morgun, þegar þú ert búinn að hvíla þig.“ Doktor Stefán hristi höfuðið. „Þessi maður,“ sagði hann og benti á mig, „er gestur áme- rísku ríkisstjórnarinnar og hann þarf að komast til íþöku í kvöld, þetta er föst ferðaáætl- un, sem ekki má raska.“ Þeir þjörkuðu enn góða stund og ég heyrði að pólismann var að gefa sig, en á undanhaldinu sallaði hann drjúgum á Doktor Stefán, sagði að það væri bara UTSÓLUR VISIS AUSTURBÆR Hverfisgötu 69. — Florida. Hverfisgötu 71. — Verzlun. Hverfisgötu 74. — Veitingastofa. Hverfisgötu 117. — Þröstur. Söluturninn — Hlemmtorgi. Bankastræti 12. Adlon. Laugavegi 8. — Boston. Laugavegi 11. — Adlon. Laugavegi 30 B. — Söluturninn. Laugavegi 34. — Veitingastofan, Laugavegi 86. — Stjörnukaffi. Laugavegi 92 — Veitingastofan. Laugavegi 116. — Veitingastofan. Laugavegi 126. — Adlon. Laugavegi 139. — Ásbyrgi. Laugavegi 160. — Verzlunin Ás. Einholt 2. — Billiard. Brautarholti 20. — Veitingastofan. Hátúni 1. — Veitingastofan. Brautarholti 22. — Sæla-kaffi. Vitastíg. — Vitabar. Samtún 12. — Drífandi. Mávahlð 26. Drápuhlíð 1. Barmahlíð 8. Miklatorg. Mávalilíð 25. — Krónan. Leifsgötu 4. — Veitingastofan. Austurver. SUÐAUSTURBÆR Barónsstíg 27. — Veitingastofan. Skólavörðustíg. — Gosi. Bergstaðastræti 10. — Verzlun, Bergstaðastræti 54. — Veitingastofan. Fjölnisvegi 2. — Víðir. Lokastíg 28. — Veitingastofan. Þórsgötu 14. — Þórskaffi. Óðinsgötu 5. — Veitingastofan. Týsgötu 1. — Havana. Klapparstíg. — Vindilinn. Frakkastíg 16. — Veitingastofan. MIÐBÆR Verkamannaskýlið. Skólabúðin Lækjargötu 8. B. S. í. Laufásvegur 2. S. V. R. Lækjargatu 2. Söluturninn við Arnarhól. Hreyfisbúðin við Arnarhól. Söluturninn við Lækjartorg. Pylsusalan við Austurstræti. Hressingaskálinn við Austurstræti. Blaðasalan, S. Eymimdsson, AusturstrætL Sjálfstæðishúsið. — Austurvöll. Söluturninn. — Kirkjustræti. Aðalstræti 8. — Adlon. Veltusund. — Söluturninn. VESTURBÆR Garðastræti 2. Skeifan. Vesturgötu 2. — Söluturninn. Vesturgötu 14. — Aladdin. Vesturgötu 29. — Fjólan. Vesturgötu 45. — West-End. Vesturgötu 53. — Veitingastofan. Mýrargötu 53. — Vesturhöfn. Bræðraborgarstíg 29. — Veitingastofan. Sólvallagötu 74. — Veitingastofan. Kaplaskjólsvegi 1. — Verzlun. Melabúðin.t Sörlaskjól. — Sunnubúð. Straumnes. — Verzlun. Birkiturninn. Blómvallagötu 10. — Veitingastofan. Fálkagötu 1. Ragnarsbúð. ÚTHVERFI Lauganesvegi 52. — Söluturninn. Laugarnesvegi 100. Brekkulækur 1. Langholtsvegi 19. Langholtsvegi 42. — Verzlun. G. Albertsson. Langholtsvegi 126. Langholtsvegi 131. — Veitingastofan. Langholtsvegi 176. Skipasund. — Rangá. Sogavegi 1. — Biðskýlið. Réttarholtsvegi 1. — Söluturninn. Búðagerði 9. Hólmagarði 34. — Bókabúð. Grensásvegi. — Ásinn. Fossvogur. — Verzlun. Kópavogsháls. — Biðskýlið h.f. Borgarholtsbraut. — Biðskýlið. Silfurtún. — Biðskýlið við Ásgarð. Hótel Hafnarfjörður. Strandgötu 33. — Veitingastofan. Söluturninn við Álfaskeið. DAGBLAÐIO VÍSIB hundaheppni að hann væri ekki búinn að drepa bæði sig og aðra í dag, hann hefði fy’gzt með honum, en hann bæri að sjálf- sögðu ábyrgð á lífi þessa séntil- manns og gests ríkisstjórnar- innar, og nú myndi hann halda áfram að aka á eftir okkur svo lengi sem við værum innan vé- banda „The State of Pennsyl- vania“ og umsvifalaust kyrr- setja okkur ef nokkru skeik- aði framar. Með það sluppum við. Æ, ó, djöfull var þexta eitt- hvað óhuggulegt að vita af dón- anum í nánd við sig, með hramm hans yfir höfðinu. Okk- ur langaði svo til íþöku í kvöld, inn í hið blessaða ríki Doktor Jóhanns á Cornellhæðum, með vatnið á aðra hönd, en bókina á hina, þar sem enginn þurfti lengur að flýta sér, og sama hvernig maður ók, og enginn State police með hryllilegt sir- enugaul að ofsækja mann og segja að maður sé fullur og allt það. Eg reyndi að vera Doktor I Stefáni til liðs, benda honum á ! umferðarmerkin, vara hann við . beygjum, minna hann á að fara I ekki yfir hvíta strikið. Og enn ! drógum við nokkuð úr hraða, I hámarkið nú þrjátíu mílur á I klukkustund, það varð að hafa ^það þó hinir gæjarnir kölluðu I okkur „road hogs“ og rækju út I úr sér tunguna, bara ekki að gefa pólismanni átyílu til að taka okkur aftur. Svona mjök- uðum við okkur í átt til landa- mæranna og í smábæ einurir stönzuðum við og fengum okk- ur að drekka. Við gátum hvergi komið auga á lögreglubílinn lengur og kannski var hann hættur að elta okkur. Doktor Stefán hafði ekið svo vel upp á síðkastið. Það var nú komið kvöld og bráðum sólarlag og um sólar- lagsbil fórum við yfir landa- mæraána og vorum í New York ríki. Það var einkennilegur létt- ir að því að vera ekki lengur í Pennsylvaníu, eins og við hefð- um skyndilega verið leystir úr álögum. „Jæja, það var aldrei þú lent- ir í ævintýri með sér,“ sagði Doktor Stefán og hló við, „tékn- ir af lögreglunni augafullir af appelsínusafa! Þú verður að skrifa um þetta ferðalag, lýsa góðakstri mínum og allri sítúa- sjóninni! Það verður þú að gera.“ Og við héldum áfram að aka norður eftir dalnum langa, raulandi og masandi á víxl, án þess að finna lengur til þreyt- unnar, tvö ung séní á glaðri reisu inn í borg þekkingarinn- ar, þangað sem háskólinn rís á fjallinu, og hin eilífu vísindi hafa verið á trón sett til að ríkja þar yfir öllu mannlífi, eins og góður guð um aldir alda amen. ,■

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.