Vísir - 11.09.1959, Blaðsíða 4

Vísir - 11.09.1959, Blaðsíða 4
VlSIB Föstudaginn 11. september 195$ GUDMUNDUR DANIELSSDN: Hteð fccktcr STEFÁRII / LfFSHÆTTU II. þáttur Eg tek þetta upp úr dagbók- inni, miðvikudaginn 1. júlí 1959. Hitinn vakti mig klukkan átta, nema það hafi verið fluga, það getur vel skeð, ég heyrði að Doktor Stefán var kominn á ról. Eg heyrði hann smella töskulásnum og stjákla um í- búðina, hann vann að ferðabún- aði sínum, við höfðum ákveðið að leggja af stað klukkan níu. J>að tókst nú samt ekki, nei, satt að segja flýttum við okkur hægt, og drukkum enn helling af appelsínusafa með ísmolum í, þar að auki súrmjólk og ný- mjólk og átum með amerísk vínarbrauð og hálfbráðið vin- komfekt úr plastskjóðu. Eg spurði Doktor Stefán, hvort hann hefði ekkert sofið í nótt, og hann sagði: „Jú, víst svaf ég einhverja vitund, en það var aldrei neitt lát á hitanum. Eg var að velta því fyrir mér, hvað ég ætti að hafa með mér af bók- jm.“ „Hefur ekki Doktor Jóhann allar bækur, sem þú þarft að hrúka?“, spurði ég. „Það er aldrei að vita,“ sagði Doktok Stefán, og stakk einni oók enn ofan í töskuna. Klukkan hálftíu vorum við komnir með allt hafurtaskið út í Chevrolet-beygluna, en við eyddum enn drjúgri stund i að hringsnúast kringum sjálfa okk ur og vappa umhverfis bílinn. Doktor Stefán velti yfir því vöngum, hvort vissara væri að kaupa nýtt dekk. Varadekk átti hann að vísu, en það var jafnslitið og öll hin, grópirnar á yfirborðinu máðar burt, slitflöturinn orðinn rennsléttur eins og hefluð fjöl. „Eg mundi ekki treysta þeim vel austur í Árnessýslu,“ sagði ég, og Doktor Stefán leit á mig spyrjandi. „Nei, taktu það ekki alvar- lega, vinur,“ sagði ég. „Verstu vegir í heimi eiga ekkert skylt við þá vegi, sem þú ekur í dag.“ Þá ekkert lengur að vanbún- aði og engar vomur í Doktor Stefáni meir, en setti í gang og fór að aka. Við vorum lengi að komast út úr borginni, Balti- more er stór,, og hefur flennt sig út um allar sveitir upp á síðkastið, svo það gerist nú erf- itt að búa í henni, miðborgin ekki lengur eins og blóm í eggi, heldur á skökkum stað, — það er margt vandamálið við að stríða. Við stönzuðum í búð og keypt um meiri appelsínusafa, risa- stóran glerbrúsa fullan upp í stút, og plastbolla til að drekka úr. Ef ég á að segja eins og er, hafði ég frá upphafi haft nokkr- ar áhyggjur af ökumennsku Stefáns. Eg hafði í maímánuði ekið með honum spölkorn og fundizt hann klaufalegur. Til dæmis þegar hann þurfti að taka bílinn aftur á bak út af stæði og sveigja inn á akbraut, þá sat hann lengi við að snúa upp á stýrið áður en hann hreyfði sig, beitti við það öllum kröftum að mér virtist, rykkti og togaði hring eftir hring þang að til allt stóð fast, þangað til honum hafði tekizt að snúa hjólunum til hins ýtrasta, þá fyrst setti hann í gír og ók af stað. Fleira hafði mér komið spánskt fyrir sjónir í akstri Doktors Stefáns, svo nú var ég sem sagt engan veginn áhyggju- laus. En hvað var það sem ég vissi hjá hinu, sem mér var ó- kunnugt um? Ekki neitt, alls ekkert. Strax á fyrsta klukkutíman- um gerði ég mér ljóst, að við I vorum í töluverðri lífshættu og ' myndum verða það svo lengi sem Doktor Stefán sæti undir stýri og léti hjólin snúast. Mér virtist hann iðulega stein- gleyma því, hvað hann væri að gera, að minnsta kosti þver- braut hann umferðarreglurnar hvað eftir annað: Hér gleymdi hann kannski að sinna stöðvun- armerki á gatnamótum næst ók hann kannski á rautt Ijós. Hann tók ekki eftir þessu, en einhver slembilukka kom í veg fyrir að okkur hlekktist á, að það væri ekið á okkur og við drepnir réttindalausir í traffík- inni. Þetta virtist nú nógu alvar- legt, að fara ekki betur eftir umferðarlögunum, en ekki var það þó nema hégómi í saman- burði við ýmislegt annað í öku- ! máta Doktors Stefáns. Eitt var | það, hvernig hann hélt um stýr- | ið — hann hafði það fyrir sið ! að vera alltaf að rétta úr fingr- 1 unum, kannski á báðum hönd- um samtímis, eins og hann ótt- aðist að þá kreppti, ef hann liðkaði þá ekki nægjanlega oft með þessum hætti. Sama lög- máli lutu fætur hans, nema kannski enn harðara lögmáli, því það var eitt helvíti að geta aldrei gefið jafnt benzín, held- ur allan tímann í smágusum, svo sviptu mann gersamlega jafnvæginu, svo manni fannst maður ýmist vera að detta aft- ur yfir sig eða að steypast á höfuðið. Það fór eftir tempóinu í tán- um á Doktor Stefáni hvenær hann spýtti í og hvenær hann minnkaði benzíngjöfina, en ekki eftir aðstæðum á veginum. Hann spýtti ekki síður í niður brekkur og þó það væri brekka og blind beygja rétt framund- an. Á einum svoleiðis stað stóð letrað á skilti afar stórum stöf- um: „Danger! Fifteen killed rfght ahead!“ Þá gat ég ekki orðabundizt og bað Doktor Stef- án fyrir krissakir að gá nú að sér. Eða hvernig hann tók beygj- urnar! Það kom sér vel að veg- urinn var breiður, en auðvitað ók Doktor Stefán margsinnis yfir hvíta strikið, sem dregið var eftir miðjum veginum endi- löngu, allt út í hinn kantinn, og árekstur oft óumflýjanlegur að mér sýndist, svo ferlegt var á að horfa, og ekkert nema til- þrifamiklar hemlanir á báða bóga sem björguðu, á allra síð- ustu stundu, og báðar beyglurn- ar komnar þversum á veginn. En það sem merkilegast var: aldrei virtist Doktor Stefáni bregða hót í brún, heldur var eins og hann teldi þess konar dramatísk atkvæði eðlileg fyr- irbrigði og tilheyra normölu ferðalagi í bíl. Ekki brást það að þeir sem fram úr okkur óku„ og þeir voru margir, yrðu fyrst að þeyta horn sín vel og ræki- lega, enda auðvitað búnir að sjá hvernig við róluðum okkur sitt á hvað, jafnvel þar sem veg- urinn var þrábeinn og hnökra- laus, eins og við værum að smala fé uppi á Lyngdalsheiði, en til allrar guðsblessunar náði beyglan aldrei miklum hraða, kannski fjörutíu mílum á klst., ekki meir. Doktor Stefán sagði mér að þeir sem hægt ækju væru kallaðir „road hogs“ — þ. e. að segja „vegasvín“ — og fátt meira forhatað á jarðríki, enda sá ég nokkra bílstjóra reka út úr sér tunguna framan í okkur um leið og þeir geystust fram úr okkur með hornablæstri og látum, sumir mauluðu að okkur eða æptu skammaryrði út um glugga. Þetta verkaði alls ekk- ert á Doktor Stefán, hann gerði ekki annað en brosa að æðibun- unum, hafinn yfir þær himin- hátt í sálarró og andlegu sjálf- stæði, og breytti í engu sinni ferð. Svona héldum við áfram í nokkra klukkutíma, þangað til klukkan hálftvö eða svo, og erum þá komnir í lítinn áfanga- stað við veginn, Amid Hall eða eitthvað þess háttar, þar sem Doktor Stefán er vanur að æja á ferðum sínum til íþöku, og gengum þar inn í veitingahús og keyptum okkur að éta. Með- an við átum, sagði Doktor Stef- án mér frá helztu bílslysum sín- um til þessa dags, hann lýsti þremur alveg nákvæmlega, sem öll voru að mestu leyti honum að kenna, og varð af mismun- andi mikið tjón á farartækjum, en ekki mannskaðar, sektir hafði hann hins vegar þurft að greiða og einhverjar skaðabæt- ur til þeirra, sem fyrir tjóni höfðu orðið. % Frásögn Doktor Stefáns var aðdáanlega hlut- laus, ódramatísk, fagleg, en með neista af skopi, hann lýsti hvej-ri sítúasjón eins og hann hefði fremur verið áhorfandi en aðalpersóna í henni. Það var víst ekkert sögulegt við þessa máltíð okkar Dokor Stefáns, nema ég man hann gat ekki borðað kjötréttinn vegna þess hann var of seigur fyrir hann, svo hann drakk bara þeim mun meiri appelsínusafa. Nei, það tekur ekki að orð- lengja um hádegismatinn okk- ar, og ég læt einnig hjá líða að skrifa um fallega landslagið, sem við vorum að sniglast um allan þennan brennheita dag, fyrsta júlí 1959. Langtímum saman ókum við meðfram stór- um fljótum, það stærsta hét held ég Söskehanda River, eða Danska útvarpið lielgaði nýlega nokkrum tíma efni sem það nefndi „Með tilliti til nágrannans“ og fjallaði hluti þess um „skellinöðrupiltana“. Hér sést starfsmaður danska útvarpsins eiga tal við einn slíkan, Jeitthvað svoleiðis, það var að ! minnsta kosti Indíánafljót eins og flest fljót í Ameríku og margt annað í Ameriku, sem enginn veit lengur hvað merkir. En í stuttu máli sagt: leiðin lá út úr Maryland-ríki inn í Pennsylv- aníu og þvert yfir það stóra ríki yfir Alleghany-fjöllin og loks inn í New York-ríki vest- anvert og norður til íþöku. Við Doktor Stefán áðum ekki lengi í Amid Hall, en ókum nú áfram, ókum og ókum án þess að stanza meir, inn í Harris- burgh, sem er höfuðborg Penn- sylvaníu, og út úr henni aftur hinum megin, og loks upp í fjöllin, sem eru græn og skógi vaxin, og í miðjum Alleghany- fjöllum, svona seztíu mílum sunnan við landamæri Nev/ York-ríkis, þá skall ógæfan yf- ir. Við erum sem sagt að krusa okkur þarna áfram eftir slétt- um veginum og allt í einu er viðbjóðsleg sirena þeytt í nánd við okkur, eins og loftvarnar- flautur vældu á stríðsárunum og brunabílar og lögreglubílar nota, og í sama bili æðir stór fluglínubyggður amerískur fólksbíll upp að hlið okkar með þessu djöfulsins orgi, sem allt ætlaði að æra. Doktor Stefán sveigði út á kant og stanzaði, og það var einmitt breitt útskot þarna á veginum, undir háum kletti, og þarna stanzar Doktor Stefán. „Hvað er þetta eiginlega •— lögreglan eða hvað?“ spurði ég. „Það er lögi-eglan,“ gegnir Doktor Stefán héldur ámátri röddu, og leiddist kannski þetta vesen. ,Hvers vegna? Hvað er gera?” „Veit ekki meir, — kannski við höfum brotið lögin, eða eitt- hvað, ég veit það ekki.“ Pólismaðurinn var samstund- is kominn upp að hlið okkar og gaf Doktor Stefáni fruntalega bendingu um að koma út. Hann var í þröngum, hnéháum leður- stígvélum, sportbrókum gráum og í grárri skyrtu með silfur- skjöld yfir bringubeini og borða á öxl, þar sem á var letrað „State police“ — ríkislögregla. Hann hafði á höfði gráan hatt með beinum, útstæðum börð- um, en breitt, svart belti um sig miðjan og stóra skamm- byssu hangandi við það í leð- urhylki. Hann var eins og cow- boy-hetja í kvikmynd, nema enn kaldari ef nokkuð var, og það hefði mér ekki komið á 6- vart, þó hann hefði steindrepið Doktor Stefán fyrir augunum á mér og síðan lagt mig að velli á eftir. Nú er Doktor Stefán kominn. út, en ég sat kyrr og horfði á eftir honum. Það var hryggi- legt að horfa á eftir Doktor Stefáni, hann var svo þreyttur, og nú fyrst sá ég hversu sveitt- ur hann var: hvíta nælonskyrt- an hans klesstist við bakið á honum og buxnasetan vindandi líka, alveg niður undir hnés- bætur. Eg reyndi fyrst í stað að fylgjast með því sem fram færi út um gluggana, en pólismann tók Doktor Stefán aftur fyrir bílinn og lét hann opna skottið, svo ég gat ekki séð þá lengur út um afturgluggann, né heldur heyrði ég hvað þeir sögðu, svo ég ákvað að draga mig ekki lengur í hlé, heldur taka mér stöðu við hlið Doktor Stefáns^ Frh. aJ 9. síðu: , * • 1 *!

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.