Vísir - 17.09.1959, Blaðsíða 1

Vísir - 17.09.1959, Blaðsíða 1
I y I ö . v M. ár. Fimmtudaginn 17. september 1959 203. tbl. A. m. k. 14 farast, er fimm hæða hús hrynur. Manntjón sennilega miklu meira. í gær hrundi fimm hæða hús nálægt Bari á Ítalíu. A. m. k. 40 menn biðu bana, en 25 meidd- ust. Ekki munu öll kurl komin til grafar. í húsinu voru 24 fjölskyldur, alls 126 manns. Björgunarstarfi er haldið áfram. Margt kvenna og barna er meðal þeirra, sem fórust. Smíði hússins var lokið fyrir! misseri. Það var byggt ofan á! bílaviðgerðar-verkstæði. Gronchi forseti fer á slysstað- inn í dag. Æstur mannfjöldi safnaðist á vettvang i gær og var kallað ó- :kvæðisorðum til lögreglu- xnanna, björgunarsveita og xnunka, sem unnu að björgunar- starfi og þeir sakaðir um seina- gang, eri að sögn lögreglunnar var engin leið að hraða því meira en gert var öryggis vegna. Meðal bamanna semfórust voru fimm í svefnfötunum einum og eitt í faðmi móður sinnar. —; Mörg lík voru nær óþekjanleg. Heimsókn Krúsévs vestra liefur gefið skopteiknaran- um heimsfræga, Illingvvorth, hugmyndina að þessari bráð X snjöllu mynd, sem ininnir á X þorp í „vilta vestrinu“ forð- :;: um, er grunsamlegur ferða- X langur nálgast, en það fer :•: væntanlega ekki fram hjá X mönnum, að það er „Kon- X gress-gistihúsið“, þar sem X menn flýta sér að setja hlera X fyrir glugga — og svo er þarna „Pentagon-barinn“ X (Pentagon er aðalherstjórn- arstöð Bandaríkjanna), en X út um glugga í næsta húsi |:; liugmyndina að þessari gægist hreppstjórinn með einkennisstjörnuna sína á ::: brjósti og virðist ekki vita X hvað hugsa skuli eða gera. ikill viðbúnaður í New York vegna komu Krúsévs. Væntanlegar afvopnunartillögur hans forsíðuefni heimsblaia. Fnintaleg árás á barn. Ölóður maður réðst inn í íbúð í nótt, réðst þar á barn, marði það, fingurbraut og skar í andliti. Fruntaleg og einstæð árás var gerð í nótt á 7 ára gamalt stúlkubam í íbúð foreldra þess og því veittir verulegir áverkar. Þarna var um að ræða ung- an, drukkinn mann, sem réðst inn í íbúð á Hjarðarhaga. Mað- ur þessi á ekki heima í húsinu, en að því er blaðið hefur fregn- áð mun móðir hans búa þar. Með hvaða hætti hann komst inn í íbúðina veit blaðið ekki, en þegar inn kom réðst hinn ölóði maður á 71 ára gamla telpu, dóttur húsráðanda. Hann veitti henni þá áverka að flytja varð barnið í slysavarð- .stöfuna, þar sem sauma varð 5 centimetra langan skurð á höfði þess, auk þess sem telpan hafði fingurbrotnað og marist verulega. Atburður þessi skeði um miðja nótt eða klukkan langt gengin þrjú. Var þá beðið um aðstoð lögreglu og tók hún árásarmanninn fastan og færði í fangageymslu. Mál hans var tekið til meðferðar hjá rann- sóknarlögreglunni í morgun. Brezkir unglingar mótmæla Andstæðingar kjarnorku- vopna í Bretlandi hófu í gær baráttuviku stefnu sinni til stuðnings. Unglingar úr samtökunum, 16—-17 ára piltar og stúlkur, gengu fylktu liði frá Charing Cross um Whitehall og víðar. Hópur lögreglumanna fór fyrir fylkingunni til að gæta reglu. I Lundúnaútvarpinu í morg- un var sagt, að í ritstjórnar- greinum heimsblaða væri álíka mikið rætt um heimsókn Krús- évs í Bandaríkjunum og ræðu De Gaulle um Alsír, en ef litið væri á fyrirsagnir á forsíðum blaðanna sæist þegar, að það sem mesta athygli vekti væri boðskapur Krúsévs, að hann ætli að bera fram merkar til- lögur í afvopnunarmálum, er hann flytur ræðu sína á alls- herjarþinginu á morgun. Krúsév flutti ræðu í gær í Blaðamannafélagi Bandaríkj- anna og kvað megintilganginn með för sinni að bæta alþjóð- lega sambúð, svo að endi yrði bundinn á köldu styrjöldina. Markið, sem allar þjóðir ættu að keppa að, væri að girða fyr- ir styrjaldir, og að því marki yrði að fara afvopnunarleiðina. Hann kvað ekki áformað að inn- lima Berlín heldur að réttindi Berlínar yrðu virt. Hann sagði, að hann vildi koma því til leið- ar, að bandarísk-sovézk við- skipti gætu aukizt, og til þess væri nauðsynlegt, að Bandarík- in afléttu hömlum, sem á þeim væru. Of snemmt kvað hann að segja um árangur víðræðnanna við Eisenhower, en loftvogin stæði þannig, að líkur væru fyr ir góðviðri. Væri því ástæðu- laust annað en að vænta góðs árangurs. Lófatak mikið kvað við að ræðunni lokinni. Henni var útvarpað og sjónvarjpað um öll Bandaríkin og víðar. Ungverjaland. Krúsév svaraði ýmsum fyrir- spurnum fréttamanna og þykkn aði í honum, er hann svaraði fyrirspurn um Ungverjaland, — „það stæði í mönnum eins og dauð rotta“. Hann ræddi einn- ig við þingmenn úr utanríkis- nefnd þjóðþingsins, er véku að Urigverjalandi. Krúsév kvað þá vera að spyrja um „þriðja land“, eins og hann orðaði það, sem samkomulag væri um milli sín og Eisenhowers að ræða ekki. Útvarp. Enn var tekið fram, að engin tilraun hafi verið gerð til þess að trufla bandarískt útvarp til Sovétríkjanna frekara en í Kommúnistar þtirfa engan démsmálaráðherra. JÞómstnátáráikuneytið ingi niðnr í Norður-Káren. 4 Útvarp kommúnista í N.-Kóreu hefir til- kynnt, að stjórnin í Pjoöggjang hafi verið endurskipnlögð. Fimm ráðuneytl hafa verið lögð niður, og vekur það meðal annars at- hygli, að meðal þeirra er dómsmálaráðuneyt- ið, en auk þess þykir óþarft a'ð hafa verka- tnálaráðuneyti í land- inu. Þá hafa þrjú ráðuneyti verið gerð að einu, og fjölluðu þau um raforku, kola- vinnslu og fleira. Auk þess var kornræktar- málaráðuneytið fellt undir viðskiptamála- ráðuneytið og ráðu- neyti fiskimála sett undir Iðnaðinn. fyrradag, en þá var truflunar- starfsemi hætt í fyrsta sinn á 10 árum (truflunum á brezku út- varpi var og hætt 1956, er Krús- év kom í heimsókn þar, en síðar var byrjað á þeim aftur). Ræðu Krúsévs í gær var útvarpað í Sovétríkjunum, en ekki fyrir- spurnunum og svörum hans. New York. Krúsév kemur til New York í dag. Þegar lestin flytur hann þangað verður ekið inn í Penn- sylvaniastöðina, verður þar fyr- ir sægur lögreglumanna og leynilögreglu, því að hvergi hef- ur verið gripið til meiri örygg- isráðstafana en þar. Þar er feikna fjöldi frá löndum hinna kúguðu þjóða, sem gjarnan vilja sýna Krúsév, að þær hafi engu gleymt. — Krúsév situr veizlur ,í dag í hinum mikla veizlusal Waldorff Astoria gisti- Framh. á 5. síðu. Norðmenn smíða 6 fiski- báta handa íslendingum. Þykir þa5 ntikið vegna harðrar samkeppni. Frá fréttaritara Vísis. Osló í gær. Frá því er sagt í blöðum hér, að sex fiskibátar sé nú í smíð- um fyrir„ Islendinga í ýmsum norskum skipasmíðastöðvum. Finnst mönnum, að þetta sé mikið, þótt talan sé ekki há, því að samkeppriin sé hörð, og hún sé úr öllum áttum — bæði vestan og austan járntjalds. — Síðasta útgerðarfyrirtækið, sem pantað hefur bát í Hafnar- firði, er h.f. Ásar, sem hefur gert pöntun í Bratvág skammt frá Álasundi, að því er Sunn- möres Arbeideravis skýrir frá, Bátur þessi á að vera um 100 fet, en þá mun hann vera unj 160 lestir. Líflátsdómar í írak. Fjórir liáttsettir foringjar í hernum í Irak hafa verið dæmd ir til Íífláts. Þeir voru sekir fúndnir um þáttöku í Mosulbyltngartil- rauninni ? marz s.L

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.