Vísir - 17.09.1959, Blaðsíða 4

Vísir - 17.09.1959, Blaðsíða 4
VfSIK Fimmtudaginn 17. september 1953 ITÍSXR DÁGBLAÐ Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H.F. Vísir kemur út 300 daga á ári, ýmist 8 eða 12 blaðsíður. Ritstjori og ábyrgðarmaður: Hersteinn Pálsson. Skrifstofur blaðsins eru í Ingólfsstræti 3. Ritstjórnarskrifstofur blaðsins eru epnar frá kl. 8,00 18,00. Aðrar skrifstofur frá kl. 9,00—18,00. Afgreiðsla: Ingólfsstræti 3, opin frá kl. 9,00—19,00. Sími: 11660 (fimm linur). Vísir kostar kr. 25.00 í áskrift á mánuði, kr. 2.00 eintakið í lausasölu. Félagsprentsmiðjan h.f. Mistök á Keflavíkurflugvelli. Síðastliðinn mánudag birti Vísir skýrslu þá, sem lög- , reglustjórinn á Keflavíkur- flugvelli gaf út í lok síðustu viku varðandi atburði þá, sem gerðust þar syðra um það bil viku áður, og öllum munu í fersku minni. Er J skýrsla þessi hin fróðlegasta á margan hátt, og var þess sannarlega þörf, að hún kæmi fyrir augu almennings. í>að kemur nefnilega í ljós, að sitthvað er bogið við starf þeirra, sem sitja í æðstu stöðum þar syðra — og suma ' yfirmenn þeirra, þótt þeir ; sé ekki starfandi á sjálfum flugvellinum. Fyrsta spurn- ingin, sem kemur upp í huga manna við lestur skýrslunn- ar er það, hvort ekkert sam- band muni vera á milli em- bætta íslenzka ríkisins þar ! syðra. Það verður ekki ráð- ið af skýrslu lögreglustjór- ans, að hann eða hans menn 1 hafi haft'\ minnsta hugboð um það, sem kom fyrir starfsmenn flugvallarstjórn- arinnar. Sennilega hafa þeir orðið að lesa um þetta í blöð- I . * , um — eing og utanrikisráð- herrann varð að géra. En það eru fleiri atriði í skýrsl- unni, sem hljóta að vekja athygli ef. ekki beina furðu almennings. Það er sérstak- lega tekið fram, að flug- málastjóra var tilkynnt um atvikið þegar í stað eða strax á sunnudUg. Hvað gerir hann? Hann gerir ekkert eða því sem næst. Hann tal- ar að vfsu við yfirmann flugliðsins á vellinum, en sðan virðist hann teija, að ^ Þar með sé hann búinn að afgreiða málið— það komi ekki öðru'm við úr þessu! Það er gotit að hafa embætt- ! ismenn sem geta kippt hlut- unum svona í liðinn, án þess að nokkur annar þurfi að hafa minnstu áhyggjur eða ama af þeim. Flugmálastjóri er bara ekki æðsti maður í málum, sem snerta varnar- liðið, þótt starfsmenn hans hafi verið þarna annars veg- ar. Hann verður að muna það framvegis. Þá er það einnig upplýst, að varnarliðsmenn, sem við málið eru riðnir, bera það, að þeir þekki ekki einkennis- búninga flugmálastjórnar- nnar. Virðist til lítils fyrir flugmálastjórnina að . láta menn sína ganga í sérstök- um einkennisbúningi, ef hún get'ur ekki komið því svo fyrir, að menn þar syðra beri kennsl á slíka búninga. Slík þekking af hálfu her- manna, sem íátnir eru vera á verði — eins og þarna á dögunum — gæti ef til vill komið í veg fyrir leiðinleg atvik og niðurlægjandi. Það ér greinilegt af öllu þessu máli, að fyrirkomulag varn- armálanna er engan veginn eins og það ætti að vera. Framsóknarmenn gumuðu af því á sínum tíma, hversu gott „systemið“ hefði orðið undir stjórn dr. Kristins Guðmundssonar. Sama sy- stemið hefir verið látið gilda síðan, og það eru nákvæm- lega sömu mennirnir, sem eru þar í æðstu stöðum, eins og þegar hann skildi við. Ágæti þess fyrirkomulags hefir komið nokkuð vel í ljós við þessi síðustu atvik, og virðist ærin ástæða til þess, að það sé endurskoðað rækilega og það sem allra fyrst, svo að mistök og á- rekstrar verði ekki aftur af völdum þess. Norrænir stúdentar á nám- skeiði við Háskóla íslands. Stúdentaráð hefur forgöngu, þátttakendur 16 frá 4 löndum. Fimmtán norrænir stúdentar eru komnir hingað til lands, til þess að taka þátt í námskeiði íslenzku máli og bókmenntum, sem fram fer við Háskóla Is- lands dagana 11. september til 5. nóvember, en alls verða þátt- takendur sextán. Stúdentaráð Háskóla íslands hefur í samráði við stúdenta- samtökin á hinum Norðurlönd- unum haft forgöngu um að nám skeiðið yrði haldið hér, en sams konar námskeið hafa undan- farin ár verið haldin í norsku, 1 sænsku og dönsku í viðkom- andi löndum. Ýmsir aðilar hafa veitt stúdentaráði mikilsverð- an stuðning í sambandi við námskeiðið, t.d. bæði Alþingi og Háskóli íslands. Á námskeiðinu verður leitast við að kenna hinum norrænu stúdentum að tala íslenzku, svo sem frekast er unnt á þeim tveggja mánaða tíma, sem nám- skeiðið stendur. Mun próf. Hreinn Benediktsson annast þann hluta kennslunnar, og verður til að byrja með lögo megináherzla á tungumálsnám- ið. Þegar á líður munu siðan prófessorarnir Einar Ól. Sveins son og Steingrímur J. Þor- steinsson flytja fyrirlestra um bókmenntir íslendinga að fornu og nýju þ. á m. Eddukvæði, Njálu, þjóðkvæði og dansa, rímur, lærdómsöldina, þjóð- sögur, leikrita og skáldsagna- gerð auk þess sem sérstaklega verður fjallað um vei'k nokk- urra höfuðskálda íslenzkra. Auk tungumáls- og bók- menntakennslunnar mun svo þáttakendum smám saman verða kynnt ýmis önnur ís- lenzk efni með það fyrir augum að þeir megi öðlast sem gleggsta mynd af landi og þjóð. — í sambandi við námskeiðið verð- ur ennfremur efnt til ferða á ýmsa merka sögustaði hér sunnanlands, undir leiðsögn kunnugra manna. Þátttakendurnir, sem hingað koma nú, eru sem fyrr segir 15 að tölu, 1 Finni, 7 Sviar og 7 Danir, en auk þess verður son- ur norska sendih. hér með, svo að alls verða þátttakendur 16, 8 stúlkur og 8 piltar, og búa þau víðsvegar í bænum. Bretar búast við 2 milljón- um skemmtiferðamanna til . landsins árlega, eftir nokkur ár, þar af 1 millj. frá Banda- ríkjunum. Norrænn ráðherrafundur um félagsmál. Fjallaði um meðhöndlun áfengissjúklinga og lífeýrisgreiðslur. f ■ , Hva5 voru þeir að gera? Fyrir nokkru skrifaði Tíminn hvað eftir annað um nauð- syn þess, að framkvæmdar væru stækkanir á síldar- verksmiðjum á Austfjörðum. Var svo að sjá af Tímanum sem þetta hefði lengi verið baráttumál; Framsóknar- flokksins, en hann átt í höggi við alla flokka, sem vildu ekki leggja honum lið í þess- ari baráttu. Mönnum kom þá í hug, að síð- astg stjórn hafði inni að ; halda tvo þingmenn Aust* firðinga, og allir þingmenn þess landfjórðungs voru stuðningsmenn síðustu stjórnar, svo að það hefði mátt ætla, að vel hefði verið séð fyrir þörfum þessafjórð- ungs á öllum sviðum. Nú hefir hinsvegar komið í Ijós, að þessi ötulu baráttumenn hafa alveg gleymt síldinni, enda þótt þeir hafi látið rík- issjóð og aðra sjóði veita milljónatugi í ýmis fyrir- tæki þar eystra. Þetta má nú kalla ráðsmennsku í lagi. Norrænn ráðherrafundur um félagsmál var haldinn í Fevik við Arendal í Suður-Noregi dag ana 7.—9. september s.I. Fé- lagsmálaráðherra Islands, hr. Friðjón Skarphéðinsson gat ekki komið því við að sækja fund- inn, en Haraldur Guðmundsson sendiherra í Osló og Jón S. Ól- afsson fulltrúi í félagsmálaráðu neytinu mættu þar fyrir íslands hönd. Alls sátu fund þenna 43 manns. Fyrir fundinn voru lagðar skýrslur um þróun félagsmála á Norðurlöndum undanfarin tvö ár svo og skýrslur nefnda er starfað hafa að einstökum málum milli .funda. i Aðalmál fundarins voru ann- ars nýjustu aðferðir við með- höndlun áfengissjúklinga, regl- ur um ellilífeyrisgreiðslur ög lífeyri til eftirlifenda. Þá var á fundinum undirrit-j aður Norðurlandasamningur um viðurkenningu á iðgjalda- og starfstíma fyrir menn, sem tryggðir eru gegn atvinnuleysi og flyt(jast milli ríkja, en þessi samningur er til mikilla hags-[ bóta fyrir þá, sem flytjast milli atvinnuleysistrygginga hinna einstöku aðildarríkja. Ákveðið var að skipa nefnd- ir til þess áð vinna að athugun einstakra vandamála í sam- starfi Norðurlanda á sviði fé- lagsmála, einkum varðandi framkvæmd áður gerðs samn- , ings um félágslegt öryggi. At- riði þau, sem hér um ræðir, verða einkum lífeyrisgreiðslur erlendis, biðtíma í sambandi við elli- og örorkulífeyris- greiðslur og meðlagsgreiðslur. Fundarmönnum var gefinn kostur á því að sjá ýmsar stofn- anir, svo sem barnaheimili, drykkjumanahæli og elliheim- ili. Næsti fundur verður haldinn í Finnlandi að tveim árum liðn- um. Borgarfjarðar- kvikmynd sýnd. Borgfirðingafélagið í Keykja- vík efnir til sýningar á Borgar- fjarðarkvikmynd sinni á Akra- nesi og Hvalfjarðarströnd n. k. sunnudag. Kvikmyndatökuna hefur Guðni Þórðarson blaðamaður annast nú um nokkur undan- farin ár, og jafnan bætt ein- hverju við hana á hverju ári. Sýnir kvikmyndin náttúrufeg- urð héraðsins, gróður, vötn og fjöll, ennfremur atvinnuhætti ýmsa, ekki sízt frá gamla tím- anum svo og nýtízku vinnu- brögð. Þá hafa ýmsir kunnir héraðsbúar verið kvikmyndaðir og eru sumir þeirra nú látnir. Kvikmyndin er tekin í litum og verður, ekki sízt er stundir líða, hin bezta heimild um Borgfirð- inga, atvinnuhætti og me'nn- ingu. Jarðræktin — nýræktaraukning. Eftir að véltækni við jarðrækt hófst upp úr 1940, hafa fram- kvæmdir í ræktun og margvís- legum öðrum umbótum vaxið með ári hverju, og er það sér- staklega nýræktin, sem eykst jafnt og þétt, segir í greinargerð í Frey um búnaðarframkvæmdir 1958, en „fyrir nokkru hefur ver ið lokið Við að reikna út ríkis- framlag vegna jarðabóta 1958, samkvæmt gildandi lögum um það efni. Ríkisframlag alls nem- ur kr. 23.967.449.45, þar af er ríkisframlag á vélgrafna skurði rúmlega 10.5 millj. kr. Við sam- anburð á umbótum ársins 1957 . sést, að aukningin er nær ein- ' vörðungu í nýræktinni, en aðrar jarðabætur eru furðanlega svip- 1 aðar frá ári til árs, segir þar enn I fremur. I greinargerðinni er birt | kostnaðaryfirlit yfir jarðabætur, ' sem rikisframlags njóta á árinu 1958, og er heildarkostnaður þeirra framkvæmda, sem ríkið veitir beinan styrk til kr. 95 milljónir og rúmlega 7440 þús. kr. Ríkisframlagið er því 25% af heildarkostnaði. x Meðaltals nýrækt er 0.67 ha. á hvert byggt býli, en meðals ný- rækt á hvern jarðabótamann er 0.97 ha. Rangárvallasýsla er hæst með 1.09 ha, í nýrækt á hvert byggt býli, næst kemur A.-Húna- vatnssýsla með 1.02 ha., en nr. 3 og 4 eru V.-Hún. og V.-Skafta- fellssýsla með 0.92 ha, — Fram- ræslan var mest í Mýrasýslu 1451 teningsm, á býli. Draga-slysin. Nú er komið til sögunnar orðið dragi í stað dráttarvél (sbr. nýút- kominn Frey), sem liklegt má þykja, að leysi lengra orðið af hólmi. I þessum dálki hefur oft- ar en einu sinni verið minnzt á nauðsyn þess, að gerðar verðí þær ráðstafanir sem unnt er til þess að girða fyrir'slys við notk- un þessara tækja, og m. a. var minnst á hlífðarhús á þau. Nú birtir Freyr athyglisverða frá- sögn um prófanir húsa og hlífa á draga, sem gerðar voru í S.ví- þjóð. „Þar er nú íyrirskipað, að öryggisútbúnaður sé á þeim til verndar ökumanni,“ segir þar, og „frá 1./7. skulu allir dragar, sem eru seldir nýir, vera útbúnir með hlífum. Þessi ákvörðun nær þó ekki til þeirra, sem eru í notk- un nú.“ Enginn vafi er, að hér er verið á réttri braut til að draga úr slysahættu, en hlifðarhús hafa og aðra kosti, nfl. skjólið, sem þau veita í veðrasömu landi, eins og íslandi. — 1. Kvikmyndin verður sýnd á Akranesi n. k. sunnudag kl. 4.30 e.h. og í félagsheimilinu á Hval fjarðarströnd sama dag kl. 9 að kvöldi. Seinna í haust er hug- myndin að sýna kvikmyndina eða þætti úr henni víðar í hér- aðinu. Vetrarstarfsemi Borgfirðinga- félagsins hér í Reykjavík fer senn að hefjast m. a. með spila- kvöldum', sem verða a. m. k. mánaðarlega út veturinn. Verða þau í Skátaheimilinu a. m. k. fyrst um sinn. Á næstunni verð- ur og efnt til skemmtunar fyrir gamla Borgfirðinga í Reykja- vík, en slíkar skemmtnir hafa verið haldnar árlega um nokk- urt skeið við miklar vinsældir. í Borgfirðingafélaginu «ru nú rösklega 600 meðlimir. Fóim. þess er Guðmundur Illugason.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.