Vísir - 18.09.1959, Blaðsíða 10

Vísir - 18.09.1959, Blaðsíða 10
10 yísir. IJöstudaginn 18. september 1959; MARY ÖURCHELL: \lll\ll\l s T A R s A G A 50 alvakandi varð hún ekki fyrr en hún heyrði hjalið í börnunum í næsta herbergi og vissi að kominn var dagur. Þó mókti hún áfram en fann á sér að eitthvað illt var í aðsigi. Loks drap Betty á dyrnar og kom inn og börnin með henni. Peter og Beta bröltu strax i rúmið til hennar, en Betty brosti hlýlega til hennar. Fyrst hugsaði Linda: Það verður hræðilega tómlegt þegar þau eru farin. Til þessa hafði hún ekki hugsað svo langt fram í tímann, en nú gerði hún sér Ijóst að þetta var óhjákvæmilegt. Einn góðan veðurdag mundu Betty og Gerry og börnin hverfa aftur til sinnar fyrri tilveru, sem hún gat engan þátt tekið í. En hún mátti ekki hugsa um það núna. Hún mátti ekki hugsa um það. í dag hafði hún allt annað að hugsa um. Hún ýtti Peter fram úr rúminu og setti Betu niður á gólfið. — Nú verðið þið að sýna henni mömmu kkar garðinn, og svo fer eg á fætur og kem til ykkar. Þau voru fús á að gera það og hlupu út og kölluðu til móður sinnar að koma með sér. Betty staldraði við sem snöggvast. — Svafstu vel í nótt Linda? spurði hún. — Já, ágætlega, svaraði Linda gegn betri vitund. — En þú? — Eg svaf ljómandi vel, sagði Betty og hló. — Eg sef alltaf vel. Svo flýtti hún sér út á eftir börnunum. Meðan Linda var að baða og klæða sig, var hún að hugleiða hvað hún og Beatrice ættu að segja yfir morgunverðinum. Betty mundi va,falaust hafa orð á því að Errol væri fjarverandi, og frú Colpar mundi verða óróleg út af því. Eg þarf ekki að vera að brjóta heilann um það, hugsaði Linda áfram. Beatrice veit vafalaust hvernig hún á að haga sér, og minn er ekki annar vandinn en að fylgjast með. Það er bezt að eg hitti hana áður en við förum að borða. Hvers vegi Þegar Linda kom niður \§ é simar Kenneth? !r Beatrice komin inn í borðstofuna Og maturinn var kominn á borðið. — Góðan daginn, Linda. Það var auðséð að henni höfðu ekki borizt neinar góðar fréttir síðan þær höfðu talað saman, og Linda gat ekki leynt kvíða sín- um er hún spurði: — Það þýðir væntanlega ekki aö spyrja frétta ennþá? — Jú, svaraði Beatxáce. — Errol hringdi fyrir tíu mínútum, og mér er nær að halda, að þetta hafi farið á þá leið, sem þú spáðir. Að því er mér skildist á honum urðu þau benzínlaus ein- hversstaðar langt uppi á heiði, og urðu að nátta sig einhvers- staðar á afskekktum stað. — Spurðir þú hann ekki nánar um þetta? — Það var ekki eg sem svaraði í símann. Ein af stúlkunum svaraði og fæi'ði mér skilaboöin þegar eg kom niður. Hann hefur hugsað sér að koma heim í hádegisverðinn, og meira veit eg ekki. — Hádegisverðinn? Hve langt undan eru þau þá? — Þaö veit eg ekki heldur. En hann hefur kannske hugsað sér að fylgja Monique heim og taka við skellinum hjá Kenneth strax, sagði Beatrice þurrlega. Linda kinkaði kolli hugsandi. — Hvað hugsar þú þér að segja henni móður þinni? — Eg hugsa mér blátt áfram að segja henni þessi boö', sem eg hef fengið. Hún er ekki svo tortryggin að henni finnist nokkuð athugavert við þetta. Hún fær aðeins áhyggjur af því, að Errol hafi orðið að liggja úti í nótt og hafi kvefast. En sem betur fór sluppu þær við að gefa. nokkra skýringu, þvi að frú Colpar gerði orð niður um að hún hefði höfuðverk og ætlaði að láta senda sér morgunkaffið í rúmið. Þess vegna þurftu þær ekki að segja öðrum en Betty frá fjarveru Eri-ols, og hún vissi ekki hve langt eða skammt var heim til Vallons. Henni fannst „hreyfilbilun á heimleið“ vera gild ástæða til þess að hafa verið fjarverandi um nóttina. Hún talaði að vanda létt um daginn og veginn, svo að ekki varð þegjandalegt yfir borðum. Þær voru langt komnar með máltíðina er stúlkan kom inn og sagði að sími væri til Lindu. Hún flýtti sér fram í stofuna en samband hafði verið gert þangað. — Halló, hver er þar? — Það er eg, sagði Keixneth rólega. — Góðan daginn, Linda. Hvernig líður þér? — Auðvitað vel. Og þér? Það hljómaði kynlega í eyrum að heyi-a þau skiptast á innantómum orðum undir þessum kring- umstæðum. — Hvað var þér á höndum? — Mig langaði til að biðja þig um að koma hingað strax. Getur þú það? — Já, það held eg. Er nokkur sérstök ástæða til þess að þú vilt að eg komi? Hún vildi ekki verða fyrri til að minnast á Errol og Monique. — Er þér ver við að eg láti bíða að segja þér ástæðuna þangaö til þú kemur? Eg vil helzt láta það bíða. — Nei, það kemur i sama stað niður. Eg kem eftir hálftíma. Þakka þér fyrir. Eg er þér mjög þakklátur fyrir þetta. Hann var nærri því kuldalegur, og ómögulegt að geta sér til hvernig honum var innanbrjósts. Hún sleit sambandinu og flýtti sér upp á loft til aö tygja sig. Hún hitti Beatrice á leiðinni niður. — Beatrice, viltu segja heixni Betty að eg þurfi að skreppa bui't í áríðandi ei'indi og að hún verði að sjá um börniix til hádegis? Eg verð að skreppa til Vallons. — Vallons? Því þá það? — Kenneth hringdi og spurði hvort eg gæti konxið strax. Lík- lega er það eitthvað viðvíkjandi.... — Spurðir þú ekki hvað erindið væi'i? — Nei, mér fannst réttast að hann bæi'i það upp. — Það var kamxske réttara, sagöi Beatrice hugsandi. — Þú kærir þig iíkléga ekki um að eg komi líka? Það fór hrollur um Liixdu við tilhugsunina um að Beatrice yrði viðstödd uppþotið, sem bráðurn mundi verða. — Nei, Beatrice, ætli það sé ekki bezt að eg fari eiix, úr því að haixn bað mig um það. Beatrice vai'ð aö fallast á það, og voix bráðar var Linda koixxin á leið til Kenxxeths í litla bilxxuixx. Kvalafull bið. Allt var svo bjart og fallegt þennan heiðskíra nxorguix. Það virtist nærri því goðgá að æða af stað til að vera viðstödd reikix- iixgsskil í þríhyrndunx harmleik hjúskapai'mála. Eg get ekki aixnað sagt, en eg sárkviði fyrir, hugsaði Linda nxeð sér, er húix ók upp aö húsi Vallons. Bassett opixaöi fyrir henni og sagði henni að Vallon væri í bókastofunni og óskaði að sjá hana 4 KVÖLBVQKUNNI Francois Andrés, sem ræður ríkjum í Deauvilie á sumrunx og í Cannes á vetrum, fuliyrðir að Bretar gleynxi að jafnaði 300 regnhlífum á vetri í skemnxti- stcðum hans við bláströnd Mið- jarðarhafsins. Svona fær sólin þá til að gleyma því hvað bíður þeirra þegar þeir konxa aftur til Lund- úna. Margir spyi'ja um það hvern- ig „írskt kaffi“ sé búið til. — Þessi uppskrift er frá íra, svo hún er líklega rétt: Stórt glas er tekið og hitað. Svo eru lagðir þrír sykurmolai- í botninn, þar næst er whisky hellt í glasið og vilja sunxir hafa það nokkuð mikið. Svo ei* kaffi hellt í glasið og nái það tvo cm. upp að röndinni á glas- inu. Þá er hrært í þangað til sykrið er bráðið. Þá er skeið af rjómafroðu látin út í. Þessi drykkur er nokkuð góður — að minnsta kosti við kvefi. ★ Sjö ára gönxul telpa hljóp til ^ leikfélaga sinna, til þess að segja þeinx að nýtt barn væri komið. — Ætlar hann að vera? spurði leikfélaginn. — Eg geri ráð fyrir því, sagði litla telpan. — Hann hefir eng- in föt á sér. — Hvernig veiztu að það er hann? — Eg heyrði þau segja að hann hefði andlitssvipinn hennar mömmu, en vaxtarlag- ið hans pabba. — Hver konx með barnið? — Hann Pemberton læknir. — Pemberton læknir? Já, við fáum böm frá honum líká. E. R. Burroughs - TARZAN - Ji.J c«*n) Svefnsýkismeðals-ævin- i týrið var á enda og Tarzan L kvaddi Wallace og Evans. Hann hélt í hægðum sínum inn í myrkviðinn, burt frá mannabyggðum.... — Um svipað leyti gerðist það á flugveli nálægt borginni Leopoldville, að hvítur veiði- maður tók á móti þrem skjólstæðingum sínum — allt konur! Norskt fræðslurit um ísl iandbúnað. Nýútkomið er fræðslurit á- norsku um íslenzkan landbúnað cftir Árna G. Eylands, og nefn- ist „Det grönne Island. Facta onx islandsk landbruk“, gefið út af Fræðsluráði landbúnaðar- ins. ' Fræðslurit þetta er 65 bls. að eins, en höfundinum hefur tek- ist að þjappa þarna saman á að- gengilegan hátt feikna fróðleik. Orkar það ekki tvímælis, að ekki muni neinn.til þess fær- ari en Árni, að búa slíkt rit í hendur frændum vorum, sakii* þekkingar sinnar á efninu og valds á góðu máli. Fyrst greinii' hann frá legu íslands, jarðfræði og landslagi, loftslagi, þjóð, sögu, bændum i og býlunx og rekur svo hver kaflinn annan um landbúnaðinn og framfarir á sviði hans. Þetta er ágætt og igreinargott yfirlit og má full- yrða, að mörgum Norðmönnum þykir fengur í því, jafnnxikill áhugi og er þar í landi fyrir ís- landi. — Frágangur ritlingsins er ágætur, myndir marga og góða. — L

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.