Vísir - 18.09.1959, Blaðsíða 4

Vísir - 18.09.1959, Blaðsíða 4
1' VlSIR Föstudaginri 18. séptember 1959' Við erum bara venjuleg ís- lenzk fjölskylda. Hjón mcð þrjá litla stráka, sem okkur þykir á- kaflega vænt um alla saman. Minnsti peyinn er ekki nema níu mánaða, annar 6 ára og sá elzti 10 ára. Einhvernveginn höfum við' skrapað saman hugrekki og peningum til að láta okkar stærsta draum rætast — að byggja okkar eigið hús —. Á meðan búum við í ofurlítilli, en snyrtilegri leiguíbúð, sem raun- ar er alltof lítil. Þar komum við öll saman á kvöldin og ræðum framtíðina, skömmum strákana, þegar þeir hafa gert eitthvað af sér um daginn, stolizt niður í bæ, vaðið polla í strigaskóm eða eitthvað þvílíkt. Þegar strákarnir eru háttaðir og sofn- aðir ræðum við hjóriin um hús- bygginguna. Eg segi henni hvernig hefur gengið, hvað næst eigi að gera, hvað þetta kosti eða hitt, eða ræðum önnur sameiginleg áhugamál. Stund- um kemur það fyrir að bónd- inn hefur fengið sér einn neðan í því, svona eins og gengur og gerist, og þá vill samlyndið stundum verða dálítið skrykkj- ótt millum hjónanna. Sem sagt — ósköp algeng reykvísk fjölskylda. Þangað til núna um daginn. Þá breytist allt. Þá kom fyrir okkur atvik, sem ekkert okkar mun nokkru sinni gleyma, og sem ég vona að sem allra-fæstir verði fyrir. Samt varð það okkur til góðs, því að í það minnsta við hjónin höfum raunverulega fengið allt aðra skoðun á lífinu. Við höfum fundið enn betur, hve undur- samlegt það er að eiga þrjá litla heilbrigða stráka, og við þökk- um forsjóninni — eða einhverj- um öðrum mætti — fyrir hvern dag, sem við fáum að lifa sam- an. Það er bezt að ég segi ykkur söguna alveg. eins og hún varð til. Ef til vill getur hún orðið einhverjum til góðs, — en varla nokkrum til skaða. Kann ekki að ganga. 6 ára strákurinn okkar — þessi í miðjunni, — hefur raun- verulega aldrei lært að ganga. Ekki svo að skilja, að hann sé ekki heilbrigður á allan hátt. Nei, það er öðru nær. Hann var óvenjulega fljótur til, skreið fyrst um öll gólf, tætti allt nið- ur af borðum og ærslaðist eins og litlir strákar eiga að gera. Svo þegar hann fór að geta stað ið á fótunum, reyndi hann fyrst dálítið fyrir sér — og svo fór hann að hlaupa —. Síðan hefur hann alltaf verið hlaupandi frá morgni til kvölds, og það er okkur óþrjótandi undrunarefni á hverjum degi, hvar drengur- inn fær allt þettá fjör og líf. Að vísu hleypur hann ekki alltaf í rétta átt. Þegar mamma hans kallar á hann inn á kvöldin, er hann alveg eins til með að hlaupa fyrir næsta húshorn og þykjast ekkert heyra. Þegar ég kem heim í mat, eða að aflok- inni vinnu, kemur hann hlaup- andi á móti mér með útbreidd- an faðminn og stút á munninn til að kyssa pabba. Þegar hann þarf að fara framúr á nóttinni ur, því konan var að verða ofi sein til læknisins, svo við ætl- uðum að láta Kidda hlaupa smáspotta. Þess vegna var það að ég stöðvaði bílinn þegar ég kom að Hringbrautinni. Nú þurfti Kiddi að fara yfir Hring- brautina, og hlaupa svo rétt fyrir hornið, þá var hann kom- inn til ömmu sinnar. Komu bílar. Þegar ég leit eftir Hring- brautinni, sá ég að nokkrir bíl- ar voru að koma í áttina til okk- ar, og óku greitt. „Það eru að koma margir bíl- ar eftir götunni, Kiddi,“ sagði ég. „Farðu ekki út á götuna fyrr en þeir eru farnir framhjá.“ „Nei.“ ansaði hann. *•*: • "f Varleyal / MB EULEIMII! og þetta er máske aleigan þín, bílstjóri. áður en slysið skeði. Ekki veit ég það, en samt hafði ég drepið á bílnum og sett hann í gír. Það sá ég á eftir, og hef gert það al- veg vitundarlaust. Eg hljóp að drengnum, líklega hálf-snökkt- andi. Hrópaði á hann, því að égi var sannfærður um að ef hanrr væri ekki dáinn, þá væri hann stórslasaður. til að pissa hleypur hann yfir góflið — og aftur til baka upp í rúm. Það er aðeins örsjaldan að hann hefur sézt ganga, og það er þá helzt ef hann á að fara til tannlæknis eða eitthvað slíkt. Þess vegna segjum við að hann kunni ekki að ganga. Bara hlaupa. Fórum öll saman út. Á laugardaginn var, rétt eftir hádegi, þurftum við hjónin að fara niður í bæ, sitt í hverja áttina. Eg að vinna í húsinu, og hún með minnsta labbakútinn til læknis vegna einhverra út- brota, sem hún var ekki ánægð með. Sá stærsti átti að fá að fara í sundhöllina, Kiddi (sá í miðjunni) til ömmu sinnar og vera þar á meðan. Við urðum öll samferða áleiðis í bílnum okkar. Eg ók, konan sat frammí og hélt á þeim minnsta, en hinir tveir afturí. Fyrst átti Kiddi að fara úr, því amma á heima ekki langt í burtu. Við vorum að flýta okk- „Já. Passaðu þig vel á bílun- um,“ sagði mamma. „Já,“ sagði Kiddi. „Já, mundu það nú. Það eru margir bílar að koma.“ „Já, bless,“ sagði Kiddi — og steig út úr bílnum. Kiddi fór beint upp á gang- stéttina mín megin við bílinn, og beið þar stillilega. Hann ætl- aði að passa sig á bílunum eins og mamma og pabbi höfðu sagt. Það var að koma bíll, hann sá hann þegar hann teygði sig og horfði eftir götunni. Þarna stóð hann stilltur og rólegur og beið — og aldrei datt okkur í hug að ef til vill væri þetta í síðasta sinn, sem við sæum hann lif- andi. Hann hljóp fyrir bílinn. Bíllinn kom, og Kiddi stóð á gangstéttinni og beið eftir því að hann færi framhjá. Um leið og hann var kominn framhjá honum hljóp hann eins og kólfi væri skotið út á götuna — og annar bíll kom æðandi eftir Hvað er að ske? Hér hefur orðið slys götunni rétt á eftrr hinum og stefndi beint á litla strákinn okkar. Það var greinilegt að bíllinn mundi aka með ofsa- hraða beint á litla kólfinn sem þaut yfir götuna — það væri aðeins kraftaverk sem gæti bjargað honum frá bráðum bana. Og við sátum öll kyrr í bílnum okkar og horfðum á. Þetta er hræðilegasta augna- blik ævi minnar — og okkar allra. Þarna sátum við þrumulost- in, og horfðum á .. . biðum eft- ir því að bíllinn merði litla drenginn okkar til bana fyrir augunum á okkur, og við gát- um ekkert að gert. Ekki hið minnsta. Við æptum upp. Görguðum eins og við ættum lífið að leysa. Eg veit ekki hvað ég kallaði. „Jesús, almáttugur, góður Guð“, eða eitthvað svoleiðis. Eða kannske ég hafi galað „Kiddi, Kiddi, Kiddi.“ Eg hef ekki hug- mynd um það. Nema við kölluð- um og æptum af öllum mætti. Drengurinn rúllaði eftir götunni. Við horfðum á bílinn aka á drenginn. Hann hentist í göt- una eins og fótbolta væri spark- að af heljarafli, og rúllaði upp að gangstéttinni. Bíllinn snar- hemlaði, og það miklu fyrr en ég hefði getað búizt við — og ég skal alltaf dást að bílstjóran- um fyrir hans einstaka snar- ræði, og líklega hefur honum ekki orðið minna hverft við en mér. Það er eins og brennt inn í huga mér, þegar sonur minn rúllaði eftir götunni undan bíln- um. Hann hafði haldið á úlp- unni sinni í hendinni -—• og gerði enn. Hún vafðist utan um hann þegar hann snerist eftir götunni. Áður en hann var stoppaður, var ég kominn út úr bílnum. Líklega hef ég lagt af stað út Hann var ekki dáinn. Mér létti strax, þegar ég sá — frekar en heyrði — að hann! lá þarna og grenjaði af öllunr kröftum, líklega töluvert hærra en ég. Eg beygði mig niður að honum — og hvað var þetta? Eg sá hvergi blóð. Það er ekki1 allt fengið með því. Eg kraup hjá honum og skoðaði. Eg spurði hann hvar hann fyndi til. Síðan tók ég hann ofur var- lega upp í fangið og stóð upp. í fljótu bragði sá ég engin! meiðsl á honum. Gat það veriS að Guð væri svona góður? Nú kom bílstjórinn út úr bílni um. Annaðhvort hef ég verið svona fljótur að þessu, eða hanni hefur hreinlega ekki þorað út: strax. Ekki fyrr en hann sá mig- taka drenginn upp. Þetta vai’ ungur maður, hár og ljóshærð- ur, ef ég man rétt. Hann var ná- hvítur í framan, eins og ég hef líklega líka verið. „Hann er með okkur“. „Hvar á drengurinn heima?‘,; spurði hann. „Eg leit á hann. Kannske undrandi. Kannske illilegur. Vissi mannfjandinn ekki að þetta var sonur minn? Hann. Kiddi? Fjörkálfurinn okkar allra? Strákurinn litli, sem kunni ekki að ganga. Bara hlaupa. Og hafði einmitt núna hlaupið út í opinn dauðann. Nei. Hann vissi það ekki. „Hann . .. Hann er með okk- ur,“ sagði ég og leit til bílsins míns, þar sem hann stóð á göt- unni. Þá sá ég að móðir hans kom hlaupandi til okkar, með minnsta kútinn í fanginu, og kreisti hann að brjósti sér. Hún var eldrauð í framan, og tárin hrundu niður hvarmana þegar hún hrópaði: „Kiddi, Kiddi, Kiddi!“ — og litla krílið nátt- úrlega orðinn dauðhræddur af' öllum ósköpunum, og grenjaði af öllum kröftum. Eg skildi ekki orð af því, sem konan sagði. Hún var viti sínu fjær af ótta og skelfingu, og talaði hreinasta rugling. Eg bar litla drenginn að bílnum og lagði Frh. á 9. s.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.