Vísir - 18.09.1959, Blaðsíða 11

Vísir - 18.09.1959, Blaðsíða 11
Föstudaginn 18. septémber 1959 VISIB 11 SÝNIKENNSLA Húsmæðrafélag Reykjavíkur heldur 2ja daga sýniskennslu- námskeið í grænmetisréttum og' öðrum smáréttum og' byrjar þriðjudaginn 22. september kl. 8 e.h. í Borgartúni 7. Nánari uppl. í símum 15236 — 11810 — 12585. Stjórnin. JAWA Útvegum hin heimsþekktu JAWA bifhjól 125—175 og 250 cm. — Einnib hin nýju JAWA bifhjól með Vespulagi 100 og 175 cm. og JAWA hjálparmótorhjól. Myndlistar og upp- lýsingar í verzluninni. SMYRILL, Húsi Sameinaða. — Sími 1-22-60. 2iS&&&&&& Verkfræðingar og iðnfræðingar Mælingaverkfræðingar og byggingaverkfræðingar óskast til starfa í skrifstofu minni. Æskileg er sérþekking á sviði gatnagerðar, umferðartækni eða borgarbyggingar (komm- unalteknik). Byggingariðnfræðingar óskast einní'g til s'tarfa. Nánari upplýsingar i skrifstofu minni, Skúlatúni 2. Reykjavík, 10. sept. 1959, Bæjarverkfræðingurinn í Reykjavík. Á þessuári eru liðin 25 ár síðan fyrsta stúdentaheimili á íslandi, Gamli Stúdenta- garðurinn, tók til starfa. Tilhlýðilegt þykir að minnast þessa afmælis með nokkrum hætti, og hefur því verið ákveðið að efna til afmælishófs laugardagskvöldið 10. okt. n.k. Skorað er á alla stúdenta, sem dvalið hafa á Gamla Garði á undanföx-num aldai'fjórðungi, að koma til þessa sam- kvæmis til þess að eiga glaða stund og rifja upp gömul kynni. Nauðsynlegt er að þeir, sem geta komið þyí við að sækja afmælishóf þetta, tilkynni þátttöku sína í skrifstofu Gamla Gai’ðs, sími 1-64-82 kl. 2—5 síðdegis eigi síðar en 25. þ.m. Reykjavík, 14 sept. 1959. Jóhann Hafstein bankastjóri. Gunnlaugur Pétursson borgarritari. Ragnar Jóhannesson bókavörður. Þórarinn Sveinsson læknir. Þorvaldur Þórarinsson lögfræðingur. STÚLKUR ÓSKAST á hótel út á landi. Upplýsingar í síma 36252. Lee Caíhoun.... Framh. af 3. síðu. fyrir Rússanum Michailov í landskeppninni um daginn. Þá fékk Rússinn 14.0 sek, eða sama tíma og Lauer, en var sjónar- mun á undan. Sú fregn vakti at- hygli manna og furðu, og var skýringar leitað. Hún reyndist vera sú, að Lauer hafði verið í þriggja vikna sumarleyfi í Sviss og sennilega um stund komist úr keppnivana. Engum mun þó vera Ijóst hve vont það er fyrir orðstír ný- bakaðs heimsmeistara að tapa fyrir manni, sem er þó almennt ekki talinn betri en Michailow. En það er bersýnilegt, að jafn- vel hinir beztu geta misreiknað sig. Ef til vill hefur Lauer haft í huga, að hann vann Michailov í landskeppni í fyrrahaust með 13.9 sek á móti 14.0, án þess þó að vei'a í fullri æfingu. Sú regla var þó ekki algild. Það er því ekki að undra, , þótt mai’gir hafi beðið með eft- irvæntingu eftir komu Calho- uns til Wuppertal nú í fyrri viku. Að vísu hljóp Lauer á 13.8 sek í tugþrautinni, sem háð var eftir landskeppnina við Rússa, en dygði það til að sigra hinn reynda Calhoxm? Þeir náðu báðir álíka góðu viðbragði, en þegar eftir nokkr- ar grindur kom í ljós hvor var sterkari, og er að marki kom var Lauer um fullum metra á undan Ólympíumeistaranum. Þar með var úr því skorið hvor var betri grindahlaupari í sept. 1959, Lauer eða Calhoun. En hvor verður betri í september 1960? Það er spurning sem ekki fékkst svarað nú. Jutta Heíne... Frh. af 3. síðu: Ekki tókst Heine þó að bera sigur úr býtum, og vai'ð að láta sér nægja fjórða sætið, — og tímann 25.0 sek. En hvað um það, Jutta Heine er talin ein af efnilegustu íþróttakonum í Þýzkalandi, og það er án efa leit að stúlku sem náð hefur tímanum 24.1 sek og 2. sætinu á afi-ekaskrá lands síns, með þremur hlaupum einungis. — Og það í landi sem hefur upp á eins stóran hóp afrekskvenna að bjóða og Þýzkaland. Bezt að augiýsa í Vísi BRIDGEÞÁTTIIR ** VÍSIS & * Frá Bandaríkjunum berast þær fréttir, að sveit Samuel S. Stayman muni vei'ða ein af full trúum Bandaríkjamanna á Ól- ympíumótinu í Róm. Vann sveit hans meistarakeppni Chicago- borgar og fékk svokallaðan Spingold-bikar að launum. í sveitinni voru ásamt Stayman, Oswald Jacoby, gömul brigde- stjarna, Ira Rubin, Victor Mit- chell, Morton Rudinow og Willi- am Grieve. Meðal sterkra sveita sem Stayman sló út, var sveit J. Crawford, E. Kaplan og J. Mathe. Sem dæmi um styi'k- leika þessai’ar sveitar, má geta þess, að hún fór í gegnum keppnina án þess að tapa ein- um einasta leik. í úrslitaleikn- um var hún þó hætt komin, eins og sjá má á eftirfarandi spili, sem var síðasta spilið í leiknum. Þá var sveit Staymans fjögur stig undii'. Staðan var allir á hættu og; vestur gaf. A A-9-8-7-5 V D-9--5-3 ♦ K-D-10 * Á A K-G-10-3 V Á ♦ 9-6-4 * G-10-8-7-6 A 2 V K-8-2 * D-5-4 ♦ Á-G-8-7-3-2 Á A D-6-4 V G-10-7-6-4 ♦ 5 * K-9-3-2 í lokaða herberginu, þar sem sveit Stayman sat n-s, gengu sagnir einfaldlega: V:P — N:1S — A:P — S:2S — V:P — N:3S — A:P — S:4S og allir pass. Báðir spilararnir yfirsögðu aðeins og norður var þrjá niður eftir laufaútspil frá austri. Hann getur sloppið með tvo nið ur og gerir það eflaust ef spilið er doblað. Eina von Staymans var sú, að andstæðingarnir færu líka í 4 spaða og fengju þá dobl- aða. Hins vegar nægðu ekki tveir niður úr því að sveitafé- lagar Staymans höfðu farið þrjá niður, svo að útlitið var ekki glæsilegt. í opna salnum, þar sem áhorf endur gátu heyrt allar sagnir og séð allar hendur á Vu-Graph, eins konar sjónvarpsskermi, var útkoman allt önnur. Þar gengu sagnir: V:P — N:1S —< A:2T — S:2S — V:3G — N:D og allir pass. Norður spilaði út spaðasjöi, vestur fór inn á kónginn og spil aði tígli, sem norður fékk á drottninguna. Norður spilaði þá hjarta, vestur fór inn og spilaði tígli, beit á jaxlinn og svínaði. Hann tók síðan tíglana í botn, í hverja suður gaf eitt hjai'ta, tvo spaða og tvö lauf. Þá kom laufdrottning og, já, laufkóng- ui'inn á, undir ás norðurs. Vest- ur fékk tíu slagi, sveit Stay- mans græddi 6 stig á spilinu og Rómarferð. Hver skyldi hafa trúað því, að Bandaríkjamenn væru svo gamaldags að láta keppa um Ólympíuferðina? Mikið gætu þeir lært af íslendingum í þeim efnum. Nærfatnaðui karlmanna 9g drengja fyrirliggjandl LH.MULLER TIL SÖLU Allar tegundir RÚVÉLA, Mikið úrval af öllum It&r undum KIFREIÐA. BÍLA - og BÚVÉLASALAN Baldxjrsgötu 8. Sími 23136, F'uliirútBráð Sgálístœðisfclaganna í Hcgkjavék FUNMÞUM Fundur verður haSdinn í Fullirúaráði Sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík í kvöld í Sjálfsíæðíshúsinu klukkan 8,30. Fundarefni: TILLÖGUR KJÖRNEFNDAR Fulltrúar eru áminntir um að sýna fulltrúaráðsskírteini við innganginn. Stjórn fuiltrúaráðsins

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.