Vísir - 02.10.1959, Síða 9
Föstudaginn 2. október 1959
VlSIB
9
Krúsév talar um
Krúsév —
Framh. at 4. síðu.
Maðurinn, sem geymdi vodka
íiösku í buxnavasanum til að
bæta bjórinn á tímum zars-
ins, þekkir öll undanbrögð
dr ykk j umannsins.
Hann er varkárari gagnvart
sjálfum sér með mat, heldur en
drykk. Þegar þeir félagarnir
Kruschev og Bulganin fóru í
heimsókn til Englands, var eft-
ir því tekið að hann hafnaði
rjóma með ávöxtum, smjöri
með kexi og baunum með
lanmbasteik.
Hann sagði við veitendur sína
„Læknisráð. Eg er að reyna að
létta mig,“ En hann naut hvít-
vínsins.
Þyngdin, sem hann er að
reyna að minnka eru 220 pund,
og helztu málin eru: Brjóst 43
tommur, mitti 52, og hvaða
kiæðskeri sem er, segir að þetta
þýði „óvenju feitlaginn.“
Kauðalegur £ klæðaburði.
Kruschev hefur ákaflega víð-
tækan smekk. Hann smakkar
á öllum tegundum rússneskra
eftirmata. Fyrir nokkru sagði
hann Rússum, sem eru kauða-
legastir allra kauða í klæða-
burði, að þeir yrðu að hressa
upp á útlitið. Hann er sjálfur
í silkiskyrtu með blátt, einlitt
bindi og 40 sterlingspunda
klæðskerasaumuð föt.
„Margir ykkar eru enn í út-
stoppuðum jökkum, sem voru
í tízku á tímum Nikulásar II,"
sagði- Kruschev fyrir nokkru.
„Það er kominn tími til að setja
þá á forngripasafnið. Við þurf-
um að láta sníða fallegri föt úr
sama efni.“
Vissulega er hörmung að sjá
klæðið, sem er til sölu hjá
GUM, stærsta vöruhúsi Moskvu
nema í leyniverzluninni á efstu
hæð, þar sem kvikmyndastjörn-
ur og annað fyrirfólk kemur til
að kaupa „vinnuföt“.
Kruschev vonar í raun og
sannleika að eftir 10 ár verði
þjóðin farin að klæðast eins
og brezka yfirstéttin. Það hef-
ur hann látið í ljós.
Kom við fínu taugarnar
I Pinya.
Annars eru Rússar mjög ná-
kvæmir í klæðaburði. Ein
versta skyssa, sem manni getur
crðið á í Moskvu, er að fara
ekki úr frakka, er maður kem-
ur í hús. Hvort sem maður ætl-
ar aðeins að stanza augnablik
hjá kunningja, eða fer á hljóm-
leika, verður maður að fara úr
frakkanum og hengja hann
upp.
Þegar framkvæmdastjóri
hljómlistarhallarinnar sagði
Kruschev frá áhyggjum sínum
vegna þess að tónburður í saln-
um mundi ekki verða góður,
þegar 3000 Rússar sætu þar í
pelskápum sínum, fékk hann
framan í sig: „Rússar sitja ekki
í frökkunum á hljómleikum.
Við erum ekki birnir.“
Hann hafði óvart komið við
fínu taugarnar í Pinya litla.
Nákvæmar athuganir í
Bandaríkjunum hafa leitt í
ljós, að konur þurfa að með-
altali 7 sinnum lengri tíma
en karlar til að taka á-
kvörðun um það í búðum
hvort kaupa skuli eða ekki
Síðustu efnahagsráðstafanir
hrökkva skammt til öryggis.
Ályktanir aðalfundar Verzlunarráðs
Islands.
Á nýafstöðnum aðalfundi
Verzlunarráðs íslands voru
rædd þau mál er mest snerta
verzlunarháttu og annað er að
efnahagsmálum þjóðarinnar lýt
ur. Fara hér á eftir helztu álykt
anir fundarins:
Aðalfundur Verzlunarráðs ís-
lands 1959 vill vekja athygli
á því, að ráðstafanir þær, sem
gerðar hafa verið í efnahags-
málum þjóðarinnar að undan-
förnu muni ekki nægja til þess
að skapa efnahagslegt jafnvægi
og atvinnuöryggi í landinu.
Fundurinn telur eftirfarandi
ráðstafanir nauðsynlegar til
þess að ná því marki:
1. Fjárfesting og bankaútlán
verði við það miðuð, að komizt
verði hjá verðbólgu. Telur fund
urinn nauðsynlegt, að banka-
löggjöfin verði endurskoðuð og
hefur gert um það sérstaka sam
þykkt.
2. Útgjöldum ríkissjóðs verði
haldið innan þeirra takmarka,
að hann verði greiðsluhalla-
laus.
3. Uppbótarkerfið verði af-
numið, þannig að þær atvinnu-
gi-einar, sem erlends gjaldeyris
afla, fái jafna aðstöðu og mis-
ræmið hverfi milli innlends og
erlends verðlags. Atvinnurek-
endur beri þá sjálfir áhættu og
ábyrgð í rekstri fyrirtækja
sinna.
4. Dregið verði úr niður-
greiðslu á innlendum vörum og
í þess stað auknar fjölskyldu-
bætur og gerðar hliðstæðar um-
bætur í félagsmálum.
5. Stefnt verði að því, að við-
skiptum og atvinnurekstri verði
búið sem bezt svigrúm til at-
hafna og samkeppni, sem koma
mun þjóðinni í hag með auk-
inni framleiðslu og bættum lífs-
kjörum.
Bankamál.
Aðalfundur V. í. 1959 telur
r.auðsynlegt, að sett verði ný
löggjöf um íslenzka banka, er
marki skýrt verkefni og verk-
svið seðlabankans annars veg-
ar og viðskiptabanka hinsvegar.
Tryggt verði að seðlabankinn
verði sem sjálfstæðastur og ó-
háður stjórnmálaátökum.
Hlutverk seðlabankans verði
að vernda verðgildi íslenzku
krónunnar, stuðla að jafnvægi
á lánsfjármarkaðinum, frjáls-
um gjaldeyrisviðskiptum við út
lönd og nægilegri atvinnu í
landinu.
í verkahring seðlabankans
falli eingöngu viðskipti við pen
ingastofnanir og ríkissjóð. Hann
annist seðlaútgáfu, yfirstjórn
cg eftirlit gjaldeyrismála, skrán
ingu á gengi erlends gjaldeyris
og ákveði forvexti á endur-
keyptum víxlum og reglur um
handbært fé viðskiptabank-
anna.
Verkefni viðskiptabankanna
verði fyrst og fremst að sjá at-
vinnulífinu fyrir rekstursfé og
annast gjaldeyrisverzlun við
fyrirtæki og einstaklinga, en
lán til fjárfestingar verði byggð
á fjáröflun til lengri tíma, svo
sem með sölu skuldabréfa.
Tryggt verði, að viðskiptabank-
ar, hvort sem um er að ræða
ríkisbanka eða einkabanka,
starfi á viðskiptalegum grund-
velli óháð stjórnmálasjónarmið
um. Heimilt verði að stofna
viðskiptabanka að ákveðnum
skilyrðum fullnægðum, og
skulu allir bankar hlíta sömu
reglum um aðhald og eftirlit
seðlabankans.
Kaupþing.
Aðalfundur V.í. 1959 telur
nauðsynlegt, að stofnað verði
með lögum verðbréfakaupþing,
þar sem frjáls viðskipti með
vaxtabréf og hlutabréf fari
fram á uppboði.
Fundurinn álítur, að á þann
hátt muni skapast möguleikar
á aukinni lánsfjármyndun til
langs tíma og meiri eingaraðild
almennings í atvinnufyrirtækj-
um þjóðarinnar.
Tilhögun gjaldeyrisúthlutunar.
Aðalfundur V.í. 1959 lítur
svo á, að eðlilegast sé, að verk-
efni þau, sem Innflutningsskrif
stofari hefur með höndum varð-
andi ráðstöfuri á gjaldeyri verði
flutt yfir í gjaldeyrisbankana
og að stefnt sé að því, að Inn-
flutningsskrifstofan verði lögð
niður.
Skattamál.
Aðalfundur Verzlunarráðs ís-
lands 1959 vill leggja sérstaka
áherzlu á nauðsyn þess, að lög-
gjöf um skatt- og útsvars-
greiðslur fyrirtækja verði tekin
til gagngerðrar endurskoðunar.
Fundurinn mótmælir því, að
veltuútsvör verði framvegis
nctuð sem tekjustofn bæjar-
og sveitarfélaga og krefst þess,
að þau verði afnumin, enda er
sýnilegt, að verði ekki bráðlega
breyting á, mun þessi skattlagn
ing hafa mjög alvarlegar afleið-
ingar fyrir allt atvinnulíf í
landinu.
Stefnuskráin —
Framh. af 8. síðu.
10. Sérstök áherzla verði lögð
á að hlúa að allri sparnaðar-
viðleitni og örvuð myndun
innlends fjármagns.
11. Aflað verði erlends lánsfjár
með viðráðanlegum kjörum
til stórframkvæmda og
greitt fyrir erlendu fjár-
magni til þátttöku 1 upp-
byggingu stóriðju til út-
flutnings, mrdir úrslitayfir-
ráðum íslendinga sjálfra.
HLUTDEILD í
FRJÁLSUM VIÐ-
SKIPTAHEIMI.
1. Stefnt verði að því, að þjóð-
in verði aðnjótandi sem
frjálsastra heimsviðsk. með
aðild að samtökum frjálsra
þjóða, sem miða að auknu
viðskiptafrelsi » heiminum.
2. Leitað verði hagkvæmra
markaða hvar sem þá er að
finna og afla aðkeyptra vara
þar sem hagstæðast er að
kaupa þær.
I AUKIN FRAM-
1 LEIÐSLA OG BÆTT
LÍFSKJÖR.
1. Allar aðgerðir £ efnahagsmál
imi miði fyrst og fremst að
því að greiða fyrir aukinni
framleiðslu.
2. Við endurskoðun skattakerf-
isins verði haft hugfast, að
atvinnurekendum verði gert
mögulegt að mynda eigið
fjármagn til endurnýjunar
aukningar á atvinnutækjum.
3. Unnið verði að gernnýtingu
atvinnutækja » öllum at-
vinnugreinum.
4. Leitazt verði við að bæta
vinnubrögð og auka tækni í
atvinnurekstri.
5. Unnið verði að afnámi á liöft
um og hömlum á athafna-
frelsi einstaklinga.
6. Hagur almcnnings verði
tryggður með raunhæfri sam
keppni og frjálsri verðmynd-
un - venjulegum verzlunar-
viðskiptum.
7. Löggjöf verði sett, er stuðli
að dreifingu efnahagsvalds-
ins í þjóðfélaginu.
8. Efnahagslegt sjálfstæði þjóð-
félagsborgaranna verði
tryggt með eignamyndun öll-
uin til handa.
Eins og fyrr segir verður
þeim áföngum á leiðinni að
markmiðunum, sem hér hafa
verið talin upp, ekki öllum náð
í senn. Fer bað nokkuð eftir,
hversu hart þjóðin vill leggja
að sér. A hennar valdi er að
velja röð þeirra, kveða á um
hvað í fyrirrúnii skuli sitja og
hverju frestað um sinn, því að
í allt verður ekki ráðizt í sama
mund. Meginmáíi skiptir, að
þjóðin gcri sér Ijóst og viður-
kenni ' verki nauðsyn þess að
leggja inn á nýja braut, sem
sneiðir hjá verðbólgu og sam
drætti. Sá vegur liggui- að
traustara og þróttmeira efna-
hagskerfi en við búum við í
dag. Homsteinar þess þjóðar-
búskapar eru atvinnufrelsi og
eignarréttur einstaklinganna,
næg atvinna og félagslegt ör-
yggí.
fþróttin „jai-alai“, sem þýðir eiginlega „fjörleg liátíð“ — en
nafnið er komið úr baskísku — er talin einhver hraðasta íþrótt,
sem til er. Hver þátttakandi hefur bogmyndað slíður um hægri
höndina, og það notar hann til að grípa hnöttinn og þeyta homun
frá sér. Knötturinn getur að sögn náð 240 km. hraða á klst., er
hann þýtur af glófanum.
Skáldsagnakeppni
Menntamálaráðs
Um leið og Menntamálaráð íslands þakkar rithöfundum
þeim, sem tóku þátt i skáldsagnasamkeppni þess, biður það
höfundana að gjöra svo vel að láta vitja handrita sinna.
Umsögin með nöfnum þeirra verða ekki opnuð, en hand-
ritin afhent skrifstofu ráðsins, Hverfisgötu 21, gegn því að
viðtakandi tilgreini söguheiti og dulnefnf .þöfundar.
Menntamálaráð íslands.
vantar. Mikil vinna. — Uppl. hjá vcrkstjóra.
VIKURFÉLA6IDH.F.
Hringbraut 121.
úl
“ 1
t