Vísir - 02.10.1959, Síða 10

Vísir - 02.10.1959, Síða 10
10 VlSIR Föstudaginn 2. október 1959 Óhugnaður greip hana strax og hana langaði til að slíta sam- bandinu strax. — Hvernig líður þér? — Hefur þú upplifað að mér líði nokkurntíma öðru vísi en vel? spurði hann. Og svo: — Eg vona að þú reiðist ekki þó eg hringdi, en eg varð að tala við þig. — Það gerði ekkert til þó að þú hringdir. Hann hélt áfram: — Eg ætlaði eiginlega að lofa þér að vera i friði, en nú er svo komið að eg fer í næstu viku — eg hef tekið að mér starf, og líklega kem eg ekki til Englands aftur fyrr en eftir eitt eða tvö ár. Caria skammaðist sín fyrir að hún fann til óseigjanlegs léttis við þessar upplýsingar. Og hún var hrædd um að þetta mundi heyrast á röddinni. Svo heyrði hún Frayne segja hvasst: — Halló! Halló. — Já, eg er hérna. Henni tókst að tala alveg eðlilega. — Hvert ætlar þú að fara, Basil? — Til Þýzkalands. — Með herdeildinni? — Nei ,.. ,eg á að .... eg verð.... laus við hana. Hlustaðu á mig svolitla stund, væna mín, þá skal eg skýra fyrir þér hvaö um er að ræða. Eg á að heimsækja Ölmu núna um helgina.... hún er sú eina í fjölskyldunni sem er fús til að borga fimm aura fyrir.... og eg verð hjá henni laugardagskvöld og allan sunnu- daginn. Gætirðu hugsað þér að koma með mér? Eg skal aka þér til baka á sunnudagskvöldið.... það verða einhverir fleiri géstir, svo að enginn þarf að hneykslast. —■ Heyrðu, Basil — mér er þetta alveg ómögulegt.... — Góða, geturðu ekki gert þetta fyrir mig? Gefa mér tækifæri til að sjá þig — tala við þig, vera nærri þér — jafnvel þó ful’i verði af fólki kringum okkur. — En hvað heldurðu að Alma hugsi? Þú veist að hún er einstaklega litið tiltektasöm. Gerðu nú þetta Jyrir mig? — Á hún von á mér? — Eg sagði að þú mundir kannske.... svaraði hann. — Eg get ekki farið þangað fyrr en seint á laugardagskvöldið, því að -Sonia hefur tekið upp á því að haldá einskonar kveðjusamsæti. Og við komum aftur á sunnudagskvöldið. Þetta verða ekki einu . sinni 24 tímar, Caria — og þetta er síðasta samveran með þér, se.m eg bið nokkurntima um. Hún hikaði, hún vissi að það var flónska að gera þetta. Og samt — úr því að hann ætlaði svona langt á burt.... — Eg lofa að haga mér ósköp prúðmannlega, sagði hann, — ef það er það, sem þú ert smeyk við. Eg veit að öllu því gamla á milli okkar er lokið. Eg hef sætt mig við það. Eg þarf aðeins að fá að vera með þé- En ef þú getur það ómögulega, þá verð eg vitanlega að.... Hann virtist mjög re mamæddur, og af því að hún vissi sjálf iivernig það var að búa yfir ástasorgum og hvernig það var aö brá eina ákveðna manneskju í allri veröldinni, og af því að hún liafði skilið hálf harðneskjulega við hann síðast, mýktist hún. — Jæja, — það er bezt að eg lofi að koma. — Það var fallega gert af þér! Og hún gat ekki annað en komist við af þakklætishreimnum, sem var i röddinni. — En samt finnst mér það vera mesta flónska sagði hún. — Nei, það er bara fallega gert. Svo hélt hann áfram óðamála: — Heyrðu, eg get sloppið að heiman um níuleytið að kvöldi — gæti eg kannske sótt þig í „Silfurtunglið kortéri. síðar? Hún hefði fremur viljað fara ein með lestinni, og miklu frem- ur viljað hitta hann á einhverjum öðrum stað en hann nefndi. En hún vissi af reynslu að hús Ölmu lá óraleið frá járnbrautar- stöðinni, og að það var til lítils að fara að þrátta um þetta við hann. — Þá segjum við það, sagði hún stutt. Klukkan 21,15 í „Silfur- tunglinu“. En nú verð eg að fara, Basil. Vertu sæll. — Vertu sæl — og þökk fyrir! Þegar hann heyrði smellinn í símanum lagði hann tækið á kvíslina. Hann vissi að hann þurfti ekki að biðja hana um að láta sér ekki snúast hugur. Þegar Caria lofaði einhverju þá efndi hún það. Caria var hugsandi og alvarleg. Nú iðraðist hún þegar þessa bráðræðisloforðs. Ef hann hefði minnst á að fara eitthvað annað en til Ölmu Stafford vissi hún að hún mundi hafa hafnað boð- inu. Ungfrú Stafford var hálfsystir Basils, mörgum árum eldri en hann og gerólík honum. Cariu féll mjög vel við hana og hafði oft heimsótt hana á heimili hennar í Buckinghamshire. Fyrir skemmstu mundi hún ekki hafa sett fyrir sig hvaða álit gamla konan hafði á hlutun- um. Basil hafði rétt fyrir sér í því að hún var umburðarlynd og skipti sér helzt ekki af öðru en þvi, sem kom henni sjálfri við. En einhverntíma hafði hún sagt við Cariu: — Farðu varlega þegar hann bróðir minn er annarsvegar. Hann er að vísu heill- andi, en ekkert valmenni, eins og þú veist, og Sonia er flagð. Caria hafði hlegið og svarað: — Það kann að vera að þú hafir rétt fyrir þér í því. — Jú, það gat ekki vakið hneyksli þó hún heimsækti Ölmu Stafford, og það var eflaust flónska að telja þetta nokkra goðgá. Hún hafði fullan rétt til að heimsækja Ölmu Stafford, hvort sem Sonia kæmist að þvi eða ekki. En samt óskaði Caria að hún gæti riftað loforðinu sínu. Og henni var meinilla við að eiga að hitta Basil í litla nætur- klúbbnum, sem misjafnt orð fór af, en þau höfðu svo oft verið saman í. Henni fannst þetta allt svo lítilmótlegt er hún hugsaði til þess núna. Og hún hafði komist í illt skap er hann minntist á þetta samkvæmi, sem Sonia ætlaði að halda. Allir höfðu einhverja nasasjón af hvernig sambúð Basils og konu hans var háttað, og það var táknrænt fyrir Soniu að hún vildi halda honum kveðjusamsæti en var hinsvegar alveg sama um hvert hann fór. Hana hefði gilt einu þó hann hefði farið tii Norðurheimskautsins. En Sonia lét allt líta fallega út á yfir- borðinu, eins og hún var vön. Cariu hafði ekki fallið hvernig Basil hafði talað um kveðjusamsætið.... Caria andvarpaði. Já, Basil var Basil, ekkert gat breytt hon- um. Það var hún sem hafði breyst, og sem sá hann svo skýrt núna, eftir að ljóminn var farinn af honum. En jafnvel þó hún treysti Ölmu vel, féll henni ekki tilhugsunin um þessa heimsókn. Cariu var ómögulegt að gleyma Ross Carlton, og þó hann ætti venju fremur annríkt þessa viku, varð honum oft hugsað til Cariu. Hann mundi að augun í henni voru blá eins og hyasintur, hann mundi bros hennar og hinar mjúku hreyfingar. Hann hafði líka dálítið samvizkubit út af samtalinu, hvernig það hefði verið. Kannske hafði hann verið. óþarflega stuttur í spuna — en hún haföi sannarlega tij þess unnið. Föstudag fór hann í St. Anne-sjúkrahúsið, eins og hann var 4 KVÖLDVðKUNNI . )||l| HÖUM! ' ‘‘ v ~ ÍWfcuTfitraeti' . E. R. Burroughs TARZAN - 3101 ATHORfiyGM SEARCH BROUGHT TAEZA»írQ,_A SAPAEl CAMP / WHEKE ^..ESEIE SILENCE < BKEVAILEC FOK THERE ALSO WAS A BEATEN ANÞ UN- OONSCIOUS WHITE M.AN- NONE OTHEE THAN ALAN LAkE! Hann kom loks í rjóður þar sem ferðafólk hafði > auðsjáanlega verið fyrir skammri stundu, en nú var einkennilega hljótt þar. — Hann veitti athygli ýmiskon- ar dóti og hálfkulnuðum eldi en svo rak hann í róga stanz. Þarna lá hvítur maður illa útleikinn eftir barsmíð og rækilega bundinn við tré. Maðurinn var enginn annar en Alan Lake. Kona nokkur, ensk, hafði vátryggt verðmætan skartgrip fyrir 2000 stpd., gegn þjófna'íi, og er síðan þótti sannað, að J gripnum hefði verið stolið fékk hún tékka fyrir upphæð- jinni. j En áður en hún innleysti hana ^fannst gripurinn í klæðaskáp konunnar. Tveim dögum síðar fékk Vá- | tryggingafélagið bréf um þetta frá konunni, hvar í stóð: „Mér fannst nú ekki rétt að halda bæði skartgripnum og peningunum, svo eg tilkynnti Jykkur hér með, að eg sendi |Rauða krossinnum tékkann. Menn verða þögulli þegar árin færast yfir þá. Þeir hafa þá meira til að þegja yfir. Auðmaður nokkur auglýsti eftir einkabílstjóra og sagði við íra, sem var meðal um- sækjanda: — Eg vil ekki nema mjög gætinn mann, — mann, sem ekki hættir á neitt. — Þá er eg einmitt maður- inn, sem yður vantar, svaraði frinn. — Get eg fengið kaupið mitt fyrirfram? GANGANDI FÓLK: Venjið ykkur á, að gang'a alltaf hægra megin á vegi. Þar sem engar gangstéttir eru, er þetta lífsspursmál í vondu skyggni, enda tekið fram í umferðarlögunum, að svo skuli að jafnaði gert. Öruggast er að venja sig einnig á, að ganga sem mest á hægri gangstétt, hvort sem um er að ræða tvístefnu eða einstefnu- braut. BINDINDISFÉLAG ÖKUMANNA. Hver vinnur gullplóginn? Eins og áður hefur verið skýrt frá hér í blaðinu á að fara fram alþjóðakeppni í plæging- um á þessu.hausti. Sigurvegar- inn hlýtur eftirlíkingu úr gulli að launum og heimsmeistara- titil. Keppnin á að fara fram ná- iægt þorpinu Armoy í Antrim- sýslu á Norður-írlandi og er búizt við, að þangað flykkist 40.000 manns til þess að vera viðstaddir keppnina. Keppend- ur eru frá 16 löndum, en þau eru: Danmörk, Noregur, Norðúr- írland, Frakkland, Bretland, Kanada, Finnland, Ástralía, Bandaríkin, Belgía, Nýja Sjá- land, Austúrríki, Holland, Ítalía og Svíþjóð. Tveir keppendur koma frá flestum löndunum. i

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.